Dagblaðið - 27.08.1979, Side 15

Dagblaðið - 27.08.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. Bók I menntir Steinunn Sigurðardóttir. Hvaðveithún? Steinunn Siguróardóttir: VERKSUMMERKI HelgafeN 1979.74bta. Fyrir þina hönd nefnist kvæði eftir Steinunni Sigurðardóttur í nýlegri bók hennar, dramatísk einræða, lögð í munn ungri stúlku sem nánar er lýst í Ijóðinu og vendilega aðgreind frá skáldinu sjálfu: Ég er svo ung svo ófríð illa gefin í einu orði: engu lík Svo get ég ekkert, ekkert. Varla flakað. Það er verst. Ég bíð bara eftir hinu. Þaðerekki þessvirði. Og mig langar að syngja. Það er engu líkt að heyra mig syngja. Mér er sagt að þegja. Ég er svo vitlaus að ég get ekki einu sinni skrifað þetta. Það gerir kona út í bæ. En hvaðveit hún. Hvað veit hún? Hér kemur reyndar upp ný og óvænt staða í ljóðagerð Steinunnar sem ekki er vön að per- sónugera viðfangsefni sín með þessum hætti, mannlýsingin í ljóðum hennar venjulega gerð að innan, ef svo má segja, ekki utan eins og hér. En hvað veit skáldið endanlega um viðfangsefni sitt, veruleikann sem málið geymir sem það yrkir? Steinunn gerir kannski ekki meir en tæpa eða fitja upp á þessu viðfangs- efni í ljóði sínu — skáldskaparefni veruleikans utan við einkalíf og til- finningar, hugarheim skáldsins sjálfs í ljóðinu. En það hefur að vísu ævin-, lega verið nærtækt ljóðagerð hennar af því hve staðfasdega hún leggur stund á hversdagsleikann sjálfan, hversdagsmál, orðfæri og hugarheim taka 5ta ljóð úr flokknum Dagar og svo frámvegis og sjá hvernig það hverfist allt í eina náttúrumynd, eitt einasta „skáldlegt” orð í textanum: Að hætta og deyja hvað er það? Að verð’ ekk’ eldri aldrei vera hættur. Ganga engar götur ganga.ekkert. Hitta engan engan ekki kjaft vera hættur hættur eins og hausttré. Nei hausttré byrjar aftur núna í vor en ekki sá sem hættir hann er hættur eins og eitthvað ég veit ekki hvað og byrjar ekki aftur byrjar aldrei. Einnig þetta ljóð er augljóslega dramatískt í eðli sinu, einræða sem lætur uppi tilfinningalíf, hugarheim gerðan úr efnivið og málfæri okkar dagsdaglega veruleika, og mundi það áreiðanlega eins og mörg önnur ljóð Steinunnar njóta sín vel í listfengum upplestri. Best finnst mér henni takast, að svo komnu, eins og áður, í ljóðrænum smákvæðum, oft sam- fieyttum flokkum ljóða eins og Dagar, Úti og inni, Gróður himins og jarðar í Verksummerkjum. Ef til vill er það mark og mið þessara ljóða að láta uppi þá undursamlegu reynslu sem stúlkuna dreymdi um í ljóðinu, hversdagurinn og veruleikinn meinar henni og hversdagsleikinn geymir þó einn: Hann er svona. Hann vill syngja um allt það sem streymir og allt það sem ljómar í þessu græna. Hann sér mig. Hann vill syngja. Einhvernveginn hefur mér skilist að orðið „kvenlegur” sé bannorð i gagnrýni eins og á svo mörgum öðrum sviðum nú til dags. Samt finnst mér freistandi að kalla bestu í sínum bestu ljóðum. Í og með þess- ari málsiðkun finnst mér nýju ljóð Steinunnar, eða þau sem best takast í Verksummerkjum, standa við fyrir- heitin í æskuljóðum hennar sem út komu í tveimur litlum bókum fyrir einum tíu árum. Ungu stúlkuna í Fyrir þína hönd langar til „að syngja” og hún bíður „eftir hinu” — þvi undursamlega sem aldrei gerist í hversdagsleikan- um. Þrátt fyrir allt er hún ekki öld- ungis ólík þeirri persónu sem talar, „söguhetju” eða „skáldinu” í öðrum ljóðum Steinunnar og einkum lætur sig uppi i einföldum, oft óvæntum myndum úr hversdagsleik- anum, skáldlegri brúkun hversdags- máls. Til marks um þetta málfar má V______ ljóð Steinunnar Sigurðardóttur ein- mitt kvenleg, hina næmu skyngáfu og málfæri þeirra, þann hversdags- heim hugar og tilfinninga, sem ljóðin bregða á svo skáldlegri birtu. Og vel má taka eftir því hve enn er fátt um konur í ljóðskáldahóp, kvenlegt til- finningalíf og reynslu í