Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Allison-strákamir féllu á próf inu gegn Liverpool —Stórsigur Liverpool á Main Road. Tottenham lék sér að Forest og Man. Utd. á ný efsta sæti Enn varA breytin)> á laugardag á for- ustuliði 1. deildarinnar ensku. Man. Utd. komst í fyrsta sætið á ný en at- hyglin beindist þó langmest að stórsigri Englandsmeistara Liverpool á Man. City á Maine Road. Ungu strákarnir hans Malcolm Allison, sem í heimaleik sínum á undan höfðu unnið Evrópu- meistara Nottingham Forest, steinlágu á prófinu. Fyrir leikinn hafði Allison sagt að þessi leikur væri prófsteinn á getn liðsins og árangur í vetur. Tvenn- um sögum fer af sigri I.iverpool þó töl- urnar 0—4 gefi til kynna mikla yfir- burði. Fréttamaður BBC sagði að Liverpool hefði leikið mótherjana sundur og saman •— en Pathey Feeney sagði að Liverpool hefði skorað tvö fyrstu mörk leiksins mjög gegn gangi hans, verið stórheppið að fá ekki á sig mörk í fyrri hállTciknurn. Leikurinn var sýndur i BBC á laugardag og sam- kvæmt venjunni ætti hann því að verða hér i sjónvarpinu á laugardag. Þá ætt- um við að komast að raun um gang mála á Maine Road. Rétt er þó að geta þess að verkfalli hjá ITV-sjónvarps- stöðinni er lokið og því kann að verða breyting með sjónvarpsleiki hér. En nóg um það. Víkjum aftur til Maine Road. Þar voru 48 þúsund áhorfendur og voru ánægðir með sína nienn framan af. En á 15. mín. urðu McKenzie á mistök, ætlaði að gefa knöttinn aftur til markvarðar sins, Joe Corrigan, en Kenny Dalglish náði knettinum. Gaf á David Johnson sem skoraði. Leikmenn City reyndu mjög að jafna — Robinson átti skot í þverslá — og vörn Liverpool var allt annað en sannfærandi vinstra megin. Kenny Dalglish skoraði annað mark Liverpool á 32. mín. — renndi sér í gegn — en leikmenn Man. City biðu eftir rang- stöðun erki línuvarðar sem aldrei kom. ! síðart hálfleiknum hafði Liverpool tögl og iiagldir. Dalglish skoraði aftur og sex mínútum fyrir leikslok skoraði Ray Kennedy fjórða mark Liverpool. Við sigurinn færðist Liverpool í þriðja sætið og hefur aðeins tapað einu stigi meira en efsta liðið. Eftir þennan leik verður ekki langt að biða þess, að það komist i efsta sætið, leikmenn nú búnir að hrista af sér slen síðustu vikna. En lítum á úrslitin á laugardag. ). deild Bolton — C. Palace 1 — 1 Brighton — Norwich 2—4 Bristol City — Arsenal 0—1 Everton — Man. Utd. 0—0 Ipswich — Middlesbro 1—0 Man. City — Liverpool 0—4 Jóhannes Eðvaldsson — allur leikur. Celtic breyttist til hins belra. Southampton — Leeds 1—2 Sloke — Derby 3—2 Tottenham — Nottm. For. 1—0 WBA — Coventry 4—1 Wolves — Aston Villa 1 — 1 2. deild Birmingham — Shrewsbury 1—C Charlton — Cardiff 3—2 Chelsea — Fulham 0—2 Leicester — Sunderland 2—1 Luton — Preston 1 — 1 Newcastle — Cambridge 2—C Notts Co. — West Ham 0—1 Orient — Bristol Rov. 2—1 QPR — Burnley 7—0 Swansea — Oldham 2—0 Wrexham — Watford 3—0 3. deild Barnsley — Chester 1 —I Blackburn — Colchester 3—0 Blackpool — Swindon 0—1 Grimsby — Rotherham 2—0 Hull — Exeter 2—2 Mansfield — Gillingham 2—0 Oxford — Carlisle 1—0 Plymouth — Brentford 0-1 Reading — Bury 3—1 Sheff. Utd. — Millwall 0—1 Southend — Chesterfield 0—0 Wimbledon — Sheff. Wed. 3—4 4. deild Bradford — Bournemouth 2-2 Darlington — Peterbro • 1 — 1 Doncaster — Portsmouth 2—0 Hartlepool — Crewe 3—1 Hereford — Aldershot 0—1 Huddersfield — York 2—2 Lincoln —Stockport 1—0 Newport — Wigan 3—2 Rochdale— Northampton 3—2 Torquay— Halifax 3—0 Tranmere— Scunthorpe 1—2 Walsall — Port Vale 2—1 Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Nottingham Forest á White Hart Lane í Lundúnum. Glen Hoddle, sem varð 22ja ára á laugardag, skoraði strax á 3ju mín., lyfti knettinum yfir Peter Shilton. Hann átti frábæran leik með liði sínu og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk, átti m.a. stangarskot. Forest lék langt undir styrkleika. Þó fengu þeir Robertson og Birtles sa:mi- leg færi sem þeir misnotuðu. Yfir 50 þúsund áhorfendur voru mjög ánægðir með leik Tottenham — klöppuðu leik- mönnum liðsins lof í lófa oft og lengi en leikmenn Forest urðu skapstirðir þegar ekkert gekk, Robertson og Burns bókaðir. Tottenham lék sinn sjötta leik án taps. Við tapið færðist Forest í annað sætið þar sem Man. Utd. náði stigi af Everton á Goodison Park. Everton var án King, Hartford og Stanley og lék heldur illa. Liðið fékk þó tækifæri til að gera út um leikinn á síðustu þremur mínútunum. Nulty og Kidd komust báðir i opin færi sem þeir misnotuðu. Það hefði þó varla verið réttmætt að Everton næði báðum stigunum. Man. Utd. hafði lengstum sýnt mun betri knattspyrnu án þess þar væru nokkrir meistarataktar. Lið United var óbreytt áttunda leikinn í röð. Óvæntustu úrslitin voru í Southamp- ton. Dýrlingarnir töpuðu þriðja leikn- um í röð og það gegn Leeds, sem hefur gengið illa og var án fimm aðalmanna: Brian Greenhoff, Hart, Hird, Flynn og Harway markvarðar. Það kom ekki að sök, einkum hvað markvörzluna snerti. Kornungur piltur, John Lukic, sem leikið hefur i unglingalandsliði Eng- lands, sýndi snilldartakta í markinu og varði frábærlega. Southampton náði forustu á 20. mín. þegar Phil Boyer skallaði í mark eftir fyrirgjöf Hebbard — 13. mark hans á leiktímabiiinu — tiunda í 1. deild. En Wayne Entwistle, nýi leikmaðurinn frá Sunderland, jafn- aði fyrir Leeds í fyrri hálfleik — fyrsta mark hans fyrir Leeds. Southampton sótti mun meir í s.h. en á 80. min. fékk Alan Curtis knöttinn, lék á þrjá varnar- menn Southampton áður en hann sendi knöttinn i markið. Dýrlingarnir reyndu mjög að jafna en tókst ekki. Boyer komst í færi á lokamínútunni. Spyrnti framhjá. Úlfarnir eru eitthvað að lækka flugið. Tókst þeim ekki að sigra Aston Villa í innbyrðisviðureign Miðlandalið- anna. Andy Gray skoraði fyrir Úlfana á 16. min. eftir fyrirgjöf Dave Thomas en fleiri urðu mörk liðsins ekki. Shaw jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiksins. í síðari hálfleiknum var mikil harka — tveimur leikmönnum vísað af leikvelli af dómaranum, John Richards hjá Úlfunum og miðverði Villa. Arsenal vann heldur óvæntan sigur i Bristol gegn City. Alan Sunderland, sem er ekki ánægður með sinn hlut hjá Arsenal og hefur óskað eftir að vera settur á sölulista, skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Bolton hefði átt að hljóta bæði stigin