Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979.
r-—
Leiklist
skiptunum við Herinn og Auðbjörgu
kynjakind á við söguna, og af „milli-
landafrumvarpinu” er ekki eftir
nema nafnið tómt, einhver kann líka
að sakna frásagnar af því þegar Þór-
bergurgekk í stúkuna.
íslenskur
hungurmeistari
Verður ekki leikatriði um „sítrón-
flöskuna” eins og hálf utangarnar-
legt fyrir vikið? Annað kemur mun
betur fram, koma Þórbergs i
kennaraskóla, kvenmannsleysi þeirra
kumpána og hið rómaða kirkjugarðs-
ævintýri, fundur Þórbergs og Elsk-
unnar hans. Sjálfrátt eða ósjálfrátt
úrval efnisins mætti ræða nánar. Á
meðal margs annars er Þórbergur í
Ofvitanum einskonar islenskur
„hungurmeistari”, eins og Halldór
Laxness kallar Hamsun í Sulti,
reykjavíkurbóhem frá árdögum
aldarinnar. Þá manngerð hefði
kannski mátt leysa úr læðingi i hinu
ósamda músíkali sem eiginlega er
komið upp á tening í leikgerðinni.
Eða er þetta bara vanþakklæti, svo
góða skemmtun sem leikgerðin veitir
eins og hún nú er?
Hvað sem þessum álitaefnum
líður, og þótt sýningin sé óneitanlega
harla löng, er hún samt sem áður
merkilega samfelld, liðleg og greið-
geng á sviðinu.
Röð hnitmiðaðra
mannlýsinga
Umgerð hennar er enn eitt
meistarabragð Steinþórs Sigurðs-
sonar: ásamt búningum leikenda eru
örfáir leikmunir og gamlar reykja-
víkurmyndir á baktjaldi allt og sumt
sem á þarf að halda. Fjöldi fólks
kemur við leikinn. Ég nefni í skyndi
Steindór Hjörleifsson og Karl
Guðmundsson sem lýsa ansi hnytti-
lega ýmsum reykvískum höfðingjum
í upphafi aldar, Harald G. Haralds-
son og Hjalti Rögnvaldsson sýna
snöfurlega þá kumpána Þórbergs,
Rögnvald og Þorleif, og Sigurður
Karlsson bregður upp í leiknum heilli
röð einkennilega Imitmiðaðra mann-
lýsinga, Margrét i lelga Jóhannsdótt-
ir er hin tilkomumesta herkona.
Glöggar mannlýsingar af öðrum toga
eru Elskan: Lilja Þórisdóttir og þau
mæðgin t'Unuhúsi, Erlendur og Una:
Jón Júlíusson og Margrét Ólafs-
dóttir.
Og þá er ekki eftir nema árna
lesendum Þórbergs Þórðarsonar og
öðrum leikhúsgestum góðrar
skemmtunar í Iðnó á næstunni.
Lflikfótao Rsykjavltur
OFVITINN
eftir Þórberg Þórðarson
(leikgerð Kjartans Ragnarssonar
TónHst Atli Helmir Sveinsson
Lefcmynd og búningar: Steinþór Sigurflsson
Lýsing: Daniel Williamsson
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Það verður ekki við því séð: Ofvit-
inn er ekki né verður neitt sem má
kalla ,4ramatískt verk”. Sama
hvernig sögunni er hringsnúið fyrir
sér, hún breytist ekkert við það.
Hvað á þá að þýða að fara að gera úr
Ofvitanum leikrit á sviði? Það er ekki
hægt.
Það má nú liggja milli hluta í þetta
sinn hvaða rök og knýjandi ástæður
reka menn til að búa til leikrit og leik-
sýningar upp úr skáldsögum. Ætli
þær geti ekki verið ýmislegar, bæði
löngun til að fást við mikilsháttar
viðfangsefni í nýju formi, með nýjum
hætti, og traust á vinsældir mikils-
virtrar skáldsögu sem vel geti komið
sér í leikhúsinu. Og fleira i slíkum
dúr.
En hvað sem Kjartani Ragnarssyni
og Leikfélagi Reykjavíkur hefur
gengið til með leikgerð Ofvitans, þá
er best að segja strax eins og er: það
tókst á iaugardaginn í Iðnó sem
maður að óreyndu hefði kannski ætl-
að að ekki væri hægt að gera. Úr því
a"ð endilega þurfd að búa til leikrit
eftir Ofvitanum hygg ég að það verk
hafi tekist alveg merkilega vel, sum-
part kannski betur en ýms sambæri-
leg verk frá fyrri árum.
