Dagblaðið - 10.12.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER.
... ■" ■ ^ IUIU .J1L '
Manneskjulegir þættir gjaldþrotamáls Breiðholts hf.:
NÚ ER NÓG KOMIÐ
Tilefni þessara bréfaskrifa minna
eru greinar sem birtust í Dagbiaðinu
þann 5. nóvember og í Þjóðviljanum
þann 15. nóvembersl.
Blöðin eru full af fréttum af mönn-
um og málefnum. Engum er hlíft og
allt er tínt til sem frétt getur talizt.
Ég fæ blöðin mjög seint vegna lé-
legra póstsamgangna við Spán.
Hvort það er nú spænsku póstþjón-
ustunni að kenna eða þeirri íslenzku
læt ég liggja milli hluta. öll blöðin fæ
ég, þ.á m. Þjóðviljann. Dagblaðið
fæ ég alltaf sent frá föður mtnum.
Þannig er mál með vexti, að ég er
sonur Sigurðar Jónssonar, fyrrver-
andi forstjóra Breiðholts hf. sem
varð gjaldþrota á sl. ári. AUt í sam-
bandi við það mál var svo rækilega
útlistáð í dagblaðinu Vísi á sínum
tíma að svo virtist sem um hreinar of-
sóknir væri að ræða. En hvernig væri
nú að skyggnast örlitið á bak við
tjöldin og líta á aðrar liðar málsins?
Fyrst vil ég láta þig vita, lesandi
góður, að aðstandendur Sigurðar
Jónssonar kyngja ekki öllu. Það
skaltu líka vita, að gjaldþrot þetta
voru ekki neinir skemmtidagar fyrir
fjölskylduna. Nei, þvert á móti. Þetta
var algjör martröð, svo mikil að fjöl-
skyldan öll, svo og góðir vinir, kvöld-
ust dögum, vikum og mánuðum
saman. Ófáa dagana var mætt til
vinu án nokkurs svefns. Faðir minn,
Sigurður Jónsson, hefur látið mikið á
sjá. Hann gat ekki sofið svo nóttum
skipti. Stundum var mesti kviðinn sá,
að kaupa síðdegisblöðin. Maður fann
mest þá hvernig það var að vera á
milli tannanna á fólki. Dagblaðið
Vísir sá um góða framhaldssögu fyrir
alþjóð í nokkrar vikur. Var þetta
eðUlegt?
Fé kippt út úr rekstri
Breiðholt hf. var eign fjögurra
manna skömmu áður en það varð
gjaldþrota. Þá fer að bera á miklum
erfiðleikum í rekstri fyrirtækisins.
Óeðlilega miklu fé hafði m.a. verið
kippt út úr rekstrinum af eigendum
þess, ekki Sigurði Jónssyni. Faðir
minn vildi staldra við. Hann gerði
hinum eigendunum, sem voru á kafi í
miklu Nígeríu-ævintýri, það tilboð
að þeir hættu og hann tæki einn við
rekstrinum með það í huga að
minnka umsvif fyrirtækisins vegna
versnandi gengis þess. Það var sorg-
leg ákvörðun. Fyrri eigendur löbb-
uðu út en eftir stóðu skuldir upp á
tugi milljóna. Ég er ekki að kasta
spjótum að þessum mönnum heldur
Eins og banki
Breiðholt hf. var ekki glæpafyrir-
tæki sem seldi íbúðir á okurverði.
Þvert á móti, íbúðir voru seldar á
lægra verði en gengur og gerist.
Fyrirtækið byggði fjöldann allan af
blokkum fyrir láglaunafólk og þegar
skelfingin reið yfir lét hæst í þeim
sem minnst höfðu efni á því.
Ég var sjálfur aðstoðargjaldkeri
hjá fyrirtækinu i nokkur sumur. Ég
veit að um tíma, á blómaskeiði fyrir-
tækisins, var skrifstofan eins og
banki. Fólk sem var að kaupa ibúðir
hjá fyrirtækinu og hafði lítil auraráð
kom mánuð eftir mánuð og fékk
framlengda víxla vegna þess að það
átti ekki fé. Slíkt var alltaf borið
undir föður minn, — hann neitaði
einungis að skýra frá staðreyndum.