gegn Crystal Palace en leikmenn liðsins fóru illa að ráði sínu auk þess sem Alan Gowling átti stangarskot. Hann skoraði eina mark Bolton en Neal Smiley tókst að jafna fyrir Palace á 70. mín. Markakóngur Bolton, Frank Worthington, hefur verið settur á sölu- lista. Norwich sigraði Brighton í hörðum leik á suðurströndinni. Brighton komst þó i 2—1 með mörkum Foster og Ryan. Andy Rollings, varnarmaðurinn sterki hjá Brighton, var rekinn af velli. Globle, Paddon, Alan Taylor og Reeves skoruðu mörk Norwich. Coventry var „brúnað” í West Bromwich. Ali Brown og Tony Brown skoruðu tvö mörk hvor. Alan Brazil skoraði sigurmark Ipswich gegn Middlesbrough i fyrri hálP.eik — og litli svertinginn Crooks sigurmark Stoke gegn Derby. Gordon Hill skoraði bæði mörk Derby í leiknum. 'Alan Sunderland skoraði sigurmark Arsenal i Bristol en hefur óskað eftir að vera settur á sölulista. í 2. deild kom mjög á óvart að Chel- sea, eftir fimm sigurleiki í röð, tapaði fyrir nágrannaliðinu Fulham 0—2.Ful- ham hafði tapað fimm síðustu leikjum sínum fyrir leikinn á Stamford Bridge. Það var fyrsti leikur Geoff Hurst sem framkvæmdastjóra Chelsea og slæm var byrjunin. John Beck og Gordon Davies skoruðu mörk Fulham — ti- unda mark Davies á leiktímabilinu. Preston heldur áfram að næla í stig á útivöllum þrátt fyrir leiki viku eftir viku gegn efstu liðunum, nú jafntefli í Luton. Steve Elliott skoraði fyrir Preston en David Moss tókst að jafna úr vítaspyrnu. Newcastle náði Luton að stigum. Peter Withe og Shoulder skoruðu mörk liðsins gegn Cambridge. Þá er vert að veita athygli að Charlton sigraði loks. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn gamla Úlfa-leikmannsins, Mike Bailey. Hann hóf feril sinn hjá Charl- ton en síðustu mánuði hefur hann verið framkvæmdastjóri/leikmaður hjá Hereford. Þá dökknar útlitið stöðugt hjá Burnley og gamli Harry Potts hefur látið af störfum sem framkvæmda- stjóri. í 3. deild tapaði efsta liðið, Sheff. Utd., fyrir Lundúnaliðinu Millwall, en er þó enn efst með 23 stig. Millwall hefur 22 stig, Colchester 21, Sheff. Wed. eftir sjö leiki án taps 20 stig og Brentford 19 stig. í 4. deild eru Ports- mouth, Huddersfield og Bradford efst með 24 stig. Portsmouth tapaði öðru sinni í vikunni, Huddersfield náði ekki nema jafntefli heima og það gerði Bradford City einnig, 2—2 gegn Bournemouth þar sem Ted McDougall, sú mikla markavél hér á árum áður, skoraði annað mark Bournemouth — fyrsta mark hans á leiktímabilinu. Heldur er farið að halla undan fæti hjá Halifax George Kirbys og Colchester tapaði eftir 10 leiki án taps. Staðan er nú þannig: l.deild Man. Utd. 13 7 4 2 18- -8 18 Nottm. For. 13 7 3 3 23- -13 17 Liverpool 12 5 5 2 23- -10 15 Norwich 13 6 3 4 25- -18 15 C. Palace 13 4 7 2 19- -14 15 Wolves 12 6 3 3 18- -13 15 Tottenham 13 6 3 4 18- -23 15 Arsenal 13 4 6 3 14- -10 14 WBA 13 4 5 4 20- -16 13 Southampton 13 5 3 5 22- -20 13 Middlesbro 13 5 3 5 12- -10 13 Coventry 13 6 1 6 20- -26 13 Man. City 13 5 3 5 13- -19 13 Leeds 12 3 6 3 14- -13 12 A. Villa 12 3 6 3 11- -12 12 Bristol City 13 3 6 4 11- -14 12 Everton 12 3 5 4 16- -18 11 Stoke 13 3 5 5 16- -21 11 Ipswich 13 4 1 8 12- -19 