Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1979. 2, Hvareru einbýlfe• húsin —og flottu bílamir? Guðný Þorleifsdóttir skrifar: Sjómaður skrifar í Dagblaðið 28. maí um að yflrmenn heimti rosalega kauphaekkun. Veit þessi góði sjó- maður hver'laun yfirmanna á frakt- skipum eru? Eða hefur hann kynnt sér það svo vel að hann hafi efni á að láta svona skrif fara frá sér? Hvernig eru þessir frídagar sem hann talar um? Tiu frídagar í mánuði? Hvaðan fær hann þessar upplýsingar? Ég held að það sé aðeins betra fyrir svona Flottir btlar inn á milli. Mynd Sv. Þorm. menn að kynna sér kjör og kaup koll- ega sinna á farskipum áður en þeir fella einhverja sleggjudóma um þá. Ég þykist þekkja til þessara mála sjálf vegna þess að ég bý með einum af þessum yfirmönnum. Ég hef ekki orðið vör við þessa tíu frídaga, við búum í tveggja herbergja íbúð í fjöl- býlishúsi og eigum 8 ára gamlan bil. Ég veit að meiri hluti þessara manna býr þannig en á ekki einbýlishús og flotta bíla. Að lokum vil ég vekja at- hygli sjómannsins á því að þessi skip heita flutningaskip eða fraktskip en ekki flutningadallar. Hvertáaðkæra —opinbera starfsmenn? Lesandi hringdi: Mig langar til þess að bera fram þá spurningu hvert almenningur eigi að snúa sér ef hann lendir í þeim leiðind- um að þurfa að kæra opinberan starfsmann fyrir ölvun í starfi. Það hlýtur að vera réttur almennings að fá svar við þessu sem öðru er varðar réttindi hans. DB hafði samband við Braga Steinarsson saksóknara og sagði hann okkur að þannig mál ætti að kæra til sakadómara, sýslumanns eða bæjarfógeta eftir því hvar atburðirnir hefðu gerzt. Hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu ber að kæra slík mál til Rannsóknarlögreglunnar. Mótmælir skrifum sjómanns —um að yf irmenn heimti rosalegt kaup Yfirmaður skrifar: Mánudaginn 28. maí las ég í les- endadálknum bréf frá sjómanni þar sem hann segir yfirmenn á frökturun- um heimta rosalegt kaup og þegar allt komi til alls eigi þeir flotta bíla og einbýlishús. Þessum skrifum vil ég mótmæla. Okkur þykir nóg um fullyrðingar vinnuveitenda í launamálum okkar og það er hættulegt þegar launþegar sem kallast sjómenn trúa þessu og bera það út líka. Sumir okkar skila löngum vinnudegi og fá greitt tíma- kaup fyrir það. Enn er að bætast við úrvalið af sumarjökkum fyrir börn og unglinga. Verð frá kr. 9.900. Einnig útipeysur með vösum. Verð kr. 6.900 til 8.700. Mikið úrvalaf flauelsbuxum, nýir sumarlitir. Smekkbuxurfyrir börn, stærðir 1-5. Verð kr. 5.900. Þunnar sumarúlpur, stærðir 1-5. Verðkr. 7.900. Nýjar sendingar í hverri viku af dömufatnaði, svo sem: Kjólar, mussur, blússur, bolir ogmargtfleira. Póst- sendum Laugavegi 66 Sími 12815 Það er víða sem slikur sóðaskapur sem þessi sést, því miður. Og stundum mó sjó drasl ó flugi i nómunda við ruslafötu. MyndH.V. Tómir pakkar og dósir —fjúkainnálóðina 8170-1741 hringdi: Þannig er að ég bý i næsta húsi við matvöruverzlun hér í borginni. Á kvöldin er opin sjoppa þar og yfirleitt mikið að gera. En sá er gallinn á þessu öllu saman að engin ruslafata er fyrir viðskiptavini þannig að þeir henda t.d. tómum dósum utan af frönskum kartöflum og bréfum utan af súkkulaði og fleiru beint á götuna þegar þeir koma út úr sjoppunni. Þetta drasl fýkur svo allt yfir á lóðina mína og veldur bæði óþrifnaði og leiðindum. Get ég nefnt sem dæmi að ég vaknaði eina nóttina við það að bréfadrasl og annar óþverri skall á glugganum hjá mér með miklum lát- um því rok var. Þetta ástand er mjög afleitt og ættu þeir sem reka verzlanir og sjoppur að vera skyldaðir til þess að hafa ruslatunnur fyrir viðskipta- vini sína utan við verzlanirnar þvi það virðist ekki vera hægt að kenna fólki aðganga vel um borgina sína. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.