Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. 13 Má treysta hraða- mælingum með radartækjum? Má treysta þeim hraðamaelingum sem gerðar eru með radartækjum? Þetta er 'spurning sem mjög er umdeild bæði í Danmörku og í Bandaríkjunum. Þar hafa komið upp mál sem varpað hafa skugga á notagildi tækjanna og fjölda dómsmála verið frestað vegna rannsókna sem gerðar hafa verið á tækjunum. Hér á landi virðast menn bera miklu meira traust til radartækjanna en ann- ars staðar. Þó flestir ökumenn maldi í móinn þegar radartækið stendur þá að því að aka of hratt hefur ekki mál sem tengt er umferðarlagabroti með radar- tækið eitt sem sönnunargagn komið fyrir æðstu dómstóla. Öllum málum lýkur á fyrri stigum hér og flestir greiða ökuhraðasektir áður en málin komast til dómstóla. Hér fylgja frásagnir af radarmæl- ingatækjum í þremur löndum og sýna að sitt sýnist hverjum um þessi tæki. - ASt. Óskar Ólason yf irlögregluþjónn: „Radarmæling- ar eru eðli- legasta hraða- eftirlitið I Radarspeglinum komið fyrir vid Kleppsveg. — en skeiðklukkumælingar eru mannlegri aðferð” „Radartæki það sem lögreglan i Reykjavik notar til hraðamælinga er bandarískt af Knutson gerð,” sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn. „Þetta er nýtt tæki og ég tel það mjög gott tæki. Ég hef séð tæki sem telja má fullkomnari, en hvernig sem tækin eru verða alltaf deilur um notagildi þeirra. Það eru alltaf einhverjir sem leggja sig fram um að tortryggja þau. Hraðamælingar með radar eru eðli- legasta eftirlitið með of miklum öku- hraða og ég tel tækin hafa orðið til að árangur hefur náðst í þeirri baráttu. Hraðamælingar með skeiðklukku eru þó mannlegri aðferð, því þá gefst öku- manni tækifæri til að draga úr hraða milli upphafs og endapunktar mæling- arinnar og þannig sleppa, en um leið er takmarkinu með mælingunni náð, þvi að draga úr ökuhraðanum,” sagði Óskar. Lögreglumenn sem fara með radar- tækið hafa áður sótt námskeið hjá Haraldi Sigurðssyni yfirverkfræðingi Pósts og síma að sögn Óskars. Radartækið er spegiltæki með tölvu- kerfi og fyrir tilstilli þess kemur hraði bílsins sem tækinu er beint að fram á skermi inni í lögreglubílnum. Það tæki er stillanlegt eftir hámarkshraða á hverjum stað og tækið gefur hljóð- merki ef ökutækið fer of hratt. Hægt er að láta visi tækisins stöðvast á há- markshraða ökutækisins sem verið er að mæla, en við tækið er ekki sjálfrit- andi línurit. „Ekkert ökutæki er stöðvað nema það sé á þó nokkuð meiri ferð en há- markshraði á mælingarstað er,” sagði Óskar, ,,og er þetta gert til þess að öruggt sé að sá sem hefur verið stöðvaður hafi verið brotlegur.” Óskar kvað nauðsyn bera til að halda ökuhraðanum niðri, m.a. vegna reynsl- unnar af slysunum og öðrum ökulaga- brotum. Kvað hann þess dæmi að fólk bæði lögregluna um að mæla hraða ökutækja á götum sem eru nálægt skól- um eða á götum sem mikil gangandi umferð er á. Hefur þá oft sýnt sig að ökuhraðinn er ekki ólöglegur og þannig hefur radartækið líka sannað sakleysi ökumanna. Radartækið hefur verið notað við hraðamælingar á yfir 60 götum. - ASt. Amerísk radar- byssa á Kef la- víkurvelli — og reynist vel, segir lögreglustjórí þar „Ég veit ekki til þess að nokkurt dómsmál hafi orðið út af kæru fyrir of hraðan akstur, sem mældur var með hinni nýlegu radarbyssu okkar,” sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. „Byssan er bandarisk, og reyndar var það varnarliðið sem lagði út fyrir henni og á hana í reynd, þó hún sé aðeins hjá okkur til notkunar.” Þorgeir kvaðst í vanda þegar hann var spurður um tegundarheiti byssunn- ar og byssan var í notkun þá stundina, svo ekki var auðvelt að leita uppi teg- undarheitið. Þorgeir kvað byssuna mjög auðvelda í meðförum. Gangandi maður gæti notað hana og henni mætti hvort sem er beina út um framrúðu bils eða aftur- rúðu jafnt og hliðarrúðu. Radarbyssan er mjög „byssulaga” og á henni er mið til að miða á viðkomandi bíl. Byssan var tekin í notkun þegar radarspegill sem flugvallarlögreglan hafði var taUnn lítilfjörlegur til notk- unar. „Hann tók marga bíla i einu og truflaðist af ýmsum hlutum,” sagði Þorgeir. „En byssan er góð.” - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.