Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 4
4 A DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Þegar heimilistækin bila og klósettin era stífluð eru góð ráð dýr: Æ-i, hvaða fjárans vandræði. Þarna er sjónvarpið bilað. Klósettið er stíflað og vaskurinn sömuleiðis. Og nú fór þvottavélin öll í skrall! Við verðum að fá viðgerðarmann. Gripið er til Dagblaðsins og smáauglýsing- arnar grandskoðaðar. Jú, þar eru auglýsingar frá sjónvarpsviðgerðar- ntönnum og einnig frá nokkrum píp- uruni sem taka að sér að lagfæra stífluð hreinlætistæki. Það getur aftur á móii orðið þrautin þyngri að fá einhvern ti! þess að gera við þvottavélina. Það er nefnilega ekki sama hver kemur til þess. Hvert þvottavélarmerki (á þetta við um öll stærri heimilistæki) hefur sína eigin varahluti og verður þvi að hafa sam- band við umboðið eða verzlunina sem seldi tækið í upphafi. — Þá er bezt að hafa í höndunum bæði nai'n og númer tækisins því varahlutirnir geta verið mismunandi pftir tegund- utn og gerðum hinna ýmsu heimilis- tækja. Hvert tæki er vanalega merki með framleiðslunúmeri og tilheyr- andi „einkennisstöfum”. Hafið þá við höndina þegar hringt er á verk- stæðið. Hvað kostar viðgerðin? Við hringdum í tvo aðila sem gera við sjónvörp í heimahúsum. Hjá öðrum fékkst upplýst að það kostaði í kringum 5000 kr. að koma heim og líta á tækið. — Hjá hinum aðilanum kostaði það 7000 kr. með þeirri vinnu sem framkvæmd yrði á staðnum. Bent var á að það væri mjög tak- markað sem hægt væri að gera við á staðnum. Gjaldið er það sama hvert sem farið er á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Það kostar 16.200 kr. að fá fjar- lægða stíflu úr klósetti og er þá reiknað með tveggja stunda vinnu tveggja manna og leigu fyrir þau tæki sem þeir hafa meðferðis til starfans. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir ferðir. — Ódýrara er að láta gera við bilaðan vask en þaðkostar 12.700. Heimilistækin Ef um er að ræða að fá viðgerðar- mann til þess að gera við bilað heim- ilistæki þarf að greiða sérstaklega fyrir slíkar ferðir. Upplýsingar um taxta fyrir heimilistækjaviðgerðir yClYtlX KeikniHgur Verö au. y i b utan verkstæðis fengum við hjá Landsasambandi isl. rafverktaka: Fyrir lágmarksútkall, allt að tiu mínútur á staðnum, þarf að greiða 3604 kr. Fyrir allt að 1/2 klst. vinnu á staðnum 5407 kr. og fyrir klukku- stundarvinnu allt að 7208 kr. Þar ofan á bætist 849 kr. þjónustugjald og akstur. Ef aksturinn er innan borgar- marka, Elliðaár, Fossvogslækur, Vegamót á Seltjamarnesi, er gjaldið samkvæmt gjaldskrá landssambands- ins 2193 kr. Ef farið er í Árbæjar-, Breiðholtshverfi, Kópavog og Sel- tjarnarnes er akstursgjaldið 3069 kr., lágmarksútkall 1712 kr., en ef farið er 8—12 km leið frá verkstæði, á Álftanes, í Garðabæ, Arnarnes og Hafnarfjörð er gjaldið 3558 kr., lág- marksgjald 3056 kr. Taxtinn er miðaður við að við- gerðir séu framkvæmdar af þjálfuð- um mönnum sem hafa bíla búna nauðsynlegustu verkfærum og vara- hlutum. Ber ekki saman Við hringdum í eitt fyrirtæki sem selur heimilistæki og spurðumst fyrir um hver kostnaður væri við að fá viðgerðarmenn heim. Var það raunar áður en okkur var bent á að fá við- gerðartaxtann frá landssantbandinu. Hjá þessari viðgerðarþjónustu kom í Ijós að ef viðgerðarmaður væri t.d. tíu mínútur að gera við bilunina kostaði það 4092 kr. fyrir utan akstur. Þegar við spurðum hvað hann kostaði svaraði stúlkan að það færi eftir því hve langt væri að fara (þ.e. frá verkstæðinu). Við nefndum þá Garðabæ og sagði hún það kosta 3.415 kr., en á Grettisgötuna kostaði 2400—2800 kr. Þessar uppgefnu tölur koma ekki heim og saman viðtölurnar í taxta landssambands- ins. Er ekki úr vegi að kynna sér hvað leyfilegt er að taka fyrir slíka þjón- ustu áður en reikningurinn er greiddur, sérstaklega ef hann þykir óeðlilega hár. Uppskrift dagsins PYLSUFAT MED NÝJU | GRÆNMEH Gratíneraðir ofnréttir eru vinsælir meðal alls þorra fólks. Þar að auki er ostur mjög hollur matur og sjálfsagt að borða mikið af osti á hverjum degi. Hér er uppskrift að gratíneruð- um pylsum. Nota má hvort heldur er vínarpylsur eða eitthvað af hinum sérlega góðu stærri pylsutegundum, eins og t.d dalapyhu eða medister. 500 g pylsa 2 msk. smjör eða smjörl. 3 msk. hveiti 2 dl grænmetissoð 2 dl rjómi 2—3 dl mjólk salt og pipar 2 msk. rifin piparrót (má sleppa) 1 dl rifinn ostur. Auðvitað má bera fram brauð og smjör með þessum rétti en það er i rauninni óþarfi. Smyrjið eldfast mót. Skerið pyls- una i sneiðar og látið i mótið. Látið mótið í 225° heitan ofn í ca 5 mínút- ur. Bræðið smjörl. i potti og hrærið hveitinu saman við, hrærið soðinu, mjólk og rjóma saman við. Látið sós- una sjóða 2—3 mín. Kryddið með salti, pipar og piparrót ef hún er notuð. Hellið sósunni yfir pylsuna og stráið rifna ostinum yfir. Bakast i Það var eintómur misskilningur hjá okkur að fletja ætti soðbrauð út er við skrifuðum um það hér á síð- unni á miðvikudaginn var. Mótaðar eru 2—3 cm þykkar kökur sem eru um 5—8 cm í þvermál. 250° heitum ofni þar til osturinn er búinn að fá á sig fallegan lit. Með pylsufatinu er borið fram ný- soðiðgrænmeti. 1 blómkálshöfuð ca 4 stórar gulrætur 8 meðalstórir laukar salt, 1 búnt steinselja. Hreinsið grænmetið og sjóðið í léttsöltu vatni. Betra er að sjóða blómkálið sér. Látið grænmetið á fat og stráið klipptri steinselju yfir. Hráefniskostnaður er rúmlega 3000 kr. eða um 780 kr. á mann. -A.Bj. Þær eru soðnar með saltkjötinu hátt i klukkutíma. Ef þær eru flattar út eins og við sögðum, sem byggt var á misskilningi, yrðu kökurnar alltof þunnar og ntyndu soðna í sundur á svipstundu. -A.Bj. Soðbrauðið er alls ekki flatt út

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.