Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. Þá er fyrsti snjórinn lentur fReykjavík: Vetrardekkin skulu undir Margar hendur vinna létt verk, jafnt við þetta sem annað. Þeir sem rólegir hugðust vera í tið- inni og treystu á að eiga i höndum sér nægan tíma til að koma vetrarhjól- börðunum undir bifreiðar sinar sáu i gærmorgun að ekki var til setu boðið. Götur Reykjavíkur voru þá lagðar hvítum, hreinum og fallegum snjó og hálar eins og svell. Því var greinilega ekki til setu boðið. Því mátti hvarvetna sjá í gærdag menn á mismunandi stigum við að koma bifreiðum sínum í viðunandi horf fyrir veturinn. Á þeim hjólbarða- verkstæðum sem opin voru var fullt að Á þeim hjólbarðaverkstæðum sem opin voru i gær var fullt að gera og hafðist ekki alls staðar undan. Hún hafði svo sem ekki tiltakanlegar áhyggjur af snjónum sú litla en sjálfsagt er að veita aðstoð í hvfvetna er skipta þarf um dekk. DB-myndir Sv. Þorm. gera og hafðist ekki alls staðar undan. En þeir sem treystu á eigin mátt og megin rifu dekkin undan sjálfir og settu ný undir. Einstaka maður var svo svartsýnn að koma keðjum undir bílinn en flestir létu þó grófmynztruð og negld dekk nægja. - DS Skáru sund- ur dekkin til að geta stolið hjólunum ,,Ég mun verðlauna þann vel sem finnur hjólin,” sagði Baldur Jónsson vallarstjóri í Laugardal um þjófnað á rakstrarvélarhjólum í Laugardalnum á dögunum. Vélina var Baldur með í láni og kemur því tjónið sér afar illa fyrir hann. „Fyrst voru dekkin á vélinni skorin sundur og hef ég grun um að þar hafi verið að verki þeir sömu og stálu svo hjólunum. Dekk á vélina fengust ekki fyrr en eftir langa leit og á meðan var hjólunum stolið. Þeir hafa eflaust eyðilagt dekkin til þess að vita af vél- inni kyrrstæðri. Það hlýtur hreinlega að vera að þá hafi vantað svona hjól á rakstrarvél. Ef þau finnast ekki hjá þeim verð ég að kaupa nýja vél því svona hjól fást ekki. Annars er þetta orðið alveg ferlegt hérna í Laugardalnum. nýlega varð starfsmaður Laugardalshallar fyrir þvi að viftutrissu var stolið úr bil hans fyrir utan höllina á meðan þúsundir manna gengu þar um. Bíræfnin er ógurleg,” sagði Baldur. Þeir sem upplýst geta þjófnaðinn á hjólum rakstrarvélarinnar geta haft samband við Baldur beint eða rann- sóknarlögregluna. - DS Rakstrarvélin góða hefur nú aöeins 4 hjól af 6 f " " " 1 .— Bara venjulegur strákur Litla sviflið: HVAÐ SÖGÐU ENGLARNIR? eftir Ninu Björk Árnodóttur Leikmynd: Þórunn Sigríflur Þorgrímsdóttir Leikstjóri: Stefán Baldursson Með þvi að leikið er i veitingakjaII- ara Þjóðleikhússins er það engan veginn neitt langsótt hjugmynd að láta leiksýningu í kjallaranum fara fram á veitingahúsi, kannski jafnvel Leikhúskjallaranum sjálfum. Það er nákvæmlega þetta sem þau Þórunn .Sigriður Þorgrimsdóttir og Stefán Baldursson koma í kring á fyrstu sýningu haustsins á litla sviðinu. Áhorfendum er hnappað saman á dansgólfinu i kjallaranum, en leikið hringinn i kringum þá við dúkuð borð veitingahússins og líka berst. leikurinn inn i hliðarsal og fram á bar og alla leið á klósettið. Þá er sýnt á sjónvarpsskerm hvað fram fer, sem að vísu tiðkast ekki hversdags í Leik- húskjallaranum. En þarna gerist sem sé leikritið. Og þarna sitja áhorf- endur í sýningunni, atburðarásinni niðri, alveg bókstaflega talað. Nú verður jafnharðan að auka þvi við að í þessari sýningu er ekki um neinn dagsdaglegan realisma að ræða, síður ,cn s\o. Þá væri líka næsta skref að „leika” við annað- hvert borð í salnum er láta „áhorf- endur” sitja við hin. Leikritið gerist sem i draumi. En heimur draumsins sem áhorfendur horfa i og finna allt i kringum sig er vitanlega settur saman úr efnivið vökunnar og veruleikans eins og tíðkast um drauma og leik- L myndin ítrekar svo hnyttilega við áhorfanflann. Þetta er bara sniðugt. Og hinni sniðugu hugmynd til sviðsetningar er