Dagblaðið - 23.10.1979, Síða 10

Dagblaðið - 23.10.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulitrúi: Haukúr Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdknarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannos Reykdal. (þrótt - Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóffsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit ' sqrímur Pálsson. Blaöamenn Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, uóra Stefánsrfót*?r, Elfn Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karísson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleríur Bjamlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreif- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10) línur). Sotning og umbrot: Dagblaðiö hf., Sfðumúla 12. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skpifunni 10. jÁskriftarverð á mánuði kr. 4000. Ve#ð f laifcösöki kr. 200 eintatríð. LitiðupptilÓlafs Fremsti stjórnmálamaður í hugum íslendinga er Ólafur Jóhannesson, fyrr- verandi forsætisráðherra. Fíann bar af í skoðanakönnun Dagblaðsins um, hver væri bezt til forustu fallinn hér á landi. Álitið á Ólafi nær langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. 22% þeirra, sem svöruðu, sögðust styðja Framsóknarflokkinn, en 40% sögðu, að Ólafur væri íslenzkra stjórnmálamanna bezt til forustu fallinn. Helztu keppinautar Ólafs stóðu honum langt að baki. Af þeim, sem svöruðu, nefndu 17% Geir Hallgrímsson, 10% Albert Guðmundsson og 6% Lúðvík Jósepsson. Aðrir stjórnmálamenn komust tæpast á blað. Útkoman er einkar slæm fyrir Benedikt Gröndal og Alþýðuflokkinn. Það er vont fyrir flokk að hafa á oddinum leiðtoga, sem ekki getur att kappi við aðra foringja um virðingu þjóðarinnar. Niðurstaðan er einnig slæm fyrir Geir Hallgrímsson og stærsta flokk þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkinn. Fylgið er tvöfalt Framsóknar, en foringinn tæplega hálfdrættingur á við foringja framsóknarmanna. Dagblaðið hefur enga ástæðu til að fagna þessum ótvíræðu niðurstöðum. Blaðið hefur reynt að gagn- rýna Ólaf Jóhannesson og vara kjósendur við honum, en það hefur ekki tekizt. Þeir leggja einkenni hans og hæfileika út á betri veg. Hér hefur fyrst og fremst verið litið á Ólaf sem út- smoginn og ófyrirleitinn bragðaref. Aðrir hafa séð í honum sáttasemjarann, sem hefur getað haldið stjórnarskipum úti í hverjum brotsjónum á fætur öðrum. Því verður ekki neitað, að Ólafur myndaði síðustu hægri stjórn fyrir Geir Hallgrímsson og hnýtti saman síðustu vinstri stjórn. Þeirri stjórn hélt hann svo á floti með því að fallast til skiptis á sjónarmið Alþýðuflokksins og Alþýðubandalags. Nokkur lægð var í forustu af hálfu Ólafs í sumar. Hann dró sig í hlé, er hann hafði komið í gegn svonefndum Ólafslögum í efnahagsmálum. Hann var síðan í felum, unz hann þurfti að bjarga klúðri í Jan Mayen deilumálinu. Þá tók hann forustu fyrir harðlínumönnum á ein- dreginn hátt og aflaði sér jafnframt þess álits, að enginn stjórnmálamaður væri líklegri til að halda sjónarmiðum okkar fram af krafti gagnvart norskum stjórnmálamönnum. Kjósendur virðast ekki taka það illa upp, þótt Ólafur Jóhannesson tali stundum út í hött og í annan tíma eins og hann sé véfréttin í Delfí. Sérkennilega kaldranaleg gamansemi hans virðist falla mönnum u geð. Auðvitað bera kjósendur meira traust til manns, sem virðist hafa taugarnar í lagi og geta haldið ró sinni og gamansemi, á hverju sem dynur — heldur en til hinna, sem virðast eins og strá í vindi af taugaveiklun. Margir telja líka, að bragðvísi og ófyrirleitni sé ekki galli á stjórnmálamanni, heldur kostur. Innlend stjórn- mál séu ekki vettvangur fyrir dúkkulisur og að við þurfum út á við á öllu okkar að halda í bragðvísi og ófyrirleitni. Að öllu samanlögðu virðist svo sem ekki sé tíma- bært fyrir Ólaf Jóhannesson að taka sér hvíld frá hrá- skinnaleiknum. Um þessar mundir er hann eini stjórn- málamaðurinn, sem óumdeilanlega rís upp úr meðal- mennsku, — að mati þeirra, sem svöruðu í skoðana- könnun Dagblaðsins. Danmörk: £r bankastjórinn sekur eða saklaus íB&Wmálinu? — mikil málaferli vegna greina um bankastjóra Handelsbankans sem birtust í Information Greinarnar í Information eru hreint út sagt til þess ætlaðar að brjóta niður danskt efnahagskerfi og bæði blaðamennirnir og fyrirtækið sem rekur blaðið eiga að hljóta refs- ingu fyrir. Þetta er krafa lögmanns eins sem rekur meiðyrðamál gegn danska blaðinu Information fyrir hönd bankastjóra við Handels- banken. Blaðamennirnir birtu greinar sínar síðastliðið sumar. Var þar um að ræða greinaflokk sem birtist í nokkr- um blöðum. Þar var því haldið fram að