Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979.
SKYNDUWYNMR
Vandaðar litmyndir
i öll skirtein.i.
bama&fjölsk/ldu-
Ijösmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SIMJ 12644
Aðalfundur SH 1979
Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna verður haldinn að Hótel Sögu fimmtu-
daginn 31. maí 1979 kl. 14.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Bílabjörgun
v/ Rauðahvamm
Sími 81442
Fljót og gófl þjónusta
Innanbæjarútkall
afleins kr. 6000.-
Opifl alla daga.
NORRÆNT ÞING
UM MÁLEFNIVANGEFINNA
verður haldið í Reykjavík dagana 8., 9. og 10.
ágúst nk. Þingið er öllum opið. Væntanlegir
þátttakendur geta fengið þátttökueyðublöð,
dagskrá og aðrar upplýsingar á skrifstofu
Þroskahjálpar, Hátúni 4a, sími 29570. Síðasti
innritunardagur er 10. júní nk.
Styrktarfélag vangefinna
Staða yfirlæknis
við Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands
í Hveragerði er laus til umsóknar. Laun
samkvæmt kjarasamningi sjúkrahúslækna.
Staðan veitist frá 1. október 1979. Umsóknir,
ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri störf
sendist stjórn Heilsuhælis, NLFÍ Hveragerði
fyrir 30. júni 1979.
Hveragerði 29. maí 1979.
Stjórn Heilsuhælis NLFÍ.
Notaðir bílar
með sérstaklega hagstæðum kjörum
WAGONEER '77
WAGONEER '74
HORNET '77
HORNET '75
HORNET '74
HORNET '73
GALANT '76
LANCER '74
ESCORT '73
BILAKAUPA-
Ó.R.G.
Ólafur Ragnar Grimsson þing-
maður (ég man ekki í bili hvaða þing-
flokki hann tilheyrir þessa dagana)
hefur nú um skeið haft uppi gífurlega
tilburði innan þings og utan vegna
bilakaupa og bílasölu ráðherra,
ásamt með því að hann hefur tekið að
sér eftirlit með viðhaldi þessara bif-
reiða. Undir hefur tekið í ýmsum
fjölmiðlum, og einna hæst hefur
glamrað i Dagblaðinu, auk þess sem
Mogginn hefur fegins hendi gripið á
lofti yfirlýsingar Ó.R.G. og stynur af
ánægju. Hefði þó einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar að fréttir af
orðum og athöfnum Ó.R.G. ættu
eftir að verða uppáhaldsefni
Moggans.
Öll þessi læti, og moldviðri það,
sem upp hefur verið þyrlað i sam-
bandi við þetta mál, sýnir okkur enn
einu sinni þann sannleika, að sé nógu
miklum moðreyk þyrlað upp í kring
um smámál (ópíum fyrir fólkið) má
gjarna gleyma hinum stóru á meðan,
eða einfaldlega afgreiða þau hávaða-
laust í skjóli allra ólátanna.
Mergurinn málsins er einmitt sá,
að hér er um algjört smámál að ræða:
tittlingaskít. Allur almenningur veit
það og skilur, en Ó.R.G. hvorki
virðist vita það né skilja. Fólkið i
þessu landi veit, að um leið og maður
kemst í þá aðstöðu, að hann er allt í
einu orðinn ráðherra, þá þarf hann á
því að halda að vera á nokkurn veg-
inn sæmilegu ökutæki. Við viljum að
ráðamenn þjóðarinnar séu sæmilega
akandi. Starfið krefst þess í mörgum
tilfellum að þessir menn kaupi sér
'nýja bíla. Gott og vel, þá gera þeir
það. Ekki er hægt að ætlast til að þeir
geri það svona fyrirvaralítið án nokk-
urrar lántöku. Þá fá þeir lán. Einfalt
mál. Méð betri kjörum kannske en ég
og Ó.R.G.? Hví ekki það? Enginn er
kominn til með að segja að þessi bíla-
kaup hefðu verið gerð ef starfið hefði
ekki krafist þess. Og sé um að ræða
einhverja niðurfellingu tolla og
skatta, þá þekkist það nú hjá fleiri
stéttum, óg ekki hef ég heyrt Ó.R.G.
orga út af því. Hins vegar vil ég
benda á, að þessi skrípaleikur
Ó.R.G. hefur sennilega kostað þjóð-
ina meira, ef miðað er við útreiknað
tímakaup þingmanna og dálksenti-
Kjallarinn
Hafsteinn Snæland
metraverð dagblaða, heldur en þær
tolltekjur hefðu numið, sem niður
hefðu verið feUdar, og sá mismunur á
hæstu og lægstu vöxtum, sem tapast
hefði vegna lána til þessara bíla-
kaupa.
