Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. 9 BIAÐIÐ SNARFAR! „Við erum ákveðnir í að fara og ef til vill aftur á Hafrótinu,” sagði Haf- steinn Sveinsson, siglingakappi og ann- ar sigurvegari í Sjóralli ’78, er DB innti hann eftir keppnisáformum. Runólfur Guðjónsson ætlar aftur að taka sér frí frá bátasmíðinni til að taka þátt í keppninni. Um tima var óljóst hvort þeir hefðu tækifæri til að taka þátt í keppninni en nú er það ljóst. Hafsteinn og Runólfur voru að íhuga að keppa á nýjum bát en hallast nú helzt að því að sigla aftur á Hafrótinu. Það er 22 feta bátur frá Flugfiski, knú- inn 200 hestafla Volvo Penta bensínvél. » Hafsteinn og Runólfur í höfn í Eyjum eftir erfiðan áfanga í fyrrasumar. DB-mynd Ragnar Sigurjóns. Hafsteinn og Runólfur aftur á „Hafrótinu” Báturinn er á margan hátt sérbúinn til mikilla átaka á sjó umfram venjulega skemmtibáta. Nú er ekki nema liðlega mánuður til keppninnar, sem hefst 1. júlí frá Reykjavík, og vinna margir hörðum höndum að undirbúningi þessa dagana. -GS. 2,0-2,5 prósent hækkun samanlagðra vaxta: „Fyrstu afborganir léttari —síðustu þyngri á lengri lánum” —segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra „Niðurstaðan hefur orðið, að segja má, að vextir hækki um 2—2,5 pró- sent,” sagði Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra í viðtali við DB í gær. „Grunnvextir verða hafðir lágir en verðbótaþátturinn hækkar. Á lengri lánum verður verðbótaþátturinn færður á höfuðstól lánsins þannig að fyrstu afborganir verða léttari en áður, svo sem á vaxtaaukalánum, en síðustu afborganir verða þyngri en áður,” sagði viðskiptaráðherra. Hækkunin varð nokkru meiri en tálið hafði verið fyrir skömmu þar sem verðbólga reyndist hafa geystst áfram öllu hraðar en talið var. Seðlabankinn sendi hinar nýju reglur frá sér í gær og er þar reiknað með verðbólgustiginu 41,8%. Verðbótaþáttur lagður við höfuðstól Um er að ræða það nýmæli að verð- bótaþátt vaxta megi leggja við höfuð- stól láns. Það er mikilvægur hluti hins nýja kerfis að grunnvextir séu lágir en verðbótahluti vaxtanna greiðist eftir á með þeim hætti að hann leggist við höfuðstól og endurgreiðslan dreifist á það sem eftir er af lánstímanum.” Þennan hátt er auðvelt að hafa um öll ný lán, nema stutt víxillán, af þeim yrðu áfram að vera venjulegir forvext- ir, eða stutt hlaupareikningslán,” segir Seðlabankinn. Starfshópur á vegum viðskiptabanka og sparisjóða vinnur nú að gerð tillagna um nánari útfærslu þessarar meginreglu. í eftirfarandi tölum er sérstaklega tilgreindur sá verð- bótaþáttur sem til er ætlazt að leggist við höfuðstól til greiðslu með siðari af- borgunum. — Verðbótaþátturinn mun hækka um nálægt 2,5% ársfjórðungs- lega unz fullri verðtryggingu yrði náð í desember 1980, miðað við verðbólgu eins og nú er. Vextir af eldri lánum með ákvæðum um breytilega vexti munu fylgja hreyf- ingu á almennum vöxtum án þess þó að samið hafi verið um meðferð verðbóta- þáttar með framangreindum hætti. Þykir því nauðsynlegt að innlánsstofn- anir gefi viðskiptaaðilum sínum kost á að semja um ný kjör á eldri lánum í samræmi við hin nýju lánskjör. Víxilvextir 25,5% Vextir á almennu sparifé eru nú 19% en eftir 1. júní verða grunnvextir 5% og verðbótaþáttur 17% eða samtals 22%. Vextir alls á 6 mánaða reikningum hækka úr 20,5% í 23%, á 12 mánaða og 10 ára reikningum úr 22% í 24%, á 3ja mánaða vaxtaaukareikningum úr 25% í 27,5% og á 12 mánaða vaxta- aukareikningum úr 32% í 34,5%. Vextir á velt i innlánum hækka úr 3% i 5,5 %. . Þá hækka vextir á skammtíma víxl- um úr 23,5% í 25,5%. Á samningsvíxl- um eru vextir nú 23,5% en þar verða grunnvextir 5,5% og verðbótaþáttur 20,0%. Á almennum skuldabréfum eru vextir 26%, en þar verða grunnvextir 6,5% og verðbótaþátturinn 22%. Á vaxtaaukalánum eru vextir 33% en þar verða grunnvextir 8,5% og verðbóta- þátturinn 27%. Vanskilavextir hækka úr 3% í 4% á mánuði. -HH. Greenpeace-menn koma aftur á Rainbow Warrior: Sjávarútvegsráðherra gæti bannað hvalveiðar „Þetta væri það mikilsverð ákvörð- un fyrir þjóðarbúið að ég teldi eðlilegt að Alþingi fjallaði um málið,” sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra er hann var inntur eftir því hvort það væri ekki í hans höndum alfarið hvort hvalveiðar við ísland væru bann- aðar eða takmarkaðar að einhverju leyti. Að vísu væri það stjórnskipúnar- lega á valdi sjávarútvegsráðherra, hvernig reglugerðinni um hvalveiðarn- ar væri háttað, en ákvörðun um hann eða frekari takmarkanir á hvalveiðum myndi sjávarútvegsráðherra ekki taka uppá sitteindæmi. Greenpeace-menn eru enn á ný mættir til leiks og hyggjast nú freista þess að minnka hvalveiðar Hvals hf. um a.m.k. 20%. Á fundi alþjóða hval- veiðiráðsins, sem haldinn verður í Lundúnaborg í júlímánuði nk., verður borin upp tillaga um tiu ára veiðibann á hvölum. Slik tillaga var síðast borin upp fyrir sex árum en hlaut þá ekki nægan stuðning til þess að verða bind- andi fyrir aðildarþjóðir alþjóðahval- veiðiráðsins. -BH. ENDURBÆTURA ARG. 1979: Stærrimótor, hærraundir mótor, steyptarfelgur(engirteinar) o.fl. o.fl. KARL H. C00PER, VERSLUN Höfðatúni 2 —105 Reykjavík—Sími 10-2-20 Fyrsta 50cc hjólið á Islandi ]/er$ með steyptum . 34S SQQ magnesíumfelgum Kr‘ Erum fluttir til Reykjavíkur Vorum að fá sendmgu afþessum vinsælu MALA GUTI-léttum bifhjólum Hjólin eru sjálfskipt og mjög einfóld í akstri Bensmeyðsla aðeins 1.9lítrarál00km

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.