Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 40
40 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Sinfóníuhljómsveitin flytur ífyrsta sinn verk eftir Kdrótínu Eiríksdóttur: Ég veit aö þetta er þymum stráð braut „Átta eða níu ára gömul byrjaði ég að semja lög í Barnamúsíkskólanum -og hélt því síðan áfram öðru hvoru en ég var lengi hálfvolg og datt ekki i hug að leggja þetta fyrir mig,” sagði Karólína Eiríksdóttir við DB. Sinfóníuhljómsvcit íslands flutti cftir hana hljómsveitarverk á fimmtu- daginn var við góðar undirtektir. Vcrkið var tíu mínútna langt en hún var hálft ár að semja það og nú hefur hún scm sagt bæst i það harð- snúna lið sem fæst við að skapa æðri nútíma tónlist á íslandi. Þar var aðeins ein kona fyrir, Jórunn Viðar. Það er óhaptt að segja að Karólína réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. ,,Ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er þyrnum stráð braut,” sagði hún, ,,það er hætta á að maður einangrist, og sé jafnvel litinn hornauga en nú orðið finn ég, að það sem veitir mér mesta full- nægju í sambandi við tónlist er að skrifa hana sjálf.” Hún lærði fyrst hjá Þorkatli Sigur- björnssyni, síðan við háskólann í Michigan en er nú gift kona með fimm ára dóttur í Reykjavík, kennir við tvo tónlistarskóla og er að semja nýtt verk fyrir Kammersveit Reykja- víkur, sem flutt verður í janúar. Nútímatónlist er mjög flókin og ýmis tónskáld nota nánast stærð- fræðilegar reglur við að semja hana. „Reiknarðu verkin út eða heyrirðu þau óma í höfðinu á þér fyrirfram?” spurðum við. ,,Ég skrifa ekkert niður á blað nema það sem ég veit nákvæmlega fyrirfram hvernig muni hljóma. Auð- vitað byrja ég á að ákveða heildar- mynd í stórum dráttum, en síðan hugsa ég meira um músíkölsku hlið- ina heldur en troða verkinu inn í ákveðnar formúlur,” svaraði hún. -IHH. Þú og ég troða upp með fjórum dönsurum Þú og ég, dúettinn sem syngur öll lögin á dansplötunni Ljúfa líf, kemur fram á skemmtistöðum á næstunni ásamt fjórum dönsurum og kynni. Æfjngar standa nú yfir af fullum krafti en rciknað er með að hópurinn troði upp i fyrsta skipti á morgun eða fimmtudaginn í diskótekinu Holly- wood. Við það tækifæri fá Þú og ég afhenta gullplötu fyrir góða sölu á plötu sinni. „Prógrammið sem boðið verður upp á er um það bil 25 minútur að lengd,” sagði Gunnar Þórðarson í viðtali við DB. „Þau Helga Möller og Jóhann Helgason syngja fimm lög. Til að lífga upp á atriðið þótti okkur rétt að hafa nokkra dansara með. Við fengum fjóra sem dansa undir stjórn Ólafs Ólafssonar hjá Dansstúdió 16. Það er Egill Eðvarðsson sem hefur yfirumsjón með öllu saman. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson.” Að sögn Gunnars er ætlunin sú að hópurinn komi fram sem víðast, jafnvel á árshátíðum og öðrum cinkasamkomum. - ÁT SJnfónkjhffóms va/tín hafði nóg aó gttra /mvt tfu mínútur saen voHdö honn- mr KaróKnu stóð yfír en þeö ver hugvftsamfegt og engktn viðvanings- breguriþví. -IHfi Eliana og Paul Sax- ton kveðja Island Paul Saxton deildarstjóri í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna hér á landi og Eliana kona hans eru nú á förum frá íslandi eftir tveggja ára dvöl og störf hér. Eiga þau I vœndum jóla- hald I hópi vina og ættingja en eftir áramótin halda þau hjón til Panama þar sem Paul tekur við störfum yfir- manns menningarstofnunar Banda- rlkjanna þar l landi. Eliana og Paul Saxton hafa eignazt. fjölmarga vini á íslandi. Kom það glöggt I (jós I jjölmennu kveðjuhófi sem Menningarstofnunin hélt þeim hjónum á fimmtudaginn. / starfi sínu hér hefur Paul Saxton átt skipti við fjölmargar menningar- og mennta- stofnanir og einnig hefur komið I hans hlut að eiga margvlsleg samskipti við fjölmiðla. Það eru þvl margir sem á þessum tlmamótum senda þeim hjónum hlýjar kveðjur, góðar framtíðaróskir og þakkir fyrir ánægjulega viðkynningu oggóða vináttu. -A.St. Danskan þeirra þýdd á dönsku. Islenzkir pólitikusar gerðu garðinn frægan i danska sjónvarpinu á dögunum. Foringjar stjórnmála- flokka komu fram fyrir frændur okkar Dani í haust og greindu frá hallærisástandinu hérlendis. Það er svo sem ekki sérstaklega í frásögur færandi. Allir töluðu þeir dönsku eins og vænta mátti af þeirri kynslóð sem fædd er undir danskri stjórn og lært hefur dönsku frá blautu barnsbeini. En böggull fylgdi skammrifi. Þegar prógrammið var svnt dönskum al- menningi fylgdi texti á skjánum. . Danska hinna íslenzku pólitíkusa var sum sé þýdd á dönsku. Sighvatur borgarfýrir sigsjálfur Sighvatur Björgvinsson fjármála- ráðherra var einn úr hópi fyrirmanna sem aðstandendur Jólakonserts ’79 í gærkvöld sendu boðsmiða á hljóm- leikana. Sighvatur hafði samband við. aðstandendur hljómleikanna, sagðist þiggja boðið en endursenda jafn- framt boðsmiðana. Hann gæti borgað fyrir sig sjálfur — og auk þess væri varla forsvaranlegt að þiggja boðsmiða á hljómleikana og fella jafnframt niður söluskatt af aðgöngumiðum. Ágóðinn rennur til Sólheima í Grímsnesi. Ekkisama um atkvœðið Séra Guðmundur Guðmundsson á Útskálum í Garði og kona hans, Steinvör, komu á kjörstað eins og flestir aðrir á kjördag. Kjörsókn var lífleg svo þau lentu í biðröð. Frú Steinvör brá sér afsíðis á meðan hún beið og var ekki komin aftur þegar röðin var komin að prestshjónunum. Séra Guðmundur kallar þá á konu sína inn um dyrnar á kvennasalerninu að þau ættu að kjósa. — Ég hélt að öllum stæði á sama um mig, svaraði frú Steinvör. — Það getur vel verið, en ekki um atkvæðið þitt, sagði þá séra Guðmundur með alkunnri ró sinni. Erkiklerkur Flugleiða Ýmislegt hefur gengið á hjá Flug- leiðum eins og menn vita og hefur starfsfólki þar fækkað allhressilega. Þær fregnir berast nú úr höfuð- stöðvunum að forstjórinn sé nefndur eftir einum helzta trúarleiðtoga írana, Khómeini nokkrum. Þykir ýmsum forstjórinn minna nokkuð á klerkinn í uppsagnaraðgerðum sínum. FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.