9 Bolton 13 1 7 5 II- -22 9 Derby 13 3 2 8 11- -20 8 Brighton 12 2 3 6 14- -22 7 2. deild Luton 13 7 4 2 25- -12 18 Newcastle 13 7 4 2 18- -11 18 Wrexham 13 8 1 4 18- -14 17 QPR 13 7 2 4 24- -12 16 Notts Co. 13 6 4 3 19- -11 16 Leicester 13 6 4 3 24—18 16 Birmingham 13 6 4 3 15- -12 16 Preston 13 4 7 2 17- -13 15 Chelsea 12 7 1 4 13- -11 15 Swansea 13 6 3 4 14- -14 15 Sunderland 13 5 3 5 16- -13 13 Cardiff 13 5 3 5 14- -17 13 Oldham 13 3 6 4 15- -15 12 West Ham 12 5 2 5 11- 13 12 Orient 13 3 5 5 13- -17 11 Cambridge 13 2 6 5 13- -16 10 Watford 13 3 4 6 11- -16 10 Fulham 13 4 2 7 17- ■25 10 Bristol Rov. 13 3 3 7 18- -23 9 Charlton 13 2 5 6 14- ■24 9 Shrewsbury 13 3 2 8 14- -20 8 Burnely 13 0 5 8 13- 29 5 hsím. Allt breyttist til hins betra hjá Celtic er Búbbi kom inn á —og liðið sigraði Glasgow Rangers 1-0 á Parkhead á laugardag ,,Það kom talsvert á óvart þegar staðan var 0—0 um miðjan síðari hálf- leikinn að McNeil, framkvæmdastjóri Celtic, tók sóknarmanninn McClusky út af og setti varnarmanninn Jóhannes Eðvaldsson inn á — og það á hcima- velli. En þegar Eðvaldsson kom inn á breyttist allur leikur Celtic til hins belra — Islcndingurinn var allt í öllu hjá lið- inu og leikmenn Rangers áttu í hinum mestu crfiðleikum með hann. Og á 76. mín. skoraði Roddy MacDonald eina mark leiksins. Það var eftir hornspyrnu — Eðvaldsson skallaði til MacDonald sem skallaði áfram í netið,” sagði fréttamaður BBC á leik Glasgow-ris- anna, Ccltic og Rangers, á laugardag á Parkhead. Leikurinn hafði verið ákaflega slakur og mikil vonbrigði meðal 56 þús- und áhorfenda. En síðan kom Búbbi inn á og átti stórleik með liði sínu. Hann hefur ekki leikið i aðalliði Celtic frá því laugardaginn fyrir Evrópuleik Póllands og íslands, 10. október. Við sigurinn á Rangers hélt Celtic forustu sinni í úrvalsdeildinni skozku, er stigi á undan Morton, sem mjög hefur komið á óvart, en það sem leikmönnum Celtic þykir meira vert um: Sex stigum á und- an Rangers. Úrslit i úrvalsdeildinni á laugardag urðu þessi: Celtic — Rangers 1—0 Dundee Utd. — Kilmarnock 4—0 Hibernian — Aberdeen 1 — 1 Paritck — Morton 1—4 St.Mirren—Dundee 4—2 Jim Holmes skoraði fyrsta mark Morton i Glasgow gegn Partick Thistle. Colin McAdam jafnaði úr vítaspyrnu. Það nægði skammt. Andy Ritchie, gamli Celtic-leikmaðurinn, skoraði annað mark Morton. Siðan John McNeil og Bobby Thomson. Flibernian virtist stefna i sinn fyrsta deildasigur í tvo mánuði gegn Aberdeen. Bobby Hutchinson skoraði fyrir Hibs á 18. mín. en á lokasekúndum leiksins tókst varamanninum Andy Watson að jafna fyrir Aberdeen. Doug Summer skoraði tvö af mörkum St. Mirren gegn Dundee en Geerge McGachie og Pete Weir 1 h'vor. George Flemming skoraði tví- vegis fyrir Dundee Utd. í leiknum við Kilmarnoc — Willié Pettigrew og Billy Kirkwood eitt hvor. Staðan er nú þannig: Celtic 11 7 3 1 24—10 17 Morton 11 7 2 2 28—16 16 Aberdeen 11 5 3 3 23—13 13 Partick 11 4 4 3 13—14 12 Rangers 11 4 3 4 17—14 11 Kilmarnock 11 4 3 4 12—20 11 Dundee Utd. 11 4 2 5 17—15 10 St. Mirren 11 3 3 5 18—24 9 Dundee 11 3 1 7 16—30 7 Hibernian 11 1 2 8 10—22 4 - hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.