Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Gott hjá júdómönnum Heimsmeistaramótinu í júdó lauk í París um helgina. Fjórir íslen/.kir keppendur tóku þátt í mótinu og var árangur þeirra betri en búast mátti við fyrirfram. Bjami Friðriksson féll út í 1. umferð á fimmtudaginn í sinum flokki og um helgina kepptu hinir íslenzku keppendurnir. Halldór Guðbjörnsson sigraði Indónesann Gunway Hadidjada áður cn hann féll út fyrir Rússanum Kharbarelli. Sigurður Hauksson sigraði Eric Bessi frá Ítalíu áður en hann var sleginn út af Brasilíu- manninum Carmona. Laugdælir sigruðu Tveir leikir fóru fram í 1. deildinni í blaki um helgina. Fyrst áttust við Laugdælir og Eyfirðingar og unnu heimamcnn þar öruggan sigur, 3—1. Fyrsth' hrinuna unnu Eyfirðingar«þó 15—12 en síðan ekki söguna meir. Laugdælir unnu 15—5,15—5 og 15—8 og tryggðu sér öruggan sigur. Beztur hjá þeim var Samúel Örn Erlingsson, sem átti stórleik. Þá var Leifur Harðar- son sterkur. í gær léku síðan ÍS og Eyfirðingar. Þrátt fyrir að norðanmenn tjölduðu öllu til sem þeir áttu — náðu m.a. í Jón Steingrímsson norður en hann gat ekki leikið með gegn Laugdælum daginn áður — töpuðu þeir stórt, 0—3. ÍS vann allar hrinurnar nokkuð öruggt, 15—4, 15—4 og 15—12. í síðustu hrinunni sýndu Eyfirðingarnir loksins aðeins hvað í þeim bjó og leiddu m.a. 7—1 og 9—5. Allt kom þó fyrir ekki og þeir sitja nú einir og yfirgefnir á botninum. i 1. deild kvenna sigraði ÍMA UMFL í hörkuleik á Laugarvatni. Hrinurnar fóru þannig (UMFL á undan) 17—15, 13 —15, 3—15, 15—9 og 7—15. Þá sigraði ÍS ÍMA 3—1 í I. deild kvenna í gær. 15—10, 11 —15, 15—1 og 15—9. Þá hafa okkur borizt úrslit úr leik Völsungs og ÍMA í 2. deild karla, sem fram fór um lyrri helgi. ÍMA vann 3 — 1 og fóru hrinurnar þannig: 16—14, 15—4, 12—15 og 15 — 12. Staðan í deildunum er nú þannig cftir helgina 1. deild karla Laugdælir 7 6 1 20—7 12 Þróttur 5 4 1 12-L-7 8 Víkingur 5 2 3 9—11 4 is 6 2 4 10—13 4 UMSE 7 1 6 7—20 2 'VÖlsufigúr, 2. deild karla .5 4. 1 13—8 8 ÍMA *V*J. 1 •*)—4 6 Fram 5 3 2 12—8 6 Þróttur, Nk 3 1 2 4—7 2 Breiðablik 202 2—6 0 KA 3 0 3 2—9 0 1. deild kvenna Vikingur 3 3 0 9—4 6 ÍMA 3 2 1 7—5 4 ÍS 3 2 1 8—6 4 Breiðablik 3 1 2 7—6 2 UMFL 3 0 3 2—9 0 Þróttur 1 0 1 0—3 0 Tvöfalthjá Rússum Sovétmenn unnu bæði karla og kvennaflokkinn á heimsmeistaramót- inu í fimleikum, sem fram fór í Fort Worth í Texas í Bandarikjunum um helgina. Alexcnder Ditiatin vann Bandaríkjamanninn Curt Thomas mjög naumlega I baráttunní um efsta sætið Ditiatin hlaut 118,250 stig en Thomas 117,875. Þriðji varð Sovét- maðurinn Tkachtev með 117,475 stig. Á síðasta heimsmeistaramóti i fim- leikum varð Thomas sjötti i röðinni og árangur hans undirstrikar hina öru þróun fimleikanna i Bandaríkjunum. Sovézka stúlkan Nelli Kim sigraði cinnig mjög naumlega i kvennaflokki en Nadia Comaneci gat ekki keppt þar nema i einni grein áður en hún varð að leggjast á sjúkrahús vegna ígcrðar í hendi. Hún mun vera á batavegi en ígerðin kostaði hana titilinn. Kim hlaut 78,650 