Dagblaðið - 30.05.1979, Page 10

Dagblaðið - 30.05.1979, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979. Irjál5t,áháðdagblað Útgefandi: DagbiaðM hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haykur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassog, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Práinn Porieifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Droifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Pverhoht 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 3000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl. Leiksýningu aflýst Þegar þessi leiðari var í undirbúningi, leit út fyrir, að ríkisstjórnin mundi setja bráðabirgðalög um vísitöluþak við 400 þúsund króna mánaðarlaun. Vandi leiðarahöfundar virtist helzt sá, að lögin kynnu að líta dagsins ljós eftir samningu leiðarans, en fyrir birtingu " hans. Þá virtist tryggt, að bráðabirgðalögin yrðu í síðasta lagi sett á morgun, fimmtudag. Það er síðasti dagur mánaðarins og síðustu forvöð til að setja lög, sem ekki ættu að verka aftur á bak. Og þrátt fyrir misbresti sína eru stjórnmálamenn enn feimnir við afturvirk lög. Vísítöluþak felst í þvi, að hinir hæst launuðu fá ekki sömu prósentuhækkun og aðrir, heldur sömu krónu- hækkun. Sé þak til dæmis sett við 400 þúsund króna mánaðarlaun, þegar vísitala á að hækka um 10%, fá allir þeir, sem hærri laun hafa, nákvæmlega 40 þúsund króna hækkun. Hugsunin að baki vísitöluþaka er sú, að á erfiðum tímum sé ekki sanngjarnt, að flugstjórinn fái fimm sinnum fleiri krónur í vísitöluhækkun en verkamaður- inn fær. Þannig stefna endurtekin vísitöluþök að aukn- um launajöfnuði í þjóðfélaginu. Þetta finnst mörgum falleg stefna. Gallinn er bara sá, að þessi vísitöluþök virðast í raun ekki hafa nein áhrif. Á síðustu árum hafa verið sett ótal vísitöluþök. Samt hefur launamismunur aukizt í þjóð- félaginu á sama tíma. Hálaunamennirnir hafa sitt fram, fyrst með launaskriði og síðan í kjarasamning- um. Stjómvöldum hefur ekki tekizt að stytta launastig- ann. Að baki mismunarins virðast liggja einhver efna- hagsleg náttúruöfl, sem ríkisstjórnir ráða ekki við, þótt þær séu allar af vilja gerðar. Og reynslan hefur kennt stjórnmálamönnunum að sætta sig við þessi náttúru- öfl. í Ijósi þessa verður að líta á það sem markleysu, þegar ráðherrar segjast ætla að setja nýtt vísitöluþak. Þeir em bara að sýnast. Þeir telja, að almenningur muni halda, að þeir séu að efla jöfnuð í þjóðfélaginu. Þeir telja sig stuðla á þann hátt að vinnufriði. En nú hefur Ólafur Jóhannesson gripið í taumana. Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson og Magnús Magnússon virðast ekki eiga að fá að sýnast fyrir lýðnum. Kannski telur Ólafur, að látbragðsleikir vísitöluþaka séu hættir að hafa áhrif. Og það er raunar staðreynd. Röksemd Ólafs er þó önnur og einkar einföld. Sem stjórnarskrárfræðingur segir hann, að bráðabirgðalög um vísitöluþak standist tæpast. Réttur til setningar bráðabirgðalaga sé neyðarréttur til notkunar í örlaga- málum á örlagastundum. Ómerkileg vísitöluþök flokk- ist ekki svo. Röksemd Ólafs er verðug lexía bráðabirgðalagaglöð- um stjórnmálamönnum. Ráðherrarnir voru farnir að líta á alþingi sem vandræðagemling, sem leysa bæri upp, svo að unnt væri að stjórna í friði með tilskipun- um. Rétt eins og fyrir daga lýðræðisins. Að undanförnu hafa þingmenn Alþýðuflokksins hvað eftir annað lagt áherzlu á, að Magnús Magnús- son hafi enga heimild þeirra til að samþykkja nein bráðabirgðalög. Á meðan hefur Magnús beðið í óþreyju eftir tilskipunarvaldinu og segist hafa fengið nauðsynlegar heimildir í síma! í þessu blaði hefur stundum verið kvartað um, að Ólafur Jóhannesson umgengist ekki lög og stjórnar- skrá með nægilegri virðingu. En í þetta sinn hefur hann einmitt staðið vörð um leikreglur lýðræðisins. Honum er því ekki alls varnað. ErAtlantis fundið? Sovézkur haff ræðingur hyggur að svo sé Atlantis — konungsríkið sem átti að hafa sokkið í grængolandi haf- djúpin — hefur af mörgum verið tal- ið kynjasaga ein. Mörg skáld — og ritbullarar — hafa skemmt sér við að skrifa um þetta dularfulla týnda Jand, þ.