Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1979. ----/------------------- Vöru-og brauðpeningar- Vöruávísanir Pertingaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort FRÍMERKI Alltfyrirsafnarann Hjá Magna S5 PRÓFKJÖR SJÁ LFSTÆÐ/SFL OKKSHMS Munið Krístján Guðbjartsson Bílar og snjódekk Til sölu nokkrir VW 1200 L árg. 74, einnig ný og notuð snjódekk, stærð 560 x 15. Uppl. í síma 22022. Bústjóra vantar við svínarækt í nágrenni Reykjavíkur. Húsnæði & staðnum. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi leggi nafn, heimilisfang og símanúmer inn á auglýsingaþjónustu Dagblaðsins, sími 27022, fyrir mánaðamót. H—100 Tilsöíu BMW 528 automatic árg. '77 BMW 520 árg. '77 BMW 316 árg. '78 Renault 20 TL árg. '77 Renault 16 TL árg. '76 Renault 4 Van árg. '74 og '78 Renault 4 Van F6 árg. '78 og '79 Ford Fairmont Decor automatic árg. '78 Opið laugardaga kl. 1-6. Kristinn Guðnason hf. bifrcida- og varuhiutavcrziun, Suðurlandsbraut 20, simi 86693. Hverju breyta kosningar? Þá hefur þriðja „vinstri” — ríkisstjórnin á íslandi runnið sitt skeið og fæstum harmdauði, — úr því sem komið var. En hún skilur eftir sig langan slóða óleystra mála, efnahagsleg og félagsleg, að ógleymdum stóru loforðunum um „samningana i gildi” sem Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag lofuðu óspart fyrir siðustu kosningar, ef þeir fengju aðstöðu til að kosningum loknum. Báðir þessir flokkar juku þingstyrk sinn verulega og gátu orðið virkt og sterkt afl, ef allt hefði verið eðlilegt og lýðræðislegt. En hængur þessa sigurs var sá, að Alþýðubandalag gat aldrei viðurkennt sigur Alþýðu- llokksins og reyndi með öllum tiltækum ráðum að gera hann sem óvirkastan innan þings sem utan- þings, þangað til í óefni var komið, stjórn Verkamannasambands íslands krafðist þess, að þessir flokkar stæðu að stjórnarmyndun, sem væri bein afleiðing kosningasigra þeirra. Þá sömdu þessir flokkar, án heilinda, um samstarf og sömdu við Framsóknarflokkinn, sem að visu voru slæmir kostir, og gerðu hann að forystuflokki í „vinstri” — ríkis- stjórn þrátt fyrir afhroð t kosningum. Sannast mála tel ég þá ríkisstjórn aldrei „vinstri-stjórn”, — sem Fram- sóknarflokkur á áðild að, fremur en Sjálfstæðisflokkur. Báðir þessir flokkar eiga of margt sameiginlegt, — fjársterk innanflokkaöfl, t.d. olíufélög, tryggingafélög, skipa- félög, sterk verslanasambönd og Samb. ísl. Samvinnufélaga. í öllum þessunt félögum gilda sömu sjónar- mið, — gróðasjónarmið. Þessi inrianflokkasjónarmið beggja gera það fráleitt að kenna annan við vinstrisjónarmið, en hinn við hægri- sjónarmið, Vinstri eða hægri er ekki til i íslcnsku stjórnarfari. Hér hafa alltaf verið samstcypustjórnir, sem hafa orðið að taka mið af hvorutveggja og orðið hrærigrautur og baktjalda- Kjallarinn GarðarViborg makk, eins og alþjóð veit. Vinstri ríkisstjórn hefur aldrei verið við völd á íslandi. Þessvegna er fráleitt að fella þann dóm, sem ýmsir stjórnmála- menn leyfa sér að kveða upp, að vinstriríkisstjórnir hafi alltaf reynst illa. Tveggja flokka ríkisstjórnir hafa oftast reynst slappar og tilþrifalitlar og fengið á sig ýmis nöfn manna á milli. En hinu er ckki að leyna, að margt hefur á unnist í réttlætisátt og margslags félagslegar réttarbætur náðst fram fólki til handa. Túlkun stjórnvalda á réttarbótum fólki til handa hefur verið mismunandi eftir þvi hver félagsþroski ráðamanna hefur verið hverju sinni, eða hvaða afl hefur mestu ráðið í rikisstjórnum það og það sinnið. En sorgarsagan er sú, — að hér hcfur aldrei frá lýðveldisstofnum verið einn flokkur við stjórn og verið kallaður til ábyrgðar. Þess vegna hafa flokkarnir aliir með tölu skcllt skuldinni hver á annan og þvegið sig hreina og þá getað sagt fólki það, sem þeim kemur best, þegar trausts er leitað í Alþingiskosningum. Þrístirnið Fráfarandi ríkisstjórn var þriggja flokka stjórn, sem alþjóð veit, og hún var i raun andvana fædd vegna innbyrðis deilna og tortryggni. Þrátt fyrir feyskna innviði átti hún sína hveitibrauðsdaga, — og þá sýndi hún ýms tilþrif til réttarbóta öryrkjum verka- og