Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 28.05.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. MAÍ 1979. 33 HELGISEM HARLEKÍN Helgi Tómasson fær mjög góöa dóma í ballett eftir Balanchine DB hefur borist grein úr New York Times, frá 20. maí, en þar er frammi- staða Helga Tómassonar ballettdans- ara sérstaklega rómuð í verki Balan- chines, „Harlequinade”. Greinin, sem er eftir dansgagnrýnandann Anna Kisselgoff, fylgir hér á eftir. „Þótt Helgi Tómasson hafi lengi verið talinn uppáhaldsdansari dans- ara vegna hins hreinlega klassiska stils sem hann hefur tileinkað sér svo og sökum tæknilegrar nákvæmni, — en hvorutveggja er meðal þess besta sem gerist i alþjóðlegum ballett — þá hefur hann einnig sómt sér ágætlega í dramatískum hlutverkum. Sú hlið á honum kom fram snemma á ferli hans, með Joffrey og Harkness ball- ettflokkunum, þar sem hann lék stórt hlutverk í sálfræðilega krefjandi dansverkum eins og „Monument to a Dead Boy” eftir Rudi van Dantzig. En slik túlkun varð síðar áberandi eftir að Helgi gekk í New York City ballettinn árið 1970. Frábær leikur En Jerome Robbins sem tókst að lokka Helga til New York frá heima- landi hans íslandi snemma á sjöunda áratugnum, fékk honum gjarnan hlutverk sem byggðust á mjög tilfinn- ingalegri eða dramatískri túlkun. Og nú á föstudagskvöldið dansaði Helgi Tómasson Harlekin í einum af hinum fáu ballettum Balanchines sem inni- halda söguþráð, „Harlequinade”, i New York State Theatre. Leikur hans var frábær, hreyfingar skeleggar, dansinn hárnákvæmur og hraður — og svo var í túlkun hans leikandi glettni. Jafnvel pörin fjögur sem leggja út af ástarmálum Harlekíns, brostu þegar hann birtist fyrst til að fara á fjörur við Kólumbinu. Ástæðan var augljós. Ákafi Helga Tómassonar var smit- andi og túlkunin kom fram í „itölsk- um” handahreyfingum og sveiflum, sérstaklega er hann gerði hosur sínar grænar fyrir kærustu sinni. Eldibrandur í dansinum Sem Kólumbína dansaði Patricia McBride aftur á móti sinum gamla samstarfsmanni og þótt báðir dansar- arnir misstu úr spor i tvidönsunum tveimur (pas de deux) þá dönsuðu þau undur vel saman. í hinum tveimur sólódönsum sínum sýndi Helgi Tómasson aftur þá snilldar- takta sem fram komu I látbragðsleik hans, skýrar hreyfingar og hraða svo hann virtist eins og eldibrandur í dansinum . . . Dagskráin hófst með frumsýningu Helgi Tómasson á „Le Tombeau de Couperin” eftir Balanchine. Þetta er margþætt sjón- ræn túlkun á tónlist Ravels og er án efa eitt af meistaraverkum Balan- chines. Hrynjandi byggist bæði á þjóðdönsum og settlegum hirðdöns- um, en hér er sami dansinn fluttur af tveim hópum i einu sem er stórkost- legt sjónarspil. Hérer fullkomið hóp- verk og dansararnir gerðu þvi vegleg skil.” (Þýð. A.l.) SVONA SITJA NORÐMENN —ekki vitlausara en margt annað „Stólar” þessir voru sýndir á stórri húsgagnasýningu i Kaupmanna- höfn fyrir skömmu og vöktu mikla athygli. Gjörið svo vel og fáið ykkur sæti — eins og Norðmennirnirgera. Norðmenn ganga nú nefnilega í ber- högg við allar venjur um hvernig fólk eigi að sitja. „Hin setstellingin” vakti því mikla athygli á stórri skandinav- ískri húsgagnasýningu í Kaupmanna- höfn fyrir skömmu og margir urðu til þess að lýsa ánægju sinni með þessa nýjugerðstóla. „Hin setstellingin" Norðmenn eru ekki að draga dár að fólki með einhverri gamansemi. Stól- arnir eru viðurkenndir af norsku innan- hússarkitektasamtökunum. Norsku arkitektarnir hafa lengi kannað setstell- ingar barna og öll könnumst við við að þau sitja gjarna á þennan hátt — með fæturna undir sér. Þetta varð til þess að reynt var að smiða stóla, eða hvað maður á að kalla þetta, sem mynda opinn þríhyrning við fætur og efri hluta líkamans. Kostirnir: Minni þrýstingur á mjóhrygginn. í stað þess er efri hluti líkamans í góðu jafn- vægi með minnstu áreynslu. Þessir nýju „stólar” hafa enda hlotið heitið „jafnvægi”. Stólar þessir eru taldir sérlega hent- ugir sem vinnustólar við borð. Fæt- urnir fara inn undir borðið án þess að maður þurfi að beygja sig fram og reyna á hrygginn, segja Norðmenn. Enn er ekki hafin fjöldaframleiðsla á þessum stólum en áhugi er mikill fyrir þeim, þar sem þeir hafa verið sýndir. Þýö. hp HÖGG- ' Xq-\ji DEYFAR . I Loftdemparar | íflestartegundir !! bifreiða á ótrúlega hagstæðu verði. Stýrisdemparar • Póstsendum um allt land f jpg | /iHP, ■ ■ Gasdemparar HOGGDEYFIR Dugguvogi 7 — Sími 30154 Sendum ípóstkröfu um allt land E 78x15 KR. 19.500 BR78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900 LR 78x15 KR. 31.500 CR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H 78x14 KR. 22.300 JR 78x15 KR. 29.800 B78x14 KR. 16.900 GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR 78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 GR 70x15 KR. 27.400 SAMYANG HJÓLBARÐAR 615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950 560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650 590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750 A78x13 KR. 16.550 700x15 jeppa KR. 35.800 B 78x13 KR. 19.300 700x16jeppa KR. 36.600 640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 13.950 \ • Sólaðir hjó/barðar ávafít fyrirfíggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjóibarða • Sannfærist með þviað leita til okkar Gúmmívinnustofan Skipho/ti 35 Sími 31055

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.