á m. gríski heimspekingurinn Plató og brezki sakamálahöfundur- inn Sir Arthur Conan Doyle, faðir Sherlock Holmes. En nú hefur sá birzt á sjónarsviðinu sem slær þá alla út — og það er sovézki prófessorinn Andrei Arkadyevich Aksyonov. Sovézkir vísindamenn kunna að vera vantrúaðir á dularfull fyrirbæri og afgreiða fljúgandi diska sem sjón- hverfingar og Bermúdaþríhyrninginn sem tómt vatn, en hvað sem því líður þá segist Aksyonov hafa ljósmyndir af steinveggjum og stigum gerðum af mannahöndum og séu þeir neðan- sjávar á 200 feta dýpi í Atlant^haf- inu, nánar tiltekið um það bil 500 kílómetra suðvestur af strönd Portú- gals, í átt til Madeira. Hver veit? Sönnunargögn: tvær Ijósmyndir „Þetta gæti verið skiki af hinu forna Atlantis,” segir Aksyonov. Hann á að vera traustur vísinda- maður, er til dæmis aðstoðarforstjóri hafrannsóknastofnunarinnar sem heyrir undir hina mikilsmetnu sovézku vísindaakademíu. Sönnunargögn hans eru þó ekki mikil: tvær ljósmyndir með alls ellefu steinupi sem honum virðast tiihöggn- ir af mönnum. Myndirnar voru teknar fyrir tveim- ur árum með neðansjávarmyndavél. Það var ekki Aksyonov heldur sam- starfsmaður hans, Vladimir Mara- kuyev, sem það gerði. Staðurinn er tindur á neðansjávareldfjalli, óvirku. Það heitir Ampere og er miðja vegu milli Lissabon og Madeira. Grunnið, sem þetta fjall rís af, er á meira en 10000 feta dýpi. Aksyonov harmar að geta ekki sýnt blaðamönnum myndirnar að svo stöddu. „Þær eru eign Marakuyevs sem nú liggur á sjúkrahúsi fárveikur en þær birtast vafalítið innan tíðar í einhverju' af vísindatímaritum okkar.” Marakuyev gerði sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi mynda sinna fyrr en í fyrra, að hann fór að fram- kalla filmur frá leiðangri sem hann fór i árið 1977 til að rannsaka áður- greint neðansjávarsvæði. Ekki er vitað hvers vegna framköllun mynd- anna dróst svo lengi. Aksyonov telur sig ekki hafa neinn einkarétt á að finna hið dularfulla land og lætur ferðalýsingar fúslega í té. „Þetta er einfalt mál,” segir hann. „Ekki annað en fá sér skip með réttum útbúnaði, sigla þangað til það er beint fyrir ofan fjallstind- I---1---1---1 0 MILES 300 Atlantic Ocean FRANCE Ampere Seamount PORTUÍIÍ Lisbon ^MADEIRA K ISLANDS MOROCCO inn, kafa 60 metra niður, ná í stein- ana og hífa þá upp úr sjónum til að ganga úr skugga um hvort þeir eru til- höggnir eða ekki. Persónulega held ég að hér sé um fomminjar að ræða.” Fréttir af steinafundinum birtust i Evrópu fyrir skemmstu og Aksyo- nov segir að margir haffræðingar hafi þá brosað breitt, ekki sízt þeir dönsku. Þéim fannst þetta með betri bröndurum sem þeir höfðu heyrt! Það eru átta Ijósmyndir sem prófessorinn styður mál sitt með en eftir lýsingum hans að dæma eru aðeins tvær þeirra verulega spenn- andi. „Á annarri þeirra eru átta steinar — fjórir ferhyrndir og fjórir ávalir og standa hlið við hiið. Sérfræðingar, sem skoðað hafa myndina, segja að hér sé um dæmigerðar fornleifar að ræða. Hin myndin sýnir þrjá jafnstóra steina sem virðast vera partur af stiga.” IMef nt í ritum grískra heimspekinga „Þýzki fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann, sem uppi var á öldinni sem leið, fann rústir Tróju- borgar með því að lesa kviður Hómers gaumgæfilega,” segir Aksyonov. Því má bæta við að fyrst ætlaði enginn að trúa því að Tróju- borg væri fundin í Tyrklandi en það reyndist rétt vera. Gríski heimspekingurinn Plató minnist á Atlantis í tveimur verka sinna (Tímeus og Kríton). „Plató segir að þetta hafi verið land í Atlantshafi. íbúarnir haft átt í styrj- öldum við ríki í Suður-Evrópu og norðanverðri Afríku en einn góðan veðurdag hafi þetta land sokkið í sæ og ekki til þess spurzt síðan. Ég held að steinarnir á myndunum hafi endur fyrir löngu staðið á þurru landi þótt sérfræðingar ýmsir séu tregir til að trúa því. En mér finnst ekkert ótrúlegt að hér hafi verið um landsig að ræða,” heldur hann áfram. „Ég er orðinn svo gamall, annars mundi ég sjálfur fara með leiðangur til að kanna þetta mál.” Hann segir að í geysimiklum jarð- skjálftum, sem urðu í Lissabon árið 1755, hafi hluti af borginni sokkið í flóðbylgju. Eitthvað svipað kunni að hafa komið fyrir eyjuna sem neðan- sjávarfjallið Ampere stendur á. Þjóðsögurnar um Atlantis hafa um margar aldir staðið i blóma og fjöl- breyttustu tilgátur um staðsetningu þess verið á kreiki. Menn hafa í því sambandi nefnt Ameriku, Norður- lönd, Miðjarðarhafið og Kanaríeyj- ar. „í hafdjúpunum búa furðulegir leyndardómar,” segir Aksyonov, „viðerum rétt að komast ásporið.” (úr „Int. Herald Tribune”)

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.