Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979.
Sólhúsgögn í nýunninn garðinn
LÍTIÐ ER TIL VEGNA VERKFALLSINS
Ef við höfum verið eins dugleg og
við ætluðum okkur í garðinum um
helgina gætum við látið okkur
dreyma í dag um falleg garðhúsgögn.
Því miður er það svo að obbinn af
þeim húsgögnum sem prýða átti
garða íslendinga um þessar mundir er
fastur í farskipum í höfninni. Úrvalið
í verzlunum er því ekki fjölbreytt. En
handlagnir menn gætu líka tekið
fram hamar, sög og nagla og úr
nokkrum spýtum og svampi má gera
kraftaverk. Fyrir hina verður litla úr-
valið að duga.
Sólstólar frá
4 í 23 þúsund krónur
í Tómstundahúsinu efst á Lauga-
veginum fékkst aðeins ein tegund af
stólum til þess að sitja á í sólinni.
Voru það litlir stólar úr stáli sem
nælonáklæði er strengt á. Slíka stóla
er auðvelt að fella saman og hafa
með sér ef farið er í ferðalög.
í Sportvali á Hlemmi var úrvalið
hins vegar meira. Dýrasti stóllinn þar
kostaði 22.850 en sá ódýrasti 3.950
krónur.
Næstdýrasti stóllinn var þægilegur
hægindastóll sem halla mátti aftur á
ýmsa vegu. Væri honum hallað aftur
skauzt fótskemill undir fæturna!
Þykkur púði var undir höfði en
þynnri svampdýna undir öðrum hlut-
um líkamans. Slíkur stóll kostar
22.460 krónur. Til er ódýrari gerð af
honum þar sem fótskemillinn er ekki
eins þægilegur. Kostar sú gerð
21.970. Enn er til ein gerð i viðbót þar
sem höfuðpúðann vantar. Kostar sá
stóU 18.680 krónur. Dýrasti stóllinn,
á 22.850, var hins vegar minni og fót-
skemilslaus. Verðmunurinn lá í mis-
munandi framleiðslulandi.
Klassískur sólbekkur, það er að
segja nælondúkur strengdur á stál-
grind sem halla má á alla vegu, kostar
10.945. Á þessa bekki vantar bæði
svampdýnuna og armana sem eru á
fyrrnefndum sólstólum en á móti
kemur að hægt er að leggja bekkina
alveg flata og því má sóla sig á bak-
inu líka.
Pínulitlir tjaldstólar cru og til í
Sportvali. Þeir kosta 3.950 krónur og
eru úr næloni sem strengt er á stál-
grind.
Ein gerð enn er ótalin. Það eru
stólar úr stáli og næloni en stærri á
9.870 krónur. Þá stóla er hægt að
leggja aðeins aftur.
í Útilífi í Glæsibæ voru aðeins til
tvær gerðir af stólum en það var eina
verzlunin sem við rákumst á sem átti
til borð við. En þessi borð eru fremur
litil, 40x40 sentímetrar á stærð. Þau
kosta 3.500 krónur.
í Útilífi voru til hægindastólar i
sólina af svipaðri gerð og í Sportvali
á 22.500 krónur. Þar voru einnig til
aðrir minni, sem ekki voru með still-
anlegu baki, á 7.900 krónur. Á þeim
stólum var 5 sentímetra þykk svamp-
dýna en 10 sentímetra þykk á stóru
stólunum.
- DS
Kínaepli = appelsina
Á föstudaginn voru menn beðnir
að láta vita ef þeir vissu hvað kínaepli
þau sem nota átti í púnsuppskrift
væru. Maður einn hringdi þegar
blaðið var komið út og taldi þetta
myndu vera appelsínur. Væri þetta
dregið af þýzka orðinu appelsína sem
einhvern veginn hefði orðið appel-
Kína. Þökkum við upplýsingarnar.
Því má bæta við að orðið appelsína
kvað þýða epli frá Kina.
- DS
Keyptu
EMCOSTAR SUPER
Strax
Sparadu ltr.40.000:
Bandsagarboröíö
erstillanlegt
j' allt aö 45°
borögrind
lítil eöa stör.
Hjólsagarblaö
meó hlíf
Bandsög,
einnig fáanlegtr
slfpiborói
Hjólsagarboröiö ^
er stillanlegt um 45°
Hér má bæta viö:
grópun f. geirneglingu
sandpapírsdisk
afréttara allt aö 4 cm^
i se^
Sértilbod gildir hám.W2/6
EMC0STAR SUPER - KRAFTMIKiL SAMBYGGÐ TRÉSMÍDAVBL
verkfceri & járnvörur h.f.
Stærstu sólstólarnir sem við fundum. Þeir kosta 22.460 (sá
sem konan situr í) og 21.970 i Sportvali. 1 tltilífi 1 Glæsibæ
eru til mjög svipaðir stólar á 22.500 krónur.
Eina gerðin af stólum sem til var i Tómstundahúsinu. Hann
kostar 4.300 krónur, stóllinn sá arna.
Þægilegur litill garðstóll með svampi. Hann kostar 22.850
krónur.
DB-myndir Hörður.
Heldur stærri gerð en að öðru leyti svipuð þeirri f Tóm-
stundahúsinu fæst f Sportvali og kostar 9.870 krónur.
Steiktur lax eða silungur
Þá er fyrsti lax og silungur sumars-
ins farinn að berast á land þó i smá-
um mæli sé. Þó skrítið sé með þá
ágætu fiska virðast flestir hrifnari af
því að veiða þá en borða. Þjóðsagan
segir jafnvel að hundar í Borgar-
firðinum leggi ýlfrandi niður rófuna
þegar þeir heyri lax nefndan og komi
sér í burtu sem fljótast. Hvort sem
það er rétt eða ekki er hitt rétt að of
lítil fjölbreytni er oftast í matreiðslu á
þessum ágæta fiski. Oftast er hann
soðinn og borðaður með kartöflum
og bræddu smjöri eða þá hafður
kaldur i salat með majónesi. En til
eru fleiri aðferðir við matreiðslu og
þeir sem komizt hafa upp á að borða
steiktan lax eða silung vilja fátt ann-
að uppfrá því.
Til matreiðslunnar þarf:
4—6 frcmur þunnar sneiöar af laxi
eða bragömiklum silungi
2 msk. hveiti, salt, pipar
80 g smjörlíki
2—3 banana
remúlaði
Feitin er brædd á pönnu og fiskin-
um, sem er velt upp úr hveiti sem
kryddað hefur verið, raðað á. Önnur
hliðin er steikt og fiskinum snúið við.
Bananarnir eru skornir í ræmur
langsum og steiktir með. Laxinn eða
silungurinn er snæddur með feiti út
á, bönunum og remúlaði.
Verð á laxi út úr búð er núna í
kringum 3 þúsund krónur kílóið, ef
hann er keyptur heill, en um 500
krónum hærra ef hann er keyptur í
bitum. Silungur kostar 1200 krónur
kílóið. En ef heimilisfólkið veiðir
fiskinn sjálft reiknast dæmið auð-
vitað öðruvísi, eftir verði veiðileyfa
og hvað kostar að komast að veiðiá.
Annað í matreiðsluna kostar um 500
krónur miðað við það hvað bananar
eru dýrir núna þegar þeim er flogið
hingað.
- DS
Mörgum finnst mun meira gaman að
veiða blessaðan iaxinn en að borða
hann. Hvi ekki að breyta til við mat-
reiðslu? DB-mynd Sv.Þorm.
Dalshrauni 5 - Hafnarfirði - Sími 53332