Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 40
Sólnes hugsar enn ráð sitt: Engmnvandiað fá meðmælendur ,,Nei, blessaður vcrtu, það skiptir mig engu máli hvernig fer hjá krötum. Það er stuðningur sjálfstæðisfólks sem máli skiptir,” sagði Jón G. Sólnes í morgun. Sólnes hefur enn ekki ákveðið sér- framboð. Getgátur eru um að hann bíði úrslita í prófkjöri Alþýðuflokksins í kjördæminu áður en hann taki ákvörðun. Myndi hann bjóða fram ef Bragi Sigurjónsson næði 1. sæti hjá krötum, en ekki ef Árni Gunnarsson ynni sætið. Jón vísaði slikum vanga- veltum á bug. ,,Það er góður tími þangað til fram- boðsfrestur rennur út og viss skilyrði sem uppfylla þarf ef út i framboð er farið. Nei, nei, það verður ekkert vandamál að fá meðmælendur ef með þarf. Skárra væri það nú! -ARH. Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi: GUNNLAUGUR RETT FÉLL FYRIR ÓLAFI 13% atkvæða ógild.—Tvö atkvæði skildu þá að. — Hart deilt um vafaatkvæði og endurtalning í kvöld Talningin i prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi var æsispennandi. Barátta Ólafs Björnssonar í Keflavík og Gunnlaugs Stefánssonar um 3ja sæti listans var hörð og tvísýn. Lengi vel var Ólafur vel yfir í talningunni. Gunnlaugur seig fram úr þegar líða tók á. Þegar upp var staðið reyndist Ólafur hafa 2 atkvæði fram yfir Gunnlaug. Talningin var endurtekin og spáð var í vafaatkvæði. Fylgisfólk Gunnlaugs var auðheyrilega allt annað en kátt með úrslitin. Menn deildu hart um það hvort nokkrir seðlar, sem kjörstjórn úrskurðaði gilda, væru i raun gildir samkvæmt reglum um prófkjörið. 6 seðlar fundust ekki í endur- talningu og tveggja atkvæða forskot Ólafs var staðfest. Gunnlaugur er þar með fallinn úr sínu sæti og þar með af listanum. Ákveðið hefur verið að endurtelja í Hafnarfirði í kvöld. Víst má telja að hart verði deilt um vafaatkvæðin, þar sem úrslit um 3ja sætið geta ráðizt eftir því hvern dóm þau fá. Úrslitin urðu annars þannig: 1; Kjartan Jóhannsson ráðherra, samtals 2301 atkvæði. 2. Karl Steinar Guðnason fyrrv. alþm., 1999atkvæði. 3. Ólafur Björnsson, 1287 atkvæði. 4. Guðrún Helga Jónsdóttir Kópa- vogi, 1667 atkvæði. 5. Ásthildur Ólafsdóttir, Hafnar- firði, 2156atkvæði. Gunnlaugur Stefánsson fékk samtals 1285 atkvæði í 2. og 3. sæti og gaf ekki kost á sér í aftara sæti en 3. örn Eiðsson fékk samtals 1843 at- kvæði í 2.-5. sæti. 3257 manns tóku þátt í próf- kjörinu. Ógildir seðlar voru hvorki meira né minna en 443, eða 13% Ástæðan er augljóslega of flóknar reglur um atkvæðagreiðsluna í próf- kjörinu. -ARH. Gunnlaugur Stefánsson var óhress með þann úrskurð kjörnefndar að taka gildi atkvæði sem hann og margir fleiri töldu tvi- mælalaust ógild. Sumir töldu að sá úrskurður muni kosta hann 3. sætið á listanum, verði hann staðfestur. DB-mynd: Hörður. BRÚÐHJOr1 — hestamenn ganga í það Það færist í vöxt að brúðkaup fari fram með óvenjulegum hætti. í síðustu viku komu ung brúðhjón á hestum til kirkju í Hafnarfirði. Að vonum vakti það brúðkaup mikla at- hygli fyrir þann sérstæða svip sem það bar með sér. En þeir eru fleiri hestamennirnir sem ganga í hjónabandið þessa dagana. í gærdag fór fram í Ár- bæjarkirkju brúðkaup þeirra Lauf- eyjar Dísar Einarsdóttur, og