Dagblaðið - 22.06.1979, Page 7

Dagblaðið - 22.06.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. 7 Hvað þariað gera áðuren flóttamennimir kænw? —þjóðemi, kostnaður, húsnæði, fæði og klæði er meðal þess sem gera þarfathugun á íslenzk stjórnvöld hugleiða nú hvemig taka eigi í málaleitan Poul Hartling, framkvæmdastjóra Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að fimmtíu flóttamönnum frá Víet- nam verði boðin búseta hér á landi. Málið hefur verið kynnt af Benedikt Gröndal utanrikisráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar og eitthvað rætt þar. I viðtali við DB tók utanríkis- ráðherra fram að málið væri á algjöru frumstigi og engar ákvarðanir enn teknar um hvað gert yrði í málinu af hálfu stjórnvalda. Benedikt Gröndal var. spurður hver þau atriði væru helzt sem kanna þyrfti ef ákveðið yrði að bjóða Viet- nömunum að fiytjast hingað. Sagði hann að þar á meðal mætti nefna kostnað við málið i heild sinni, hvaðan þetta fólk yrði ef úr yrði, hvernig staðið yrði að vali á fólki og af hvaða kynþáttum það yrði. Meðal flóttamanna er fólk upprunnið í Laos, Indónesíu auk Kínverja, sem lifað hafa um langan aldur í Vietnam. Ef síðan eitthvað af fólkinu kæmi hingað yrði að sjá því fyrir húsnæði til bráðabirgða auk þess að vafalaust yrði að útvega því mat, fæði og klæði fyrst um sinn. Ef siðan kæmi í Ijós að fólkið mundi una sér hér á Islandi i gjörólíku umhverfi en það hefði vanizt yrði að sjá þvi fyrir atvinnu þannig að það gæti framfleytt sérogsínum. Utanríkisráðherra ítrekaði að lokum að hér væri aðeins um lauslega upptalningu á nokkrum atriðum að ræða og engin ákvörðun væri enn tekin um hvort þessu fólki yrði gefinn kostur á að flytjast hingað. -ÓG. íslandog flóttamenn: ÞRJÚ HÚS FYRIR ANGÓLA- FLÓTTAMENN í PORTÚGAL Þau eru kölluð íslandshúsin, húsin þrjú, sem verið er að ganga frá í Elvas í Portúgal. Þau eru reist fyrir fjármagn sem íslenzka ríkið og Rauði krossinn á íslandi lögðu fram sameiginlega. Húsin verða formlega vigð hinn 29. næsta mánaðar en þau eiga að leysa úr húsnæðisvanda einhverra þeirra hundr- uía þúsunda fióttamanna sem komu til Portúgal frá Afríkurikinu Angóla, þegar Portúgalar yfirgáfu stöðvar sínar þar og landið fékk sjálfstæði. Elvas er bær í austurhluta Portúgal, ekki langt frá landamærum Spánar. Húsin þrjú mundu kannski ekki þykja stórfengleg hér á íslandi en í Portúgal eru þetta talin þokkalegustu hús og koma vafalaust vel þeim flóttamönnum sem þar hljóta húsa- skjól. Fólk frá Angóla, sem kom til Portúgal við sjálfstæðistöku Angóla, sem kostaði mikla borgarastyrjöld, gat snúið þangað vegna þess að áður var Angóla talinn hluti af Portúgal. Hafði fólkið þvi portúgalskan ríkisborgara- rétt. Heildarkostnaður við að reisa húsin þrjú og gera þau íbúðarhæf er talinn verða tvær milljónir og sex hundruð þúsund íslenzkar krónur. -ÓG. Húsin þrjú sem Rauði kross íslands og íslenzka ríkið gáfu til flóttamanna í Portúgal hafa ekki kostað nema 2,3 milljónir króna í byggingu. Þau eru í bænum Elvas og ganga þar undir nafninu íslandshúsin. Ungversku flótta- mennimirfrá 1956: Um helnv ingur þeirra „Það voru 52 scm komu hingað á aðfangadag jóla 1956, 26 karlar og 26 konur," sagði dr. juris Gunnlaugur Þórðarson i samtali við DB, þegar hann var inntur eftir tildrögum og árangri þess þegar hingað var komið með flóttamenn frá Ungverjalandi eftir að uppreisnin þar hafði verið bæld niður af Sovétmönnum. En þetta er i eina skiptið sem íslendingar hafa haft bein af- skipti af flóttamannavanda- málinu. Núer flóttamannavanda- málið aftur i brennipunkti vegna hinna 50 flóttamanna sem fram- kvæmdastjóri fióttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hel'ur mælzt til að l'sland veiti viðtöku. „Ég fór utan til Vínarborgar þann 18. desember 1956. Alls var ég kominn með yfir 250 manns á skrá þegar yfir lauk, en fimmtiu og tveir komu hingað," sagði Gunnlaugur. Eftir að til Íslands kont dvaldi fólkið fyrst i hálfan mánuð i Hlégarði í Mosfellssveit áður en það fór út um landið og dreifðist viða. Af þessum S2 ungversku fióttamönnum sem hingað komu i árslok 1956 er u.