Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 27
27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979.
(i
Útvarp
Sjónvarp
i
r---------------
VALDADRAUMAR
—sjónvarp í kvöld kl. 21.00:
Vonir eru
bundnar við
nýja kynslóð
Fjórði þáttur Valdadrauma er á dag-
skrá sjónvarpsins í kvöld. í upphafí
þáttarins leitar Tom sátta við Jósef og
biður hann afsökunar á framferði sínu
við banabeð Katharine. Við sama tæki-
færi biður Jósef um hönd dóttur hans.
Það verður úr að þau giftast og setjast
að í miklu einbýlishúsi skammt frá
heimili Toms.
Jósef hafði strengt þess heit, við
banabeð Katharine aðleggjalíf Tomsí
rúst. Því hefur hann ekki gieymt og
hann vinnur stöðugt að því að koma
tengdaföður sínum á kné. Hann fær
hægri hönd sína, Libanann, til að afla
alira hugsanlegra upplýsinga um
tengdaföðurinn til að nota gegn
honum.
Fjórði þátturinn nær yfír töluvert
langt tímabil og börn Jósefs vaxa úr
grasi.Valdadraumarnirfærast nú yfir á
elzta soninn. Jósef stefnir að því að
gera hann að fyrsta írsk-kaþólska for-
seta Bandaríkjanna.
-GAJ-
Jósef á banabeði Katharine.
V
ÚR SKÓLALÍFINU - útvarp íkvöld kl. 20.00:
Atvinnumál
framhaldsskólanema
,,í þessum síðasta þætti minum tek
ég fyrir atvinnumál framhaldsskóla-
nema, þ.e. sumarvinnu og ýmis vanda-
mál sem henni tengjast,” sagði Kristján
E. Guðmundsson, umsjónarmaður út-
varpsþáttarins Úr skólalífinu.
„Ég ræði við forstöðumenn vinnu-
miðlunarskrifstofu sem framhaldsskól-
arnir starfrækja sameiginlega.
Ég spjalla einnig við tvo nemendur
um sumarstarf þeirra, greiðslur og
fleira í þeim dúr. Komið verður inn á
muninn á atvinnumöguleikum kynj-
anna en fyrir fimm árum gerðum við
athugun í Menntaskólanum við Sund á
þessu. Þar kom fram verulegur tekju-
munur eftir kynjum, jafnvel fyrir
sömu vinnu. Þar fengum við staðfest-
ingu á því sem menn hafði lengi grun-
að, að stúlkurji'oru mun verr launaðar
en piltar. Þá ræði ég einnig við Sigurð
Kristinsson, formann Landssambands
iðnaðarmanna, en iðnaðarmenn hafa
sent frá sér skýrslu þar sem er dregin
upp mjög dökk mynd af útlitinu i at-
vinnumálum,” sagði Kristján.
-GAJ-
Tugþúsundir skólanema streyma út á atvinnumarkaðinn næstu daga og vikur.
1_______________________________________________________________________________________________________f
Útvarp
Miðvikudagur
I
30. maí
12.00 Uagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veóurfregnir.Tilkynningar.
Tónleikar.
13.40 Á vinnustað. Umsjónarmenn: Hermann
Sveinbjörnsson og Haukur Már Haraldsson.
Kynnir: Ása Jóhannesdóttir.
14.30 Miödegissagan: „Þorp I döRun” eftir
Tsjá-sjúlí. Guömundur Sæmundsson les
þýðingu sina; sögulok. If7).
15.00 Miödegistónleikar.
16.00 Frétlir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 Litii barnatiminn: Aö fara í klippinfiu.
Unnur Stefánsdóttir sér um timann og talar
viö tvo unga drengi, $vo og Halldór Helgason
hárskera. Lesin sagan: „Pétur hjá rakar-
anum’*.
17.40 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson
sér um timann.
17.55 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar.
19.35 Gestur i útvarpssal: Richard Deering frá
Englandi leikur á pianó
20.00 (Jr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson
stjórnar þættinum.
20.30 Útvarpssagam „Fórnarlambió” eftir
Hermann Hesse. Hlynur Ámason lcs þýðingu
sina(i2).
