Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 12
12 MHBIADM frjálst, úháð dagblað 'Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóii: Sveinn R. Eyjótfason. RHatjóri: Jónaa Kriatjánsson. RttstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar VakJimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: HaUur Sfmonarson. Manning: Aöalstainn Ingótfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, AtJi Rúnar HaUdórsson, Adi Steinarsson, Bragi Sig urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Abertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilm^ Karisson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður VHhjáimsson, Ragnar Th. Sig urösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjóri: Mér E. M. Haidórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeiid, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11. Aöalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur) Setning og umbrot: Dagblaöiö hf., Sföumúia 12. Mynda- og plötugerð: HUmir þf., SfÖumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftawerð é ménuðt kr. 4000. Verö f lausesötu kr. 200 ebitakið. NotafEFTA Fríverzlunarsamtök Evrópu, EFTA, eru um þessar mundir að safna upplýs- ingum um ríkisstyrki í atvinnulífi aðild- arlandanna. Þessi athugun, gerð að frumkvæði íslands, er vel á veg komin. Það var í fyrra, að Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda, kvartaði yFir því hjá samtökunum, að slíkir styrkir gætu spillt samkeppnisaðstöðu hlið- stæðra atvinnugreina í öðrum þátttökulöndum. Þegar tollar eru afnumdir, er stundum freistandi að lauma verndinni inn bakdyramegin. íslendingar eru ekki barnanna beztir, svo sem sannar dæmið um inn- borgunarskyldu á innfluttum húsgögnum. Sænsk stjórnvöld virðast hafa gengið einna lengst á þessu sviði. Sumpart er heil atvinnugrein lögð á herðar ríkisins, svo sem sænski skipaiðnaðurinn. Meira er þó um aðstoð, sem bundin er við ákveðin landsvæði eða iðnaðarþætti, ýmist í formi greiðslna til fyrirtækja eða beint til starfsmanna þeirra. Þessi aðstoð getur sumpart verið réttlætanleg, til dæmis á grundvelli byggðastefnu. En menn hafa þó áttað sig á, að hún getur gengið út í öfgar, beinzt gegn hagsmunum grannþjóða, spillt fríverzlun þjóða milli. Búast má við, að upplýsingasöfnun EFTA leiði til samkomulags um, hver og hversu mikil ríkisaðstoð megi vera án þess að teljast brot á samkomulagi aðild- arríkjanna um frjálsa verzlun. Þetta er dæmi um gagn, sem lítil þjóð á borð við ísland getur haft af þátttöku í samtökum á borð við EFTA. Fríverzlunarstefna er líka bráð nauðsyn hverri þjóð, sem hefur útflutning að hornsteini atvinnulífsins. Fríverzlunarsamtökin eru einmitt í okkar stíl ,og anda. Þar er ekki um að ræða efnahagslega samræm- ingu, sem stefnir að samruna, eins og í Efnahags- bandalaginu, heldur eingöngu frjálsa verzlun, gagn- kvæman aðgang að mörkuðum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir dálæti Svisslendinga á EFTA. Þar telja þeir sig ná helztu kostum viðskipta- samstarfs milli ríkja án þess að fórna neinu af grunn- múraðri og sögufrægri sjálfstæðisstefnu sinni. Ekki má heldur gleyma, að Fríverzlunarsamtökin voru á sínum tíma lykill okkar að Efnahagsbandalag- inu. Það var stórsigur frjálsrar verzlunar, þegar þessi tvö samtök sömdu um afnám tolla milli aðildarríkja beggja samtaka. Þar með opnaðist frjáls markaður um alla Vestur- Evrópu, án þess að smáríki eins og Sviss og ísland neyddust til að sogast inn í flókið samrunakerfi stór- velda Efnahagsbandalagsins. Samt eru not okkar af EFTA ekki eins mikil og þau gætu verið. Enn hefur ekki tekizt að koma því í kring, að fiskafurðir séu taídar iðnaðarvörur, en ekki land- búnaðarvörur. Á sínum tíma reyndu fulltrúar íslands að ná fiskaf- urðum á borð við mjöl, lýsi og lagmeti undir frjálsa markaðinn. Síðan var gefizt upp, enda minna í húFi, þegar ísland hafði náð tiltölulega hagstæðum tolla- samningi við Efnahagsbandalagið. En það er engin ástæða til, að ísland njóti síðri kjara í sínum eigin samtökum en í Efnahagsbandalaginu. Og auk þess á það að vera hornsteinn viðskiptastefnu okkar, að sem víðast séu Fiskafurðir viðurkenndur hluti hins frjálsa markaðar. Tímabært er að vekja aftur þetta mál í Fríverzlunar- samtökunum, rexa og pexa um það af stakri þolin- mæði,un7 hin þátttökulöndin þreytast vegna skorts á eiginhagsmunum og gefast upp. