Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER. ...... Snjöll lausn á brýnu þjóðfélagsvandamáli?: 17 N LOSNA VK> GEÐSIUKUNG 0G ADSTANDANDA ÁÐNU BRETTl Fyrstu einkennin eru oft þau, að sjúklingurinn einangrar sig, vill ekki tala við neinn. Samfara þessu fær hann ofskynjanir og ranghugmyndir sem magnast smátt og smátt. Örvænting hans og vanlíðan fær út- rás á hans nánustu og í hræðslu sinni ímyndar hann sér að þeir vilji honum ekkert nema illt. Hann verður árásar- gjarn og ofl beinlínishættulegur um- hverfi sínu. Oft fyllist hann hatri á þeim sem næst honum standa. En stærstu vandræðin eru kannski þau, að sjúklingunum finnst þeir alls ekki vera veikir. Þess vegna er mjög erfitt að fá þá til að taka lyf eða sprautur sem læknar ráðleggja þeim og ennþá erfiðara að fá þá til að leggjast á sjúkrahús til meðferðar. Og ekki er hægt að flytja þá nauð- uga á slika stofnun nema þeir séu áður sviptir sjálfræði af sakadómi. VanUðan hins sjúka er mikil og oft er hann i svo erfiðu istandi að geðsjúkrahús veigra sér við að taka við honum og vfsa til Iðgreglunnar. Fðik hikar venjulega i lengstu lög við að taka þann kostinn. Þ6 má telja þeirri lausn það til gildis að lögreglan kallar borgarlækni strax eða fljðtlega i fangelsið og hefur hann þá tök á að flýta fyrir vistun sjúklingsins á viðeigandi sjúkra- húsi. DB-mynd: Jim Smart. Inga Huld Hákonardónir Jón Bjarman fangelsisprestur benti á það í blaðagrein nýlega (Mbl. 26. okt.) að nú eru um 40 ár siðan sett voru lög um það, að þeir sem vinna óhæfuverk sökum þess að þeir eru andlega miður sín eða geðveikir eiga eru til þess að sjúklingurinn er ekki búinn að vera nema tvo daga inni á stofnuninni áður en hann er talinn fær um að fara heim aftur. að fara á viðeigandi hæli. Tclur hann að dómsvöld ættu að afhcnda heil- brigðisyfirvöldum þessa sjúklinga strax og vottorð um ósakhæfni þcirra liggur fyrir eða að öðrum kosti að dæma þá i sem allra stysta refsingu með það i huga að þeir komist sem fyrst til læknismeðl'crðar að henni lokinni. Togstreita milli ráðuneyta ,,Því miður hefur í niörg ár serið togstreita milli hcilbrigðismálaiáðii- neytisins annars vcgar og dómsmála- ráðuneytisins htns vegar,” segia Andrca og Jóhanna að lokum. ..Heilbrigðisyfirvöldin bjóða að visu læknisþjónustu fyrir þcssa fanga en kjósa að dómsmálaráðuneytið leggi fram annað starfsfólk og það verða i reynd cngir aðrir en fangaverðirnir. Það er hróplcgt,” sögðu þær enn- l'remur, ,,að ekki skuli hikað við að láta aðstandendur sitja uppi með sjúklinga. sent hvcnær sem er geta unnið voðaverk, mc.ðan stór hluti af nýrri geðdeild I andspitalans er ónotaður vcgna þess, að ekki t.esi fjárveiting til að ráða starfsfólk. Það mætti halda, að heilbrigði' yfirvöld leldu það ódýrari laustt að biða þangað til sjúklingurinn Ireinut voðavcrk, cins og þelta i Bteiðholi inu, þvi þá losna þau bæði við að standandann og sjúklinginn a einu bretti.” Þessa síðustu örvæntingarfullu daga Það eru aðstandendur sem verða að eiga snarasta þáttinn í sjálfræðis- sviptingunni og verður það ekki til þess að draga úr þvi hatri sem sjúkl- ingurinn hefur beint gegn þeim i ör- vinglan sinni. Og sjálfræðissviptingin tekur marga daga. Það þarf læknisvottorð en það má ekki vera frá þeim geðlækni sem stundað hefur sjúklinginn heldur þarf það að vera frá heimilislæknin- um, sem