Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. 7 r r ÓLAFUR GEIRSSON — Æ Japan: Hnuplaði fyrir 150 milljónir úr verzlunum Fjörutíu og sex ára gömul kona í Tokíó í Japan hefur verið fangelsuð og ákærð fyrir að hafa stolið vörum úr verzlunum fyrir jafnvirði hundrað og fimmtíu milljón króna undanfarin tíu ár. Er hún sögð hafa stolið úr ýmsum dýrseldum sérvöruverzlunum og síðan selt þýfið til ættingja og vina fyrir sex tíundu hluta af upphaflegu söluverði. Marie Osmond Noregur: Náðu 20 milljónum i bankaráni’ gripnir i Kaupmannahöfn —fjórir Svíar á ferð í Noregi sprengdu upp peningageymslu banka í Österaas trúlofuð Marie Osmond af hinni frægu söngv- araætt Osmondanna hefur opin- berað trúlofun sína. Hinn hamingju- sami er mormóni eins og Marie og heitir Jeff Crayton tuttugu og þriggja ára að aldri. Sjálf er Marie nítján ára og var mjög vinsæl fyrir nokkru en lítið hefur heyrzt til hennar á alþjóða- markaði að undanförnu. Kaupmannahafnarlögreglan hand- tók um helgina fjóra Svía, sem þar voru á ferð. Eru þeir taldir eiga sök á bankaráni, sem framið var í bænum österaas í Noregi fyrir nokkru. Þar komust innbrotsmennirnir á brott með þrjú hundruð þúsund krónur REUTER ALVARLEGIR 0G KANNSKIHÆTTU- LEGIR GALLAR í VÉLARFESTINGUM Unnið er að því hjá öllum flug- félögum, sem eiga DC-10 þotur, að kanna hugsanlega galla eða málm- þreytu i hreyfilfestingum á vængjum vélanna. Kemur þetta í kjölfar til- kynningar bandariska loftferðaeftir- litsins um að þar gætu leynzt gallar, sem væru hugsanlega hættulegir. DC-10 þotur hafa verið í rekstri undanfarin átta ár og hafa þótt reynast vel. Bandaríska loftferða- eftirlitið fyrirskipaði að allar vélar af þessari tegund skyldu hætta flugi þar til gengið hefði verið úr skugga um að slikt væri hættulaust. Einnig var í fyrstu tilkynnt að bannið næði einnig til risaþota af gerðinni A-300, sem smíðaðar eru í Evrópu. Væru hreyfil- festingar þeirra svipaðar og á DC-10 þotunum. Siðar var því banni þó af- létt. Tilkynnt hefur verið að engri þotu af gerðinni DC-10 verði leyft að taka sig á loft fyrr en fullljóst sé að hreyfilfestingar hennar séu í full- komnu lagi. Þoturnar eru smíðaðar i Mcdonnell Douglas flugvélaverk- smiðjunum bandarísku. Vitað er að fyrirskipunin um að DC-10 þotur skyldu hætta flugi sam- stundis truflaði ferðir hundruða þús- unda fólks, sem var á ferð með þeim eða hugðist taka sér far. Gilti þetta bæði í Bandarikjunum og utan þeirra og þá hvort tveggja með bandarísk- um og flugvélum annarra þjóða flug- félaga. Allar þjóðir munu hafa farið að fordæmi bandariska loftferða- eftirlitsins og fyrirskipað rannsókn á DC-lOþotum í eigu flugfélaga sinna. Talsmaður Kennedyflugvallar við New York sagði að um það bil fjórtán þúsund farþegar færu um völlinn um borð í DC-10 þotum á hverjum degi. Væri þetta nálægt því að vera 12% af allri farþega- umferð um völlinn. Mun þetta hlut- fall vera svipað á öðrum stórflugvöll- um heimsins. Talsmaður bandaríska loftferða- eftirlitsins sagðist ekki vita hvaða af- leiðingar það mundi hafa þegar allar DC-10 þotur stöðvuðust en ekki hefði verið annars úrkosti. norskar. Ekki munu Svíarnir hafa viður- kennt glæp sinn við yfirheyrslur hjá dönsku lögreglunni en hún telur að í það minnsta tveir hinna sænsku manna, sem hún hefur í haldi hafi tekið þátt í bankaráninu. ‘Ránið fór Österaas'var sprengt upp og síðan lélu ræningjarnir greipar sópa uin innihald þess. Ekki er vitað hvernig Svíarnir komust af landi brott i Noregi eftir ránið en það mun hafa verið danskur lögreglumaður, sem bar kennsl á þá eftir lýsingu, sem gefin hafði verið út á þeim. Fjórmenningarnir voru gripnir á hótelherbergi og voru þeir þá með um það bil fimmtiu þúsund krónur norskar meðferðis. FRÁ BORGARBÓKASAFNI Hljóðbókasafnið verður lokað til 11. júní nk. Verður þá opnað í Hólm- garði 34. Opið mánudaga —föstudags kl. 10—4. BÓKIN HEIM Heimsendingaþjónusta á prentuðum bókum við fatlaða og aldraða verðuráfram í Sólheimasafni, sími 83780. Símatími mánudaga ogfimmtudaga kl. 10—12. BORGARBOKAVÖRÐUR HVÍTASUNNUHÁTÍÐ ,,, KOLVIÐARHÓU vf® 1.-3. júnl'1979 ".í'1 DAG- SKRÁ: Föstudag 1. júní Dansleikur frá kl. 9—2 Laugardagur 2. júní Hljómleikar kl. 2 Meðal dagskrár: Ólafur Þórarinsson flytur frumsamin lög ásamt 10 manna hljómsveit. Tekið skal fram að flest þessara laga eru frum- flutt. Baldur Brjánsson Grétar Hjaltason Fallhlífarstökk Hljómsveitin KAKTUS leikur frá kl. 9-2 Sunnudagur 3. júní Árdegismessa Baldur Brjánsson Grétar Hjaltason Lifandi skák Sýndur verður DISKÓDANS ÞRlFÓTAHLAUP!! (MEN ONLY?) Diskótek Ara Péls og Meatloaf Islands skemmta alla dagana Rumpufjör alla dagana Mætum öll I þrumustuði!! Knattspymudeild U.F.H.Ö.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.