Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ1979. I Iþróttir Iþróttir 13 Iþróttir Iþróttir D Eyjamenn léku sinn fyrsta heimaleik í gærkvöldi. Það voru Keflvíkingar, sem sóttu þá heim og lauk leiknum með sanngjörnu jafntefli, 0-0. Leikurinn var háður á nýjum grasvelli í Helga- fellsdal, sem var tekinn formlega í notkun og vígður við hátíðlega athöfn fyrir leikinn. Það voru ungir piltar úr Þór og Tý, sem iéku fyrsta leikinn á þessum velli. En snúum okkur að leik ÍBV og Keflavíkur á ný. Veður var gott til knattspyrnu, bjart en nokkur vindur. Eyjamenn léku undan vindinum í fyrri hálfleik, en það voru Keflvikingar, sem áttu fyrsta marktækifærið í leiknum þegar Sigur- björn Gústafsson skallaði knöttinn í þverslána á 10. mínútu. Skömmu síðar komst Tómas Pálsson í marktækifæri hinum megin en Þorsteinn Ólafsson, sem var öryggið uppmálað í leiknum, varði mjög vel. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu fram á vallarmiðjunni, en annað veifið skapaðist hætta við mörkin þó aldrei neitt verulega alvarlegt nema þegar Þorsteinn varði þrumufleyg Arnar Óskarssonar á 40. mínútu. Staðan í 1. deild Staðan á íslandsmótinu — I. deild — er þannig eftir leikina í gærkvöld. ÍBV 2 110 2—0 3 Akranes 2 110 3—2 3 KR 2 110 2—1 3 Fram 1 1 0 0 3—1 2 KA 2 10 1 5—4 2 ÍBK 2 0 2 0 0—0 2 Vikingur 2 10 1 3—4 2 Valur 10 10 1—1 1 Haukar í 0 0 2 1—4 0 Þróttur 2 0 0 2 1—4 0 Markhæstu leikmenn: Gunnar Blöndal, KA, 2 Gunnar Örn Kristjánsson, Vík., 2 Sveinbjörn Hákonarson, Akranes, 2 í kvöld kl. 20.00 leika Fram og Valur á Laugardalsvelli. Framan af síðari hálfleik voru Eyja- 'menn sprækari en þegar líða tók á leik- inn fóru Keflvíkingar að sækja í sig veðrið. Litið var þó um færi eins og áður en Ragnar Margeirsson, spræk- asti sóknarmaður Keflvíkinga, átti gott skot utan á stöng á 52. mínútu. Ragnar er aðeins 17 ára gamall og mjög efni- legur framherji. Það vakti því talsverða athygli og undrun þegar honum var kippt útaf á 70. mínútu, en hann hafði verið áberandi frískastur framlínu- manna ÍBK. Liðin sóttu á víxl en hætta varð lítil við mörkin og þegar upp var staðið var jafntefli mjögsanngjörn úrslit. Af Eyjamönnum voru þeir bræður Ársæll og Sveinn beztir en einnig áttu þeir Þórður Hallgrímsson, sem lék stöðu tengiliðar, og Tómas Pálsson góðan leik. Skemmtilegur leikmaður, Tómas. Hjá Keflavík var Þorsteinn mjög öruggur í markinu og þeir Sigurbjörn Gústafsson og Óskar Færseth sprækir strákar og Óskar mjög harður af sér þrátt fyrirað vera ekki hár í loftinu. Þá var Ragnar Margeirsson góður og skapaði oft usla i vörn Eyjamanna. Mikið efni þessi 17 ára piltur. Ólafur Júlíusson stóð og að vanda fyrir sínu. Áhorfendur voru um 800 talsins og dómarinn, Þorvarður Björnsson, hafði ágæt tök á leiknum. - FÓV íþróttir Réttlát skipt- ing stiganna —þegar ÍBV og Keff lavík gerðu jafntefli íEyjum Knattspyrnuráð Keykjavikur hélt mikið hóf i gær i tilefni af 60 ára afmæh ráðsíns — og voru þar mættir aliir helztu forystumenn knattspyrnunnar i Reykjavik, auk borgarstjóra og forseta tSl. Ólafur P. Erlendsson, formaður KRR, skýrði frá þvi, að Magnús Guðbrandsson hefði fært KRR 240 þúsund að gjöf til unglingastarfsemi og kennslu. Magnús er hinn eini, sem er Ufandi af þeim er sátu i fyrstu stjórn fyrir 60 árum 1919 — vel ern og sat hóUð. Nánari frásögn af hóU KRR mun birtast síðar hér f blaðinu. Á myndinni að ofan er Magnús og má sjá þar nokkra aðra veizlugesti. DB-mynd Bjarnleifur. Nýi grasvöllurinn f Vestmannaeyjum — i Helgafelisaai. Hann er um 100 m yUr sjávarmáli — Uggur hæst valla á Islandi. Völlurinn er f góðu standi en settar voru á hann þökur f fyrra. Stendur á mjög fallegum stað. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Einn rekinn af velli og tvö mörk voru dæmd af —þegar KR-ingamir unnu Hauka 1-0 í gær Ekki verður annað með sanni sagt, en KR-ingar hafi sloppið fyrir horn i Firðinum í gærkvöldi er þeir heimsóttu Haukana á Hvaleyrarholtið. Tvivegis bjargaði síðbúið flaut dómarans þeim þannig að eina mark leiksins, sem Sverrir Herbertsson skoraði úr víta- spyrnu, dugði þeim til sigurs. Sigur KR hékk á biáþræði allan síðari hálfleikinn en þess ber þó að gæta að þeir voru manni færri í s.h. þar sem Erni Guð- mundssyni var vikið af leikvelli fyrir að sparka í Ólaf Jóhannesson. Fyrri hálfleikurinn var afar slakur og var nánast ekkert um marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 34. mínútu, að einhver hætta skapaðist við annað hvort markið. Lárus Jónsson komst þá skyndilega einn innfyrir vörn KR en Hreiðar varði gott skot hans úr erfiðri aðstöðu. KR-ingar voru betri fyrri hluta fyrri hálfleiksins en upp úr miðj- um hálfleik tóku Haukarnir að sækja í sig veðrið og það kom því eins og köld vatnsgusa framan í áhangendur jafnt sem leikmenn Haukanna þegar KR skoraði mark á 37. mínútu. Sverrir Herbertsson tók þá horn- spyrnu. Knötturinn barst út til Arnar Guðmundssonar, sem skaut að marki og boltinn stefndi í netið þegar Ólafur Jóhannesson stöðvaði hann með hend- inni. Hreiðar Jónsson dómari dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Spyrna Sverris var misheppnuð, en sigldi í markið þar eð Gunnlaugur gerði enga tilraun til að verja. Rétt á eftir komst Sigurður Aðal- steinsson í dauðafæri, en náði ekki til knattarinc n» KR slann fvrir horn. Haukarnir sóttu ákaft og í einni sóknarlotunni var Örn rekinn af leik- velli fyrir að sparka í Ólaf, sem hafði reyndar verið búinn að gefa Erni spark áður. Með aðeins 10 leikmenn lögðu KR- ingar skiljanlega allt í að halda fengn- um hlut í síðari hálfleik. Þeir drógu tengiliðina aftur og eftirlétu Haukun- um að mestú miðjuna en tóku síðan á móti þeim við vítateiginn. Þetta skapaði margsinnis hættu við mark ' KR, en alltaf sluppu þeir. Strax í upp- hafi síðari hálfleiks skoruðu Hauk- arnir mark, sem var dæmt af vegna rangstöðu. Dómarinn dæmdi þó markið af allt of seint. Rangstaðan var hins vegar alltaf fyrir hendi. Þetta fór mjög í taugar Haukanna, en þeir létu ekki deigan síga og strax á næstu mín. — þeirri 48. — fékk Lárus Jónsson nægan tíma til að skalla knöttinn að marki KR en stefnan var slök — beint á Hreiðar. Daníel Gunnarsson lék á 4 KR-inga áður en hann skaut framhjá og þannig gekk þetta fyrir sig hjá Haukunum. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum en sóknin var engan veginn nógu beitt. Eftir mikinn sóknarþunga fór að gæta vonleysis hjá þeim og KR kom meira inn í myndina. Á 69. mín. unnu þeir Vilhelm og Birgir mjög laglega saman upp vinstri kantinn en skoti Birgis var bjargað i horn. Skömmu síðar komst Vilhelm i gegn en Gunnlaugur varði skot hans. Þá kom klaufalegur misskilningur á milli Vilhelms og Jóns Oddssonar í veg fyrir að KR skoraði á 77. mínútu. Haukarnir voru þó ekki dauðir úr 'öllum æðum og tveimur mín. síðar skoraði Ólafur Jóhannesson mark, sem öllum virtist vera fullkomlega löglegt og reyndar var það. Línuvörðurinn hélt hins vegar flagginu uppi og hafði gert dágóða stund til að vekja athygli á broti, sem löngu var hætt að skipta máli. Gleði Haukanna breyttist í ósvik- in vonbrigði. Tvívegis hafði síðbúið flaut dómarans hirt af þeim mark. í fyrra tilvikinu var það e.t.v. réttlætan- legra en þarna var dómarinn óheyrilega lengi að sjá flagg línuvarðarins. Lokakaflann skallaði Björn Svavars- son beint í fang Hreiðars og Guð- mundur Sigmarsson komst einn í gegn en var allt of fljótur á sér og brenndi af. Stefán Örn skaut sannkölluðum þrumufleyg rétt yftr Haukamarkið eftir fyrirgjöf Sigurðar Indriðasonar og á síðustu minútu leiksins fengu Hauk- arnir enn möguleika á að jafna. Guð- mundur tók þá aukaspyrnu rétt utan vítateigs, en gott skot hans fór rétt framhjá. Ekki er sanngjarnt leikmannanna vegna, að dæma þá af frammistöðu þeirra i þessum leik því þegar leikið er á möl vilja allir beztu eiginleikar leik- manna týnast. Hjá KR áttu Sigurður Pétursson, lifandi eftirmynd bróður síns Guðmundar fyrrum landsliðs- markvarðar, Ottó, Sigurður Indriða- son og Birgir allir góðan leik. Hjá Haukunum er Guðmundur Sig- marsson geysilega yfirvegaður og út- sjónarsamur leikmaður og þá áttu þeir Sigurður Aðalsteinsson og Ólafur Sveinsson mjöggóðan leik. -SSv. FERÐAGRILL MARGAR GERÐIR - GRILLMÓTORAR GRILLÁHÖLD - GRILLKOL - UTILIF GLÆSIBÆ - SÍIVII 30350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.