skáldskap okkar eigin daga eins og fyrri tíðar. Þennan hugarheim lætur Steinunni að mér finnst betur að láta uppi inni- lega ljóðrænum, huglægum hætti í fyrrnefndum smáljóðum en hlut- lægum frásagnar- og stílshætti, eins og sumstaðar er reynt í seinni hlutum bókarinnar. Samt finnst mér hennar bestu ljóð stefna í átt til hlutlægra yrkisefna, okkar sameiginlega hugar- heims og hversdagslífs. J 15 Innbundin uppákoma Harry the Caveman og Einar Guðmundsson Þótt SUM hafi fyrst og fremst verið hreyfing myndlistarfólks, þá tengdist henni skjótt fólk úr öðrum greinum, enda álitu menn slíkan sam- bræðing ákaflega æskilegan. Meðal þátttakenda voru nokkrir þeir sem að staðaldri tjáðu sig með orðinu, en þekktastur þeirra er að sjálfsögðu Guðbergur Bergsson sem einnig bjó til myndverk. Ekki má þó forsóma Einar Guðmundsson sem enn hefur ekki gerst styrkþegi og „skönlyrikk- er”, heldur er hann staðfasdega trúr eigin kenndum og fer óhræddur þangað sem hugdettumar leiða hann. Það er hins vegar ekki svo gott að segja hvers konar bækur Einar er að framleiða og í hvaða samhengi ætti að skoða þær, en hann hefur hin síðari ár sent frá sér (upp á eigin spýtur) hvern doðrantinn á fætur öðrum: Lablaða hérgula, Flóttinn til lífsins.Án titilso.fi. Bækur úr ruslakörfunni Hver bók er nánast hrærigrautur og inniheldur allt í senn, fantasíu, gjarnan tengda teiknimyndaper- sónum eða fjölmiðlahetjum, tilvitn- anir í verk sem Einar hefur lesið, raunsæjar lýsingar, dagbókarslitur, fréttir úr blöðunum og svo argasta bull. Varla er svo hægt að talaumúr- vinnslu þessa efnis i bókmennta- legum skilningi, því höfundur virðist láta tilviljanir ráða hvað fer í bók og Einar Guðmundsson. hvað i ruslakörfuna. Ég held að væn- legast sé að skoða þessar bækur hans sem prentaðar uppákomur, inn- bundin „event” fremur en „bók- menntir”, — ekki óskyldar því sem Allan Kaprow og fieiri listamenn gerðu forðum daga, er þeir tóku til handargagns ýmislegt dót úr öllum áttum og létu siðan tiltekið fólk fara með það eins og það vildi á gefnu augnabUki. Líf og tjáning urðu eitt. Síðan er torvelt að nota fagurfræði- lega mælistiku á sUka atburði og verður hver og einn sjálfsagt að gera upp við sig hvað hann hafi haft upp úr krafsinu. Gregory Peck & Litla gula hænan Sama held ég að sé uppi á teningn- um hjá Einari. Sjálfum þykir mér textar hans oft hið mesta tafs og óhönduglega skrifaðir, en öðrum kann að líka þeir stórvel, — og allt í lagi með það. Tilefni þessa formála um EG er einmitt það að ný bók er komin á markað eftir hann, en fæst reyndar aðeins á einum stað í jbænum, í Bókavörðunni við Skóla- vörðustíg. Til þess að bæta fyrir síðustu bók sína sem var nafnlaus, þá hefur Einar fundið langt og virðulegt heiti á þessa bók. The Mecraplystic Impignadon of Harry the Caveman heitir barnið og er enskt, þvi útgef- andi er Dieter Roth’s Verlag í Stutt- gart og vill ná til margra þjóða. Þessi bók er eins konar framhald á gamalli sögu höfundar um Harry þennan, sem skrifuð var 1970 og nú segir frá viðskiptum þeirra Harrys og Mónu Lisu, Gregory Peck, Litlu gulu hæn- unnar, Litla bláa hundsins, Esmeröldu konu hundsins, Roy Ro§ers, Tin-tin og fieiri fyrirbæra. •Enska Einars er ágætlega'skiljanleg en dálítið einkennileg. Sjálfur kallar hann málið „rubber EngUsh” og slær þannig vopnin úr höndum málvönd- unarmanna. ÞANYR _ MAZDA 818 STATION ARGERD1973... ... var bensíneyðsla 6,9 1 per 100 km. Nú 6 árum og 200 þús km. síðar er eyðsla 7,4 1 per 100 km. og vél aldrei tekin upp. Þetta er ekkert einsdæmi. Allir Mazda bílar nýir og gamlir eyða mjög litlu bensíni. En það er ekki nóg að bílar eyði litlu bensíni, Mazda bílar hafa lágmarks bilanatíðni allra bíla á Islandi. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 81299.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.