Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 6
6 Malasia: DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. ð REUTER i Ætla að vísa 70.000 f lóttamönnum á brott Stjórn Malasíu hefur tilkynnt að hún muni á næstunni reka alla þá sjötíu þúsund flóttamenn frá Víetnam sem þar eru á brott. Kemur tilkynning þessi nær samstundis og ljóst er að engin lausn muni fást á flóttamannavandamálinu i Suð- austur-Asiu á fundum þeirra for- setanna Brésnefs og Carters í Vínar- borg. Þar tilkynntu talsmenn sovézku sendinefndarinnar, að þeir litu ekki á flóttamannavandamálið sem málefni sem leysa bæri á fundum Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Ástralíustjórn tilkynnti i gær að hún hefði fulla vissu fyrir því að allir þeir er óskuðu að flytja úr landi í Víetnam fengju til þess aðstoð stjórnvalda. Væri þeim séð fyrir hvers konar fleytum og væri nú jafn- vel svo komið að sérstakar skipa- smiðjur væru önnum kafnar við að smíða slíka báta. Mikill fjöldi flóttamanna frá Víet- nam hefur á undanförnum mánuðum komið til ríkja i Suðaustur-Asíu. Þar sem þau eru flest hver bæði illa stödd eða mjög þéttsetin fyrir, hafa stjórn- völd þar verið mjög treg að veita flóttamönnunum viðtöku. Skip sem siglt hafa um höfin hafa jafnvel verið sökuð um að hafa komið sér hjá því að bjarga nauðstöddum flóttamönn- um á fleytum sinum af ótta við að sitja uppi með þá um aldur og ævi. Riki Vesturlanda og önnur efnaðri ríki hafa einnig verið mjög treg til að taka við flóttamönnum. Fregnir frá Malasíu í gær hermdu að hermenn hefðu rekið alla flóttamenn, sem þá komu brott frá ströndum landsins, þegar þeir vildu reyna landtöku. Dominicia: Beðið eftir stuðningi 83 manna hersins Patrick John, forsætisráðherra Dominiciaéyjár í Karabíska hafinu, hefur lokað sig inni í stjórnarsetrinu ásamt nokkrum fylgismönnum sínum. Óeirðir hafa verið í höfuðborginni Roseau og allir ráðherrar ríkisstjórnar utan hann sjálfur hafa sagt af sér. Ekki er ljóst hvort Patrick John hefur fylgi hins áttatíu og þriggja manna hers landsins. Dominicia er 751 ferkílómetri að stærð og íbúar þar tæplega áttatíu þúsund. Landið hefur verið sjálfstætt í nokkur ár en laut áður brezku krún- unni. FAAR FRÉTT- IRAFFRID- ARFUNDI FORSETANNA Fátt óvænt mun hafa borið til tið- ina á fundi þeirra Jimmy Carters og Leóníd Brésnefs í Vínarborg um helg- ina. Þeir undirrita formlega staðfest- ingu Salt II ^amkomulagsins í dag eins og ráð hefur verið fyrir gert. Fjallar það um takmörkun á kjarn- orkuvígbúnaði og er umdeilt mjög. 1 yfirlýsingum forsetanna kom fram að ekki hafði tekizt að náí sam- komulagsátt málum sem varða Mið- austurlönd, Afriku, Suðaustur-Asíu né aðra þá staði jarðkringlunnar sem óróasamir eru. Einna mesta athygli vakti atvik eitt, sem varð, þegar Brésnef fylgdi Carter á brott úr kvöldverðarveizlu í sovézka sendiráðinu. Hrasaði Brés- nef þá í tröppunum en Carter tók af honum fallið. Atburður þessi gefur fregnum um slæmt heilsufar sovézka forsetans byr undir báða vængi en borið hefur verið á móti því af opin- berri hálfu. Báðir þóttu forsetarnir heldur lítið sáttfúsir í ræðum sínum og notuðu orðalag, sem þeir hafa tamið sér að undanförnu til að lýsa óánægju sinni með stefnu hvors annars. Jimmy Carter sagði meðal annars að Sovét- menn ættu enn eftir að ákveða hvort þeir vildu taka upp stefnu samvinnu eða samkeppnisstefnu í vígbúnaðar- málum. Þetta gilti jafnt nú eftir að búið væri að undirrita sáttmálann um Salt II, sem undirritaður verður í dag. Nicaragua: _ HER S0M0ZAI SÓKN í HÖF- UDBORGINNI —en sandinistar ráða yf ir Leon næststærstu borg landsins Svo virðist sem þjóðvarðliðum Somoza einræðisherra i Nicaragua hafi tckizt að ná yfirhöndinni í