Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979. 3^ HVORT ER SKAÐLEGRA Spurning dagsins Einar I. Magnússon skrifar: Alltaf öðru hverju er mikið rætt og skrifað um áfengis- og hassmál og þá sérstaklega þegar einhver stórmál koma upp. Er þá gjarnan rætt um hvort sé skaðlegra, áfengið eða hass- ið. Bæði eiturlyf öll vitum við og getum verið sam- mála um að bæði hass og áfengi eru efni og vökvi sem koma' þeim í annar- legt ástand sem þeirra neyta. Af þess- ari ástæðu tel ég fyllilega rétt að kalla þau bæði eiturlyf og vegna þess að maður undir áhrifum hass eða áfengis er bæði hættulegur sér og umhverfi sínu. Engin eftirköst af hassi Við fyrstu sýn mætti ætla að hass sé hættuminna en áfengi vegna þess að engin eftirköst eru af hassi. Væri mjög fróðlegt að fá svar við þessu fyrirbæri því eins og allflestir vita hefur þó nokkur drykkja áfengis í för með sér ýmsa vanlíðan eins.og höfuð- verk og ógleði. En sjálfsagt liggja einhverjar ástæður fyrir því að hassneyzla er bönnuð víðast hvar um allan heim. Eiturlyf og áfengi geta leikið margan manninn grátt. Þó vel megi vera að fjárhagslegar ástæður liggi fyrir að einhverju leyti hvað varðar fjáröflun ríkisstjórna, en lögleiðing hass myndi minnka mikið sölu áfengra drykkja, er þó ein meginástæða fyrir banni hassins: það er einfaldlega miklu sterkara en áfengi. Að vera bergnuminn Sá maður eða kona sem ,,fær sér í pípu” gerir það í þeim tilgangi að verða bergnuminn (stoned) og einn vel soginn reykur, sem haldið er niðri í lungum nokkrar sekúndur, fram- kallar dúndurgóða vellíðan, auk þess sem sá hinn sami ruglast mjög fljótt undir áhrifum. Hins vegar er hægt að fá sér nokkur glös af góðu víni, og þá á ég ekki við sterk vín úr korni, heldur létt ávaxtavín og borðvín, og vera með fullu viti og lífi. Það er líf- fræðilega sannað að lítið eitt af víni gleður mannsins hjarta og hefur góð áhrif á manninn og ef ég man rétt ritaði PáU postuU til Tímóteusar eftirfarandi: „Vert þú ekki lengur að drekka vatn heldur skalt þú neyta lítils eins af víni, vegna magans og veikinda þinna sem eru svo tíð.” Fíknin hefur gómað margan Þó við segjum ekki skilið við vatn þá gerir lítið eitt af víni ekki annað en gott. En hass og áfengi eru efni og vökvi sem koma okkur i undarlegt ástand og því megum við aldrei gleyma. Einmitt þessi sældarvima og falska gleði sem slík efni valda hafa því miður gert vansælt fólk og vilja- lítið áhangendur sína í þessum vesæla heimi. En það þarf ekki til. Aðeins fiknin (auforian) i vellíðunartilfinn- ingu hefur gómað margan draumóra- manninn og letingjann. Hin raunverulegu hættulegu eiturlyf Verður mér hugsað til rónans í eymd sinni og hvernig alkóhólið hefur farið með hann þegar ég les um eða heyri talað um að þessi og hinn reyki hass. Það ber að varast að rugla saman hassi og áfengi og hinum raunverulega stórhættulegu eiturlyfj- um eins og heróíni, LSD (sýru), ópíumi, amfetamíni og sjálfsagt fleiri því svo bráðfeigur getur sá orðið sem fer út í þau þó hann hafi fiktað eitt- hvað við hassið eða drek ki alkóhól og hafi lifað þokkalegu lífi þá. Barbitúrsýrur Einn nokkuð algengur vímugjafi hér á landi og víðar er barbitúrsýr- urnar (barbiturates), valíum og ann- að svipað. Við þeim skal fólk varað sérstaklega eins algeng lyf og þær eru. Sé aðeins tekinn inn venjulegur svefnskammtur að ráði læknis og alkóhól drukkið með ruglar það við komandi svo að hann getur gjörsam- lega farið sér að voða án þess að vita nokkuð. Við örlitið stærri skammt getur orsakazt lömun í öndunarfær- um með þeim afleiðingum að við- komandi látist. Jafnvel áfengið, sem selt er löglega hér á landi og viðar, er eins og flest lyf og efni stórhættulegt og skaðlegt sé þess neytt í óhófi en gott og gagn- legt sé rétt með farið og rétt tegund tekin. RAGNHEIÐUR \ KRISTJÁNfeDÓtTI^Í^ Raddir lesenda Að gefnu tilefni skal þeim sem senda Dagblaðinu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn og heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með. Kynnist orlzunni frá fyrstu [jverliggjancli V6,2,8 lítra vélinni. Kynnist mvlet óg stöóugleilza í alístri mal McPlierson Jpverstæðufest- ingarávél. Kynrást aulznu öryggi afllznúinna loftljældra dislzaliemla aðframan. Kyruást lipurri stjcímun með jafnvægisstöngum ac\ framan og aftan. Kvniást |>eirri Jjægilegu tilfinningu sem fylgir [rví að vita Lensíngeym- inn framan vió afturöxulinn. Kynnist |rví five hann liggur vel á veginum og „tekur hressilega í"mec5 framhjóladrifinu. Kynnist hcTldinrá, sem felst í sjálfshiptingu. Fáanlegur 2ja dvra,3ja dvra,5dyra mec5 hinum huiura GM fastahún- ac5i ásarnt Iúxusvic5hótarhúnac5i og sporthúnaói. Evóir 10 lítnun á 100 hm. Akið f raniclrifntun Clievrolet, Lilnum, sem vitnað er til. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Sástu landsleikinn viö V-Þjóöverja? Rikharður Sigmarsson, 7 ára: Hvaða fótboltaleik, nei, en ég stunda fótbolta mikið og hlustaði á útvarpslýsinguna. Sigurður Sigurðsson, 9 ira: Já, og mér þótti mjög gaman á leiknum, sem fór þrjú eitt. Ágúst Björnsson, 3 ára: Nei, en ég er mikið í fótbolta heima hjá mér en horfi lítiðá fótbolta. ■vjanan njornsson, u ara: nvaoa ieiK, já hann. Nei, ég vildi miklu frekar vera heima á Selfossi og horfa þar á Selfoss bursta Austra. Bjarni Þór Vilhjálmsson, 13 ára: Nei, ég horfi ekki á fótbolta, ég hel ekki svo mikinn áhuga á fótbolta að ég fari á leiki eða horfi á sjónvarpið. Steingrímur Waltersson, 7 ára: Ja, ég hef heilmikinn áhuga á fótbolta og það getur vel verið að ég reyni að verða at-| vinnumaður þegar ég verð stór.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.