Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 36
36 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. BARTSKERINN Laugavegi 128 v/Hlemm Simi 23930 Vandlátir koma afturogaftur SÉRPANTANIR í PERMANENT. HALLBERG GUÐMUNDSSON ÞORSTEINN Þ0RSTEINSS0N Fjörlega boðið íá skartgrípauppboði: 98 milljónir fyrir eyrna- lokka og 18,5 milljónir fyrir einn demant Demanta- og perluskreyttir eyrna- lokkar voru seldir á uppboði í New York í fyrri viku fyrir óheyrilega háa upphæð eða 230 þúsund dollara. Á ferðamannagengi er það rúml. 98 millj- ónir ísl. kr. Brezk drottning, Henrietta María, fékk þessa dýrindis eyrnalokka í gjöf frá manni sínum Karli I. Bretakonungi. Það var á 17. öld sem brezkir eigin- menn voru svona rausnarlegir við konursínar! Þessir sömu eyrnalokkar voru síðast á uppboði fyrir tíu árum í Sviss. Þá voru þeir slegnir á „litla” 65 þúsund dali sem er „ekki nema” rúmlega 27 millj. kr. Á þessu skartgripauppboði, sem haldið var hjá einum fínasta uppboðs- haldara i heimi, Christie, fékkst einnig hæsta verð fyrir demantakarat i hvítum demanti. Verðið sem fékkst var 58 þús- und dollarar fyrir hvert karat og þar sem demanturinn var 7,45 karöt, var verðið 430 þúsund dollarar. Það er nærri 18,5 milljón ísl. kr. á ferða- mannagengi. Kaupandinn var ónafngreindur New York-búi. Hæsta verð sem áður hefur fengizt fyrir demantakarat var í Sviss í maí sl., 38 þúsund dollarar fyrir karal. Þeir eru svo sannarlega ekki á neinu nástrái þeir sem sækja uppboðin hjá Christie! Snyrtivörudrottningin Estee Lauder orðin milljón dollurum fátækari Þrir skúrkar réðust inn í stórhýsi snyrtivörudrottningarinnar Estee Lauder i New York á dögunum. Höfðu þjófarnir á brott með sér einnar milljón dollara virði í skartgripum og lausafé. Það er umreiknað í ísl. kr. hvorki meira né minna en nærri því 430 milljónir, samkvæmt ferðamannagengi. Maður nokkur, sem var dulbúinn sem bílstjóri, kom að hliðardyrum stór- hýsisins og sagðist vera kominn til þess að sækja frú Lauder. Þegar einkabíl- stjóri frúarinnar opnaði dyrnar til þess að kynna sér hvernig í málinu lægi dró aðkomumaður upp skammbyssu og réðist til inngöngu i húsið með tveimur félögum sínum sem biðu á gangstétt- inni fyrir utan húsið. Bófarnir kefluðu bæði frú Lauder, bílstjórann, tvær vinnustúlkur og að- komumann, er þar var i heimsókn, og létu síðan greipar sópa. Þegar eiginmaður Estee, Joseph, kom heim, en hann hafði brugðið sér á rakarastofuyÖrá honum í brún er hann fann konu sína o| þjónustulið allt keflað og hringdi hann umsvifalaust í lögregluna. Þessi vínbar er til sölu. — Sérsmíð- aður úr palesand- eroghnotu. Uppl. í síma 84048 eftir kl. 4 eða 81140 tilkl.4. Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR H.F. Einholti 6, sími 18401. Storkamir ístorkaborginni Berghusen Storkinum, þessum fugli sem tengd- ur hefur verið barneignum i hugum Evrópubúa, fer þar sífellt fækkandi. Hvað sem veldur þá er hann sísjaldgæf- ari gestur í löndum Norður-Evrópu. Borgin Berghusen i fylkinu Schleswig- Holstein í Vestur-Þýzkalandi er fræg ,storkaborg. Frá aldaöðli hafa stork- arnir komið þangað til að verpa. Borg- arbúar vilja alls ekki missa storkana. Nú er í gangi mikil herferð sem ætlað er að sjá svo um að storkum fækki ekki. Sérfræðingar aðstoða storkana við að búa til hreiður. Berghusen ráða- menn sjá svo um að ávallt sé til nægi- legt fóður fyrir fuglana. Starfið hefur þegar borið árangur og rúmlega eitt hundrað storkar hafa komið til borgar- innar sunnan úr Afríku. Yfirvöld náttúruverndarmála i Vestur-Þýzkalandi hafa friðað storkinn og aðgerðirnar eru aðeins þáttur i við- tækara starfi til verndar honum. Efþér finnst vanta rnann úr atvinnulífinu á Alþingi — þá viljum við benda á Gunnar S. Björnsson trésmíðameistara sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28.—29. okt. nk. Stuðningsmenn. Laserbyssa til vamar mengun Laserbyssan sem er á þaki bifreiðar- iitnar getur numið agnarsmáar n\eng- unaragnir frá kjarnorkuverum og það meira að segja í margra miina fjarlægð. Allir eru hræddir við geislavirkt ryk frá kjarnaofnunum og því ómetanlegt að eiga kost á sliku þarfaverkfæri. Laser- geislar geta áð sögn numið mengun í andrúmsloftinu í allt að fjörutíu kíló- metra fjarlægð frábyssunni. Þar sem mengunarbyssunni er komið fyrir á bifreið má síðan færa hana til eftir vild. Að vísu er gripurinn ekki gef- inn. Að sögn kostar laserbyssan um það bil fimmtíu milljónir íslenzkra króna. Ekki er það þó mikil upphæð samanborið við það tjón sem hægt er að koma í veg fyrir ef einhver af hinum stóru kjarnaofnum heimsins bilar og fer að menga umhverfi sitt með dauða- geislum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.