Leikræn frásögn
efnis
Undur má það heita ef Ofvitinn í
Iðnó á ekki sambærilegar vinsældir
vísar á næstunni og þau verk af þessu
tagi sem áður hafa best tekist og
mestrar hylli notið. Og það má vel
muna að þessi leikritagrein: leikgerð
eftir skáldsögum, er orðin býsna
fyrirferðarmikill þáttur í jslenskri
leikritagerð.
Hversu vel Ofvitinn tekst til hygg
ég að einkum stafi af því að leik-
gerðin semur sig hispurslaust að efni
og eðli viðfangsefnisins, hér er um
leikræna frásögn efnisins úr bókinni
í Unuhúsi: Jón Júliusson, Emil Guðmundsson, Margrét Ólafsdóttir og Jón Hjartarson.
að ræða, en ekki tilraun til drama-
tískrar endurgerðar sögunnar, né
heldur tóma myndasýningu upp úr frá-
sagnarefninu. Af þessu leiðir á meðal
annars að aðalpersónan úr sögunni,
Þórbergur sjálfur, klofnar í tvennt í
leiknum, og ekki verður nein þörf
lengur fyrir raunsæislega leikmynd.
Aðalpersónur leiksins eru Þórbergur
eldri, eða Meistarinn, sá sem söguna
segir, og Þórbergur yngri, sem sjálfur
lifir atburði hennar. Sögumaður og
söguhetja, sem ekki verða sundur-
greindir í sögunni sjálfri, frekar en
kannski veruleiki og tílbúningur í
efnivið hennar, verða á sviðinu tvær
aðgreindar persónur sem halda efni
leiksins saman og bera hann uppi.
Margt fínt og natið
Sigur leiksins ræðst af því að þetta
reynist auðið að gera á sviðinu, og að
því marki sem auðnast aö gera með
þessu móti ljósa og áþreifanlega írón-
íska fjarvídd frásagnarinnar í Ofvit-
anum. Og af því hversu vel tekst að
skipa og móta hlutverkin tvö í leikn-
um: leikendur og leikstjóri sanna í
verki á sviðinu að hugmynd leik-
skáldsins var rétt og raunhæf. Ég hef
ekki áður séð Jón Hjartarson gera
neitt í þá likingu sem honum tekst í
gervi hins eldri Þórbergs, leikarinn
samsamaður sögumannshlutverkinu
sem honum tókst um leið með fáum
töktum, viðbrögðum að gera furðu
skýrlega mannlýsingu. Og merkilega
var mikill svipur með þeim Þórbergi
yngra: Emil Guðmundssyni, og
margt fínt og natið í samleik þeirra I
sýningunni, hins ráðsetta sögumanns
og dyntóttu söguhetju á ungum aldri.
Þetta tvígilda hlutverk tekst sem sé,
eins og vera ber, að gera þungamiðju
leiks og sýningar.
Það er ekki þar með sagt að með
þessu móti sé ofvitinn frá Hala í
Suðursveit leystur úr læðingi sög-
unnar og hleypt ljóslifandi og sjálf-
viljugum fram á leiksvið. Efni leiks-
ins er frásögn, endursögn frásagnar-
efnisins í Ofvitanum, Ofvitinn í Iðnó
er leikgerð eftir sögunni en ekki sjálf-
ráð nýsköpun úr efnivið hennar. Því
miður?
Sjálfstæð
umsköpun
Það er ekki þvi að neita að best
finnst mér leikurinn takast þar sem
höfundur leikgerðar og leikstjórinn,
Kjartan Ragnarsson, leyfir sér mest
sjálfstæði gagnvart frásögn Ofvitans,
einkum í seinni hluta leiksins. Nú er
efni leiksins ekki allt sótt í bókina
heldur aukið söngvum og kviðlingum
úr Eddu Þórbergs sem Atli Heimir
Sveinsson hefur tónsett með nokkr-
um stuðningi af annarri músík frá
tíma sögunnar, og fer það margt vel.
