Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 4
4 7S DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. MAI 1979. DB á ne ytendamarkaði Hvaö erheimilistrygging, hvað eraltrygging? ELDUR, VATN OC ÞJÓFAR Þegar menn tryggja innbú sitt gera þeir það venjulega með heimilistrygg- ingu. Þó er hægt að fá tryggingar sem taka aðeins til eins tiltekins tjóns, t.d. vatnstryggingu, en þar sem slík trygg- ing er innifalin i heimilistryggingu verður ekki fjallað nánar um hana hér. Einnig er möguleiki á svonefndri altryggingu sem auk venjulegrar heimilistryggingar tryggir menn fyrir öðrum þáttum, til dæmis slysum utan heimilis. Heimilis- tryggingar Tryggingafélögin Sjóvá, Trygging, Tryggingamiðstöðin og Almennar tryggingar hafa allar algjörlega sams konar heimilistryggingu. Skilmálar Samvinnutrygginga eru örlítið öðru- vísi orðaðir en í raun hinir sömu. Heimilistrygging felur i sér vátrygg- ingu á innbúi, ábyrgðartryggingu, ör- orku- og dánarbætur, svo og nokkur sameiginleg ákvæði sem taka til allra þessara þátta. Innbústryggingin felur í sér trygg- ingu í svipuðum atriðum og húseig- endatrygging, þ.e. eldsvoða, eldingu, sprengingu, sótfalli, óveðri, vatni, þjófnaði, síökkvi- eða björgunarað- gerðum, auk þess sem tryggð er ofhit- un á þvotti vegna bilunar þvottavélar og skemmd matvæli vegna bilaðrar frystikistu. Þeir munir sem vátryggðir eru í innbúi eru það sem kalla má lausa- fjármuni án þess þó að um sé að ræða dýr vélknúin farartæki eða slikt. Tryggingin takmarkast við að munirnir séu heima við eða í skömmu láni annars staðar. Munirnir eru bættir ef þeir skemmast af eldi, eld- ingu, sprengingu, sótfalli, óveðri, vatni, gufu, olíu til upphitunar, hrapi loftfars, þjófnaði, slökkvi- og björg- unaraðgerðum, ofhitun á þvotti, rofi á straumi til frystikistu eða um- ferðarslysi. Þó bætast ekki tjón sem verða ef hlutur brennur án þess að um elds- voða sé að ræða, t.d. ef eldur úr arni svíður gólfteppið, ef eldingu lýstur iniður í sjálfum hlutnum s'em skemm- ist, ef sprengingin er af völdum þess vátryggða, ef sótfallið stafar frá’ reykháfi eða kemur smátt og smátt frá eldstæði, ef vatnið sem veldur skemmdum kemur utan frá húsinu, t.d. regnvatn. Ef þvottavél bilar og skemmir þvott eða ef frystikista bilar og matur skemmist bætist það tjón en ekki við- gerð á tækjunum sjálfum þar eð telja má bilunina skort á viðhaldi. Ef íbúð skemmist svo að flytja verður úr henni fær tryggingartaki greidda húsaleigu annars staðar á meðan. Ábyrgðartrygging Ef sá sem er með heimilistryggingu verður fyrir því að baka öðrum tjón og vera þannig ábyrgur samkvæmt lögum greiðir heimilistryggingin tjónj hans. Á þetta einnig við um maka tryggða og börn. Þó er sá fyrirvari að börnin séu yngri en 10 ára, og ef barn sem veldur tjóni er eldra en 6 ár^að ekki hafi verið um stórkostlegt gá- lcysi að ræða. Ekki er heldur bætt það tjón sem fjöls’kyldumeðlimir valda hverjir öðrum, það tjón sem verður vegna atvinnu þess tryggða, tjón á munum í vörzlu þess tryggða, tjón af völdum vinnuvéla og farartækja hans, tjón sem verður vegna elda, vatns, meng- unareðaannars slíks. Tjón sem stafar af*ign tryggða á húsi, bát eða dýri eru heldur ekki bætt. 1 heimilistryggingu er líka falin trygging á því að fjölskylda trygging- artaka fái bætur ef hún verður fyrir slysi eða lömun. í tryggingarskilmála Samvinnutrygginga er tryggingartaki sjálfur einnig tryggður en aðeins fjöl- skylda hans (kona og börn innan 20 ára) í skilmálum hinna tryggingafé- laganna. Altryggingin er alveg sér- stök að þessu leyti og verður fjallað um hanahéráeftir. Engar bætur greiðast vegna örorku sem er minni en 5% eða vegna tíma- bundinnar örorku. Bætur minnka um fjórðung á ári þegar fólk er komið yfir 68 ára aldur og falla niður um sjötugt. Aðeins er tryggt ef slys sem veldur örorku verður á Norður- löndum. Sameiginlegir skilmálareru að tjón má ekki hafa orðið vegna ásetnings, stórkostlegs gáleysis eða neyzlu á ávana- og fikniefnum. Skylt er að skýra satt og rétt frá öllu sem viðkemur tjóni og tryggingu og gera sitt til að varna tjóni. Altrygging Um altryggingu Abyrgðar gilda nokkuð aðrar reglur en um