Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
7
( Lögréglurikið ínánd? )
LÖGREGLUBÍL-
ARÍFELUMVK)
RADARHRAÐA-
MÆUNGAR
—meirakapplagtákænifjöldaenad
stemma stigu við „ótögmætri hegðun”?
Á dögunum var opnaður til um- geta” Elliðavogs sem samgönguæðar
ferðar síðari hluti Elliðávogs, frá enda því nú eru tvær akreinar i hvora
Kleppsvegar að Reykjanesbraut við akstursátt.
Elliðaárbrýrnar. Með þessari viðbót Segja má að þessi nýja gata hafi
við gatnakerfið tvöfaldaðist „afkasta- verið opnuð með pompi og pragt, þvi
A nýrri akrein Elliðavogsins er „felustaður” radarbilsins bak við háan langan stein-
vegg austan Skeiðarvogar. Gott ökulag þarf til að komast á felustaðinn með óbrot-
inn bii, en tilgangurinn helgar meðalið. (Myndin er tekin með aðdráttarlinsu).
DB-mynd Bjarnleifur.
-______
Ef þessi mynd er skoðuð vel, má sjá á þak radarmælingabflsins inn á milli birkirunnanna við Reykjaveginn. Þessir lög-
reglumenn eru ekki að stemma stigu við ólögmætri hegðan. DB-mynd R.Th. Sig.
radarbíl lögreglunnar var með ærnu
erfiði komið fyrir í leyni bak við háan
og langan steinvegg sem gengur nær
alveg að götubrún, á þeim kafla göt-
unnar sem er milli Skeiðarvogs og
Elliðaárbrúa. Á þeim hluta götunnar er
hún hvergi skorin af hliðargötum og
steinsteyptir kantar beggja vegna við
hana hindra bæði inná- og útafakstur
tilhliða afgötunni.
Þarna varð lögVeglunni vel ágengt.
Tveir menn við Elliðaárbrýrnar höfðu
engan veginn undan að skrifa upp þá er
fram yfir hámarkshraða sigu undan
brekkunni á þessari rennisléttu nýmal-
bikuðu breiðgötu. Hefði þar mátt hafa
fimm til að skrifa upp í stað tveggja og
allir hefðu haft nóg að gera. Þann tíma
sem DB-menn horfðu á mælinguna
varð hreint handahóf á því hvaða öku-
menn voru stöðvaðir og hverjir ékki og
sluppu ýmsir er hraðar fóru en margir
þeirra sem skráðir voru og fá sjálfsagt
kæru.
Aðferð sú sem lögreglan í Reykjavík
beitir við hraðamælingar orkar mjög
tvímælis ef litið er til laga um meðferð
opinberra mála (nr. 82 21. ágúst 1961,
sbr. lög nr. 29 28. apríl 1966). Er því
von að mörgum blöskri aðferðirnar, þó
menn séu nær undantekningarlaust á
einu máli um að koma þttrfi í veg fyrir
hraðakstur í hinni hringavitlausu um-
ferð höfuðborgarinnar.
Samkvæmt áðurnefndum lögum (34.
grein) er það hlutverk lögreglumanna
,,að halda uppi lögum og reglu, greiða
götu manna þar sem það á við, stemma
stigu við ólögmætri hegðun . . .”
o.s.frv. (leturbr. DB).
Við radarmælingar á umferðarhraða
eru lögreglubílarnir nær undantekn-
ingarlaust í felum, á Elliðavogi eru
þeir i felum bak við háan steinvegg, á
Reykjavegi eru þeir i felum inn á milli
og bak við trjárunna, á Vesturlands-
vegi eru þeir í skjóli við klett einn
mikinn gegnt Grafarholti, á Hring-
braut eru þeir bak við njólabreiðu og
þannig mætti lengi telja.
Andi 34. greinar laga um meðferð
opinberra mála virðist með öllu
gleymdur. Takmarkið virðist það eitt
að ná sem mestum fjölda kæra en hirða
ekki um að koma í veg fyrir lagabrot.
Sæjust lögreglumenn á þessum um-
ferðargötum væri umferðarhraðinn
vafalítið innan löglegra marka að lang-
mestu leyti.
Yfirlögregluþjónn umferðarmála
hefur marglýst því yfir opinberlega að
takmark hraðamælinga sé það eitt að
lækka umferðarhraðann. Ekki skipti
máli þó talstöðvarbílar gefi upp hraða-
mælingastað öðrum til viðvörunar, því
tilgangurinn sé sá einn að lækka hrað-
ann. Sami yfirlögregluþjónn hefur
einnig margharmað að lögreglulið sé nú
of fámennt til að annast götueftirlit,
vera þar til að „greiða götu manna og
stemma stigu við ólögmætri hegðun”
eins og segir í lögunum. Samt eru lög-
reglumenn, sem til taks eru, í leyni til
að standa sem flesta að lögbroti og
þykir ýmsum það helzt gert á þeim
götum sem greiðfærastar eru og minnst
truflaðar af þverumferð og sá tími helzt
valinn er sól skín í heiði og þurrt og
gott er úti, sem sagt þegar akstursskil-
yrðieruhvaðbezt. -ASt.
glæsilegar
húsgagnasýningar
í Síðumúla 24/8 - 9/9
Opið alla daga
til kl. 2200
Freistið gæfunnar í skemmtilegri getraun. Getraunaseðlum
dreift 1 hverri verslun á meðan sýningarnar standa yfir
og einnig á Alþjóðlegu vörusýningunni í Laugardal.
Húsgagnaland Húsmunir Z-húsgögn Dúna TM-húsgögn
Síðumúla 2 Siöumúla 4 Siðumúla 6 Siðumúla 23 Síöumúla 30