Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. Sjómenn Bjóðum ennfremur: Teleflex vökvastýri og Benmar sjálfstýringar á mjög göðu varði. önnumst handfæra vinduviðgerðir. Vanir menn. Útgerðarmenn Smíðum hvers konar vindur og spil í minni fiski- báta, svo sem: Ifnu- og netaspil, löndunarspil, rópaspil, bómusvingara. SJOVELARHF. KÁRSNESBRA UT102 - SÍMI43802. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir til- boðum í undirstöður dœlustöðvar og miðlunargeyma á Fitjum í Njarðvík. í verkinu felst graftar- og sprengivinna ásamt gerð steyptra undirstaða. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A Keflavík og verkjræðiskrif- stofunni Fjarhitun hf, Álftamýri 9 Reykjavík, gegn 30 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja miðvikudaginn 1. júlí 1979 kl. 14. KYNNIZT TÖFRUM ÖRÆFANNA í 6, 12 eða 13 daga háfjallaferðum okkar. Allar máltíðir framreiddar í sérstökum eldhúsbílum til hagræðis fyrir farþegana. Matur og tjaldgisting innifalið i verði. Allar nánari upplýsingar í síma 13499 og 13491 eða á skrifstofunni. / ' ÚLFAR JACOBSEN FERÐASKRIFSTOFA AUSTURSTRÆTI 9 SÍMAR 13499 og 13491 Iþróttir íþróttir KR-ingar í efsta sæti 1. deildar! —eftir óvæntan sigur á ÍBV fVestmannaeyjum Gamla, góða Vesturbæjarliðið KR hefur skotizt upp 1 efsta sæti 1. deildar eftir óvæntan sigur gegn ÍBV i Eyjum á laugardag. KR-ingar sigruðu 2—0 og jafnvel þó nokkur heppnisstimpill væri á sigrinum léku KR-ingar vel og börðust eins og Ijón allan tímann. Þó heppnin hafi verið með Vesturbæjar- liðinu að þessu sinni er greinilegt að KR er nú orðið meira en efnilegt lið. Ekki er vafi á því að KR verður stórveldi í knattspyrnunni á ný eftir lægð undan- farin ár. KR lék undan nokkrum vindi i fyrri hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað. Fyrsta marktækifærið fengu KR-ingar óvænt, þegar einum varnarmanna fBV mistókst að hreinsa frá og Sverrir Her- bertsson, sem mjög kom við sögu í leiknum, átti skot í stöng. Á 30. min. kom fyrra mark KR. Magnús Guðmundsson, markvörður, sendi knöttinn inn á vallarhelming ÍBV. Einn varnarmaður reyndi að skalla frá. Það tókst ekki betur en svo að knötturinn fór beint til Sverris Herbertssonar, sem kom á fullri ferð og negldi knöttinn með þrumuskoti í mark ÍBV án þess að Ársæll Sveinsson, markvörður, hefði nokkra mögulcika á að verja. KR hafði náð forustu og leik- menn liðsins voru nokkru frískari í fyrri hálfleik meðan þeir léku undan vindinum, en Eyjamenn áttu þó sízt færri tækifæri í hálfleiknum. Heimamenn komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og fljótlega skapaðist mikil hætta við mark KR, þegar örn Óskarsson skaut þrumuskoti af 40 metra færi. Magnús varði glæsi- lega en hélt ekki knettinum, sem snérist til Tómasar Pálssonar. Tómas var aðeins of seinn og hættunni var bægt frá. ÍBV sótti af miklum krafti — átti stangarskot — en allt kom fyrir ekki. Vörn KR var þétt fyrir með Ottó Guðmundsson fremstan i flokki og heppnin var ekki með Eyjamönnum. Á 37. min. kom'svo rothöggið á