höfuðborg landsins, Mangua, eftir að hafa beitt herflugvélum, skriðdrekum og stór- skotaliði gegn skæruliðum sandinista. Hinir síðarnefndu höfðu búið um sig i fátækrahverfum borgarinnar en eru nú sagðir hafa misst i það minnsta helming Erlendar fréttir stöðva sinna í höfuðborginni. í Leon, næststærstu borg landsins, munu sandinistar ráða lögum og lofum. Hafa þjóðvarðliðar yfirgefið stöðvar sínar þar að eigin sögn. Var það gert samkvæmt sömu heimildum af hertæknilegum ástæðum eða til að bæta stöðu sína i bardögum. Svo virðist sem þjóðvarðlið Somoza einræðisherra sé mun betur búið vopnum en andstæðingar þess sand- inistar, sem vilja steypa Somoza frá völdum. í tilkjfiningu þjóðvarðliðsins segir að tekizt hafi að hrinda enn einni innrás frá nágrannarikinu Costa Rica i fyrradag. Væru nú margar sjúkra- bifreiðir frá C osta Rica að flytja særða og fallna skæruliða frá Nicargua aftur til Costa Rica. Somoza einræðisherra heldur því stöðugt fram að hann berjist gegn fámennum hópum kommúniskra skæruliða en sjónarvottar segja að ekki verði annað merkt en meginhluti lands- manna styðji skæruliða sandinista. Edward Kennedy öldungadeddarþingmaður er langvinsælastur þeirra sem til greina koma sem forsetar Bandaríkjanna 1 næstu kosningum til þcss embættis. Hann hefur til muna meira fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Jimmy Carter núverandi forseti. Þar sem Kennedy og eigin- kona hans Joan búa nú sitt i hvoru lagi þykir nokkur vafi á hvort hún flytti liokkuð inn í Hvíta húsið, forsetabústaðinn í Washington, þó svo að maður hennar næði kjöri. FERHANNEINN í HVÍTA HÚSIÐ? Skákin: Friörik og Larsen i miklum ham Friðrik Ólafsson skákmeistari og forseti Alþjóðaskáksambandsins hefur nú hlotið þrjá vinninga á skákmótinu í Manilla á Filippseyjum. Aðrir þátttak- endur á mótinu hafa enn ekki unnið skák. Þar á meðal eru í það minnsta nokkrir stórmeistarar. Larsen sigraði Quinteros frá Argentínu í elleftu umferð skákmótsins í Portoroz í Júgóslaviu i gær. Þar með er hann enn i fyrsta sæti með 8,5 vinn- 'inga. Jan Timman, sem sigraði Gligoric frá Júgóslavíu, kemur þó fast á hæla honum með átta vinninga en síðan kemur Zoltan Ribli frá Ungverjalandi með sjö vinninga en hefur tefit einni skák minna en aðrir. Miðausturlönd: Friðargæzluliðinn smyglaði vopnum fyrir skæruliðana ísraelsstjórn mótmælti í gær harð- lega við yfirstjórn Sameinuðu þjóð- anna í New York eftir að nígerískur liðsforingi hafði verið handtekinn, sakaður um að hafa stundað vopna- smygl til Palestínuaraba. í tilkynn- ingu til Kurt Waldheim aðalritara samtakanna frá ísraelsmönnum segir, að Nígeríumaðurinn hafi ásamt félaga sínum lent í umferðaróhappi á hraðbrautinni til Jerúsalem á föstu- dagskvöldinu. Hafi hegðan hins nígeríska friðar- gæzlumanns vakið grunsemdir ísraelskra yfirvalda og hafi svo farið, að leitað hafi verið í farangri þeirra og þá fundizt töluvert af vopnum og skotfærum, þar á meðal hand- sprengjur og hríðskotabyssur og mikið-af skotfærum. Segir í tilkynningu ísraelsku stjórn- arinnar að nigeríski liðsforinginn hafi viðurkennt að hafa tekið við þessum vopnum frá Palestinuskæru- liðum i Líbanon og tekið að sér að af- henda þau til vissra aðila í PLO samtökum skæruliða í Jerúsalem. Hafa ísraelsk yfirvöld nú úrskurðað Nigeríumanninn i fimmtán daga gæzlu á meðan rannsókn málsins fer fram. Félagi hans, sem einnig er frá Nigeríu og starfað hefur fyrir gæzlu- lið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hefur einnig verið úrskurðaður i sex daga gæzlu. Hann neitar öllum sakargiftum. Fyrr á þessu ári var hermaður frá Senegal handtekinn fyrir vopnasmygl til Palestínuskæruliða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.