Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 8
Fmlux LITSJONVARPSTÆKI 20" Kr. 425.000. moð 22" Kr. 499.000.- sjáKvirkum 26" Kr. 549.000.- stöðvarveljara SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 'BoUtmrinn Hverfisgötu 76 — Sími 15102 Lausar stöður Tvær kennarastöður, önnur í efnafræði en hin í dönsku (2/3), við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 22. júní n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 22. maí 1979. Grundarfjörður Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmann. Uppl. í síma 93-8656 og 91-22078. mBlABW DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. Ráðherrar Alþýðubandalagsins bóka mótmæli síh: „Óttumst að veruleg- ur órói skapist” — segirSvavarGestsson viðskiptaráðherra ,,Við óttumst að verulegur órói skapist á vinnumarkaðinum,” sagði Svavar pestsson viðskiptaráðherra í viðtali við DB í gær. ,,Þó er hugsan- legt að samkomulag takist i ríkis- stjórninni á næstunni um aðgerðir i launamálum,” sagði hann. Svavar sagði að Alþýðubandalagið hefði viljað láta lögfesta 3% grunn- kaupshækkun til allra og setja vísi- töluþak á laun yfir 400 þúsund I. júní. Tilgangurinn hefði verið að hindra að hálaunamenn fengju marg- faldar verðbætur. Almennt launafólk hefði sýnt ríkisstjórninni skilning og biðlund en hætt væri við að hana þryti við þetta ef rikisstjórnin kæmi ekki með raunhæfar aðgerðir alveg á næstunni. Ráðherrar Alþýðubandalagsins létu í gær bóka mótmæli sín við að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar i launa- máium. Þeir minna þar á að við myndun þessarar rikisstjórnar hafi verið að því stefnt að ekki yrðu al- mennar grunnkaupshækkanir á fyrsta starfsári stjórnarinnar, meðan verið væri að draga úr verðbólgu. Þessi stefnumörkun hafi verið reist á þeirri forsendu að láglaunafólk drægist ekki aftur úr í þróun launa- mála og hámark eða þak væri sett á visitölubætur til þeirra sem eru ofar- lega í launastiganum. „Eftir atburði seinustu mánaða eru þessar for- sendur brosuiar og við því að búast / að biðlund almennu verkalýðsfélag- anna sé á þrotum,” segir i bókuninni. Ráðherrarnir gera grein fyrir framangreindum tillögum sínum, auk tillagna um þak á verðlagshækk- anir, og að ákveðið verði nýtt skatt- þrep á hátekjur. ,,Nú um mánaða- mótin fær hálaunamaðurinn fjór- faldar, jafnvel fimmfaldar vísitölu- bætur á við láglaunafólkið og starfs- menn ríkisins fá 3% kauphækkun. Þessi þróun er með öilu óverjandi og hlýtur að vekja upp miklar launa- kröfur almennt á vinnumarkaði,” segir í bókuninni. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins ítreka því nauðsyn þess að gripið verði í taumana. -HH. Ágæt þorskveiði hefur verið að und- anförnu á Þórshöfn. Þá hefur og verið ágæt grásleppuveiði hjá þeim fáu bátum sem grásleppuveiðar stunda. Sauðburður stendur yfir og fer allur fram innan dyra. Tún og hagar eru undir samfelldri snjóbreiðu og svo er einnig um varplönd æðarfugls. Fugla- björgin eru jafnvel undirlögð klaka- böndum. -AA/JH. Það er kuldalegt viða á NA-horninu eins og á Þórshöfn og þá ekki síður á Raufarhöfn. Myndin var tekin þar á uppstign- ingardag þegar togarinn Rauðinúpur ÞH-160 komst út úr höfninni í gegnum ísinn eftir að hafa verið lokaður inni i tólf daga. DB-mynd JFG, Raufarhöfn. Þórshöfn: TÚN 0G HAGAR UNDIR SNJÓ —fuglabjörg undiiiögð klakaböndum ' ) ■ r- ’ Landspítalalóð — Bygging 7 Tilboð óskast í að steypa upp frá gólfplötu 1. hæðar miðhluta byggingar 7 á lóð Land- spítalans í Reykjavík, ásamt frágangi útveggja með einangrun, klæðningu, gluggum með gleri og lögn hitakerfis hússins. Verkið er um 16000 m3 að stærð og eru gólf úr forsteyptum einingum. Verkinu skal lokið 1. október 1980. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykjavík, gegn 100.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. júní 1979,kl. ll.OOf.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tal og Kortsnoj boðið á næsta Reykjavíkurmót — kostnaðaráætlun vegna mótsins 20 milljónir Svo gæti farið að tveir af þremur sterkustu skákmeisturum heimsins verði meðal keppenda á næsta Reykja- víkurmóti í skák sem haldið verður 22. febrúar—10. marz næstkomandi. Er hér um að ræða Rússana Mikael Tal og Viktor Kortsnoj en þeir þykja ganga næst heimsmeistaranum Karpov að styrkleika um þessar mundir. Skáksam- band íslands er þessa dagana að senda út boðsbréf fyrir mótið. Það kom fram í samtaii Einars S. Einarssonar, forseta SÍ, við Dagblaðið að engum aukvisum er boðið á mótið því auk þeirra Tal og Kortsnojs mun eftirtöldum skákmönn- um verða boðið: Jan Timman, Hol- landi; Bent Larsen, Danmörku; W. Browne, USA en hann sigraði á síðasta Reykjavíkurmóti; M. Stean, Englandi; Húbner, V-Þýzkalandi, og einum kúbönskum stórmeistara, annaðhvort Hernandez eða S. Garcia. Þá verður sex sterkustu skákmönnum íslands boðið til leiksins, þeim Friðriki Ólafs- syni, Guðmundi Sigurjónssyni, Helga Ölafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Ingvari Ásmundssyni. Kostnaðaráætlun vegna mótshalds- ins er 20 milljónir og sagði Einar að leitað yrði til borgarráðs og ríkisins um stuðning við mótið. -GAJ- „REIÐUBÚNIR AÐ VINNA HÁLFA VIKUNEYZLUNA” — segir varaformaður Mjólkurfræðingafélagsins Gunnar Þórðarson, varaformaður Mjólkurfræðingafélags íslands, hafði samband við DB vegna fréttar í blaðinu i gær um að sex mjólkur- fræðingar stöðvi alla vinnu hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Sagði Gunnar mjólkurfræðinga aldrei hafa staðið í vegi fyrir því að undanþága verði veitt og börn og gamalmenni fái mjólk. Mjólkurfræðingar hafi boðið að unnið yrði hálft það magn af mjólk og undanrennu sem vanalegt er að neyta, þ.e.a.s. 280 þús. lítra af mjólk á viku. Hins vegar stóð ekki til boða undanþága til framleiðslu á skyri og jógúrt. Hafa mjólkurfræðingar alltaf verið reiðubúnir að vinna þetta magn mjólkur. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.