Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979.
>ttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Israel ennþá
í efsta sæti
Svend Pri frá Danmörku vann
Dhany Sartika frá Indónesíu i úrslita-
leiks mikils badmintonsmóts, sem fram
fór á Nýja Sjálandi um helgina. Pri
vann 15—8, 4—15, 18—13 í hörkuleik
við Indónesíubúann.
Spánverjar leiddu 40-33 í leikhléi en i
síðari hálfleiknum tókst ítölunum að
síga fram úr og sigra naumlega. Stærsti
sigurinn á laugardag féll hins vegar
Búlgörum í skaut, en þeir unnu Belga
114-98 eftir að jafnt hafði verið í hálf-
leik 53-53.
Þá unnu Júgóslavar ítalina 95-80
(41-34), en það voru ísraelar, sem
komu mest á óvart með sigri yfir Tékk-
um 94-93. Þetta var einhver bezti leikur
keppninnar til þessa og bæði lið börð-
ust með kjafti og klóm. Staðan i hálf-
leik var 47-47 og liðin voru hnífjöfn og
aldrei skildu meira en 3-—4 stig á milli
þeirra. í leikslok var staðan 83-83 og
varð þá að framlengja — i fyrsta skipti
i keppninni. öllum á óvart reyndust
ísraelar hafa sterkari taugar i lokin og
stóðu þvi uppi sem mjög óvæntir sigur-
vegarar. Silver skoraði 37 stig fyrir þá
og Bercovinc skoraði 26 stig, en fyrir
Tékka-skoruðu Pospil (18) og Brebenec
(16) flest stigin.
í gærkvöldi unnu Júgóslavarnir
Spánverja með 108 stigum gegn 100 og
þokuðu sér þar með að hlið ísraela.
Munurinn var mjög lítill lengst af en
undir lokin tók Cosic sig til og skoraði
grimmt — alls 19 stig.
Síðustu leikirnir í úrsliiariðlinum
fara fram á morgun en úrslitaleikurinn
verður á miðvikudaginn. Rússar mæta
ítölum á morgun og Spánverjar og
Tékkar leiða saman hesta sína.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
ísrael
Júgóslavía
Sovétrikin
italía
Tékkóslóvakia
Spánn
Liðin fá tvö stig fyrir sigur og eitt stig
er gefið fyrir tap.
ÆSINGUR ÁISAFIRDI
—þegar IBI og FH gerðu jaf ntef li 2-2
Það varð mikill æsingur og læti á
ísafirði í leikslok þegar FH og heima-
menn áttust við í 2. deildinni á laugar-
dag. Þegar aðeins um 20 sek. voru til
leiksloka hafði FH forustu, 2-1, og
reyndi þá Haraldur Leifsson skot af
löngu færi. Markvörður FH náði bolt-
anum en missti hann aftur fyrir sig og
inn fyrir marklínuna. ísfirðingar fögn-
uðu að vonum mjög en FH-ingar vildu
ekki sætta sig við að knötturinn hefði
farið inn fyrir línuna og upphófst nú
mikil deila. Janus Guðlaugsson sleppti
sér gersamlega þarna og var framkoma
hans síður en svo til fyrirmyndar. FH-
ingarnir vildu meina að línuvörðurinn
hefði verið illa staðsettur og ekki í að-
stöðu til að sjá atvikið, en dómarinn
stóð á sínu og markið var dæmt gilt og
gott.
ísfirðingarnir fengu því annað stigið
út úr leiknum, en FH hafði lengst af
undirtökin. FH náði forystu með
marki Óttars Sveinssonar, sem skallaði
i netið. Andrés Kristjánsson jafnaði
metin fyrir ísfirðinga fyrir hlé með
gullfallegu marki af um 20 metra færi
og þannig stóð í leikhléi.
Helgi Ragnarsson náði siðan foryst-
unni fyrir FH á nýjan leik í síðari hálf-
leik, en fsfirðingarnir jöfnuðu metin
með þessu umdeilda marki i lokin.
Leikurinn var ekki neitt sérstakur. Spil
FH var mun betra en þó sáust nettir
samleikskaflar hjá ísfirðingum.
, Þorri
ísraelar eru enn efstir á Evrópu-
meistaramótinu í körfuknattleik þrátt
fyrir slæmt tap gegn Rússum um helg-
ina. Rússarnir unnu 92-71 og var sigur
þeirra allan tímann mjög öruggur. í
leikhléi var staðan 52-34 þeim i vil.