í verki fylgt eftir með þrótti, áhuga og útsjónarsemi í sýningu þeirra Þórunnar Sigríðar og Stefáns Baldurssonar. Vera má að visu að óviðbúnum áhorfandanum finnist eins og ögn snúið að fylgjast til hlítar með leik — og frásagnarefninu, því sem er að gerast i leiknum. En gerir það nokkuð til? Er ekki bara blessuð tilbreytni og upplyfting i þvi að einu sinni sé lögð nokkur raun eða þraut á áhorfanda í leikhúsinu? Hitt er að vísu lakara hve örðugt er að eygja nokkurt skiljanlegt sam- hengi, lífrænt eða rökrænt samband á milli aðferðar og efniviðar sýningarinnar. Mér er eiður sær — ég botna ekkert í þvi hvað veldur þessari fyrirtekt og fyrirgangi í þeim Þórunni og Stefáni. Ég fékk ekki betur séð, að svo miklu leyti sepi ráðið verður í efnið á hinni útsláttarsömu sýningu en Nína Björk Árnadóttir hafi í ver- unni stílað ósköp einfalt melódrama, að vísu aukið lýriskum andköfum og útúrdúrum, sem nærtækt sé að leika með einföldu, raunsæislegu en ívið stílfærðu móti á venjubundnu sviði. Ef á að leika það. Áreiðanlega vill hún vera að fjalla í leikritinu urn raunveruleg mannleg vandamál. Og til þess segir hún sögu. Það liggur að visu ekki í augum uppi hvað hefði í slikum meðförum orðið úr þvi upp- kasti leiks sem í staðinn hefur orðið tilefni þessarar sýningar. Sagan i leiknum er ofur-einföld og algeng. En hér fáum við eina ferðina enn vondan burgeis (Bessa Bjarna- son) sem stelur úr banka, okrar á húsaleigu og lætur senda kærasta dóttur sinnar í steininn, hans kúguðu eiginkonu (Helgu Bachmann) og vondan kumpán með itök í dóms- valdinu (Helgi Skúlason). Líka skoffínslegu nýríku hjónin (Helgu Jónsdóttur og Þórhall Sigurðsson) í Iifsgæðakapphlaupinu. Dóttir bur- geishjóna (Tinna Gunnlaugsdóttir) er ólétt og elskar kærasta sinn (Sigurð Sigurjónsson) sem lent hefur i alls- konar klandri, og á fyrir það að fara í fangelsi, alinn upp á hrakningi og útigangi. Hann á vitskerta móður (Brieti Héðinsdóttur) sem hefur uppi ýms skáldleg orðsvör og tiltektir í leiknum. Svo er líka góður félags- ráðgjafi (Sigriður Þorvaldsdóttir) og þjónn á veitingahúsinu (Arnar Jóns- son). Allt þetta fólk skreppur út úr og inn í sín tilteknu hlutverk og myndar eftir þörfum „kór” í sýningunni og er þá um leið gestir á veitinga- staðnum. Því að leikritið gerist sem sé i draumi og draumurinn á veitinga- stað, og á þá frásagnaraðferðin að helgast að þvi. Það er víst ekki sanngjarnt að endursegja svona söguefni Nínu Bjarkar. Það er bara svo voðalega banalt. Og þó er það verst að henni nægir ekki að hafa strákinn á sjónum og vilja vera þar áfram eða langa kannski til að fá sér vinnu i landi og fara að skaffa fyrir konu og barn ef hann bara slyppi undan dómi. Bara venjulegur strákur. Nei, nei: endilega þarf hann að hafa málaragáfu. Skyldi þá frelsi hans vera fólgið i því að fara að framleiða málverk handa burgeisunum og bankavaldinu? Leiklist Æ, ég veit svei mér ekki. En það er sama samt: vera má að í lýsingu, skiptum þeirra mæðgina, Sigurðar og Brietar, og stöku stilfærðu leikatriði óri fyrir raunverulegum skáldlegum úrlausnarefnum. En þau fengu ekki þá útrás né endurlausn í þessari sýningu með hennar sérkennilegu meðferð að efninu. Það er ekki að sjá að skáldlegar hugmyndir Nínu Bjarkar passt saman við leikrænar tiltektir og uppátæki Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur. Það eru að vísu þau sem einkum vekja áhuga á þessari sýningu. Hún verður bara að búa til leikrit sjálf, manneskjan. Þvi miður komst ég ekki til frum- sýningar á Hvað sögðu englarnir? á fimmtudagskvöld. En annarri sýningu, i gærkvöldi, var vingjarn- legatekið. Aðstandendur leikritsins Hvað sögðu englarnir? eftir Nínu Björk Árna- dóttur, — f.v. Þórunn S. Þorgríms- dóttir leikmyndahönnuður, höfund- urinn og Stefán Baldursson leikstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.