bankastjórinn Bendt Hansen hefði leikið viðamikið hlutverk í þeirri baráttu sem fram fór um eignarhaldið á hlutabréfum í Bur- meister & Wain stórfyrirtækinu. Sú barátta fór fram árið 1974. í Information sagði að Handels- banken hefði tekið þátt í kappinu um hlutabréfin ásamt verðbtéfafirma einu og aðilum eins og Jan Bonde Nielsen, sem nýlega hefur látið af störfum sem forstjóri B & W. Hann keypti stðan meirihluta hlutabréf- anna í fyrirtækinu og á verði sem var töluvert undir nafnverði. Við það komst hann í ónáð hjá Handelsbank- en að sögn Information. í greinaflokknum i Information er rakið hvernig samspil og baráttan um hlutabréfin þróaðist og til sanninda- merkis var haft tal af fjölda fólks sem vitað gæti um tildrög málsins. Lögmaður sá sem rekur málið fyrir Handelsbanken telur að Information hafi ekki fært sönnur fyrir full- yrðingum sínum um þátt bankans og bankastjórans í málefnum B & W. Nefnir hann vinnubrögð blaðamann- anna ýmsum nöfnum og telur að mál- flutningur þeirra sé mjög ósenni- legur, ósmekklegur, byggður á ímyndunum og svo framvegis. Bent er á að þarna sé vegið að aðalbankastjóra stærsta banka Dan- merkur og því mikill skaði skeður ef almenningur leggur trúnað á misferli hans. Geti slíkt haft mun alvarlegri afleiðingar en ef ráðizt væri gegn venjulegum þjóðfélagsþegni. Lög- maðurinn telur að þarna hafi Infor- mation tekið að sér að styrkja niður- rifsöfl í þjóðfélaginu. Blaðið hafi með þessum greinabirtingum hafið algjöra æsiblaðamennsku til þess eins ætlaða að auka útbreiðslu blaðsins. Lögmaður bankans ítrekaði hvað eftir annað í ræðu sinni fyrir réttin- um að taka yrði tillit til hinnar sérstöku stöðu bankastjórans og hve afdrifaríkt gæti verið ef hann yrði fyrir röngum ásökunum eins og telja yrði að komið hefðu fram í greinunum í Information. Bankastjórinn er meðal annars sakaður um í blaðinu að hafa lekið upplýsingum til dansks blaðs, Aktuelt um að verðbréfafirma eitt hefði ekki lengur fyrra lánstraust hjá Handelsbankanum og með því haft áhrif á gang mála við sölu á hluta- bréfumíB&W. Bretar ætla að byggja tuttugu kjamorkuver Bretar munu verja gífurlegum fjár- munum á næstu árum til að byggja upp orkuiðnað sinn. Meginþunginn i þeim efnum verður allt að tuttugu kjarnorkuver, sem koma á upp næstu árin. Kemur þettaTram í frumvarpi sem ríkisstjórn Margrétar Thatcher hyggst leggja fyrlr brezka þingið inn- an tíðar. Thatcher er sjálf stuðningsmaður kjarnorkuvera og mun þegar hafa fallizt á orkuáætlun David Howells orkuráðherra. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rúms helmings orkuþarfar Bretlands verði aflað með kjarnorkuverum um næstu aldamót. Bretar hafa ekki ákveðið enn hvaða tegund af kjarnaofnum þeir muni nota í orkuverum sínum. Valið er á milli gaskælds ofns sem fram- leiddur er í Bretlandi og bandarísks ofns sem er sömu tegundar og eru í kjarnorkuverinu við Harrisburg. Þar varð mikið kjarnorkuslys fyrr á þessu ári og vakti það heimsathygli og ótta meðal íbúa nærliggjandi svæða. Vís- indamenn hafa enn ekki gefið full- nægjandi skýringar á því sem þar fór úrskeiðis. Geislavirkar lofttegundir komust þar út i andrúmsloftið og yfirmenn kjarnorkustöðvarinnar til- kynntu ekki um slysið fyrr en nokkru eftir að þaðvar orðið. Bretar ætla að bíða með að taka ákvörðun um hvaða tegund kjarna- ofna verður notuð þar til skýringar rannsóknarnefndar um slysið við Harrisburg liggja fyrir. Fyrsta kjarnorkuverið var sett upp á Bretlandi fyrir aldarfjórðungi. Verkamannaflokksstjórnin sem síðast sat ákvað að setja upp tvo kjarnaofna sem eru með gaskælingu. Er nú verið að taka þá í notkun. Þar með er lokið við allar þær fram- kvæmdir við kjarnorkuver sem ákveðnar hafa verið. Þau munu geta séð Bretum fyrir fimmtungi af þeirri Kjósum ekki: KOSNINGAPRUMP ERSAND- KASSALEIKUR Mikið var ég feginn að sjá kjallar-' ann hennar Dóru Stefánsdóttur á föstudaginn var. Það var ekki bara að hún hafi augljóslega náð sér af fiökurleikanum, sem hún var haldin af á yfirreiðinni um landið fyrir síð- ustu alþingiskosningar, heldur hefur hú tvennt sprottið upp úr þeim jarð- vegi: Hún hefur gert sér ljóst að van- líðanin stafaði af óljósum illum fyrir- boða um að þetta kosningaprump allt væri sandkassaleikur, og eins hitt, að nú sér hún fánýti þess fyrir okkur lýðfrjálsa borgara að vera yfirleitt nokkuð að burðast við að kjósa. í margar aldir hefur það verið við- kvæðið að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ég hefði gjarnan viljað vera fyrstur til að stinga upp á því opin- berlega að sem flestir hættu að ómaka sig á kjörstað til þess að láta

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.