þ.b. helmingur enn á fslandi. Nokkrir eru látnir, sumir fluttu til Ástraliu, Banda- rikjanna og Þýzkalands. Nokkuð al' fólkinu giftist innbyrðis og aðrir íslendingum svo segja má að þessir ungvcrsku fióttamcnn hafi fallið misfellulaust inn i íslenzka þjóðlifið. .gn. ÓLAFUR GEIRSSON Hvemig lízt þér á þá hug- mynd aö ísland taki viö50 flóttamönnum frá Vfetnam? Einar Guðjohnsen framkvæmdastjóri: Ekki skýla okkur á bak við málæði ,,Ég séekkert því til fyrirstöðu í það minnsta fyrir okkur Íslendinga. Aftur á móti hlyti það að verða gifurleg breyting fyrir þetta fólk að fiytjast hingað á norðlægar slóðir úr hitabeltis-- loftslagi,” sagði Einar. „Okkur íslendingum ber skylda til að taka á okkur þær byrðar sem okkur ber, við getum ekki bara heimtað af öðrum. Ég vil sérstaklega beina þessum orð- um til vinstri manna. Mannanna sem segjast í öðru orðinu vilja brjóta niður múra þjóðernishrokans og tala um jafnrétti og bræðralag. Þeir geta ekki skýlt sér bak við málæði um þjóðleg- heit þegar spurningar eins og um vietnömsku flóttamennina koma til álita. Þessir menn mega ekki gleyma slag- orðinu sínu. öreigar allra landa sam- einizt — þegar á reynir. Hinu megum við heldur ekki gleyma að með því að bjóða þetta fióttafólk velkomið til íslands þá tökum við á okkur ýmis vandamál vegna þess að þvi miður eru islendingar nú ekki breiðari í hugsun sinni, margir hverjir, en svo að þeir hafa horn í síðu erlendra manna og þá ekki sízt þeirra sem vilja setjast hér að.” -ÓG. Eiríkur Ketilsson stórkaupmaöur: Kæmi sér varla áf ram ,,Ég er á móti því,” sagði Eiríkur Ketilsson stórkaupmaður. „Bæði er það að veðurfarslega yrði þetta mjög erfitt fyrir fólkið og svo er illmögulegt fyrir það að aðlaga sig aðstæðum. Auk þess er ég yfirleitt á móti því að blanda erlendu fólki við okkur íslendinga.” Telurðu þá að við úrkynjumst á því að taka við fólki af öðrum kynstofni? „Ja — slíkt mundi örugglega ekki bæta neitt.” Ertu þá hræddur um að þetta fólk yrði byrði á okkur, færi svo að það flytti hingað? „Nei, varla en ég tel ekki líklegt að það mundi koma sér neitt áfram i lífinu við þær aðstæður sem eru hér á landi,” sagði Eiríkur Ketilsson. -ÓG. Sigríður Guðmundsdóttir bankamaður: Sjálfsagt, geti þeir haft f ærí á að sjá sér hér farborða „Ef við getum gefið þeim færi á að sjá sér fyrir lífsviðurværi þá finnst mér sjálfsagt að bjóða þá velkomna,” sagði Sigríður Guðmundsdóttir bankamað- ur. Hún sagðist síður en svo óttast að íslendingar mundu úrkynjast þó flótta- menn frá Víetnam flyttust hingað. Ekki væri fremur ástæða til að óttast það að þeir yrðu ómagar á okkur á neinn hátt. Sigríður var spurð hvort hún óttaðist að flóttamenn frá Víetnam eða aðrir slíkir af ólíkum kynþætti kynnu að verða fyrir aðkasti hér á landi. „Kannski af smáborgurum — ekki öðrum,” var svarið. Átt þú börn Sigríður? „Já, þrjú”. Hvemig mundi þér lítast á ef eitthvað af börnum þínum ætlaði að ganga að eiga manneskju af öðrum kynstofni? „Ég tel það sjálfsagðan hlut ef þau kjósa það sjálf. Hverjum þau giftast er algjörlega þeirra mál,” sagði Sigriður Guðmundsdóttir. -ÓG.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.