Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. 15 Óvenjulegur heimur í bókarkynningu frá Iðunni segir, að Gvendur bóndi sé flokkuð með barnabókum en i rauninni hafi allir mikla ánægju af þessari spaugilegu sögu Tolkiens. Þetta má vissulega til sanns vegar færa. Tolkien er þekktastur hér á landi fyrir þrennuna „Lord of the Rings”, sem margir — sérstaklega af yngri kynslóðinni sem læsir eru á enska tungu — hafa lesið, og bókina „Hobbit”, sem komið hefur út í is- lenskri þýðingu. Ég ætla ekki að rekja söguna en hvet fólk til að kynnast þeim Gvendi bónda, Garmi hundinum hans, konu Gvendar, kónginum og raunar drek- anum lika. Það er vandi að þýða bók sem þessa. Höfundurinn notar „óvenjulega” ensku í öllum bókum sinum. Ég álit að Ingibjörg hafi kom- ist mjög vel frá þýðingunni og hcfur Iðunn mcð útgáfu þessarar bókar aukið á val ágætis lesefnis. Það er ánægjulegt að sjá góðar bækur innan um Strumpasúpur og annað lap. DB-mynd HörAur. Hlébarðinn er eftir danskan höfund, Cecil Bödker, og er hann frægur á Norðurlöndum fyrir bók sína um Sílas og svarta hestinn, sem einnig hefur komið út á íslensku. Hlébarðinn gerist i Afríku og segir sagan frá drengnum Tíbeso, sem ótrauður leggur til atlögu við ógn- valdinn, sem rænir nautpeningi þorpsbúa. íslenzkur lesandi kynnist við lestur bókarinnar umhverfi og lífsháttum, sem honum eru fram- * andi. Spurningin er, hvort cfni bókarinnar er afrikönskum lesendum ekki lika framandi. En sú spurning skiptir okkur líklega ekki máli. Atburðarás sögunnar er hröð og bókin þannig samansett, að hún er líkleg til að halda athygli lesandans fanginni. Letrið er í smærra lagi og mikið lesmál á hverri siðu.Bókin gerir þvi nokkrar kröfur til lestrar- getu. Ráð við „lesþreytu” er að sjálf- sögðu að lesa kafla bókarinnar fyrir barnið eða unglinginn sem þreytist við lesturinn. Kemst þá efnið til skila án þess að lesanda sé ofboðið. Þýðandi hefur leyst starf sitt vel af hendi, málið er gott og tungutakið liðlegt. Bryndís Vígiundsddttir Faðir í Síberíu Öll er atburðarásin í bókinni I föðurleit nokkuð með ólikinduin. Er óhætt að fullyrða, að hún gerir all- miklar kröfur til trúgirni lesandans. En þó tel ég það ekki löst á bókinni. Drengurinn Pétur, 14 ára, er heill i hugsun. Honum þykir mjög vænt um föður sinn Sergei Andrejevits og fylgir eftir áselningi sinum að finna föður sinn, sem scndur hcfur verið i refsivist til Siberiu sökum óhappa- verks. Drengurinn — og lesandinn — kynnist fjölda fólks, eftirminnilegu fólki af margvíslegri gerð. Maður kynnist í sögunni fólki þeirrar gerðar. að maður vildi helst kynnast þvi betur. Þar er lika fólk sem kallar fram andstæðar hugsanir. Nokkuð er um klaufalegar setn- ingar i bókinni, sem auðveldlega hefði mátt laga með betri aðgát. Þrátt fyrir þetta mæli ég með þessari bók. Hugarfar margra sögupersóna bókarinnar Í föðurleit yfirskyggir það, sem betur hefði mátt fara varð- andi málið. Börn á bókasafni. DYROG Hlébarðinn Höf.: Cecil Bödker Þýö.: Margrót Jónsdóttir Útg.: löunn, 1979 í fööurieit Höf.: Jan Terlouw Þýö.: Ámi Blandon Einarsson og Guöbjörg Þórisdóttir Útg.: löunn, 1979 Gvendur bóndi á Svinafelli Höf.: J.R.R. Tolkien Þýö.: Ingibjörg Jónsdóttir Útg.: löunn, 1979. Bék menntsr Helmingi meira at- vinnuleysi í nóv- ember en í október Siðasta dag nóvembermánaðar voru 549 íslendingar á atvinnuleysisskrá. 407 þeirra búa í kaupstöðum, 8 í kaup- túnum með yfir 1000 íbúa og 134 í smærri sveitarfélögum. Ástandið i at- vinnumálunum var næstum helmingi betra á sama degi fyrra mánaðar. Þá voru 295 Islendingar á atvinnuleysis- skrá. Atvinnuleysisdagar í nóvembermán- uði voru samtals á öllu landinu 7516 en voru 3428 í október. í Reykjavik var atvinnuleysið mest i nóvember, alls 2lll atvinnuleysis- dagar. Næst kom Hafnarfjörður með 905 atvinnuleysisdaga og í þriðja sæti var Sauðárkrókur með 462 atvinnu- leysisdaga. Engir atvinnuleysisdagar voru greiddir til 7 af 22 kaupstöðum á landinu. í kauptúnum með yfir I000 íbúa, en þau teljast átta, voru aðeins skráðir at- vinnuleysisdagar í tveimur. Sauðár- krókur var með 42 daga og Þorláks- höfn með 26 daga. i öðrum kauptúnum var atvinnu- leysið mest á Stokkseyri, 363 dagar, 354 dagar á Þórshöfn, Eyrarbakka alls 472 dagar. í öðru sæti var Stokkseyri með 363 daga, Þórshöfn með 354 daga, Hofsós með 27I dag, Raufarhöfn með 199 daga og Skagaströnd með 151 dag. Enginn skráður atvinnuleysisdagur var i 18 af 35 stöðum sem teljast til þessa kauptúnaflokks. - A.St. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 NYKOMIÐ REKKI 1 ALLT A EINU BRETTI Magnari, útvarp með öllum bylgjum, segulband, plötuspilarí, tveir hútalarar og borð undir tœk- ul Hvað meira? VERÐ AÐEINS KR. 599.00C SKIPHOLT119 SÍMI29800. Koparin síviisæli mættur í glæsilegu úrvali í gjafavörudeildina

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.