Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. En sá sem er mest á móti okkur í Torfunni er mér sagt að sé Óli J6, og nóg er hann lærður — hvar var verið að gera hann að heiðursdoktór?” Laufey Jakobsdóttir fyrir framan Lantjlíeknishúsið á Bernhöftstorfu. DB-mynd Hörður inga Huld Hákonardóttir öm, ættuð úr Borgarf iröi eystra: m MINNIR FTIR TOMAS <ana en ekki hlaupa að þeim með látum og fyrirgangi einhver inn sem þeir þekktu. Kannske kom einhver úr sveitinni þeirra, sem þeir höfðu ekki séð í mörg ár, og þá urðu fagnaðarfundir. Handritin — ja, það vantaði bætur á buxurnar Laufey laetur ekki þar við sitja að hlúa að börnum, rónum og gamal- mennum. Hún er líka mjög áhuga- söm um friðun gamalla húsa og eitt st'ærsta áhugamál hennar er Dýra- verndunarfélagið. Hún vill allt vernda, konan sú! Líka Bernhöfts- torfuna. „Sinnuleysið um handritin fyrr á öldum er afsakað með því að íslend- ingar hafi verið svo ómenntaðir — og svo vantaði þá bætur á buxurnar sínar! En sá sem stendur mest á móti okkur í Torfunni er mér sagt að sé Óli Jó, og nóg er hann lærður — hvar var verið að gera hann að heiðurs- doktór?” Hún bætir því við að Tómas fjár- málaráðherra hafi reynzt Torfusam- tökunum sérdeilis vel. ,,Og svo ungl- ingarnir. Ég get ekki tekið undir þetta þvarg um að þeir séu ómögulegir. Mér finnst þau einstaklega skemmti- leg og frjó í andanum. Samt hefur engin ung kynslóð alizt upp við aðra eins fjármálaspillingu. Það er ekki óhætt að trúa nokkrum manni fyrir annarra fé. Er það unglingunum að kenna?” Bróðir minn vildi ég færi íbrúðkaupið Þegar þessar línur komast á prent verður Laufey flogin til Fíladelfíu i Aldrei að tala um að þær pissi ókeypis. Þær rétta fram 50 krónur með orðun- um: „Ég hef vanizt þvi hingað til aö borga mitt.” DB-mynd Hörður hlaupa að þeim með látum og fyrir- gangi. Ég hef sjaldan orðið eins sár og eitt sinn þegar ég stökk út eftir krökkum, sem höfðu hnuplað lítilræði, einum varalit, held ég. Þau voru á leiðinni inn með mér að skila honum aftur og biðjast afsökunar, þegar lögreglan, sem einhver hafði hringt á, kom i flasið á þeim. Krakkarnir héldu auð- vitað, að ég væri að leiða þau í gildru og hentust burtu eins og byssu- brennd. Sumt fólk er svona: Lögreglan, lögreglan, það er það fyrsta sem því dettur í hug. En flestir sem koma á Hlemm eru mjög þægilegir. Ég man sérstaklega eftir ýmsum gömlum mönnum, sem bjuggu vist við svipaðar aðstæður og gömlu konurnar sem ég kynntist í Bankastræti. Þeir sátu tímunum saman með ís eða eitthvað annað til að maula, til að gá hvort ekki rækist Bandarikjunum. „Bróðurdóttir min lét skila til min, að ég ætti að koma í brúðkaupið hennar. Ég bara hló, því engan hafði ég farareyrinn. En rétt á eftir vann ég mátulega mikið í happ- drætti DAS. Þá sá ég að faðir hennar, sem er dáinn, mundi ætlast til að ég færi.” Áður en Laufey lagði af stað brá hún sér upp í „neðanjarðarhreyfing- una” i Bankastræti, eins og þær kalla sig, gæzlukonurnar. Hún var að skila lykli að handklæðageymslunni, sem hún hafði óvart sett í vasa sinn. DB fór með. „Ertu brjáluð, manneskja, að draga Ijósmyndara niður,” sagði vin- kona hennar á vaktinni, Sigriður Val- geirsdóttir. „En ég er fegin að þú skilar lyklinum, þá sé ég að þú hefur eitthvað skárra húsnæði að leita í heldur en geymslukrílið okkar, þegar þú kemur aftur úr Ameríkunni.” - IHH svo margt sem kemur upp á. Fjöl- breytileikinn er óendanlegur. Mér fannst ömurlegast þegar lokað var á nóttunni, — um hálfeittleytið — og þarna inni sátu menn, sem Bakkus hafði borðið ofurliði ein- hvern tíma fyrir löngu, og báðu mann að hringja á lögregluna fyrir sig. Því fangaklefarnir voru eini næturstaðurinn, þar sem þeir áttu höfði sínu að halla. Það er ekkert hjúkrunarhæli til