Magnúsar Þórs Sigurðssonar. Þau létu sér ekki nægja að koma tvö ein á hestum heldur höfðu fylgdarlið sitt með sér. Kom hersingin ríðandi að kirkjunni þar sem brúðhjónin voru gefin saman í reiðfötum. DB-mynd S. Að vísu var þar um tvenns konar atha'fnir að ræða því barni þeirra hjóna var gefið nafn um leið. Ekki kom barnið þó á hesti, enda heldur ungt til þess ennþá. Það á þó eflaust eftir að fá hestaáhugann frá for- eldrunum þegar árin líða. -ELA. Brúðhjónin Laufey Dis Einarsdóttir og Magnús Þór Sigurðsson koma til brúðkaupsins á hestum sínum. 1 fótspor þeirra koma svaramenn og annað fylgdarlið einnig á hestum. DB-myndir Hörður. Tæplegafimmtugur maðurhefurjátað Sjö lögreglubílar og hópur lögreglu- manna var í spilinu er kæra kom á mann fyrir kynferðisafbrot gegn 7 ára dreng á - föstudagskvöldið. Gat drengurinn þrátt fyrir mikla geðshrær- ingu, gefið góða lýsingu á staðnum þar sem verknaðurinn var framinn og á manninum er verknaðinn framdi. Leitin tók stuttan tíma því maðurinn fannst á heimili sínu eftir bílnúmera- skrá, en hann hafði unnið að viðgerð á bilnum í húsi við Sólvallagötu er verknaðurinn var framinn. Maðurinn, tæplega fimmtugur, hefur játað ‘verknaðinn. Fóru yfir- heyrslur fram alla helgina en maðurinn var þó ekki úrskurðaður í gæzluvarð- Það hald. -A.St. ferðisafbrotamanninum. Srjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 29. OKT. 1979. Alþýðuflokkurá Noiðurlandi eystra: Kjöigögn Þórshafnar- búa týndust Kjörgögn vegna prófkjörs Alþýðuflokksins á Þórshöfn fóru á flæking og komu ekki í leitirnar þegar til átti að taka um helgina. Því var ekki kosið hjá krötum á Þórshöfn. Ætlunin var að reyna í annað sinn að senda Þórshafnarbúum kjörgögnin og gefa þeim kost á að kjósa í dag. Af þessum ástæðum dregst að fá á hreint úrslit í prófkjöri Alþýðuflokks í Norðurlands- kjördæmi eystra. En búizt er við að talning geti farið fram á morgun. 1500—1600 mannstóku þátt í próf- kjörinu í kjördæminu, þar af 950 á Akureyri og um 300 á Húsavík. Kjör- sókn á Akureyri þótti fremur dræm, en með miklum ágætum á Húsavík. -ARH. Reykjanes: Álþýðu- bandalags- listinn ræddur 1 Uppstillinganefnd Alþýðubandalags ;í Reykjaneskjördæmi fjallar um listann þar i kvöld. Síðan verða tillögur iuppstillinganefndar lagðar fyrir kjör- jdæmisráð, sennilega á morgun. Ekki var haft forval í kjördæminu. _________________-BS. „íkveikja viljandi GÖð óviljandi” — er eldurkom uppí Pósthússtræti 17 í morgun kl. 4.42 varð þess vart að reyk lagði frá húsinu nr. 17 við Póst- hússtræti, húsi Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. Er slökkvilið kom á vett- vang logaði út um kjallaraglugga. Var eldurinn, sem kviknað hafði í kjallara hússins, þar sem rammagerð er til húsa, aðeins farinn að teygja sig upp á hæðina með röralögnum. | Allmikið tjón varð af eldi” í kjallaranum og talsverðar skemmdir af reyk og sóti á hæðinni en þar er tannlæknastofa auk stofu Kristjáns augnlæknis og heiðursborgara. Varð að brjóta upp hurð á tannlækna- stofunni til að komast að eldinum. Rannsóknarlögreglan taldi í morgun að þarna væri um íkveikju, að ræða, viljandi eða óviljandi, en málið er enn í rannsókn. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.