Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979.
M
cDONALDS
á leiðmni?
Ekkert hefur sézt
til ísbjamarins
„Nei, ég veit ekki til þess að neinn
slíkur staður sé í uppsiglingu hérlendis
og hef ekkert heyrt um neinn „þeirra
mann” hérlendis,” sagði örn Þór
hæstaréttarlögmaður er DB grennslað-
ist fyrir um orðróm þess efnis að
McDonalds-hamborgarastaðakeðjan,
sem rekur þúsundir slikra staða í
Bandaríkjunum og nokkrum löndum
Evrópu, ætlaði að setja á laggirnar einn
slíkan hér. „Ég er aðeins umboðsaðili
fyrir vörumerki þeirra,” sagði örn, en
fyrir skömmu var tilkynnt um skrán-
ingu vörumerkisins, hins fræga „M”, í
Lögbirtingablaðinu.
Staðir þessir eru eins og gorkúlur um
öll Bandaríkin misjafnlega þokkaðir,
enda einkennandi fyrir hraðát stress-
þjóðfélagsins. Geta fínheitamenn í
matarvenjumþvíandaðléttara. - HP
sem öskraði á Ströndum
„Við höfum litið getað svipazt um
eftir isbirninum, hér hefur veriö
leiðinleg tíð og lítið hægt að leita,”
sagði Jón Jens Guðmundsson, bóndi
í Munaðarnesi í Árneshreppi í viðtali
við DB. „Trúlega hefur hann fært sig
norðar, er sennilega kominn norður á
Strandir."
Jón sagöi að þar væri nú mikið um
landsel og væri isbjörninn sennilega i
námunda við hann. „>ó kann hann
að hafa farið með is, sem hefur verið
landfastur víða um tíma, en er nú á
hreyfingu,” sagði Jón. „Bændur á
fleiri bæjum hér hafa svipazt um eftir
birninum ef ske kynni að hann væri á
ferli, en engin frekari merki hafa
fundizt um hann síðan hér um dag-
inn.”
Þá sagði Jón að allt væri á kafi i
snjó þar í sveit um þessar mundir og
hefðiverið þaðlengi.
- HP
Grjótkastari tekinn:
Fótfrárþjónn réttvísinnar gómaði stráksa
Unglingspiltur braut rúðu í Laugardalshöllinni á I Pilturinn tók á stökk, en fótfrár lögreglumaður úr
föstudagskvöldið um það leyti sem lögreglan „Víkingasveitinni”, Kristinn Petersen, hljóp hann
,,sortéraði” úr hóp unglinga þar fyrir framan.
uppi eins og sést á þessari myndaseríu Sveins Þor-
móðssonar.
Krassj! Rúðan brotin, pilturinn tekur á rás .
. .. ..................................................................................................■■........................
Kristinn Petersen lögregiumaður kominn á harðahlaup á eftir pilt-
inum, sem er að hverfa fyrir húshornið . . .
en á endanum hafði löggan betur.
Línur og gips
Edda Jónsdóttlr —
Gallerf Suflurgata 7
Nú er loks von til þess að sumarið
sé að koma og í þeirri frómu von
ryðja listamenn frá sér sýningum eins
og árnar klakaböndum. Fjórar nýjar
sýningar voru opnaðar um helgina og
von er á fleirum um næstu helgi.
Nýliðar standa a.m.k. að tveimur
þeirra og það er úr þeirri átt sem
besta sýning bæjarins þessa stundina
kemur, að öllum öðrum ólöstuðum.
Hér á ég við sýningu Eddu Jónsdótt-
ur í Galleríi Suðurgötu 7. Edda hefur
getið sér gott orð sem vænlegur
grafíker og satt að segja bjóst maður
við einhverju í þá veru frá hennar
hendi. En hún kemur á óvart með
annars konar vinnubrögðum, —
samblandi polaroid ljósmynda og
teikninga og það er ekki laust við að
lauslegt konsept hugarfar sé þarna á
bak við. Hollandsdvölin hefurgreini-
lega komið Eddu til góða.
Um heimilishald
Hún virðist a.m.k. hafa gefið
henni ákveðinn hugmyndalegan
Myndlist
Edda Jónsdóttir
eflaust lesa einhverjar hugleiðingar
um vinnumáta húsmóðurinnar eða
þá að menn geta notið þeirra sem
óræðra ljóðrænna stemmninga.
Edda spilar síðan meira á Ijóðið í
myndum í bakherbergi, — hún
hlustar á vindinn, lætur sig dreyma
eða stingur örlitlu undan og eru þetta
bæði elskulegar og eftirminnilegar
samsetningar.
Skerðing
AÐALSTEINN li|
INGÖLFSSON
grundvöll til að byggja á. í myndröð-
inni ,,Á minni leið” teiknar hún
ýmiss konar búsáhöld og fleira sem
tilheyrir heimilishaldi, — kústa,
gúmmíhanska, kodda o.fl. og fyrir
ofan þau raðar hún litljósmyndum af
sér sjálfri, sem á beinan eða óbeinan
hátt tengjast þessum munum. Ljós-
myndirnar sýna handahreyfmgar þær
sem fylgja notkun þeirra eða þá
líkamsparta sem á einn eða annan
hátt tengjast þeim og út úr þessu má
En kannski rís kúnst Eddu hæst i
„Línu og gips” myndröðinni, þar
sem myndefnið er eiginlega skert
starfsorka eða starfsgeta listakon-
unnar við handleggsbrot, — en það
er merki um talsvert hugrekki að gera
myndverk úr slíkri skerðingu. Og það
tekst, merkilegt nokk. Baslið við að
draga línu með handlegg í gipsi,
skyggja og lita, verður eins konar
líking fyrir alla myndsköpun. Edda
stígur svo eitt skref í viðbót og býr til
gipsskúlptúra með handleggs- eða
handa-lagi, — en i stað fingra blasa
við kústhár. Svo rikuleg og rækileg
úrvinnsla hugmynda er óvenjuleg
meðal yngri listamanna. Svo ég setji
út á eitt atriði að lokum, þá finnst
mér að nýliðar ættu að sýna meiri
hógværð í verðlagningu á fyrstu
sýningum sínum. Með því skapast
ákveðin velvild sem þeir njóta góðs af
síðar. Sýningu Eddu lýkur 1. júní nk.
'Rétt spor
í rétta útt..
. Sporin í TORGIÐ
Kvenskór
Nr.1
\ Lrtir: Grænt,
brúnt, svart
Kvenskór
Nr.2
Stærðir 36—
Litur: Liós
Stærðir35—41
Verðkr. 3.100.-
Herraskór
Nr.3
Utur. Ljós
Stærðir40—45
Verðkr. 16.800.-
Herraskór
Nr.4
Litur: Brúnn
Stærðir 40-45
Verðkr. 14.500.-
Austurstræti 10
Skór vid öH tækifœri
ú allun a/ilur
Póstsendum