Rannsóknarblaða-
mennska á botni
Hafi tilgangur Ó.R.G. einungis
verið sá, að láta sem mest bera á
sjálfum sér, og ekki síst að gera al-
þingi enn einu sinni að athlægi í
augum alþjóðar, þá hefur hann
sannarlega haft erindi sem erfiði.
Annars er það trú mín, og fleiri, að
þetta geðveikislega upphlaup Ó.R.G.
sé fyrst og fremst tilkomið af ein-
skærri öfund. Maðurinn bókstaflega
geislar af óviðráðanlegri löngun til að
trana sér upp — upp — upp í efsta
sæti — en þangað vill hann bara eng-
inn.
Á það má og benda, að megnið af
þeim leigubifreiðum, sem sjást á göt-
um og vegum þessa lands, er keypt
með niðurfelldum tollum, og ugg-
laust fá eigendur þeirra lán til kaup-
anna. Engum dettur í hug að amast
við því, þetta eru jú atvinnutæki.
(Allmargir leigubilar eru þó mun
glæsilegri og sjálfsagt dýrari en ráð-
herrabílarnir). Á sama hátt má segja
að æskilegur bíll sé nauðsynlegt at-
vinnutæki fyrir ráðherra.
Nei takk, Ó.R.G. Kjósendur þinir
og aðrir þeir sem vinna fyrir launum
þínum og hinna strákanna á alþingi,
ætlast til að þið sinnið öðrum og þýð-
ingarmeiri málum, en látið tittlinga-
skítinn eftir í höndum kjaftakelling-
anna.
Birting DB á skuldabréfi Kjartans
Jóhannssonar og fréttin um að tveir
ráðherrar hafi skilað aftur lánum
sínum, virðist mér sýna tvennt:
í fyrsta lagi, að rannsóknarblaða-
mennska DB sé nú loks komin á
botninn og hljóti því eðli málsins
samkvæmt að fara að færast upp á
við á ný, og hljóta allir að fagna því.
í öðru lagi, að þessir tveir ráðherr-
ar séu ekki nægilega harðir af sér
gagnvart öfund og hefnigagnrýni og
þyrftu því að efna sér í harðari
brynjurá því sviði.
Að endingu vil ég svo benda DB
mönnum á, að ég undirritaður fékk á
sínum tima lán hjá opinberri stofnun
til húsbyggingar. Vextir af láni þessu
eru óverulegir, og það er ekki verð-
tryggt nema að litlu leyti. Hluta af
þessu láni notaði ég til bílakaupa.
Hryllilegt, ekki satt? Sjálfsagt geta
þeir fengið að ljósrita öll gögn máls-
ins hjá Húsnæðismálastofnun ríkis-
ins og Veðdeild Landsbankans ef þeir
leita fyrir sér þar og skortur er á efni
í blaðið.
Hafsteinn Snæland
Vogum
Sendum í póstkröfu um aHt land
Ódýrir amerískir hjóibarðar
E 78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600
G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500
H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600
L78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900
LR 78x15 KR. 31.500 CR 78x14 KR. 19.800
HR 70x15 KR. 29.200 H 78x14 KR. 22.300
JR 78x15 KR. 29.800 B 78x14 KR. 16.900
GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800
HR 78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800
GR70x15 KR. 27.400
SAMYANG HJÓLBARÐAR
615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950
560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650
590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750
A78x13 0 KR. 16.550 700x15 jeppa KR. 35.800
B 78x13 KR. 19.300 700x16 jeppa KR. 36.600
640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 13.950
\
• Sólaðir hjólbarðar ávallt fyrirliggjandi
• Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða
• Sannfærist með því að leita til okkar
Gúmmívinnustofan skiphomss símuwss