stig fyrir greinarnar 8 en Maxi Gnauck frá A-Þýzkalandi hlaut 78,375 stig. Þriðja varð Melita Ruhn frá Rúmeniu með 78,325 stig. Janus gerír það gott hjá Fortuna Köln — Liðið er í þriðja sæti í 2. deildinni „Þetta hefur gengið prýðilega hjá mér að undanförnu. Ég hef leikið sjö siðustu leikina með Fortuna Köln eftir að hafa misst úr nokkra leiki vegna meiðsla. Fortuna vann góðan sigur á heimavelli á laugardag og liðið er nú í 3ja sæti í 2. deildinni,” sagði lands- liðsmaðurinn kunni í knattspyrnunni, Janus Guðlaugsson, þegar DB ræddi við hann í gær. Janus gerðist atvinnuknatt- spyrnumaður í Vestur-Þýzkalandi í sumar og hefur fengið gott orð fyrir frammistöðu sína þar. Einn albezti knattspyrnumaður okkar íslendinga. „Ég er aftasti maður varnar Fortuna Köln — stopper — sem þýðir að maður fær að keppa við góða leikmenn. Miðherja mótherjanna, sem eru sterkir leikmenn. Hér þekkist yfir- leitt ekki annað en stíf dekking — maður á mann. Harka nokkur. Ég fer af og til i sóknina og sáralitlu munaði að ég skoraði á laugardag. Átti skalla á mark Lyuttentheid en markvörðurinn varði hreint á frábæran hátt. Fortuna sigraði í leiknum, 3—1. Leikið var í Köln. Um fyrri helgi lékum við á úti- velli við Hannover 96 og þar voru 38 þúsund áhorfendur. Mikilvægur leikur ogjafntefli, 1 — 1. Bielefeld er í efsta sæti i 2. deildinni, Janus Guðlaugsson gerir það gott hjá Fortuna Köln. Spánverjar til Rómar Spánverjar tryggðu sér farseðilinn til Rómar um helgina er þeir sigruðu Kýpur, 3—1, í síðasta leiknum í 3. riðii Evrópukeppni landsliða. Mörk Spán- verja skoruðu þeir Villar, Santillana og Saura. Lokastaðan í riðlinum varð þessi: Spánn 6 4 11 13—5 9 Júgóslavía 6 4 0 2 14—6 8 Rúmenía 6 2 2 2 9—8 6 Kýpur 6 0 1 5 2—19 1 Grískir í verkfall Grískir knattspyrnumenn fóru í verkfall um helgina til að leggja aukna áherzlu á kaupkröfur sínar. Vegna þessa féllu allir knattspyrnuleikir niður á Grikklandi um helgina. Sýnu verst kemur verkfallið niður á Aris Saloniki sem á að leika gegn St. Etienne í UEFA-bikamum á miðvikudag. St. Etienne vann fyrri leikinn 4—1 og Saloniki ætlaði að ieika æfingaleik um helgina. Ekkert varð úr og vilja for- ráðamenn félagsins halda því fram að verkfallið hafi svipt liðið endanlegum möguleikum í keppninni. þeirri deildinni, sem Fortuna Köln leikur í.2. deildinni er tvískipt. Efstu liðin í hvorri deild komast beint í Bundeslíguna, 1. deild, en liðin, sem verða i öðru sæti, keppa innbyrðis og það sem sigrar kemst í Bundeslíguna. Bielefeld er með 29 stig. Hannover 96 er í öðru sæti með 26 stig og Fortuna Köln í þriðja sæti með 25 stig. Næsta laugardag verður 19. umferðin og keppnin þá hálfnuð. 