Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. 23 Fyrsta kvart- mílukeppnin: FÓR KVARTMÍLUNA Á 12,07 SEK. Benedikt Eyjólfsson á 455 Pontiac sinum skrapar brautina með afturstuðar- Anna Maria Pðtursdóttir á BMW 2002 keppti í standard-flokki og sigraði. Hér er hún að laga til bremsurnar á bíl slnum fyrir keppni. DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson. Áhorfendur supu hveljur þegar Bene- dikt Eyjólfsson skrapaði kvartmílubraut- ina með afturstuðara 455 Pontiac jepp- ans, svo hátt reis hann aö framan I jyrstu kvartmllukeppninni sem haldin var á laugardaginn var á kvartmllubrautinní nýju I Kapelluhrauni. Var það jafnframt fyrsta aksturíþróttakeppnin sem haldin hefúr verið á tslandi á lokuðu, löglegu svœði, þar sem hraðatakmarkanir giltu ekki. Keppnin skiptist í tvennt og var fyrst forkeppni, þar sem tlmar bllanna og mót- orhjólanna voru teknir en siðan hófst Þessi kom frá Akureyri á Camaro slnum, formaöur Bllaklúbbs Akureyrar. Hér er hit- að upp fyrir keppni. Þetta kalla kvartmllumenn „bum-out ”, þ.e. efsta lag gúmmlsins I dekkjunum er sjóöhitað svo spyman verði ákveðnari. aðalkcppnin og var keppendum raðað þar upp miðað við þá tima sem þeir náðu. Forkeppnin gekk fljótt og vel fyrir sig en ekki verður það sama sagt um aðal- keppnina. Langur tlmi leið á milli spyrn- anna og bar þar margt til. Tilhaka- brautin var löng og erfið yfirferðar svo að bUarnir voru lengi á leiðinni á við- gerðarsvœðið aftur. Þá biluðu matgir bO- anna i forkeppninni og var unnið að þvi að koma þeim i lag > vo aó þeir gætu hald- ið keppninni áfram. Þá voru starfsmenn kvartmiluklúbbsins óvanir að halda svona stóra keppni og hjálpaði það til að draga keppnina á langinn. En þráttfyrir þessa byrjunarörðugleika tókst keppnin vel og má það meðal annars þakka prúð- mennsku áhorfenda sem héldu sig á áhorfendasvœðunum. Þá voru margir kraftmiklir og skrautlegir bllar I keppn- inni sem gerðu hana skemmtilega. Má þar t.d. nefna Kryppuna úr Hafnarfirðin- um en hún stundaði það að lyfia fram- dekkjunum fet frájörðu þegar Finnbjörn spyrnti henni af stað. Þá má ekki gleyma 302 Monzunni hans Birgis Jónssonar en Birgir sigraði í Street Alterd flokki og náði jafnframt bezta tíma keppninnar. Fór hann kvartmíluna á 12,07 sekúnd- um, sem er mjög góður timi. Orslit í öðrum flokkum urðu þau að I Modificd Standard flokki sigraði Einar Egilsson en hann keppti á Chevrolet Camaro Super Sport með 350 kúbika vél. / Standardflokki sigraði Anna Maria l'. ursdórir en hún keppti á BMf með 2001 cc vél. Imótorhjólaflokkisigi aði Hilmar Harðarson en hann keppti ' Kawazaki 1000 KZ hjóli. Við munum greina nánar frá keppninni nœsta laugar- dag. Jóhann Kristjánsson. 20 STK. AF LÍTILSHÁTTAR ÚTLITSGÖLLUÐUM TRANSCRIPTOR Hl- Fl GLERPLÖTUSPILURUM Á VERKSMIÐJU-ÚTSÖLU HJÁ RAFRÁS HF. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AD EIGNAST ÞESSA LISTRÆNT HÖNNUÐU HÁGÆÐA SPILARA MEÐ 20% AFSLÆTTI OG 3-6 MÁNAÐA GREIÐSLUKJÖRUM: Hafifl samband vifl: Söluskrifstofu RAFRÁSAR HF. ÁRMÚLA 5, REYKJAVÍK. OPIÐ 13-19.00. SÍMI 82980.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.