Og sum bestu leikatriðin eins og
„heima hjá doktor” eða hungurs-
neyð Þórbergs í umgerð úr „fútúrísk-
um kveldstemmningum” úr Eddu, í
seinni hluta leiksins, eru reyndar við
það að leysa landfestar sínar í Ofvit-
anum, verða frjáls og sjálfstæð um-
sköpun og nýsköpun efnisins. Lík-
lega er eftirsjá að því að þeir Kjartan
og Atli Heimir skyldu ekki stiga feti
framar og semja alskapað músikal
upp úr efni Ofvitans og Eddu.
Eins og endranær í leikgerðum
skilar efnið úr Ofvitanum sér auð-
vitað misvel í Iðnó, og mætti sjálf-
sagt þrátta lengi um það hvað væri
betur valið og hverju sleppt. Eigin-
lega verður t .d. undarlega lítið úr við-
Að ávaxta sitt pund
Þeir sem átt hafa viðskipti við
Rafn Hafnfjörð og prentverk hans á
undanfömum árum hafa skjótt kom-
ist að því að þar á bæ ráða ríkjum
systurnar vandvirkni og smekkvísi
ásamt listrænum metnaði. Þegar svo
Rafn heldur ljósmyndasýningu skal
engan undra þótt sömu eiginleika sé
þar að finna. Þó held ég að mörgum
hafi komið á óvart hve ríkulega Rafn
hefur ávaxtað sitt pund sem ljós-
myndari hin síðari ár. Þekktastur var
hann sennilega fyrir svarthvítar
myndir og hefur lítíð haft sig frammi
í lit, nema ef nefna skyldi almanök og
stöku mynd í Iceland Review, — en á
sýningu hans að Kjarvalsstöðum kom
í ljós að liturinn er honum eins
tamur, ef ekki tamari.
Nýjar hliöar
Án þess að fara út í hin prófclemat-
ísku tengsl ljósmyndar og annarra
myndverka, þá held ég að Rafn
mætti flokka meðal góðra landslags-
túlkenda, — þeirra sem sífellt eru að
uppgötva nýjar hliðar á landinu og
setja þær fram í því formi sem þeim
er eiginlegast. Þar beitir hann öllum
sjónhornum, smásjánni, breiðlinsu
og loftmynd og tekur ýmsa áhættu,
en tekst þó oftast það sem hann ætlar
sér. En að öllum öðrum ljósmyndum
ólöstuðum, þá er myndröð hans frá
vinnustofu Kjarvals bæði ómetanleg
heimild og ljóðræn eftirmæli um
meistarann. En öll var þessi sýning
Rafni tíl mikils sóma, sjálfar mynd-
irnar, uppsctning og sýningarskrá.
Vatnslitir
af landslagi
Finnskur listamaður, Osmo Isaks-
son, átti til skamms tíma verk uppi-
hangandi í galleríi sem komið hefur
verið fyrir í versluninni Kirkjumunir
við Austurvöll. Isaksson þessi virðist
mikill ferðalangur og i ferðum sínum
dregur hann upp vatnslitamyndir af
mannlífi og landslagi. Þetta eru
þægilegar myndir og ögn rómantísk-
ar, en þó eru hvorki mótífin né með-
ferð þeirra ýkja nýstárleg og ekki er
galleríið enn nægilega aðlaðandi.
Birtu þyrfti sérstaklega að bæta.
Danskur grafíker, Niels Reumert,
var fyrir skömmu á ferð í Galleríinu
við Suðurgötu og voru verk hans frá-
brugðin öðru sem þar hefur verið til
sýnis.
Málaralegt
Reumert sýndi 16 lithógrafíur,
mjög litrikar og ærslafuUar, en þó
ávallt heillegar. Myndefnið var hans
eigin „eventyrverden” þar sem allt
gat gerst, — trylltur dans stiginn,
áköf innlifun, draumórar og ljóðræn
íhygU. Ekki kæmi það mér á óvart
þótt Reumert væri einnig Uðtækur
málari, svo málaraleg eru vinnubrögð
hans í grafíkinni.
Ungur maður, Magnús H. Krist-
insson, sýnir nokkrar vatnsUta-
myndir og teikningar á Loftinu við
Skólavörðustíg. Hann vil ég einfald-
lega hvetja tU að söðla um og undir-
gangast rækilega kennslu.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
'Rafn Hafnfjörð ásamt nokkrum „Kjarvalsmyndum" sinum.