20 lið í deildinni. Það er því mikið eftir. Fortuna Köln hefur náð góðum árangri á heimavelli — aðeins tapað þremur stigum í 10 leikjum. Eitt tap og eitt jafntefli en Þróttar-Skot- inn kominn Skozki knattspyrnumaðurinn Harry Hill, sem mun leika með 1. deildarliði Þróttar næsta sumar, kom í síðustu viku hingað til lands. Hill mun einnig þjálfa einn til tvo af yngri flokkunum í Þrótti. Hill, sem er 23ja ára, lék áður með Hereford, sem er í 4. deildinni ensku. Lék þar 3—4 leiki með aðalliðinu. Hann hafði áhuga á að koma til islands — hefur lengi þekkt Helga Þorvalds- son, stjórnarmann í Þrótti. Hill er tæknimaður og hefur fengið atvinnu i Stálsmiðjunni. Ekki þarf að efa að hann mun styrkja Þróttar-liðið næsta sumar. sigrar í átta leikjum. Stærsti sigur okkar er þó á útivelli. Fortuna Köln sigraði Osnabrúck með 7—0. Mér likar prýðilega hér í Köln en meiðslin settu þó strik í reikninginn um tíma. Ég hef þó leikið 14 leiki með Fortuna og það var mikið um að vera fyrir nokkru. Þá lék ég fjóra leiki á átta dögum,” sagði Janus ennfremur. Þess má geta að Janus er lærður íþrótta- kennari.Hann er innritaðuri iþróttahá- skólann í Köln, sem nokkrir Islending- ar hafa stundað nám í. Janus mun þó ekki hefja þar nám strax en sem stendur er hann á námskeiði hjá þýzka knattspyrnusambandinu. ,,Ég held að síðari hluti keppnis- tímabilsins verði mjög spennandi i 2. deildinni. Við eigum eftir að leika við öll éfstu liðin í deildinni á heimavelli og það verður áreiðanlega mikil keppni að komast í Bundeslíguna.” Hefurðu séð Tony Woodcock leika með FC Köln? „Já, ég sá hann á laugardag, þegar Köln sigraði Werder Bremen, liðið sem Teitur Þórðarson var hjá á dögunum, 4—1. Woodcock skoraði ekki í leiknum en þar fór greinilega snjall leikmaður. Það er skrifað um það í blöðin hér að hann þurfi nokkurntíma til að aðlagast aðstæðum hér — það þurfi að gefa honum tækifæri en ekki reikna með alltof miklu strax. Ég hef trú á þvi að Woodcock eigi eftir að gera góða hluti hér í Köln,” sagði Janus að lokum. -hsím. Ótrúlegir yfir- burðir Víkings —er Grindavík var tekin í karphúsiö Vikingur og Grindavík léku í íslands- mótinu í 1. deild kvenna í handknatt- leik i Laugardalshöll i gærkvöldi. Vikingur sigraði með yfirburðum, 28 Staðan í 1. deild kvenna Staðan í 1. deild kvenna er þannig eftir leiki helgarinnar: Fram — KR 16—9 Valur—Haukar 16—15 Þór— FH 19—20 Víkingur — Grindavík 28—5 Fram KR Haukar Valur Víkingur í»ór FH Grindavik 0 0 0 0 97—55 0 1 85—55 0 2 79—74 0 2 82—79 0 3 88—73 0 3 84—85 0 4 72—102 46—110 Markhæstareru: Margrét Theódórsd, Haukum Guðríður Guðjónsdóttir, Fram Kristjana Aradóttir, FH Hansína Melsteð, KR Ingunn Bernódusdóttir, Vik. Sjöfn Ágústsdóttir, Grindav. Harpa Guðmundsdóttir, Val Eiríka Ásgriipsdóttir, Víkingi Magnea Friðriksdóttir, Þór Dýrfinna Torfadóttir, Þór mörk á móti 5 þeirra grindvísku. Þetta er ótrúlegt — en satt. 1 'vað er svona lið að gera í 1. deild. — Ég spyr? Leikurinn var mjög lélegur á að horfa. Staðan í hálfleik var 15—3 fyrir Víking. Grindavíkurliðið skoraði ekki fyrr en tólf mínútur voru liðnar af hálf- leiknum. Þá var Sjöfn Ágústsdóttir á ferðinni og skoraði. En þá hafði Víkingur skorað 8 mörk. Síðan skoraði hún næstu tvö mörk fyrir lið sitt, Grindavík, 8—2 og 9—3, Víkingi í vil. Víkingsstelpurnar skoruðu hvorki meira né minna en fimmtán mörk í þeim seinni., — en