Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÖBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Leikur, sem er bezt gleymdur sem fyrst — ísland vann írland 58-56 í af ar slökum leik í Höllinni Landsleikur íslendinga og íra í körfuknattleik á laugardaginn hlýtur að teljast einhver allra lélegasti leikur sem íslenzkt landslið hefur sýnt fyrr og síðar. Þrátt fyrir að naumur sigur, 58— 56, ynnist var leikur liðsins ákaflega ósannfærandi allan tímann. Ósannfær- andi þrátt fyrir þá staðreynd að írarnir eru virkilega lélegir. Þeir eru stífir og ákaflega óliprir leikmenn. Þeim tókst þó lengstum að gera það sem íslending- unum tókst ekki, nefnilega að hitta ofan í körfuna þótt ekki væri nema endrum og eins. Undir lokin var mikill darraðardans stiginn á fjölum Hallar- innar en írunum tókst ekki að jafna melin. Fyrri hálfleikurinn í þessum leik var með því allra slakasta sem maður hefur augum litið í körfunni i vetur. írarnir léku svæðisvörn með góðum árangri og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að þeir breyttu yfir i maður-á-mann vörn. Lengst af var maður þeirrar skoðunar að íslenzka landsliðið væri hreinlega svo óvant þvi að leika gegn svæðisvörn og hlutirnir gengju þar af leiðandi ekki upp þess vegna. Maður-á- mann vörn er leikin hér heima af lang- flestum liðum og aðeins örlar á svæðis- vörn endrum og eins. Hvort sem skýr- ingin á þessu lélega gengi landsliðsins er þessi eður ei er frammistaða þess ekki beint til að hrópa húrra fyrir. Ekki hvað sizt ef tekið er tillit til þess að írarnir voru teknir ærlega í karphúsið i Njarðvík á föstudagskvöldið er landinn sigraði 108— 80. Nú náði islenzka liðið rétt helmingi þeirrar stigatölu. Hreint ótrúlegt en sóknarleikurinn var einfald- lega í molum. Aðeins endrum og eins tók liðið góðan sprett en þeir stóðu aldrei lengi. frarnir tóku forystu í byrjun og héldu henni óslitið þar til 9 minútur voru til leiksloka. Þá komst ísland yfir 46—44 en írarnir komust strax yfir á ný. ísland jafnaði metin á ný 54—54 og komst siðan í 56—54. írarnir jöfnuðu en íslendingar áttu lokaorðið. Fyrri hálfleikurinn vakti mikla undrun þeirra er hann sáu. Þegar 15 mín. voru búnar af honum var staðan 23—16 fyrir frana. ísland var þá búið að gera að meðaltali rúmlega eitt stig á mínútu. Undir lok hálfleiksins lagaðist sóknin aðeins en írarnir leiddu 33—28 í hálfleik. Mikið var um misskilning í sókninni og rangar sendingar voru ótrúlega margar. Írarnir voru aftur á móti svo þungir að um hraðaupphlaup var aldrei að ræða af þeirra hálfu. Varnarleikur íslands var nokkuð góður og tókst að halda frunum fyrir utan teiginn lengst af. Hittni þeirra var nokkuð góð á köfl- um og þar lá munurinn oftast. Fráköst hirtu þeir aftur á móti sárasjaldan. Símon Ólafsson var kóngur í ríki sinu í vörninni og hirti mikinn fjölda frá- kasta. í sókninni voru þeir mest ábcrandi, Jón Sigurðsson og Kristinn Jörunds- son, þótt hvorugur hafi átt neinn stór- leik. Torfi átti afleitan dag framan af en undir lokin fór hann loks að hitta og skoraði þá mikilvægar körfur. Reyndar eru allar körfur mikilvægar þegar skorið er ekki hærra en 58 stig. Þá átti Gunnar Þorvarðarson yfirvegaðan leik að vanda. Leikmaður sem aldrei bregzt. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik nema hluta úr leiknum ogk slíkt er að sjálfsögðu ekki vænlegt til árangurs. Sem betur fer vita allir körfuknattleiks- unnendur að landsliðið getur miklu meira en þetta og þessi leikur er bezt gleymdur sem fyrst. Með meiri sam- æfingu og þegar við höfum fengið t.d. Pétur Guðmundsson í miðherjastöð- una er hægt að fara að gera raunhæfar kröfur til liðsins. Stigin skiptust þannig: Jón Sigurðs- 'son 12, Kristinn Jörundsson 12, Símon Ólafsson 10, Torfi' Magnússon 8, Gunnar Þorvarðarson 8, Kolbeinn Kristinsson 4, Þorvaldur Geirsson 2 og Rikharður Hrafnkelsson 2. Dómarar voru þeir Þráinn Skúlason og írinn Treacy. Hvorugur þeirra átti góðan dag og ekki er of djúpt tekið í árinni með því að segja að írinn sé sá slakasti dómari sem undirritaður hefur séð. Ekki aðeins var hann hrottalega hlutdrægur heldur orkuðu flestir dómar hans tvímælis að auki. Þráinn sýndi a.m.k. samræmi í dómum sínum þótt oft hafi honum orðið á slæm mis- tök. - SSv. Simon Ólafsson var sterki maðurinn i islenzku vörninni gegn Irunum á laugardag. Hann hirti fjölda frákasta og réðu írarnir ekkert við hann. DB-mynd Bjarnlcifur. -Prófkjör— í Reykjavík ATKVÆÐASEÐILL í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK 28. og 29. okt. 1979 um bkipan framboðslista sjálfstæðismanna við alþingiskosningamar veturínn 1979 sunnudaginn2& ogmánudaginn29. okt nk. Albert Guömundsson, fyrrv. alþinqismaður, Laufásveqi 68 Ágúst Geirsson, símvirki, Langaqeröi 3 Bessí Jóhannsdóttir. kennari, Hvassaleiti 93 Birgir fsl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, Fjölnisveqi 15 Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður, Einarsnesi 4 Elín Pálmadóttir, blaðamaður, Kleppsveqi 120 Ellert B. Schram, fyrrv. alþinqismaður, Stýrimannastía 15 Erna Ragnarsdóttir, innanhussarkitekt, Garðastræti 15 Finnbjörn Hjartarson, prentari, Norðurbrún 32 Friðrik Sophusson, fyrrv. alþinqismaður, Ölduqötu 29 Geir Hallgrímsson, fyrrv. alþinqismaður, Dynqiuveai 6 Guömundur H. Garðarsson, form. Verslúnarm fél. Rvikur. Stigahlið 87 Guðmundur Hansson, verzlunarmaður, Hæðargarði 2 Gunnar S. Björnsson, trésmíðameistari, Geitlandi 25 Gunnar Thoroddsen, fyrrv. alþingismaður, Víðimel 27 Gunnlaugur Snædal, læknir, Hvassaleiti 69 Hallvarður Sigurðsson, rafvirkjanemi, Bústaðavegi 55 —— Haraldur Blöndal, héraðsdómslögmaður, Drápuhlíð 28 Hreggviður Jónsson, fulltrúi, Nesvegi 82 Jóna Gróa Siqurðardóttir. húsmóðir, Búlandi 28 Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, Skeiðarvogi 7 Kristján Guðbjartsson, fulltrúi, Keilufelli 12 Kristján Ottósson, blikksmiður, Háaleitisbraut 56 Pétur Sigurðsson, sjómaður, Goðheimum 20 Raqnhildur Helqadóttir, fvrrv.alþinqismaður, Stiqahlíð 73 ATHUGIÐ: Kjósa skal 8 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, skal það gert með því að setjatölustaf fyrirframan nafn frambjóðanda í þeirri röð, sem viðkomandi óskareftir, að frambjóðandi skipi á endanlegum framboðslista.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.