í borginni né nágrenni, sem tekur á móti mönnum, sem eru drukknir og hafa h ugsað sér að vera það á fram. En þetta eru ekki afbrotamenn, heldur sjúklingar á mjög alvarlegu stigi. Það er talað um að við eigum enga útigangsmenn lengur, en það er því miður ekki rétt.” Það á ekki að hringja á lögregluna á krakka Þótt lögreglan sé rónunum góð þá var mér meinilla við að hringja á hana vegna unglinga, sem stundum var gert þarna á Hlemmi. Því börn taka lögregluna mjög al- varlega og treysta henni ekki eins og rónarnir. En sum af þessum krökk- um höfðu hrökklazt út heima hjá sér, ég heyrði þau stundum biðja um gist- ingu hvert hjá öðru, og ástandið gat verið alla vega hjá foreldrunum. Kannske verið að drekka og fleygt krökkunum út fyrir einhvern upp- steyt. Þegar þannig stendur á og krakk- arnir eru á þvælingi gera þau smá skyssur í hugsunarleysi — og þá á að tala við þau í rólegheitum, en ekki Sitt hvorum megin neðst við Bankastrætið eru tröppur, þar sem aðþrengdir vegfarendur geta gengið niður í jörðina og létt á sér. Þar niðri sitja allan daginn gæzlukona öðrum megin, gæzlumaður hinum megin, i skonsum, þar sem rétt rúmast smá- dívan, borðkríli og stóll. Yfir höfðum þeirra drynur bílaum- ferðin, og eitraðan kolsýringsfnykinn leggur 'stundum niður um lítinn glugga efst á veggnum. En eins og presturinn sagði yfir moldum feitlaginnar sómakonu: „Guð litur ekki á vöxtinn, heldur hjartað”, þá virðist kærleiksandinn stundum kunna því betur við sig sem húsakynnin eru þrengri, hvernig ann- ars sem á þvi stendur. Á hryssingslegum degi er náðhúsið í Bankastræti kannske eini staðurinn, þar sem loppnu og einmana gamal- menni er boðinn heitur kaffisopi — eða sveitakona, sem orðið hefur fyrir því óhappi að veskinu hennar hefur verið stolið, getur fengið lánað fyrir farinu heim. Ég vil standa á fótunum meðan ég get „Þær launa okkur kaffisopann ríkulega með lifsreynslusögum sín- um oomln konurnar." scgir I .uifey Jakobsdóttir, ættuð úr Borgarftrði eystra, gift faUegum smið, sem þó alls ekki vildi leyfa okkur að mynda sig, átta barna móðir, 24ra barna amma og 2ja barna langamma, sem leysir af á þessum sérstæða vinnustað tvisvar í viku. „Og smátt og stnatt kemst maöur að því," segir Laufev, „að hérna i bænum er töluvert af gömlu l'ólki, sem á fullt í fangi með að draga fram lífið á lágum ellilaunum. En þetta einstæðingsfólk er haldið djúpum ótta við að verða dæmt ósjálfbjarga og sett inn á einhverja stofnun, ef það lætur í Ijósi, að eitt- hvað sé að. Þess vegna þraukar það i lengstu lög i ömurlegum kjallarahol- um, frekar en leita hjálpar hjá félags- málastofnun. „Ég vil vera ég sjálf og standa á fótunum meðan ég get,” er viðkvæð- ið hjá gömlu konunum. Og í tötrun- um eru þær stórir persónuleikar. Aldrei að tala um að þær þiggi að pissa ókeypis. Þær rétta fram 50 krónurnar með orðunum: „Ég hef vanizt því hingað til að borga mitt.” Enn eru til útigangsmenn Laufey kynntist enn meira af úti- gangsliði Reykjavíkurborgar þegar hún var gæzlukona á biðstöðinni á Hlemmi í nokkrar vikur í vetur. „Á Hlemmi er alveg sérstakt mannlif,” segir hún. „Mér datt oft í hug kvæð- ið hans Tómasar, Hótel Jörð, þegar ég var að vinna þar: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, / við erum gestir og hótel okkar er jörðin” og síðan kemur: „Og sumum liggur þau reiðinnar ósköp á / en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.” Ég held að þeir sem sjá um gæzlu þar þurfi að vera lífsreyndir mannvinir, þvi það er „Ertu brjáluð, manneskja, að draga Ijósmyndara hingað niöur,” sagði Sigriður Valgeirsdóttir á vaktinni i Bankastrætinu. Sigriður til vinstri, Laufey til hægri i litlu skonsunni niðri i jörðinni. DB-mynd Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.