Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 38

Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 38
38 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 1979. Söngskemmtun GuðrúnarÁ. íléttumdúrogmoll: Villtarheimildir: Islenzk partíplata VILLTAR HEIMILDIR - Ýmslr (tytj.ndur gsfandt Btolnar M. (0351 Tónlofeto vafefe Þocg*fe Astvaldunn Á plötuna Villtar heimildir hefur verið safnað saman tuttugu lögum sem hljómplötuútgáfumar Steinar og Ýmir hafa gefið út á árunum 1975— 78. Eitt lag er þó frá þessu ári, Burt með þér, sungið af Helga Péturssyni. Upphaflega átti það að vera á sólóplötu Helga, Þú ert, en komst ekki fyrir þegar lögunum var raðað á plöt- Undirtitill Villtra heimilda er 20 stuðlög. Flest hafa þau notið mikilla vinsælda i óskalagaþáttum útvarpsins, eins og til dæmis Heim I Búðardal, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Fiskisaga. Um lagaval á Villtum heimildum er litið að segja annað en að á plötunni er heilmikið fjör. Hún ætti þvi að vera tilvalin 1 heimasamkvæmin. Nafnið Islenzk partiplata hefði hæft henni allt eins vel og Villtar heimildir. - ÁT MIKLATORG! OPIÐ 9-21 - SÍMI22822 Eðalgreni * /eiðiskrossar „Éger prógrammið” FJörudu án aðngufmtoi Quðrúnar A. 8fenoru# ÚtnMtoldE SQ-h|4mpl6tur (80-124) UpptökumaAur: Slgurður Arrtoaon Htöðrftun: HMölobló. Sennilega á enginn tónlistarmaður hérlendur jafn miklum vinsældum að fagna og Guðrún Á. Simonar. Er hún hélt upp á fjörutlu ára söngafmæli sitt siðastliðið vor var aðsóknin sllk að skemmtanir hennar urðu fimm talsins. Háskólabló tekur ekki nema tæplega eitt þúsund manns I sæti. Það var þvi vel til fundið að hljóðrita skemmtan- irnar til að sá hluti þjóðarinnar sem ekki sá Guðrúnu og heyrði á afmælis- tónleikum hennar fái smjörþefinn af þvl sem þar var að gerast. 77/ leigu í Síöumúla Höfiim til leigu frá 1. janúar nœstkomandi 52 ferm húsnœði á jarðhœð að Síðumúla 32. Upplýsingar í síma 38004. ORKAHF SIÐUMULA 32 Rauðgreni * Auk Guðninar koma fram á plöt- unni Árni Johnsen, blaðamaöurinn bindindissami, sem syngur þar svæsna drykkjuvlsu; félagar úr kór Söngskól- ans I Reykjavlk; Þuriður Pálsdóttir; Kristin Sædal og Magnús Jónsson. Undirleik annast Árni Elfar pianó- leikari. í lögunum tveimur sem Magnús Jónsson syngur leikur Guð- rún Kristinsdóttir með. Á plötu þessari eru mörg gullkorn. Til dæmis segir Guðrún frá viðureign sinni við skattayfirvöld er ganga átti úr skugga um að hún sviki nú ekkert undan skemmtanaskatti á afmælistón- leikunum. „Ég er prógrammið,” segir Guðrún. Þegar þeir báðu mig að senda sér pró- grammið hjá menntamálaráðuneytinu sagöi ég .Sjálfsagt, ég skal koma á fimmtudaginn, þvi að ég er prógramm- ið’. Auðvitað er ég að svindla undan skemmtanaskatti,” bætti söngkonan síðan við. Meðal laga á afmælisplötu Guð- rúnarÁ. er kattadúettinn sem afmælis barnið syngur með Þurlði Pálsdóttur. Lag þetta er búið að vera með þeim vinsælustu I óskalagaþáttum árum saman og löngu kominn tlmi til að is- lenzkar söngkonur syngju það inn á plötu. Á plötunni er einnig að finna Ljúflingshól bræðranna Jónasar og Jóns Múla Ámasona. Það er löngu kominn timi til að hin ágætu lög bræðranna verði gefin út á einni eða tveimur hljómplötum. -ÁT Brimkló—Sannardægumsur: Líkleg til vinsælda Brimkló - 8ANNAR DÆQURVlSUR Útgafandk H|ómplötuútgáfan hf. (JUD-026) Stjöm: Björgvfai HaBdóraaon Amar Slgurbjómsson Upptökumann: Gunnar Smári Halgaaon Jönas R. Jónsaon Hljóóritun: Hljóöriti, Hafnarffaól Sannar dœgurvlsur er ekki bezta plata Brimklóar til þessa. Þar gefur þó að heyra fjölda skemmtilegra hluta sem skipa henni I betri hóp þeirra hljómplatna sem komu út á þessu ári. Fyrst skal telja tvö lög Arnars Sigurbjörnssonar sem hann hefur samið við ljóð Vilhjálms frá Skáholti. Þetta eru lögin Herbergið mitt og Fall- völt fró. Ég man ekki til þess að aðrir dægurtónlistarmenn en Arnar og Hörður Torfason hafi notað ágæt ljóð Vilhjálms til að semja lög við. Rúmur helmingur laganna á Sönn- um dægurvlsum er I bandarískum dreifbýlisrokkstil. Brimkló varð einna fyrst islenzkra hljómsveita til að taka stil þennan upp á arma slna og hefur gert honum góð skil á plötum sínum. önnur lög á nýju plötunni eru rokkar- ar. Um hljóðfæraleik á Sönnum dægur- vlsum er ekkert annað en gott eitt að segja. Brimklóarmenn eru I toppformi um þessar mundir. Eitt vekur þó at- hygli. Hlutverk Arnars Sigurbjörns- sonar sem gítarleikara hefur minnkað nokkuð siðan á fyrri plötum og lætur Björgvin Halldórsson æ meira til sin taka við hljóðfæraleikinn auk söngs- ins. Björgvin leikur bæði á hljómgítar, rafmagnsgitar og stálgitar á nýju plöt- unni, auk þess sem hann gripur I hljóð- færið syndrums I tveimur lögum. Sannar dægurvlsur hefur að geyma nokkur lög sem likleg eru til vinsælda. Nina og Geiri á áreiðanlega eftir að heyrast lengi. Sömuleiðis Verðbólgan og lag Jóhanns G. Jóhannssonar, Ég veit að ég hef breytzt. Eigi undirritaður að nefna eitthvert lag á plötunni sem honum likar betur en önnur þá fær Herbergið mitt eftir Arnar hæstu einkunn. -ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.