Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. Útgefandi: Dagblaðifl hf. ' Framkvæmdastjórh'Svoinn R. EyjóHsson. RitstjóH: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Hat^kur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaflamonn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Atii Stoinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótúrsson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfason. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Droifing arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Þvíerlokiö Alþingi lauk með verðugum skrípa- leik síðustu þrjá dagana. Taugaveiklun- in var orðin svo almenn, að einn forset- inn missti sjónar á þingsköpum og þændur urðu af nokkrum milljörðum króna. Þeir munu tæpast fagna Ingvari Gíslasyni heima í héraði. Mörg mál dagaði uppi, meðal annars vegna gagn- kvæmra hefndaraðgerða stjórnarflokkanna. Úr því að Alþýðuflokkurinn hindraði framgang bændamilljarð- anna hefndi Framsóknarflokkurinn sín með því að hindra framgang eftirlauna aldraðra. Eins og gengur og gerist varð öngþveitið ýmist til góðs eða ills. Bændamilljarðarnir og framhaldsskóla- frumvarpið eru tvö dæmi um strandskip, sem nokkuð má læra af. Og vonandi verða slík frumvörp ekki framar lögð fram á sama hátt. Framhaldsskólafrumvarpið var langt og flókið mál, sem í stórum dráttum horfði til bóta eins og grunn- skólalögin á sínum tíma. En höfundar þess gerðu tvenn mistök, sem komu frumvarpinu í koll. Þeir áttuðu sig ekki á, að verkefna- og tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga er orðin afar viðkvæmt mál eftir endurteknar tilraunir ríkisins til að koma kostnaði af sér og yfír á sveitarfélögin. Og þingmenn hlusta á sveitarstjórnarmenn. Þeir áttuðu sig ekki á, að margir þingmenn eru orðnir þreyttir á margorðri óskhyggju í formi laga- greina. Þeir telja, að lög eigi að vera Tög, en ekki greinargerðir og hugleiðingar. Og þeir telja Svíþjóð ekki lengur uppsprettu alls góðs. Hitt dæmið er einnig fróðlegt. Það er fagnaðarefni, að landbúnaðurinn skuli ekki lengur geta seilzt sjálf- virkt í vasa skattborgaranna. Og það er fagnaðarefni, ef Sjálfstæðisflokkurinn er að losa sig úr álögum Ing- ólfskunnar. Hins vegar fagnar Dagblaðið ekki úrslitunum. í þessum dálkum hefur verið lagt til, að dregið verði úr landbúnaði með skipulegum aðgerðum, til dæmis með því að hætta fyrirgreiðslu vegna fjárfestinga í landbún- aði og með því að borga bændum fyrir að hætta bú- skap. Dagblaðið hefur ekki hvatt til einhliða niðurskurðar á tekjum bænda eins og alþingi hefur nú í rauninni framkvæmt. En þannig getur óskipulega farið fyrir at- vinnugrein, sem hlaupið hefur yfir mörk velsæmis í fjárkröfum. Vonandi læra ráðherrar og frumvarpshöfundar þeirra af dæmum sem þessum. Vonandi fara þeir að semja styttri og markvissari frumvörp. Og vonandi verða þeir hræddir við að semja frumvörp um gjafir til þrýstihópa. Lokið er merkum kapítula í stjórnmálasögunni, stormasömu fyrsta þingi nýrra þingmanna. Vonandi slípast þeir ekki svo í sumar,að þeir mæti aldraðir til jábræðraleiks á næsta hausti. Stormarnir hafa verið til góðs, svona í stórum dráttum. Hitt er svo annað mál, hvort núverandi þingmenn hafi nokkurn siðferðilegan rétt á sjálfvirkri þingsetu næsta vetur. Hafa þeir ekki leikið þjóðina svo grátt, að kominn sé tími til kosninga? Alténd bera þeir ábyrgð á ríkisstjórn, sem er dauð. Ríkisstjórnin er svo dauð, að einstakir ráðherrar segja meira að segja, að hún sé dauð. Og hún er svo dauð, að þessum sömu ráðherrum dettur ekki í hug að taka hinum rökréttu afleiðingum, — að segja af sér. Líklega finnst þeim notalegt í bílaleik. Þingmenn Alþýðuflokksins bera ekkert traust til ráðherra flokksins. Hjá Alþýðubandalaginu gætir einnig vantrausts þingmanna í garð ráðherra flokksins. Þingmennirnir hafa nú látið senda sig heim og hafa skilið eftir dauða ríkisstjórn, sem tæpast hefur þing- meirihluta fyrir því, sem ráðherrana langar til að gera. HELGI PETURSSON Hin nýja stjórn Uganda undir for- ystu