Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DHSEMBER 1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
19
Iþróttir
Iþróttir
Ef va/ið ererfitt
— bendum við hér á £* gódar
Hús hamingjunnar
Ung ástfangin tyón, Janet ogAndy, erfa
óvænt lltiö draumahus. Hjartarúmið
reynist fljótlega of stórt fyrir húsið og
áöur en varir er það yfirfullt af alls
konar fólki, skyldu og vandalausu. Mis-
liturhópur, skrltinn og skemmtilegur, en
samt er góðvild og skilningur alls ráö-
andi I litla húsinu.
Þrátt fyrir ýmiss konar smáslys og
hrakfarir leið öllum vel og engum leidd-
ist l„Húsi hamingjunnar".
Vonandi verður enginn vonsvikinn,
sem les þessa skemmtilegu ogþokkafullu
sögu.
Ástareldur
'nejhist nýja bókin eftir Denise Robins.
Það þarf ekki, dömur mlnar, að kynna
ykkur bœkurnar hennar Denise, þið
þekkið þœr og ykkur llður vel I návist
þeirra.
Þar er enginn sori á ferð, þótt barátta
við ill öfl og erfið örlög sé með I spilinu
verður hið góða l mannheimi alltaf yfir-
sterkara. Þess vegna eru bækur Denise
Robins góðir og velkomnir kunningjar.
ÆGISÚTGÁFAN
Óðinn tapaði stigi
Þrír leikir fóru fram í 3. deildar-
keppninni í handknattleik um helgina og
urðu úrslit ekki neitt óvænt ef tekið er
mið af fyrri leikjum liðanna sem nú átt-
ust við. Breiðablik endurheimti efsta
sætið í deildinni með öruggum 30—24
sigri yfir Gróttu. Blikarnir eru nú eina
lið deildarinnar sem ekki hefur tapað
stigi.
Óðinn 4 3 10 105—84 7
Akranes 4 2 11 89—85 5
Stjarnan 3 2 0 1 1 75—57 4
Keflavík 3 2 0 I 67—58 4
Dalvík 5 10 4 106—115 2
Grótta 5 10 4 113—124 2
Selfoss 4 0 0 4 67—119 1
SSv.
Efsta lið deildarinnar, lögregluliðið
Óðinn, fór upp á Akranes á föstudags-
kvöld og mátti teljast nokkuð heppið
að halda heim með annað stigið. Jafn-
tefli varð, 21—21, í hörkuspennandi
leik. Skagamenn leiddu lengst af í
leiknum og höfðu tvö mörk yfir i
leikhléi, 10—8. i síðari hálfleiknum
var munurinn oftast 3—4 mörk heima-
mönnum í vil en ótímabær skot urðu
þess valdandi að Óðinn fékk tækifæri
til að jafna metin. Mikil spenna hljóp í
leikinn á lokamínútunum og var mikil
stemmning í íþróttahúsinu við Vestur-
götu á Akranesi og studdu áhorfendur
vel við bakið á sínum mönnum. Virðist
svo sem loks hafi áhugi fólks á Akra-
nesi vaknað fyrir handknattleik og er
það vel.
Þrátt fyrir mikinn barning tókst
hvorugu liðinu að tryggja sér sigurinn.
Atkvæðamestur hjá Akurnesingum var
Guðjón Engilbertsson með 5 mörk.
Þórður Elíasson skoraði 4, Kristján
Hannibalsson, Jón Hjaltalín og
Haukur Sigurðsson allir 3. Haukur eitt
úr viti. Fyrir Óðin skoraði Gunnlaugur
Jónsson mest eða 10 mörk — 2 víti.
Hörður Sigurðsson 5, Jakob Þórarins-
son 3/2 og Frosti Sæmundsson 3.
Þá vann Keflavík Selfoss fyrir
austan, 25—14, um helgina.
Staðan í 3. deildinni er nú þessi:
Breiðablik 4 4 0 0 100—83 8
Það var ekki neitt Utið tekið á i Laugardalshöllinni I
sýnir einn keppandann i heljarátökum.
gær þegar Reykjavfkurmótið i kraftlyftingum fór fram. Þessi mynd
— DB-mynd Hörður.
B N IGI IN S1 ra A F1 R B K
-1 (R hirti alla titlana á Reykjavíkurmeistaramótinu
Ekki voru nein stórafrek framin á
Reykjavikurmeistaramótinu í kraft-
lyftingum sem fram fór i anddyri Laug-
ardalshallarinnar í gærdag. Flestir
keppenda bættu sig reyndar eitthvað og
má þar nefna t.d. Daníel B. Olsen úr
KR sem bætti sinn bezta árangur um
rúmlega 50 kg í samanlögðu.
