Dagblaðið - 27.08.1979, Síða 33
I
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.
ANDINN MIKU
33
*
Breski távarðuríim, John Morgan snýr aftur til vina
sinna indíánanna, en sér að margt hef ur brey st
frægðar stutt dyggilega málstað
þeirra. Þar má nefna leikarann Marlo
Brando sem flestir þekkja. Málaferl-
in hafa nú endurvakið umræðuna um
hvernig_farið var með indíánana. En
hvíti maðurinn sýndi lítinn skilning á
þessum tíma gagnvart trúarbrögðum
og helgisiðum þeirra.
Richard Harrís leikur breskan lávarð sem hefur tileinkað sér lifnaðarhætti indi-
ána.
Heiti: The Retum of a Man Callod Horse
Leikstjóri: Irwin Kershner
Handrít: Jack De Witt
Kvikmyndun: Owen Roizman
KBpping: Michael Kahn
Tónlist' Laurence Rosenthal
Gerð f Bandaríkjunum 1976
Sýningarstaður: Tónabfó
Aöalhlutverk: Richard Harris
Gale Sondergaard
Geoffrey Kewis
Að undanförnu hafa augu almenn-
ings í Bandaríkjunum beinst í aukn-
um mæli að indíánum og vandamál-
um þeirra. Ástæðan er súað þeir not-
færðu sér nýlega lögin og dómstóla
til að krefjast bóta og endurkröfu-
réttar vegna fyrri landsvæða sinna á
þeirri forsendu að hvíti maðurinn
hafi kerfisbundið sniðgengið og þver-
brotið samninga þá sem gerðir voru
við indíánana forðum. Nú eru fyrstu
dómarnir að falla og eru þeir yfirleitt
indíánum í hag.
Indíánarnir hafa átt ötula stuðn-
ingsmenn sem hafa í krafti auðs og
Vinsælt
kvikmyndaefni
Ekki leið á löngu áður en kvik-
myndaiðnaðurinn fékk áhuga á þessu
efni. Yfirleitt voru myndirnar mjög
einhæfar og réttlættu dráp hvíta
mannsins á indíánunum. En svo fór
að koma ein og ein mynd sem reyndi
að taka efnið meira út frá sjónar-
horni indíánanna. Hætt var að gera
þá að blóðþyrstum villimönnum og
reynt þess í stað að útskýra eðlileg
viðbrögð þeirra þegar ráðist var inn á
veiðisvæði þeirra og heilög vé. Ein
af sterkari myndunum sem komu
fram á sjónarsviðið var Soldier Blue
(1970) sem sýnd var í Hafnarbíói.
Sama ár var einnig gerð myndin f
ánauð hjá indíánum (A Man Called
Horse) sem sýndi frekar hugarheim
og helgisiði indiánanna en baráttu
þeirra við hvítu mennina.
Gulu hendurnar
Hún fjallaði um breskan lávarð að
nafni John Morgan sem var tekinn til
fanga af Siouxindíánunum i Dakota
1821 þegar hann var þar að veiðum.
En smátt og smátt vann hann hug
þeirra og varð höfðingi hópsins að
lokum. Síðan sneri hann aftur til
Englands.
Þar sem þessi mynd gekk ágætlega
fékk einhver þá hugmynd að gera
framhald og árangurinn er myndin
Þeir kölluðu manninn hest.
Lávarðurinn undi hag sínum illa í
Englandi og sneri því aftur til/vina
sinna indíánanna. En aðkoman var
önnur en hann hafði búist við. Grá-
vörufyrirtæki hafði lagt undir sig
landsvæði indíánanna, sem voru af
ættbálki er nefndist Gulu hendurnar.
Fyrirtækið hélt landsvæðinu með
hjálp Rikkaríindíánanna, sem voru
fjandmenn Gulu handanna. Lá-
varðurinn reyndi síðan að fá Gulu
hendumar til að krefjast aftur land-
Kvik
myndir
BaMurHjaHason
svæðisins en þeir voru áhugalitlir því
þeir töldu að andinn mikli væri þeim
óhliðhollur. Lávarðurinn gengur þá í
gegnum mikla helgisiðaathöfn til að
hreinsa sálina og finna sjálfan sig.
Eftir þessa hreinsun, sem síðan fleiri
indíánar taka þátt í, eru þeir tilbúnir
að berjast því andinn sé nú loks
orðinn þeim hliðhollur. Lávarðurinn
leiðir síðan Gulu hendumar til sigurs
og sagan segir að hann hafi búið með
þeim til dauðadags sem var 1854.
Raunsæisblær
Þótt framhaldsmyndir séu ávallt
áhættufyrirtæki þá virðist þessi hafa
tekist nokkuð vel. Sérstaklega virkar
sá kafli myndarinnar sterkur þar sem
lávarðurinn er að hreinsa likamann
og sálina. Þar koma framýmsir
þættir i helgisiðum indíánánna sem
gefa myndinni meiri raunsæisblæ.
Einnig tala indíánarnir oft saman á
sínu máli í stað þess að nota enskuna
sem sitt móðurmál eins og oft hefur
viljað brenna við í eldri myndum.
Richard Harris fer með hlutverk
Morgan lávarðar í báðum myndun-
um og ferst vel úr hendi þótt tilvist
hans á hvíta tjaldinu virki stundum
allt að því yfirþyrmandi. Myndin
hefur mjög rólega stígandi sem endar
í hápunkti þegar lokauppgjör verður
milli grávörufyrirtækisins og indíán-
anna. Fyrir þá sem höfðu gaman af
fyrri myndinni, í ánauð hjá indíán-
um, ætti sú síðari ekki að valda von-
brigðum þvi hún er að mörgu leyti
betri, þó sérstaklega hvað varðar
kvikmyndunina.
SJÓNVARPSBÚÐIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099
Bankastræti 9 — Sfmi 11811
rrmrrm
P í fij tttjftttftt1
faö
Irn'Ulrrrti-H-Hí
/
J
i
i
>'tfK3Vt.il