Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBHR 1979. 7 íslenzkt „lygapróf9 vekur athygli: Síbrotamennimir höfðu vinninginn gegn prestinum „Jafnvel þótt þátttakendurnir hafi ekki getað fundið til sektartilfinningar yfir því að ljúga — þar sem þeir höfðu skipun um að gera það — þá var ár- angur mælisins furðulega mikill. í aáðum prófunum stóð hann 4 af 6 þátttakendum að lygi.” Þannig segir í brezka blaðinu Sunday Times 25. nóvember sl. frá lygaprófi er blaðið fékk nokkra aðila til að gangast undir eftir forskrift Gísla Guðjónssonar sál- fræðings. Undir prófið gengust stjórnmála- maður, pókerspilari, auglýsingastjóri, prestur og tveir leikarar. Það voru aðeins leikararnir sem stóðust eitt próf hvor en féllu á öðru. Þykir blaðinu mikið til árangurs lygamælisins koma. Blaðið segir einnig frá sams konar tilraun er Gísli Guðjónsson hafði gert hér á íslandi. Undir tilraun hans hér gengust þrír flokkar manna; lögreglumenn, prestar og síbrotamenn. Ætlunin var að sjá, hvort einn ákveð- inn hópur manna væri líklegri til að geta blekkt mælinn en aðrir. Niður- staðan varð raunar sú, að mælirinn náði beztum árangri með prestana. Þar reyndust niðurstöður hans réttar i 94% tilfella, í 92% tilfella hjá lögreglu- mönnunum en ekki nema 72% hjá sí- brotamönnunum. Tilraunin er gerð þannig, að þátttak- andinn er spurður staðlaðra og óper- sónulegra spurninga. Mælirinn á síðan að greina, hvenær logið er. Lítill leppur er festur við lófa þátt- takanda og hann tengdur við mæli sem greinir ef minnsta breyting verður á. svitaútstreymi í lófanum. Þrátt fyrir hversu árangursríkur mælirinn er þá mælir Gísli ekki með notkun hans við lögreglurannsóknir. Hættan sé sú, að ákveðin taugaveikl- unareinkenni þess er gangist undir lyga- prófið geti bent til lygi án þess að um slíkt séað ræða. ,,Ég var einu sinni beðinn að beita slíku prófi á mann sem sagðist hafa verið barinn af lögreglunni,” segir Gísli. ,,Ég hlaut að neita vegna þess að jafnvel þótt hann hefði verið að segja sannleikann þá hefði mátt búast við því, að það hefði mikil áhrif á tilfinn- ingar hans að vera spurður út i atvikið, - í viðureign þeirra við lygamælinn og þessi áhrif hefði ekki verið hægt að greina frá þeim áhrifum sem vart hcfði orðið ef hann hefði verið að ljúga.” Slíkum lygamælum cr talsvert beitt i „klíniskri” sálfræði. Gísli segir t.d. frá tilraun er gerð var með mann er hafði misst minnið. Hann var spurður, hvert væri nafn hans. Mörg nöfn voru ncfnd og þegar hans rétta nafn var nefnt sýndi mælirinn ákveðin viðbrögð. Maðurinn kvaðst ekki muna nafn sitt, en samt greindi mælirinn viðbrögð þegar hans rétta nafn var nefnt. - GAJ Reglubundnar hraðferðir til Norðurlandanna Þarftu aS flytja vörur til eða frá Danmörku, Noregi, SviþjóS eða Ftnnlandi? Ef svo er þá er það gott norðurlandaráð að notfæra sér hinar tíðu hraðferðir Fossanna. BERGEN - KRISTIANSAND - MOSS GAUTABORG - HELSINGBORG KAUPMANNAHÖFN VALKOM - HELSINKI Góð flutningaþjónusta, hröð afgreiðsla og vönduð vörumeðferð eru sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlún að bæta viðskipta- sambönd þín og stuðla að traustum atvinnu- rekstri hér á landi. Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100 * Tilraunum til blóðsöfnunar verður haldið áfram næsta sumar og rcynsla sumarstarfssins mun skera úr um hag- kvæmni útflutnings. Fylfullar hryssur framleiða ákveðinn hormón i sérstaklega ríkum mæli frá 50. degi til 90. dags, en aðeins innan þessara tímamarka er reiknað með vak- anum í blóði hryssanna i þvi magni að söfnun blóðs geti svarað kostnaði. Löng reynsla af blóðsöfnun bendir ekki til þess að þær geti skaðað heilsu hryssanna. Nauðsynlegt er þó að við- hafa strangt eftirlit með þvi að rcglum dýralæknis og ly fjafyrirtæk isins sé framfylgt. - ARH Dýrindissteikur á spottpns í Brauðbæ ígær: Hálft tonn af frönskum og500kjúklingar voru hesthúsaðir —góð tilraun tilaðsetja matstaðinn áhausinn, segirBjamiíBrauðbæ „Jú, þetta er ein af þessum skemmtilega snarbrjáluðu hugmynd- um sem menn fá og framkvæma. Góð tilraun til að setja fyrirtækið á hausinn!” sagði Bjarni Ingvar Árnason, eigandi matsölustaðarins Brauðbæjar, við Dagblaðið í gær. Gísli Thoroddsen yfirmatreiðslu- maður og annað starfslið í Brauðbæ átti annrikt í allan gærdag við að seðja hungur ótrúlegs fjölda manna fyrir ótrúlega litinn pening. Menn gátu keypt nautasteik með tilheyrandi fyrir 190 kr., kjúklinga með tilheyrandi fyrir 195 kr., ham- borgara með öllu fyrir 90 kr. Og mjólkurglasið kostaði 5 kall! Brauðbær átti 15 ára afmæli í gær og afmælisins var minnzt með því að bjóða upp á sama matseðil og var í gildi þegar húsið hóf starfsemi sina — með 15 ára gömlu verði. Við- skiptavinir létu ekki bíða eftir sér og i allan gærdag stóðu tugir og hundruð manna í álnalöngum biðröðum og biðu eftir því að hesthúsa kræsingar fyrir spottprís. Bjarni Ingvar bjóst við að 1200— 1500 manns hefðu komið í mat í gær. Flestir pöntuðu nautasteik og kjúkl- inga. „Ætli sé fjarri lagi að gizka á að 500 kjúklingar hafi verið afgreiddir í dag og hálft tonn af frönskum kart- öflum,” sagði Bjarni Ingvar. - ARH FRÁBÆR FRAMNII- STAÐA LARSENS —langef stur í Buenos Aires Góðkunningi okkar íslendinga, danski stórmeistarinn Bent Larsen, er langefstur á alþjóðlegu skákmóti i Buenos Aires. Hefur Larsen hlotið 8 vinninga úr fyrstu 9 umferðunum, unnið 7 skákir og gert 2 jafntefii. f 9. umferð gerði Larsen jafntefii við séra William Lombardy frá Bandaríkjun- um. Heimsmeistari sveina, Marcelo Tempone frá Argentinu, vann um helg- ina sína fyrstu sigra á mótinu er hann lagði fyrrum heimsmeistara Tigran Pet- rosjan að velli og sömu útreið fékk Jorge Rubinetti frá Argentínu. Aðrar skákir fóru þannig, að Franco (Paraguay) vann Ivkov (Júgóslavíu) og Gheorghiu (Rúmeniu) vann Quinteros (Argentínu). Þá vann Panno (Argentinu) landa sinn Rubinetti, Spassky og Najdorf gerðu jafntefli og sömuleiðis Miles og Ulf Andersson. Staðan að loknum 9 umferðum er þessi: 1. Larsen 8 v., 2. Miles 6 v. 3.— 7. Najdorf, Quinteros, Ivkov, Spassky og Andersson með 5,5 v. 8. Gheorghiu 5 v. 9,—11. Panno, Franco og Petros- jan 4,5 v. 12. Lombardy 3,5 v. 13. Tempone2,5 v. 14. Rubinetti 1 v. -GAJ Hrossabændur þinga um nýja útf lutningsgrein: Blóð úr fylfullum hryssum Blóð úr fylfullum merum getur orðið útflutningsvara landsmanna i umtalsverðum mæli, samkvæmt niður- stöðu manna sem fjallað hafa um málið að undanförnu. Hagsmunasamtök hrossabænda halda aðalfund sinn í Reykjavík í dag. Eitt aðalmál fundarins er söfnun mera- blóðs og útflutningur þess. Síðastliðið sumar var gerð tilraun með blóðsöfnun úr fylfullum hryssum á vegum fyrirtækisins G. Ólafsson hf. Kaupandi blóðsins er danskt lyfjafyrir- tæki. Úr blóðvökvanum vinnur fyrir- tækið hormón sem nýttur er til lyfja- framleiðslu. Samkvæmt markaðshorfum ætti að vera hægt að selja blóð úr 1000—1500 hryssum á sumri, að minnsta kosti. Talið er að taka megi allt að 5 litra af blóði i senn, 5 sinnum á hverju tíma- bili. Fari svo að blóðsöfnunardæmið gangi upp, má ætla að hver hryssa skili u.þ.b. 38 þúsund krónum íslenzkum eftir sumarið, miðað við núgildandi verðlag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.