Grindavík aðeins tvö. Þó svo að Grindavíkurliðið hafi tapað svona stórt, má ekki kenna markmanni liðsins hvernig fór. Hún er mjög góð í markinu og er greinilega i röngu liði. Ef stöllur hennar í liðinu væri eins og hún væri staðan hjá þeim kannski ekki svona hroðaleg. Víkingur er nú að þokast frá botninum og er kominn með 4 stig eftir fimm leiki. Lið Grindavíkur hefur einnig leikið fimm leiki og enn hefur þaðekkert stig fengið. Mörk Víkings skoruðu Iris Þráins- dóttir 11/2, Eiríka Ásgrimsdóttir 7, Sigrún Olgeirsdóttir 2, Anna Björns- dóttir, Ingunn Bernódusdóttir og’ Guðrún Sigurðardóttir 2 mörk hver og Vilborg Baldursdóttir 1. Mörk Grindavíkur: Sjöfn Ágústs- dóttir 3, Svanhildur Káradóttir og Ágústa Gísladóttir I hver. -HJ. Víkingur-Grindavík 28-5 (15-3) íslandsmótið 1. daild kvenna i handknattleik. Víkingur-Grindavík 28—5 (15—3) í Laugardals- höll, sunnudaginn 9. desember. Bextu leikmenn (hœsta einkunn 10) Iris Þráinsdóttir Vikingi 8, Eirika Ásgrimsdóttir Vikingi 7, Jóhanna Guðjónsdóttir Vikingi, 6, Hlín Baldursdóttir Vikingi 6, Rut Óskarsdóttir Grindavík 5. Víkingur Jóhanna Guðjónsdóttir, Hlin Baldursdóttir, Sigurrós Bjömsdóttir, Anna Bjöms- dóttir, Ingunn Bemódusdóttir, iris Þráinsdóttír, Eiríka Ásgrímsdóttír, Sigrún Olgeirsdóttir, Vilborg Baldursdóttír, Guðrún Sigurðardóttír, Svoinbjörg Halldórsdóttír og Hildur Amardóttir. Gríndavík. Rut Óskarsdóttír, Svanhildur Káradóttír, Ágústa Gisladóttír, Sjöfn Ágústsdóttír, Ingunn Jónsdóttír, Ásrún Karísdóttír, KrístóHna Ólafsdóttír, Runný Danielsdóttir, Berglind Demundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og María Jóhannessdóttir. Dómarar Pétur Guðmundsson og Brynjar Kvarán. Ársæll Sveinsson svifur hér á eftir knettin ölium likindum leikið sinn siðasta leik með Lokstai —fyrstatapiö Loks kom að þvi að Pétur Pétursson og félagar hans hjá Feyenoord töpuðu leik i hollenzku 1. deildarkeppninni. Um helgina lék Feyenoord gegn Roda JC Kerkrade á útivelli og mátti þola 0—1 tap. Var þetta fyrsta tap Feyenoord i um 40 deildaleikjum í röð og jafnframt fyrsti tapleikur liðsins í 1. deildarkeppninni allt frá þvi Pétur Pétursson gekk til liðs við félagið í fyrrahaust. Úrslitin í Hollandi urðu sem hér segir. Tvö stig t Það var greinilegt að Þróttarar ætluðu sér ekki að tapa báðum leikjun- um á Akureyri um helgina, þeir sigruðu Þór 24—22 eftir að hafa leitt 13—10 í hálfleik. Þróttur komst í 7—1 í byrjun leiksins og eftir það var aldrei um neina verulega keppni að ræða. Þór tókst þó að jafna metin i siðarí hálfleiknum og meira að segja að komast yfir, 15—14, en síðan datt botninn úr öllu. Þróttur seig fram úr og sigraði 24— 22. Ólafur H. Jónsson, Sigurður Sveinsson og Sigurður Ragnarsson i markinu áttu allir góðan leik svo og Magnús Margeirsson á línunni. Harð- skeyttur línumaður þar. Þórsliðið var mjög jafnt í leiknum en hefur nú tapað öllum 4 leikjum sínum í 2. deildinni og útlitið allt annað en bjart. Mörk Þórs: Sigurður 6, Árni 3,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.