Júgóslavar hafa nú þokað sér að hlið
ísraelsmannanna, en úrslit í keppninni
verða síðar í vikunni, en Júgóslavar
hafa unnið keppnina sl. þrjú ár og hafa
vafalitið bezta liðinu á að skipa nú
einnig þrátt fyrir misjafnt gengi í leikj-
unum.
Metaregn á banda-
ríska meistaramótinu
— ífrjálsum íþróttum um helgina
Gífurlegt metaregn var á bandaríska
meistaramótinu í frjálsum íþróttum
(áhugamenn), sem fram fór i
Kalifjorníu um helgina. Það voru sett
bandárísk met hvert ofan í annað og í
heildina varð árangurinn mjög góður,
eins og endranær á þessu meistara-
móti. Renaldo Nehemiah frá Kúbu
vann 110 metra grindahlaupið á 13,19
sek. Að sögn Reuters er það þriðji bezti
tími frá upphafi, en ekki vitum við hér
á DB hvort fréttastofan tekur þá með í
reikninginn hið frábæra hlaup á
fjögurra landa keppninni í Brússel um
helgina, sem vannst á 13,07 sek.
Evelyn Ashford hljóp 100 metra
hlaup kvenna á 10,97 sek. og hún er
aðeins önnur konan, sem hleypur 100
m undir 11 sek. Hin er austur-þýzka,
stúlkan Marie Ölsner, sem hel'ur tví-
vegis hlaupið undir 11 sek. og á heims-
metið, sem er 10,88 sek.
í 400 metra grindahlaupinu sigraði
Edwin Moses að venju — að þessu
sinni á frekar slökum tíma 49.55. Deby
Lapante tvíbætti met sitt í 100 metra
grindahlaupi kvenna. Hljóp fyrst á
13,07 sek. og síðan á 12,86 sek., sem er
frábær tími. Mary Shea setti banda-
riskt met i 10000 metra hlaupi kvenna á
32:52,5 sek. — 'tími sem margir karl-
nienn gætu verið stoltir af. Sue
Brodock setti síðan met i kílómetra
göngu kvenna er hún gekk á 24:07.6
min.
Mac Wilkins, góðkunningi okkar
íslendinga, vann kringlukastið á 70,66
metrunr. Ken Stadel varð annar með
69, 26 metra og Norðmaðurinn Knut
Hjeltnes, sem keppti sem gestur á
mótinu kastaði 68,88 metra, en hann er
þegar búinn að skipa sér í röð fremstu
kringlukastara heimsins. Wilkins vakti
athygli á mótinu fyrir nýjan kaststíl.
James Sanford náði bezta tímanum i
100 metra hlaupi i ár er hann rann
skeiðið á 10,07 sek. Afrek hans var eitt-
hvert það bezta á öllu mótinu og móts
met. Harvey Glance varð annar á
10,15 sek. og Emmit King þriðji á 10,16
sek.
Candy Young, 17 ára gömul stúlka,
setti nýtt heimsmet í unglingaflokki í
100 metra grindahlaupinu er hún hljóp
á 12,95 — 9/100áeftir Lapante.
í kúluvarpi kvenna sigraði Maren
Seidler á 10,09 m og einnig það er nýtt
bandariskt met. Matt Centrowitch
vann 5000 metra hlaupið á 13:40.8 á
undan Wilson Waigwa frá Kenýa —
Waigwa hljóp á 13:42,1.
Larry Myricks vann langstökkið —
stökk 8,28 metra og Frank Jacobs vann
hástökkið með stökk upp á 2,25 metra.
I kringlukasti kvenna sigraði Lynne
Wibigler — kastaði 57,74 metra.
I sleggjukastinu sigraði Scott Nelson
nteð 72,06, annar varð Boris Djerassi
með 68,74 m.
íslenzka landsliðið í sundi hélt til Skotlands I gærmorgun — og mun þar taka þátt i skozka meistaramótinu 20,—23. júni.
