Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 34

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 34
DAC.BLfiÐIÐ. MANUDAGUR 29. OKTOBER 1979. fleira , FOLK Snorri, Pétur og dr. Kristján í norsku pressunni: Norðmaðurinn alveg gáttaður — á því að enginn lífvörðurværi áBessastöðum Þrír nafnkunnir íslendingar voru til umræðu í norskum blöðum fyrir helgina. í heilsíðuviðtali í Aften- posten á fimmtudag ræðir forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, um Snorra Sturluson og verk hans i til- efni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Snorra. Forsetinn kom til Osló sem heiðursgestur háskólans og heldur hann ræðu á fjölbreytilegri Snorrahátið i hátíðasal háskólans í dag. Blaðamaður Aftenposten leggur áherzlu á að forsetinn sé ekki í boði háskólans heldur fyrst og fremst í krafti embættis sins en hann sé einnig mikilsvirtur visindamaður. I)r. Kristján. Viðtalið er fróðlegt og læsilegt og gaman að stilbrögðum blaðamanns þegar hann ber saman ágæti forset- Pétur. ans og Snorra Sturlusonar. Blaða- maðurinn undrast mjög að enginn Iíf- vörður skuli vera á Bessastöðum eða Skipverjar á Skaftafellinu lögðu kollhúfur þegar þeir sáu tollbátinn nálgast skip sitt á ytri höfninni í síð- ustu viku. Auk tollvarða þekktu þeir i bátnum Kristin Ólafsson tollgæzlu- stjóra og Hjalta Zóphaniasson, deildarstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu. Voru þeir viðbúnir hinu versta. Skýringin á þessari óvæntu heim- sókn var sú að dómsmálaráðuneytið heldur um þessar mundir námskeið fyrir löggæzlumenn úti á landi sem einnig hafa tollgæzlu með höndum. Þótti vissara að leiðbeinendur úr ráðuneytinu kynntust sjálfir ærlegri tollskoðun áður en þeir færu að leið- beina öðrum. Er sagt að Kristinn tollgæzlustjóri hafi valið til skoðunar skip sem fyrir- fram mátti treysta að ekkert ólöglegt fyndist í þrátt fyrir það að alþekkt smyglskúta hefði orðið til meiri lær- dóms. Og svo er það þessi frá sveitar- keppni lækna í bridge: Eitt hjarta — tvö nýru. Snorri. áskrifstofu forsetansi Reykjavík. Þriðji Íslendingurinn sem rataði á síður norsku blaðanna var knatt- spyrnumaðurinn Pétur Pétursson. Ástæðan er sú að í Feyenoord leikur Norðmaðurinn Roger Albertsen og þess vegna fylgjast norsk blöð náið með framgangi liðsins. Verdens Gang, útbreiddasta blað Noregs, birti í gær fjögurra dálka mynd af því er Pétur skoraði fyrsta markið af þeim þremur sem hann skoraði gegn Malmö SF. VG segir að maður dags- ins hafi verið íslendingurinn Pétur Pétursson og bætir við að hann sé nú markahæstur í hollenzku deilda- keppninni með fjórtán mörk. Blaðið klykkir út með því að segja að Pétur Pétursson sé i dag aðalumræðuefnið i hinu mikla knattspyrnulandi, Hol- landi. íslendingar í Noregi geta því borið höfuðið hált þessa dagana. SJ, Osló. Loksins ferð sem borgar sigfyrir skattborgarana Ýmiss konar ferðalög kerfiskarla eru ekkert annað en leikur með pen- inga skattborgaranna. Víst er talið að ein slík ferð eigi þó eftir að borga sig fyrir það fólk. Sveinn Þórðarson, skattstjóri Reykjanesumdæmis, Kristján Jónas- son, skrifstofustjóri rikisskattstjóra, og Friðleifur Jóhannsson, deildar- stjóri hjá sama embætti, fóru fyrir nokkru á skattaráðstefnu sem haldin var i Stokkhólmi. Engir körfukjúklingar Kjartan niðursoðinn Það eru fleiri en sjómenn og stjórnmálamenn sem láta sig varða störf Kjartans Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra. Ungur listamaður, Sverrir Ólafsson, sem á laugardag opnaði sýningu i FÍM-salnum við Laugatncsveg, gerir þennan litla skúlptúr með ásjónu ráðherrans — en ekki skal DB fullyrða með