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. en olía og úran verða látin bíða betri tíma Til að mæta hinni miklu orkuþörf, sem skapast við uppbyggingaráætl- anir í Kína/þarf að byggja margar af- kastamiklar aflstöðvar. Geta landsins til orkuframleiðslu hefur nú skotizt upp fyrir 50 milljón kílóvatta markið, sem er 27 sinnum meira en það sem landið framleiddi fyrir 1949. En orkuframleiðslan er samt langt undir núverandi þörfum. Þúsundir verkamanna, sem vinna allan sólarhringinn, eru nú að gera risavaxna stíflu í Tsangjíang (Jangtze) fljót fyrir vestan fljótshöfn- ina Vúhan til að búa til lón, þaðan sem knúðir verða hverflar í 2,7 millj- ón kílöVatta aflstöð sem verður sú stærsta sinnar tegundar í landinu þegar hún er fullgerð. Og vinnu miðar áfram við 1,5 milljón kílóvatta virkjun við löngu Jang-gljúfrin sem Húanghe (Gulá) fellur um ofanverð, en við það fljót eru þegar í rekstri sex aðrar afl- stöðvar sem samanlagt framleiða 2,4 milljón kilóvött. Kolakynt rafstöð, sem ætlað er að framleiða 1,2 milljón kílóvött, er i smíðum á hinu fræga Datong-kola- svæði eina 250 kílómetra fyrir vestan Peking. Kol úr nærliggjandi námum munu verða notuð til að kynda stöð- ina og rafstraumurinn þaðan verður sendur út í dreifikerfið í Sjansi-fylki og á Peking-svæðinu til að knýja hjólin í iðnaðarmiðstöðvum Norður- Kína. Kolakyntar rafstöðvar, búnar fimm vélasamstæðum með saman- lagðri framleiðslugetu sem nemur 1,3 milljón kílóvöttum, eru undirbúnar eða í smíðum á kolasvæðunum við miðhluta Húæ-fljótsí Anhúí-fylki. Jafnframt verður framleiðslugeta eldri stöðva aukin með því að taka i notkun tæknilegar nýjungar og með meiri gemýtingu. Kina ræður yfir meira vatnsafli en nokkurt annað land í heimi. Áætlað er að samanlögð framleiðslugeta kín- verskra fljóta nemi 580 milljónum kilóvatta en eins og sakir standa eru aðeins 2,5 prósent af þvi afli nýtt. Tsangjíang, Húanghe og aðrar kín- verskar ár eiga upptök sín á Qinghæ- ■Tíbet-hásléttunni í 4000 metra hæð að meðaltali. Margir ákjósanlegir virkjunarstaðir eru við djúp gljúfur sem þessar ár falla um ofan úr há- lendinu og niður á slétturnar áður en þær renna til sjávar. Áætlað er, að Tsangjiang og þver- ár hennar hafi vatnsorku sem nemur ríflega yfir 200 milljónum kílóvatta. Verkfræðingar eru nú að lita eftir hentugum virkjunarstað við Tsangjíang-gljúfrin til að byggja þar 25 milljón kílóvatta aflstöð. Kolalög í Kína, sem einnig eru meðal hinna mestu í heimi, má nota til að kynda fjölmargar rafstöðvar. „Stefna okkar er að byggja vatns- aflsstöðvar og kolakyntar stöðvar jöfnum höndum,” sagði Liú Lanpó orkumálaráðherra. „Með tilliti til auðlinda Kína ætti að byggja fleiri vatnsaflsstöðvar. Kol, en hvorki olía né úraníum, munu verða aðalorkugjafi í kyntum stöðvum í Kina.” Fyrsta rafstöðin í Kína var byggð i Sjanghæ 1885. Á árunum þar á eftir voru reistar litlar rafstöðvar í nokkr- um borgum við ströndina með inn- fluttum vélbúnaði. Samt var raf- tækjaiðnaður Kína árið 1949 ekki annað en fáein verkstæði í Sjanghæ og öðrum borgum við ströndina. Þau fengust aðallega við viðgerðir og framleiðslu á nokkrum hlutum í afl- vélar. Stærsti hverfill, sem þá var smíðaður innanlands, framleiddi 200 kilóvött. Engir gufuhverflar voru framleiddir innanlands og Kina var háð innflutningi á efnum eins og kvarsplötum, öxulstáli og vélbúnaði. Á áttunda áratugnum byrjaði Kína að framleiða vélasamstæður fyrir kyntar og vatnsknúnar rafstöðvar með framleiðslugetu frá 200.000 til 300.000 kílóvött. Þó að innlend tölva væri fyrst notuð 1978 til stjórnunar á rafstraum á linukerfinu i Peking og nágrenni er Kína enn langt á eftir hinum þróuðu löndum í framleiðslu flókinna raf- eindatækja. Notaðir voru hverflar og vélbún- aður frá Japan, Bretlandi, Frakk- landi, ítaliu og Sviss við uppsetningu nokkurra rafstöðva sem nú eru í notkun. Meiri vélbúnaður mun verða fluttur inn til að nota í stórar afl- stöðvar sem nú eru í smiðum enda þótt megnið af vélbúnaðinum i þær sé framleitt innanlands. Annar mikilvægur þáttur i kín- verskum orkuiðnaði er að á lands- byggðinni hafa verið gerðar stíflur í fjöldanum öllum af smáám og grafnir áveituskurðir til að koma upp litlum vatnsaflsstöðvum. Samanlögð orka þeirra nemur 17 prósentum af heildarorku allra vatnsaflsstöðva i Kína. Orka þessara litlu stöðva er allt frá fáum kílóvöttum upp í nokkur þúsund. Afleiðing þessa er að rafmagn hefur verið leitt til margra þorpa og blakt- andi olíulampinn hefur vikið fyrir rafmagnsperunni, og í staðinn fyrir handsnúna steinkvörn hefur komið rafknúin mylla. Með tilkomu rafknú- inna dæla við áveituskurði er einnig horfið hið forna, marrandi vatnshjól sem uxar sneru. Kfna: Aðeins 2,5% af virkjanlegri vatnsorku nýtt —rafmagn unnið úr kolum og vatni verður höf uðorkulindin,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.