Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 8
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. Kína: TunuGU MILU- ÓNIR ATVINNU- LAUSIR í KÍNA Kína siglir óöfluga inn í efnahags- lega kreppu, segir í hinu óháða dag- blaði Ming Pao í Hong Kong. Síð- ustu fjárlög ríkisins voru með veru- legum greiðsluhalla og úr þeim má að sögn blaðsins lesa, að atvinnulausir i Kína eru í það minnsta tuttugu millj- ónir. í því sambandi verður að taka fram að íbúar Kína eru taldir um það bil einn milljarður. Að sögn blaðsins í Hong Kong er ekki nóg með að svo mikið atvinnuleysi sé eins og raun ber vitni heldur er talið að um það bil hundrað milljónir Kínverja fái ekki nægilegtaðborða. Að sögn sérfræðinga í Kínamálum hefur landbúnaðarframleiðsla lands- ins aukizt um 0,7% á ári að undan- förnu. Sú aukning hefur verið minni heldur en mannfjölgun. Þannig draga sérfræðingarnir þá ályktun að sífellt dragi úr fæðuframleiðslu Kin- verja miðað við hvern íbúa landsins. f þessu sambandi er vitnað í ræðu, sem varaforsætisráðherra Kína flutti á flokksþingi Kommúnistaflokks landsins í apríl síðastliðnum. Þar sagði ráðherrann, að efnahagsvanda- 'mál þau sem Kína ætti við að glíma um þessar mundir yrðu ekki leyst á skömmum tíma. Nauðsynlegt væri að skera niður opinber útgjöld um þriðjung, jafnframt því að nauðsyn- legt væri að auka fjárfestingu í land- búnaði. Talið er víst að Kínverjar muni enn um sinn verða að flytja inn korn í miklu magni frá Bandaríkjunum. Sérfræðingarnir segja að Kínverjar neyðist til þess enn um skeið að biða með ýmsar nauðsynlegar fjárfesting- ar í þungaiðnaði. Ástæðan er ein- göngu sögð sú að nauðsynlegt fjár- magn er ekki fyrir hendi. í ræðu varaforsætisráðherrans sem áður var nefnd er sagt að fullyrt hafi verið að ef ekki yrði bætt úr efna- hagsvandanum þá gæti svo farið að þrjár milljónir manna hefðu bætzt viðatvinnuleysishópinn árið 1985. FLUGRÆNINGINN GAFST UPP A SHANNONVELU Hinum vopnaða Serbíumanni sem rændi tveim bandariskum farþega- þotum í gær mun nú verða vísað aftur til Bandaríkjanna frá írlandi. Á hann yfir höfði sér ákæru um flugrán en hann gafst skilyrðislaust upp á Shannon flugvelli á írlandi í gærdag. Serbíumaðurinn, sem áður hafði verið fundinn sekur um að hafa ráð- gert að ráða júgóslavneska sendiherr- ann í Washington af dögum.krafðist þess, að félagi hans oglandi,45 ára gamall prestur, y'rði látinn laus úr fangelsi. Dóminn átti að kveða upp yfir flugræningjanum í Chicago í gær en hann varð fyrri til og krafðist þess að flugmaðurinn færi að sínum vilja enda væri hann vopnaður. Síðan lenti þotan, sem var af gerðinni Boeing 727 O'Hare flugvelli við Chicago en eftir nokkra bið þar sleppti flugræninginn öllum far- þegunum úr vélinni og öllum úr áhöfninni nema flugmönnum tveim og flugvélstjóra. Var síðan haldið til Kennedyflugvallar i New York. Þar fékk ræninginn aðra og langfleygari þotu til umráða, Boeing 707. Það var síðan haldið til Shannon flugvallar á írlandi. Þar gefst flugræninginn upp skilyrðislaust. Þar sem engir samningar eru á milli Irlands og Bandaríkjanna um framssal brotamanna er talið líklegt að flugræningjanum verði vísað úr landi vegna ófullnægjandi pappíra. Uganda: Prinsessan kom- in íleitirnar Elísabet Bagaya prinsessa, fyrrum utanríkisráðherra Uganda, er komin í leitirnar. Eins og margir muna vakti prinsessan mikla athygli fyrir feg- urðar sakir á sínum tíma, þegar hún kom meðal annars fram fyrir hönd þjóðar sinnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Síðar sinnaðist henni við Idi Amin fyrrum forseta Uganda og lauk því svo að hann rak hana úr embætti. Sakaði Amin hinn fagra utanríkisráðherra sinn um að hafa haft kynferðislegt samband við mann nokkurn á snyrtingu á Parísar- flugvelli. Skömmu síðar flúði prins- essan land. Eftir að ldi Amin var steypt frá völdum sneri hún heim og fyrir skömmu var hún leiðsögumaður dansks fréttamanns, sem fór vítt og breitt um Uganda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.