hvaða hugarfari myndin var gerð! - DB-mynd / AI Hurðarbaksættin með stærsta ættarmótið Fyrir nokkru var haldið í Félags- heimilinu Þjórsárveri eitt stærsta ætt- armót innanhúss sem haldið hefur verið hér á landi. Um 200 manns af ætt þeirra Árna Pálssonar (f. 1862) og Guðrúnar Sigurðardóttur (f. 1862), sem bjuggu að Hurðarbaki i Villingaholtshreppi, komu saman í féiagsheimilinu og borðuðu þar og skemmtu sér við söng, gamanmál og dans fram el'tir nóttu. Þau Hurðarbakshjón eignuðust 13 börn og ólu upp eina fósturdóttur. Af börnutn þeirra eru fjögur enn á lifi. Niðjar þeirra Árna og Guðrúnar eru orðnir rúmlega 400. í svo stórum hópi er margt hæfileikafólk og meðal annarra sem fram komu á ættarmót- inu voru Stefanía Pálsdóttir mynd- listarkona og Páll .lóhannesson söngvari, sigurvegari i hæfileika- keppni DB. Mótsstjóri var Árni Magnússon, fyrrverandi hreppsstjóri og fjall- kóngur í Flögu. Voru Hurðbekingar i sjöunda himni eftir þetta yel heppn- aða kvöld og hafa ákveðið að hiltast aftur að þremur árum liðnum og þá utanhúss. - GAJ / MKH, Kyrarbakka. Fóstursysturnar Guðbjörg Árnadótt- ir og Guðríður Sæmundsdóttir á góðra vina fundi. DB-mynd Magnús Karel. Til meðferðar voru alls konar hlunnindi i skattalegu tilliti. Voru til umræðu afnot bifreiða, friar sólar- landaferðir og vörukaup á heildsölu- verði, svo eitthvað sé nefnt. Kunnáttumenn telja þó að árangur ferðarinnar hefði orðið fljótvirkari ef Ólafur H. Ólafsson í rannsöknar- deild skattstjórans i Reykjavík hefði flotið með. Ásgerður Búadóttir (önnur frá vinstrí) i hópi ungra veflistamanna á siðasta Textfltríennal að Kjarvalsstöðum. Þaer eru frá vinstri Sigrún Guðjónsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Ragna Róbertsdóttir. Fremst er dóttir Ásgerðar. entsverksmiðjan var að steypa ein- hvern hólk út i Krossanesi og prúðu leikararnir i Verkamannasamband- inu þinguðu á Hótel KEA . . . Ásgerður gerir lukku Raunir Alþýðu- blaðsritstjórans Einvigi dr. Braga og Benedikls for- manns og forsætisráðherra um topp- sæti krata í Reykjavik er bráðfjörugt innlegg i kosningabaráttuna. Alþýðublaðið ætlaði að gera slagn- um skil og tók viðtal við Braga. Síðan var Benedikt beðinn um viðtal. Ráð- herrann bað um að fá að heyra við- talið við Braga lesið fyrir sig — sem liann og fékk. Að lestrinum loknuni leizt formanninum ekkert á blikuna og baðst undan viðtali. Ritstjórinn, Jón Baldvin Hannibalsson, átti svo næsta leik. Hann lét kippa viðtalinu við Braga út og niðurstaðan varð sú að kratamálgagnið birti ekkert annað en þurrar upplýsingar um prófkjörið — og auglýsingu um kosningaskrif- stofu Benedikts. Ég veit satt að segja ekki hvað þeir voru að tala um þarna á Ráðhústorg- inu, Jóhann söngvari Konráðsson og Hreiðar húsvörður í Amaró. En af nógu var að taka þennan dag — Sem- Nafn Ásgerðar Búadóttur vefn- aðarkonu er nú æ oftar nefnt þegar rætt er um helztu vefara og Iistiðn- aðarfólk á Norðurlöndum. Nýverið var henni falið að gera stórt teppi fyrir skrifstofur Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn og nú hefur DB fengið í hendur blaðaúr- klippur frá hinni stóru textilsýningu, Textíltriennalen, sem nú er á ferð um Norðurlönd. Þar er Ásgerðar oft- sinnis-getið og mjög lofsamlega og i sumum greinum eru verk hennar notuð til að kynna sýninguna alla — en hún er ein af sex vefurum íslenzk- um sem taka þátt í þessari sýningu. Ennfremur er þess getið að hið þekkta Röhsska listiðnaðarsafn i Gautaborg hafi keypt verkið Atlantis eftir Ásgerði og er það mikill heiður. I Sements- hólkur eða Prúðu leikararnir?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.