Sfðan keppir það einnig í Belglu og á írlandi. Myndin að ofan var tekin af landsliðinu á laugardag — vinstra megin stúlk-
urnar Anna Gunnarsdóttir, Æ, Margrét Sigurðardóttir, UBK, Katrin Sveinsdóttir, UBK, Ólöf Sigurðardóttir, Selfossi,
Sonja Hreiðarsdóttir, Æ, og Þóranna Héðinsdóttir, Æ. Hægra megin Bjarni Björnsson, Æ, Brynjólfur Björnsson, Á, Hall-
dór Kristensen, Á, Hugi Harðarson, Selfossi, Ingi Þ. Jónsson, Ákranesi, Ingólfur Gissurarson, Akranesi, Hafliði Halldórs-
son, Æ, og Ari Haraldsson, KR, sem er nýliði i landsliði ásamt Katrínu. í miðið eru Hörður Óskarsson, formaður SSÍ, aðal-
fararstjóri og Þórður Gunnarsson liðsstjóri. Á myndina vantar landsliösþjálfarann Guðmund Harðarson, sem einnig vcrður
með í förinni. DB-mynd Hörður.
Landshlaup FRÍ hófst við hátiðlega athöfn á Laugardalsvelli í gærdag kl. 14.50. Aö
lokinni setningarathöfn hljóp borgarstjórinn, Egill Skúli Ingibergsson, með keflið
fyrstu 200 metra og á myndinni sést hann afhenda Ulfari Þórðarsyni, formanni ÍBR,
keflið en Ulfar tók næsta sprett. Um það leyti er DB var að fara í prcntun voru
hlaupararnir einhvers staðar undir Eyjafjöllum.
DB-mynd. Hörður.
Á laugardaginn unnu Rússar Tékka
með 71 stigi gegn 66 eftir að hafa leitt
38-31 i hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn
léku Rússar ekki vel og það var fyrst og
fremst góður leikur Belov, sem skoraði
15 stig, og Myskin, sem skoraði 13 stig,
sem færði þeim mikilvægan sigur.
Mikið var um mistök i leiknum og
Rússar náðu aldrei þeim tökum á leikn-
um, sem fyrirfram var búizt við.
Þá unnu ítalir Spánverja 81-80 á
laugardaginn i mjög spennandi leik.
Iþróttir
Páll Ketilsson sigraði i PR mótinu á
Nesinu i gær.
DB-mynd Sv.Þorm.
Ujpezt Dosza
meistari í
Ungverjalandi
Ujpest Dozsa varð um helgina ung-
verskur meistari i knattspyrnu er liðið
gerði jafntefli við Zalaegerzeg 3-3 á úti-
velli. I.iðið var reyndar búið að tryggja
sér titilinn fyrir löngu og vann dcildina
með talsverðum yfirburðum. en loka-
staða efslu liðanna varð þessi:
Ujpest Dozsa
Ferencvaros
Diosgyor
Vasas
Honved
34 21 10 3 84-38 52
34 18 11 5 75-44 47
34 19 6 9 60-37 44
34 16 10 8 60-49 42
34 16 9 9 57-39 41
Olíudoliarar
heilla fleiri
en Bomma!
V-þýzki landsliðsmaðurinn Erie
Beer frá Herthu Berlin gerði í gær-
kvöldi 2 ára samning við Suður-
Arabiu-liðið Union Jeedah. Laun
kappans voru ekki gefin upp en eru
vafalítið engir smáaurar. Hcrtha fékk
um 120.000 sterlingspund fyrir
kappann, sem er nokkuð gott því hann
er 32 ára gamall.
Hajduk Split
vann
Hajduk Split varð um helgina júgó-
slavneskur meistari í knattspyrnu á
markatölu eftir 2-1 sigur gegn Sarajevo
á útivelli. Aðalkeppinaui ur þeirra
Dinamo Zagreb vann einnig 1-0 en það
dugði ekki til. I.okastaðan varð þessi:
Hajduk Split 34 20 10 4 62-28 50
Dinamo Zagreb 34 21 8 5 67-38 50
Rauða stjarnan 34 16 9 9 51-33 41
Sarajevo 34 17 5 12 56-53 39
Nantes
bikarmeistari
Nantes varð um helgina franskur
bikarmeistari er liðið sigraði 2. deildar-
liðið Auzerre 4-1 eftir framlengdan
leik. Pecoul skoraði fyrir Nantes í fyrri
hálfleik en i þeiin síðari jafnaði smá-
liðið með marki Scrve Mesoncs. Það
varð því að framlengja og þá áttu leik-
menn Auzerrc ckkcrt svar við góðiim
leik Nantcs. Pecout bætti við tveimur
mörkum og Oscar Múller cinu og sigur-
inn var þcirra.