ÍBV. Brotið var á Sverri Herbertssyni á vitateigslínunni og dæmd aukaspyrna á ÍBV. Sverrir tók aukaspyrnuna sjálfur og sendi rakleiðis á Sigurð Indriðason, sem stýrði knettinum í netið af stuttu færi framhjá sofandi vörn Eyjamanna. Staðan var allt í einu orðin 2—0 fyrir KR, þvert gegn gangi leiksins. Það sem eftir var leiksins var KR nær að skora þriðja mark sitt en ÍBV að minnka muninn, þegar Jón Oddsson hinn sprettharði stakk vörn ÍBV hrein- lega af. Skaut hins vegar framhjá í dauðafæri. Sverrir Herbertsson var svo sannar- lega maður leiksins hjá KR — mjög út- sjónarsamur leikmaður með góða knattmeðferð. Annars voru leikmenn KR jafnir að getu — greinilega lið framtíðarinnar. Magnús Guðmunds- son mjög öruggur markvörður. Hjá í BV bar mest á Erni og Tómasi og Frið- finnur Finnbogason átti góðan leik. Athygli vakti að ung kona, Guðbjörg Petersen, var línuvörður. Hún stóð sig vel ásamt félaga sínum Viila Þór og Arnþór Óskarsson var góður dómari. Áhorfendur um 800. - FÓV Markvörður KR, Magnús Guðmundsson, hefur betur I viðureign við Ómar Jóhannsson, miðherja tBV. Sigurðarnir í KR liðinu, Indriðason og Pétursson, fylgjast með. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Strauk niður metið! Valbjörn og Sig. T. Sigurðsson reyndu báðir við nýtt íslandsmet í stangarstökki í gær Valbjörn Þorláksson, KR, lætur ekki deigan siga i stangarstökkinu. Á 17. júní-mótinu í gær á Fögruvöllum var hann mjög nærri að setja nýtt íslandsmet — strauk slána niður á 4.54 m. íslandsmetið, 4.50 m., setti Val- björn fyrir 18 árum. Sigurður T. Sigurðsson, KR, fimleikameistarinn, reyndi einnig við íslandsmetið en tókst ekki að stökkva 4.54 m. frekar en Val- birni. Þeir urðu að láta sér nægja 4.30 m. og þriðji varð annar fimleikamaðúr, Kristján Gissurarson, Á, sem stökk 4.20 m. Það er aðeins spurning hver þessara þriggja verður fyrstur til að bæta metið. Slæmt veður setti mörk sín á mótið en furðugóð afrek voru þó unnin í fjar- veru landsliðsmannanna. Sigríður Kjartansdóttir, Akureyri, var mjög í sviðsljósinu. Sigraði i 100 m. á 12.0 sek. 200 m á 24.2 sek sem er betri timi en íslandsmetið en meðvindur var of mikill. Þá sigraði hún í 400 m. á 56.6 sek. Systurnar Rut og Ragnhildur Ólafs- dætur, FH, vöktu mikla athygli en þær æfðu í Bandaríkjunum í vor. Rut sigraði i 800 m. hlaupi á 2:14.9 mín. og Ragnheiður varð önnur á 2:15.5 mín. í sínu fyrsta hlaupi á vegalengdinni. Þá sigraði Ragnheiður í 1500 m. á 4:46.1 mín. Þá vakti 17 ára piltur, Hilmar Hilmarsson, sem verið hefur í Svíþjóð, mikla athygli. Hann sigraði í 1500 m. á 4:21.7 min. við ómögulegar aðstæður að segja má. Jón Sverrisson, UBK, hljóp 200 m. á 22.8 sek. Stefán Friðleifsson, UÍA, stökk 1.90 m. í hástökki og Þórdís Gísladóttir, ÍR, var ekki langt frá íslansmeti sínu — stökk 1.73 m. Lára Sveinsdóttir sigraði í 100 fn grindahlaupi á 14.2 sek. og einnig í langstökki, 5.48 m. Guðrún Ingólfs- dóttir, Á, varpaði kúlu 12.31 m. og kastaði kringlu43.18 m.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.