Sigurvegari í 60,0 kg flokki varð
Alfreð Björnsson úr KR en hann lyfti
alls samanlagt 315 kg. Auk hans keppti
Kristján Hauksson KR í þessura flokki.
í 67,5 kg flokknum sigraði Daníel
B. Ólsen, KR, með 442,5 kg cn fyrir
mótið átti hann 10 kg lakari árangur en
Svavar Dalmannsson, félagi hans úr
KR. Framfarir hans voru hins vegar
slíkar að Svavar átti ekkert svar .
Baldur Borgþórsson KR sigraði i
75,0 kg flokki og lyfti alls 460,0 kg.
Bætti fyrri árangur sinn um 10 kg slétt
Hann kom einnig nokkuð á óvart og
sigraði Stefán Svavarsson, félaga sinn
úr KR, sem átti betri árangur fyrir
mótið en Baldur.
Sverrir Hjaltason KR var eini
í kraftlyftingum ígær
keppandinn í 82,5 kg flokknum, lyfti
alls 620,0 kg og var langt frá sínum
bezta árangri. Sverrir á bezt 715 kg en
náði sér ekki á strik í gær.
Hörður Magnússon KR sigraði í
90,0 kg flokknum en flestir
keppendanna voru í þeim flokki.
Hörður lyfti alls 630 kg og var talsvert
langt frásínu bezta.
— leikirtefjast þvað eftir annað vegna
þess að dómarar mæta ekki til leiks
Það sama einkennir alla leiki í
meistaraflokki kvenna i handknattleik.
I hvert skipti, sem ég fer í Höllina eða
eitthvað annað, eru vandræði með
dómara. Á laugardaginn voru tveir
leikir í 1. deild kvenna og einn leikur i
2. deild kvenna.
Fyrsti leikurinn var milli Fram og
KR. Aðeins annar dómarinn mætti á
staðinn. Gengið var á menn og þeir
spurðir hvort þeir vildu dæma leik i 1.
deild kvenna — mikið lof! Endirinn
varð sá að maður úti í sal dæmdi
leikinn. Samt hófst leikurinn hálftíma
of seint.
Sama vesenið byrjaði aftur þegar
Valur og Haukar léku á eftir Fram og
KR. Aftur vantaði dómara. — Aftur
var kallað á mann úti i sal.
Síðasti leikurinn í kvennabolta á
laugardaginn var i 2. deild kvenna. Þar
var enginn dómari mættur. í þriðja
skiptið var gengið á menn í salnum og
þeir spurðir hvort þeir vildu dæma
þennan leik. Nei, ég er að fara heim og
horfa á ensku knattspyrnuna. Þá kom
babb í bátinn. Hvað gerum við nú.
Þjálfarar og aðstoðarmenn þeirra
hlupu mann frá manni til að reyna að
fá dómara. Málið leystist á þann veg að
annar dómarinn sem dæmdi leik Vals
og Hauka dæmdi ásamt einni stúlkunni
úr Haukum.
Maður hélt að þeir hjá HKDÍ mundu
bæta sig eitthvað fyrir islandsmótið —
i Reykjavíkurmótinu dæmdu þjálfarar
liðanna yfirleitt til skiptis — þvi enginn
dómari mætti til aðdænta.
I g spyr því, hvað á þctta að ganga
svt na lengi?
-HJ.
Dankersenáfram
Dankersen vann auðveldan sigur á
danska liðinu Bagsværd í siðari leik
liðanna í Evrópukeppni bikarhafa,
21—11, í lcik sem fram fór í gærdag.
Fjrri leiknum lauk með jafntcfli, 9—9.
Þá sigraði Tus Hofweier Tatabanya frá
Ungverjalandi, 19—16, í Fivrópu-
keppni meistaraliða, en Tatabanya
kemst áfram þar sem þeir unnu fyrri
lcikinn, 19—14.
1 100 kg flokknum sigraði Viðar
Sigurðsson úr KR með 632,5 kg. Hann
bætti fyrri árangur sinn um 7,5 kg. í
110 kg flokki var aðeins einn keppandi
— gestur frá Akureyri, Víkingur
Traustason, lyfti alls 625 kg.
í 125 kg flokknum lyfti Jón Páll Sig-
marsson úr KR 730 kg og bætti sig um
22,5 kg frá því sem hann átti bezt.
Hann komst þó ekki i námunda við
Norðurhjaratröllið, Arthúr Bogason
frá Akureyri, sem einnig keppti sem
gestur. Arthúr lyfti 772, 5 kg, en á tals-
vert betra.
KR-ingar hirtu því alla titlana "3
þessu móti og er mikil gróska hjá
félaginu um þessar mundir.
sérverslun
konunnar1
mcQm
Laugavegi 19 Reykjavík sími I7445
Glæsilegir
kvöldkjólar
frá
IJohn MMarks
Dómaramálin í
miklum ólestrí