kannski hefur ekki séð sjúklinginn í fleiri ár, eða borgar- lækni sem heldur ekki þekkir hann mikið. Og sjúklingar af þessu tagi geta verið mjög slóttugir og tekst oft að villa um fyrir ókunnugum í fyrstu, sérstaklega þegar þeir finna á sér að nú á að fara að koma þeim inn á stofnun. Þessa síðustu örvæntingarfullu daga eru því aðstandendur í hættu og óttast með fullum rétti líkamsmeið- ingar, jafnvel banatilræði, af hendi hins sjúka. Og dag frá degi versnar ástandið. Hann trúir ekki En fljótlega eftir að hann er kominn heim er hann venjulega búinn að sannfæra sjálfan sig um að hann sé heilbrigður og hafi alltaf verið það. Hann hættir að taka lyfin og fortölur aðstandenda í því efni bera engan árangur. Flestum öðrum mundi hann treysta beturen þeim. Ofan á þetta leggst að hann er ekki hæfur til að vera á almennum vinnu- markaði. Fái hann vinnu gefst hann oft fljótlega upp. Hann kennir kann- ski lyfjunum um, hættir á þeim og sami vitahringurinn hefst á ný. Og í hvert sinn sem þetta skeður brotnar sjúklingurinn ennþá meira andlega. Þá er hann dæmdur til fangelsisvistar Of oft kemur að þvi að i æði fremur hann eitthvert óhappaverk. Þá er hann umsvifalaust sóttur af lögreglunni því nú hefur hann breyst úr sjúklingi i sakamann. Hann er settur i fangaklefa. Og nú er fyrir- skipuð geðrannsókn og skiptir þá engu máli, þótt hann sé margoft rannsakaður af geðlæknum áður. Loks er hann sviptur sjálfræði, í þetta sinn að ósk yfirvalda, og dæmdur í fangelsi. að hann sé sjúkur En þegar tilskilin læknisvottorð eru fengin fer málið fyrir sakadóm. Þar fellur dómur oftast fljótt og þegar pláss er fengið á sjúkrahúsi kemur lögreglan og sækir sjúkling- inn. Þar fær hann viðeigandi lyf og ró- ast niður. En sakir plássleysis er hann venjulega sendur heim aftur fljót- lega, með fyrirmæli um að halda áfram að taka lyfin og koma reglu- lega til viðtals á sjúkrahúsið. Dæmi Á þessu stigi máls er hann allt í einu orðinn það hættulegur að geð- deildir neita að taka við honum og bera þvi við að þeir þurfi að vernda starfsfólk sitt. Aftur á móti þykir sjálfsagt að aðstandandi sitji með árásargjarnan sjúkling heima hjá sér von úr viti. Samkvæmt lögum eiga fangelsi að miða að því að betrumbæta fangana. Deilt er um hversu vel þau séu til þess fallin, geðsjúka geta þau að minnsta kosti ekki læknað. Hinn sorglegi atburður sem átti sér stað í Æsufelli fyrir nokkrum dögum hefur orðið til að beina kastljósinu að þvi ófremdarástandi sem hér á landi ríkir í málum geðsjúkra. Ástvinir og aðstandendur slíks fólks hafa lengi átt um sárt að binda vegna þess hve afskiptir þessir sjúkl- ingar eru af þjóðfélaginu sem telur sér engan veginn skylt að bera ábyrgð á þeim. Sjúkrahúsrými er ekki nægi legt og um staði til eftirmeðferðar, til dæmis vistheimili eða verndaða vinnustaði, er varla að ræða. í október síðastliðnum voru stofn- uð ný samtök, Geðhjálp, til að reyna að bæta úr þessum málum. DB hefur rætt við tvær konur úr stjórn þessara nýstofnuðu samtaka, þær Andreu Þórðardóttur og Jóhönnu Þráins- dóttur, og töldu þær að miðað við þær aðstæður sem þessu fólki eru búnar, gegni furðu að slíkir atburðir séu ekki algengari. Við báðum þær að rekja okkur nokkuð þá sögu sem gæti búið að baki slíkum atburði : Ljósmynd: Effect S. Þorgeirsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.