21.00 Óperettutónlist.
21.30 Ljóöalestur Jón Óskar skáld les frumort
Ijóð.
21.45 Iþróttir. Hermann Gunnarsson scgir frá.
22.10 Loft og láó. Pétur Einai'>M>'ivvr um flug-
málaþátt.
22.50 (Jr tónlistarlífinu. Knútur R. Magnússon
sér um þáttinn.
23.10 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti.
Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
30. maí
18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund-
inni okkar frá siðastliönum sunnudegi.
18.05 Börnin teikna. Kynnir Sígríöur Ragna
Siguröardóttir.
18.15 Hláturleikar. Bandarískur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Knattleikni. 1 lokaþætti myndafiokksins
lýsir Sir Matt Busby samstarfi liðsmanna og
liðsskipulagi. Þýöandi og þulur Guðni Kol
beinsson.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og leóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður
ömólfurThorlacius.
21.00 Valdadraumar. Fjórði þáttur. Efni þriðja
þáttar: Jóscf Armagh hafnar ástum Elísabelar
Healeys. Hún leitar huggunar hjá stjórnmála
manmnum Tom Hennessey. sem cr alræmdur
fiagari. og vcrður þunguð af hans völdum. Til
þcss að komast hjá hneyksli þykist hún ckkja
liðsforingja, sem er nýfallinn í borgarastyrjöld-
inni. Ed Healey gerir sér glaðan dag i tilefni
væntanlegs barnabarns, en fær hjartaslag og.
deyr. Katharine Henncssey liggur fyrir dauð-
anum. Hún kveður Jósef á sinn fund. Tom,
eiginmaöur hennar, ber hana þungum sökum,
og Jóscf strengir þess heit, að hann skuli leggja
líf Toms í rúst. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.50 Ltyndardómur hringborósins. Þjóðsög
urnar af Arthur konungi og riddumm hring-
borðsins má rekja til atburða, sem gerðust á
Englandi fyrir fjórtán öldum. Engar menjar
eru um konung sjálfan eða riddara hans. en
hringborðsplatan hefur hangið uppi á vcgg 1
Winchester-kastala í sex hundruðár. Nú hefur
hópur sérfræðinga tekið boröið niöur til aö
kanna sógu þcss og uppruna Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.40 Dagskrárlok.
Matt Busby fagnar leikmönnum eftir að þeir höfðu sigrað Benfica með 4-1 árið
1968 og þar með orðnir Evrópumeistarar i knattspyrnu.
KNATTLEIKNI—sjónvarp kl. 18.40:
Samstarf liðsmanna
og liðsskipulag
í lokaþætti Knattleikninnar lýsir Sir
Matt Busby samstarfi liðsmanna og
liðsskipulagi. Matt Busby er án efa
þekktasti framkvæmdastjóri knatt-
spyrnuliða á Bretlandi. Á ferU hans
hafa þó skipzt á skin og skúrir. Hann
var framkvæmdastjóri hins frábæra
knattspyrnuliðs Manchester United er
margir liðsmenn þess fórust í flugslysi
í Múnchen árið 1958. Það var mikill
sorgardagur í Englandi. En tíu árum
siðar, 1968, hafði Busby mikla ástæðu
til áð gleðjast. Þá varð lið hans,
Manchester United, Evrópumeistari í
knattspyrnu, sigraði portúgalska liðið
Benfica í frábærum úrslitaleik með 4
mörkum gegn 1 i framlengdum leik.
Þann hálftima sem framlengingin stóð
þótti Manchester United sýna einn
bezta leik sem enskt knattspyrnulið
hefur nokkru sinni sýnt. í hópi leik-
manna Manchester United þá var
Bobby Charlton en hann lifði af flug-
slysið í Múnchen tíu árum áður.
GAJ-
Laus staða
Kennarastaða í stærðfræði er laus til umsóknar við Menntaskólann
að Laugarvatni.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf,
skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik,
fyrir 25. júní nk. — Sérstök umsóknareyðublöðfást í ráðuneytinu.
Menntemólaráöuneytið
23. mal 1979.
BOGAR
OG
ÖRVAR
Utílíf
Glæsibæ—Sími 30350