Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDÁGUR 28. MAÍ 1979. Göngustígurinn sundurgrafinn — böminverða aðfaraí skólanneftir akbrautum Anna Jóna í Brekkuseli 16 hringdi: Við íbúar Seljahverfis i Breiðholti sem eigum börn í Ölduselsskóla eða á leikskólanum Seljaborg höfum hingað til haft einn göngustig fyrir okkur og börnin okkar til þess að komast að þessum skólahúsum. Sá göngustígur liggur á milli Heiðasels og Grjótasels og hefur verið sæmi- lega viðunandi því möl hefur verið borin í hann. Fyrir stuttu ætlaði ég með barnið mitt í kerrunni sinni eftir þessum göngustíg út að Seljaborg. En viti menn, búið var að grafa hann i sundur því hafinn var þar gröftur fyrir einbýlishúsi. Varð ég því að snúa við. í dag verðum við þvi ann- aðhvort að klöngrast yfir holt og hæðir eða senda börnin okkar og fara sjálf eftir ökuvegum bifreiða og strætisvagna og það vita allir hversu hættulegt það er börnunum okkar. Ég hafði samband við Ólaf Guðmundsson verkfræðing hjá borg- arverkfræðingi og tjáði honum vand- ræði okkar. Svörin sem ég fékk voru þau að ef til vill yrði annar gangstígur tilbúinn næsta haust. Ég er búin að búa hér i 4 ár og al- veg síðan ég flutti hefur staðið til að gera almennilegan gangstig og mönn- um bjóðandi. En hvað gerist? Þessi eini sem við höfðum er eyðilagður og ekki von á öðrum á næstunni. 1» Þótt mikið sé gert til þess að kenna ungviðinu umferðarreglur er samt bezt að það komi ekki nær umferð- inni en nauðsynlegt er. Natalie Wood leikur eitt aðalhlut- verkið í myndinni West Side Story sem sýna á i haust i Tónabíói. Á að endur- sýna West Side Story Dóra skrifar: Fyrra laugardag kynnti Guðrún Birna Hannesdóttir tónlistina úr söngleiknum og kvikmyndinni West Side Story í útvarpi. Það minnti mig á að i síðustu nokkur skipti sem ég hef farið í Tónabió hef ég séð úpp- hengt veggspjald með auglýsingu um myndina. Nú spyr ég: Á að endur- sýna myndina og þá hvenær? DB hafði samband við Tónabió og fékk þær upplýsingar að endursýna ætti myndina einhvern tíma með haustinu. Ekki var hægt að segja ná- kvæmlega hvenær. Hringið milli kl. 13 og 15, eða siirifið ✓ HEIMTA ROSALEGT KAUP — en eiga fiotta bíla og einbýlishús Sjóinaður skrifar: Ég er nú ekki einn af þeim sem allt- af eru að skrifa í blöðin en nú get ég ekki orða bundizt lengur. Yfirmenn- irnir á frökturunum heimta nú svo rosalegt kaup að þeir sem voru á beztu loðnubátunum hafa ekki einu sinni heyrt jafn svakalegar tölur. Það er eins og þessir sjéffar á flutninga- döllunum haldi að það séu þeir sem bera þessa þjóð uppi. Svo fá þeir alls konar frídaga sem enginn venjulegur sjómaður skilur neitt í. Mér skilst að þeir fái 10 frídaga í mánuði á meðan við á togurunum fáum kannski sam- tals þrjá, rétt á meðan verið er að landa. Annars er maður löngu hættur að skilja neitt í þessu kerfi sem þeir eru með, því þeir segjast alltaf hafa eitthvert smotterí en svo eiga þeir flotta bíla og einbýlishús áður en maður veit af. Raddir lesenda © KENWOOD ^ EIGN SEM VARIR KT-5500 útvarp, stereo FM/AM, næmleiki FM LDp'V/AM 20 uA/, merki/suö hlutfáll 72 dB mono 68 dB stereo, aðgreining- arhæfni 60 dB, stereo aðgreining 35 dB frá 50-15,000 Hz. Verö kr. 105.990.- KA-5700 magnari, - 2x40 RMS wött, 8 ohm, 20-20,000 Hz, bjögun minni en 0,04%, merki/suð hlutfall 76 dB við 2,5 |Á/. Verð kr. 124.570.- KX-520 kassettutæki, Dolby, rásaflökt minna en 0,09% (WRMS), tíðnisvörun 30-16,000 Hz (CrÖ2), merki/suð hlutfall 61 dB (Dolby/CrÖ2).' Verö kr. 183.300.- n Háþróað Hi-Fi er sérgrein hjá Kenwood. Þess vegna er Kenwood einn færasti hljómtækjasmiður sem fagtímarit geta um. Kenwood er fyrir fagfólk sem af eigin dómgreind veit hvað háþróað Hi-Fi er. Tökum sem dæmi tæki þau sem sýnd eru hér að ofan. Tæknilýsingin á þeim skýrir verðleika þeirra svo ekki verður um villst. SENDUM BÆKLINGA ^KENWOQD EIGN SEM VARER FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 3 Spurning Hvað ætlar þú að gera í sumar? (Spurt í Melaskólanum) Ciuðmundur kristinn Klemcntssun, 9 ára: Ég fer út á lund, á Þingvclli og kringum landið. Arnar Bjarnason, 10 ára: Ég fer norður i land og i ágúst ler ég til ítaliu. Reynir Þór Viðarsson, 10 ára: Ég ler kannski i svcit. Halldór l.axdal Helgason. 9 ára: Fg ler i sumarbústað og svo fer ég til Akur- eyrar og í sveit i Fljótshlið. Friðrik Karlsson. 9 ára: Ég vcit það ekki. Ég fer kannski upp á Akrancs. Gísli Þór Magnússon, 9 ára: Ég fer norður í land og vcrð þar i sveit i sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.