launafólki og tókst á fyrstu dögum sínum að afnema og lagfæra mistök og réttarskerðingar fyrri stjómar. En sú sæla tók skjótan endi, eins og verðbólgan sannar. En svo er hitt, hvað er orðið um margnefndan félagsmálapakka verka- og launa- fólks? Get ég litið greint frá. Það geta forystumenn launþegasamtaka betur upplýst. Þeir þræðir eru í þeirra höndum. Ríkisstjórn, sem þarf að bræða saman í eina heild þrjú ólík sjónar- mið, stjórnunarlega séð og til efna- hagslegra aðgerða (samanber „Olafslög”, sem svo allir biðjast undan ábyrgð á) marka ekki spor til frambúðar. Samstarf við slikar aðstæður var tilgangslaust og full- komið ábyrgðarleysi. En því niiður má segja, með þó nokkrum sann- indum, að landið hafi verið svo til stjórnlaust, ósamlyndið og aðgerðar- leysið slíkt, að það beinlinis hvetur og neyðir fólk til að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, — þrátt fyrir vantraust þess á stefnumiðum hans og fyrri gerðum. Slikur dómur er sár og í hæsta máta bitur, — og þá vonandi til lærdóms fyrir forystumenn stjórnmálaflokka, óg jafnframt forystumenn ASÍ og BSRB, sem hafa síðustu mánuði sýnt slika þjónkun við flokksapparötin og flokksræðið og sýnt dæmafáa und- anlátssemi á kostnað þess fólks, sem þeir eru í forsvari fyrir, og horft fram hjá þeirri geysilegu kaupmáttarrýrn- un sem orðin er í landinu. Vi HVER ÞARF EVRÓ- ELDFLAUGARNAR? Nató hefur i hyggju að koma nýjutr, fullkomnum kjarnorkueld- flaugum fvrir i Vestur-Evrópu, sem næðu skotntörkum á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Hér er um þær eld- flaugar að ræða sem Pentagon hefur mælt nteð, „Persing —2” (virkni- svið — 1500 ntílna radíus) og vængjaðar flaugar með meðalstórum virkniradius. Lokaákvörðun um þetta efni vcrður tekin á fundi Nató- ráðsins í desentber þetta ár. Hversu mikil nauðsyn er Evrópu á nýjum vopnum og hvað kynni niður- setning þeirra þar að leiða af sér? Kjarnorku- kjallari Þessi hluti álfunnar er, samkvæmt niðurstöðum Rannsóknarstofnunar til friðarþarfa í Stokkhólmi, þéttrið- inn kjarnavopnunt Bandaríkjantanna sem nú orðið nemur 7350 ciningunt. Samkvæmt sovéskum upplýsingum cr einnig unt að ræða 3000 tæki til að flytja slik vopn á staðinn. Bætist jjinar 600 svokölluðu „Evroflaugar” við hljóta þær að gera Evrópu að samfelldum „kjarnorkukjallara”. Leiðtogar Nató og Pentagons skýra þessar áætlanir sínar, eins og vcnjulega, með „sovésku hættunni” og jafnframt með sögðum hcrnaðar- yfirburðum Varsjárlandanna yfir Nato í Mið-Evrópu. Það cr hinsvegar Ijóst, ef málið er hlutlægt skoðað án þess að athyglinni sé viljandi beint að einhverri ákveðinni gerð hergagna án tillits til annarra (skriðdrekum t.d.), að samandreginn herslyrkur Nato og Varsjárlandanna er um þessar mundir nokkurn veginn jafn. Sam- kvæmt skýrslutölum þeim sent lagðar voru fram í sambandi við Vinarfundinn, sem fjallaði uin gagn- kvæma minnkun herafla og hergagna i Mið-Evrópu, töldu herir Natólanda 981 þúsund en herir Varsjárland- anna 987,3 þúsund manns. ,,Þaðer, þegár öll kurl konia til grafar, stað- reynd," — sagði I.conid Bréshnév leiðtogi Sovétrikjanna, —” að í Evrópu rikir nú hernaðarlegt jafn- vægi, i það heila tekið, enda þótt finna megi mismun á uppbyggingu herja þessarra tveggja aðila.” Sovétrikin hafa ekki aukið her- styrk sinn í Mið-Evrópu nú um langa lirið. Og meira en það: Sovétrikin hafa nú fyrir ekki löngu tilkynnt, ef verða mætti til þess að leysa Vinar- samningana úr ógöngum, að þau muni draga úr hcrstyrk sínum í Mið- Evrópu sem ncmur 20000 hermönn- um og 1000 skriðdrekum. Sovétrikin eru jafnframt tilbúin til þess að fækka meðalvirkum eldflaugum i vesturhluta lands síns gegn því að Vesturveldin fjölgi ekki slikum vopnum á sínu svæði. SSSR og bandamenn þeirra hala margoft lýst þvi yfir að þeir líti á áætlanirnar um að koma „Persing — 2” flaugum og vængflaugum fyrir i Vestur-Evrópu sem viðleitni Nato til þess að raska orðnu jafnvægi, breyta ^ „Samandreginn herstyrkur NATO og Varsjárlandanna er um þessar mundir nokkurn veginn jafn.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.