Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. 15 Enn jafntef li Argentínumanna Heimsmeistarar Argentínu gerðu jafntefli við íra í vináttuleik i Dublin í gær. Ekkert mark var skorað. Það var þriðja jafntefli Argentínu- manna í Evrópuferö þeirra — en í gær léku aðeins fjórir heimsmeistaranna. Fyrri hálfieikur- inn var jafn en í þeim siðari sóttu Argentínu- menn mun meira eða eftir að Diego Maradona, hinn 18 ára snillingur, kom inn á. Hann átti fjórar góðar skottilraunir en án árangurs. í irska liðinu bar mest á Liam Brady, Arsenal en hins vegar náðu miðherjarnir Frank Stapleton og Ian Walsh sér aldrei á strik. Johnny Giles, sá kunni kappi og landsliðseinvaldur írlands og þjálfari, lék sinn síðasta leik í gær. Stóð vel fyrir sínu að venju. Hann er 38 ára og hefur verið i landsliðinu í 21 ár — leikið 59 lands- leiki, sem er met hjá írum. Gerry Peyton átti snjallan leik í marki Ira — varði þrisvar mjög vel frá Maradona. Kempes, Ardiles, Luque og Passarella, fyrirliði, léku ekki i argentínska liðinu. gullskalla Hinriks Þórhallssonar — en knötturinn DB-mynd Bjarnleifur. fíkings- níhöfn Þrótt2—líl.deild kom fyrsta markið. Óskar skallaði yfir varnar- menn Þróttar til Sigurlásar, sem var frír í vita- teignum. Markið opið en á siðustu stundu braut Sverrir Einarsson, miðvörður, á Sigurlási. Víti, sem Gunnar Örn skoraði örugglega úr. Skömmu siðar léku Óskar og Sigurlás sama leik — Sigur- lás lék upp að endamörkum og gaf fyrir. Vörn Þróttar hikaði og það nægði Gunnari Erni. Hann skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Eftir þessi mörk drógu Víkingar sig aftur — gáfu Þrótti eftir frumkvæðið og hugsuðu mest um að halda fengnum hlut. Halldór Árnason kom í stað Heimis hjá Víking — Baldur Hannes- son í stað Þorvaldar Þorvaldssonar hjá Þrótti og niu mín. fyrir leikslok tókst Páli Ólafssyni að minnka muninn. Komst frir í gegn og skoraði með lausu skoti frá markteig. Þróttur reyndi að jafna og litlu munaði, þegar Sigurjón missti knöttinn en Róbert bjargaði í horn — en á loka- sekúndum stóð hins vegar Lárus fyrir opnu marki Þróttar. Spyrnti framhjá frá markteigs- horninu. - hsím. 3S KA náði tvisvar forystu — en Akurnesingar stóðu uppi ílokin sem sigurvegarar KA frá Akureyri kom á óvart í 1. deildar-leiknum við ÍA á malarvellin- um á Akranesi í gærkvöld. Náði tví- vegis forustu í leiknum en Skagamenn létu það ekki á sig fá — jöfnuðu í báðum tilfellum og tiu mín fyrir leiks- lok skoraði Sveinbjörn Hákonarson, bezti maður ÍA í leiknum, sigurmark heimamanna. Prýðilegt veður var, þegar leikurinn fór fram en greinilegt að mölin háði liðunum, einkum Skaga- mönnum. Akureyringar voru fyrri til að skora í leiknum. Það var á 29. rhín. og kom eftir mikil vamarmistök Jóns Gunnlaugssonar, miðvarðar ÍA. Hann var að dúlla með knöttinn en lét Óskar Ingimundarson taka hann að sér — og Óskar skoraði. Sex mín. síðar var dæmd vítaspyrna á KA fyrir brot á Matthías Hallgrímsson innan vítateigs. Sigþór Ómarsson tók spyrnuna — spyrnti knettinum í stöng — en dómar- inn, Kjartan Ólafsson, lét endurtaka spyrnuna, þar sem markvörður KA hafði hreyft sig áður en Sigþór spyrnti. Þá fékk Árni Sveinsson það hlutverk og skoraði af öryggi. 1—1. Lítið var um tækifæri í fyrri hálfleiknum — þó átti Árni Sveinsson skalla rétt framhjá marki KA. Skagamenn byrjuðu vel í s.h. en stangirnar björguðu KA. Á 50. mín. átti Sveinbjörn skot ofarlega í stöng og þremur mín síðar lék Kristján Olgeirs- son sama leik — og svo voru það KA- menn, sem náðu forustu. Þeir fengu aukaspyrnu á 59 mín. — gefið var inn í vítateig og þar skallaði Einar Þórhalls- son knöttinn i mark ÍA. Hann lék áður með Breiðabliki en er nú starfandi læknir á Akureyri. Tíu min. síðar jafnaði Sveinbjörn fyrir í A — skoraði fallegasta mark leiksins. Hörkunegling af 25 m færi neðst í markhornið — og á 80. min. skoraði Sveinbjörn sigur- mark ÍA. Það kom eftir hornspyrnu þar sem skallað var út til Sveinbjarnar, sem var utarlega í vítateignum, og hann sendi knöttinn í markið. Rétt fyrir leikslok björguðu KA-menn á marklínu skalla frá Jóni Gunnlaugssyni, sem átti annars slæman leik. Sveinbjörn var beztur ÍA-manna en Sigurður Lárusson, sem kom til ÍA frá Akureyri í vetur, var sterkur miðvörður með Jóni. Jóhannes Guðjónsson lék sem bakvörður og Arni Sveinsson var miðherji. Leikmenn KA eru jafnir að styrk- leika en í þessum leik bar meira á fram- línumönnunum. Elmar Geirsson, tann- læknir á Akureyri, landsliðsmaðurinn kunni hér áður fyrr, átti góða spretti og Gunnar Blöndal er allgóður miðherji. í heild var framlínan betri hluti liðsins. Dómgæzlan hjá Kjartani Ólafssyni er einhver sú svakalegasta, sem lengi hefur sézt hér á Akranesi — ekki þó að um hlutdrægni væri að ræða, heldur sleppti dómarinn augljósum brotum og var ekkert að hafa fyrir því að áminna leikmenn þó hvað eftir annað sæust ljót brot. Einkum fengu þeir Svein- björn og Árni Sveinsson að kenna á hörkunni. Kristinn Pétursson. Olivia ilm sem hæfir þér bezt HEILDVERZLUN: JÚLÍUS SVEINBJÖRNSSON LAUGAVEGI 26 - SÍMI 20480. EINKAUMBOÐ: PUSSYCAT VÖRURNAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.