heimilis- tryggingu eins og áður hefur komið fram. Tryggingin bætir innbú manna á svipuðum forsendum og heimilis- trygging en auk þess er innifalin i henni aukin slysatrygging tryggða og fjölskyldu hans, trygging gagnvart lögsókn, auk þess sem tryggingin gildir unt allan heim en ekki bara á Norðurlöndum. Skilyrði til að fá tryggingu hjá Ábyrgð er að menn neyti ekki áfengis. Altryggingin hefur þann fyrirvara að það sem kallað er stuldhættir munir er ekki tryggt nema fyrir litlar upphæðir. Með stuldhæuum munum er átt við verðmæta hluti sem ef til vill hefði verið ástæða til að geyma í bankahólfi eða á öðrum slíkum stað. Altrygging greiðir mönnum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir vegna málaferla. Er þá átt við nauð- synlegan og eðlilegan málskostnað sem tryggði fær ekki endurgreiddan hjá ríki eða mótaðila. Hæst er greidd milljón í hvert sinn. Þeir fyrirvarar eru á tryggingunni að ekki er greitt það vinnutap sem tryggði kann að verða fyrir vegna málsins, ekki er greitt ef um hjónaskilnaðarmál er að ræða, ellegar að tryggði lendir í mála- ferlum vegna þess að hann hefur gengið í óeðlilega ábyrgð fyrir annan mann, ekki ef málið sprettur vegna lóðar, vélknúins farartækis (þó bætt þau mál sem tryggði kann að lenda í sem notandi vélknúins ökutækis) eða ef málið sprettur vegna ásetnings- verknaðar eða gáleysis þannig að brot sé framið. Altrygging bætir tryggða og fjöl- skyldu hans það líkamstjón sem hóp- Á þessari yfirlitsmynd má sjá hvað er tryggt samkvæmt venjulegrí heimilis- tryggingu. urinn biður á tryggingartímabilinu. Hámark bóta er 2 milljónir. Þó er ekki tryggt það tjón sem fjölskyldu- meðlimir valda hverjir öðrum, ekki tjón hvað varðar atvinnu, ekki tjón sem hlýzt við refsiverðan verknað né tjón sem verður undir áhrifum fíkni- efna, þegar tryggði hefur að ástæðu- lausu lagt sig í mikla áhættu, eða það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem stjórnandi vélknúins farartækis. Bætur eru greiddar hvort heldur er að dauði hlýzt af slysi eða örorka. Örorkubætur minnka eftir 67 ára aldur og verða einungis fimmtungur venjulegra bóta þegar tryggði nær sjötugsaldri. Á sama hátt og mönn- um er bætt ef þeir verða fyrir slysi er þeim bætt ef þeir verða öryrkjar vegna lömunarveiki, sólstings eða kals. Eitt hefur altryggingin enn fram yfir venjulega heimilistryggingu. Það er ferða-sjúkratrygging. Bætt er það tjón sem menn kunna að verða fyrir í sumarleyfisdvöl með allt að 800 þús- und krónum. Bættur er flutningur til næsta læknis, lækniskostnaður, aukakostnaður vegna fæðis og hús- næðis, kostnaður við heimflutning, bætur vegna rofins sumarleyfis, kostnaður förunauts ef sá tryggði getur ekki farið einn heim og jafnvel kostnaður eins ættingja til að fara til útlanda ef tryggði hefur látizt þar og ganga þarf frá málum. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu um altryggingu er hún nokkuð öðruvisi en heimilistrygging. Iðgjald- ið reiknast líka á annan hátt eins og kom fram í blaðinu á föstudag. Það Skilyrði þess að þjófnaður úr ibúð sé bættur er, ef þjófurínn hefur komizt inn um glugga, að hann hafi veríð kirfi- lega lokaður og kræktur aftur. Þarna er hins vegar svalaglugginn opinn og þjófum boðið f bæinn. DB-mynd Hörður fer því svolitið eftir því hvað menn 'vilja tryggja hvort þeir taka heldur heimilistryggingu og slysa- og sjúkra- tryggingu eða aðeins altryggingu. Á morgun verður svo rakið hvers konar sjálfsábyrgð menn bera með hvora tryggingu. DS. YFIRUT YFIR HELSTU ÞÆTTl BÓTASKYLDU Á IWWBÚI Vfirlit þetta er eimmgts tíl glöggvunar á þvi lielsta seni viðkemur bólaskyldu i innbúslið Bótaskyid tjón EJcki bóiaskyld tjpn Straurarei til trysti- kistu Hvaía munir eni vátryggö- ir? tmm Hús. Alraennt innbú. Heiöhjól. Peningar, verðbréf, skart- gripir. handrit icíkníngar, raynt og frímerkjasiifn. Bætur allt aö 1% af vátryogingarfjárbæð. Verklæri. varahlutir og áhöid. Bætur allt að 5‘á af vá- íryggingarljárhæð. Dýr, vélknúin farartæki, hjél- hýsi, tjaldvagnar og bátar. Innbú í bifreiö. Hámarks- bættir 5% al vátryggingar- fjárbæé. fbáúin sjálf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.