Yusufu Lule forseta er sögð hafa staðiðagndofagagnvart þeirri ringul- reið sem við blasti er hún tók við völdum eftir fall Amins í fyrra mán- uði. „Þegar ég vaknaði næsta morgun, hugsaði ég um það hvað væri hægt að gera, hvar við ættum að hefjast handa,” sagði fjármálaráðherra stjórnarinnar, Sam Sabagereka, sem menntaður er í Oxford. ,,Ég vissi að byggja þyrfti upp efnahag landsins frá grunni. Ég komst að því, að við eigum um eina milljón punda í er- lendum bönkum, en þar með er allt talið.” Sumir líkja ástandinu við það sem við blasti er Bandamenn hófu upp- byggingarstarf í Þýzkalandi eftir síð- ari heimsstyrjöld. Tjónið er ekki eins mikið, en samt er erfitt fyrir þá sem við taka að horfa upp á land sitt í rústum, nánast fyrir eigin gerðir. Fyrir utan fjármálaráðuneytið í Kampala eru næg vitni um ástandið — eyðilagðar skrifstofubyggingar, verzlanir og vöruhús og samgöngu- tæki lömuð vegna skorts á eldsneyti og varahlutum. Almennur vöruskortur er ríkjandi. Almenningur hafði rænt banka og skrifstofur í hefndarskyni fyrir ógn- arstjórn Amins. Skýrslur og tölur eru horfnar, fjúka um strætin. Símasamband hefur verið ákaflega slæmt í langan tima. ,,Ég get ekki einu sinni hringt i Alþjóðabankann til þess að biðja um lán, svo ég verð að reyna að fara þangað,” segir Sabagereka. Flugsamgöngur hafa legið niðri og ekki er vitað hvenær flugfélög hætta sér til Kampala. Hann verður því að notast við leiguvél til Nairobi. Sá sem hefur stjórn endurbygging- arinnar á sínum herðum er Andrew Adimora, hávaxinn miðaldra ríkis- starfsmaður, sem eitt sinn var á lista yfir þá sem Amin vildi nálgast en slapp til Kenýa. ,,Við vitum alls ekki hversu mikið hefur verið eyðilagt eða hve mikið þarf að endurbyggja vegna þess að meira en 50% af landinu er enn ekki i okkar höndum,” segir Adimora. Hann hefur skrifstofu í Nílarhótel- inu, sem rekið var af gæðingum Amins, en er nú notað sem skrif- - stofubygging fyrir ráðuneytin. Skammt þar frá eru miklar ráð- stefnubyggingar, reistar af ísraels- mönnum fyrir Milton Obote, forvera Amins á valdastóli. ,,Við þurfum sameinað átak allrar' þjóðarinnar til endurbyggingar vega, brúa, skóla, sjúkrahúsa og þar fram eftir götunum. Þorp eitt, Mbarara í suðurhluta landsins, var lagt i rústir er við sóttum inn frá Tansaníu.” Yngri starfsmenn úr röðum ríkis- starfsmanna flúðu flestir land,” segir Adimora. „Þeir eru taldir vera a.m.k. 60 þúsund í Kenýa og þeir eru á leiðinni til landsins. Enn er ekki reglubundið flug til Entebbe og við vitum af fólki, sem reynir að ganga alla leið frá Tansaníu. Sumt af því fólki hefur verið I útlegð í átta ár.” Innflutningur fólksins hefur auð- vitað skapað fjölþætt vandamál, því húsnæðisskortur er mikill. ,,Við erum að semja áætlun í samráði við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna og Alþjóða Rauða krossinn auk kirkjunnar í Uganda, sem alltaf hefur haft mikla þ ðingu fyrir Uganda- menn. Meira en 90% Ugandamanna eru kristnir, mótmælendur, kaþól- ikkar og baptistar. Kristin trú skaut fyrst rótum i landinu fyrireinni öld. Ofsóknir Amins á hendur kristnum mönnum i landinu náðu hámarki árið 1977 með morðinu á Janani Luwum erkibiskupi, en Amin fann með réttu, að stjórn hans, sem skipuð var múhameðstrúarmönnum, átti litlu fylgi að fagna. Adimora leggur jafnvel enn meiri áherzlu á að styrkja þurfi þjóðarvit- und og áræði þjóðarinnar í heild eftir þessi miklu átök. „Þúsundir flúðu til skóga og út í óbyggðir. Við vitum Gffurlegum fjölda fólks tókst að flýja ógnarstjórn Idi Amins til nálægra landa. Talió er að f Kenýa einu séu um 60 þúsund flóttamenn, en f heild eru flóttamenn frá Úganda miklu fleiri. ekki ennþá hversu margir hafa orðið fyrir barðinu á Amin,” segir hann. ,,Sú var tíðin, að enginn treysti neinum hér í landi,” segir Adimora. „Þessa tilfinningu þarf að uppræta. Við erum stolt þjóð þrátt fyrir allt og með hjálp alþjóðasamtaka og stuðn- ingi munum við sigrast á þessum erfiðleikum.” Uganda eftir \d\ Amin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.