Rekstrinum varð ekki bjargað. Til
þess var saumað of mikið að fyrir-
tækinu. Dagblaðið Visir og systir
þess, Gróa á Leiti, sáu um að al-
menningur gat fylgzt með framvindu
mála i formi æsifregna svo vikum
skipti. Breiðholt hf. reyndi mjög að
selja steypustöð sína á þessum tima
en tókst ekki. Það eitt hefði leyst
nægjanlegan vanda fyrirtækisins til
að hægt hefði verið að klóra í bakk-
ann og byrja upp á nýtt.
aldrei nokkrum manni, aldrei. Ekk-
ert af þessu fólki hefur látið þakklæti
sitt í ljós. Enginn man lengur góðan
greiða. Sumt fólk er fljótt að gleyma
slíku. Maður veit svo að margt af
þessu sama fólki var fljótt á stúfana
og talaði við Gróu og systur hennar,
dagblaðið Vísi. Heldur þú, lesandi
góður, að fyrrnefndar vixlaframleng-
ingar hafi komið Breiðholti hf. til
góða?
Breiðholt hf. byggði á sínum tíma
hundruð íbúða fyrir Verkamannabú-
staði í Reykjavík. Samskipti Breið-
holts hf. og formanns, gjaldkera og
endurskoðanda Verkamannabú-
staða. . ., já, þú lest rétt, það var allt
sami maðurinn, formaður, gjaldkeri
og endurskoðandi sjálfs sin, Eyjólfs
K. Sigurjónssonar, verða ætíð
minnisstæð. Það getur vel verið, að
ég útlisti það nánar síðar i annarri
grein, ef þörf krefur.
Kvalræði
En nú, lesandi góður, ætla ég að
koma að kjarna máls mins. Ástæða
skrifanna er ekki afsökunarbeiðni,
nei. Það getur verið gott að sparka í
liggjandi mann, já, ósköp þægilegt.
Faðir minn er í dag liggjandi maður.
Kvalinn af því að hafa lagt skuld-
bindingar á fólk sem ekki átti það
skilið. Kvalinn yfir að hafa misst allt
sem hann hafði byggt upp fyrir lífið.
Móðir min átti erfiða daga en hún
sýndi það að hún er hetja. Þau misstu
sitt glæsilega heimili með öllu því sem
þau höfðu byggt upp sl. fimmtán ár.
Móðir mín fór að vinna úti eftir
tuttugu og átta ára húsmóðurstarf.
Faðir minn var atvinnulaus í marga
mánuði og þau áttu ekki fyrir mat.
Þá komu hinir sönnu vinir í Ijós. Það
gleymist ekki. Loks fékk faðir minn
vinnu, eftir mikla leit. Lausráðinn
skrifstofumaður við bókhaldsstörf
hjá Tryggingastofnun ríkisins og fær
hann kr. 280.000á mánuði.
Rangar fréttir
Maður hélt að nú væri komið að
því að hann færi að sjá dagsins Ijós í
sortanum og gæti hafið nýtt og betra
líf. Öllum getur orðið á í lífinu og er
faðir minn einn af þeim ólánsömu
mönnum. En ef fólk er ekki þeim
13
"V
Kjallarinn
Viggó Sigurðsson
mun verr innrætt, þá hlýtur það að
gefa slikum mönnum tækifæri til að
komast i gegnum erfiðleika sina.
Maður vonaði og hélt að nú gæti
Sigurður Jónsson notið jólanna
ásamt fjölskyldu sinni en það er
hlutur sem hann hefur ckki getað sl.
tvenn jól. — En, nei, ekki alvcg.
Dagblaðið birti grein um það, að
Sigurður Jónsson hefði verið ráðinn
fjármálastjóri hjá Tryggingastofnun
rikisins. Þetta sannar mál mitt með
hana Gróu kerlingu, hún er enn á
sveimi og hefur hvíslað. En blaða-
maður góður: Þú sýndir með þessum
skrifum að þú ert ekki hæfur i starf
þitt. Góður blaðamaður kynnir sér
sanngildi frétta sinna áður en hann
birtir þær. Þjóðviljinn fór eins að og
birti þessa lygagrein úr Dagblaðinu.
— Skrýtið að þetta skyldi ekki korna
fyrst i Vísi — sennilega hefur verið á
tali þegar Gróa hringdi.
Mikið hefur verið vegið að föður
minum undanfarin tvö ár, sumt á rétt
á sér, annað alls ekki. Sjálfur hefur
hann kosið að bera ekki hönd fyrir
höfuð sér. Það þýðir samt ekki að
hann hafi ekki sínar tilfinningar. Það
skaltu hafa í huga.
Barcelona 23. uós ',9.
Vigtió öigurðsson
huudknattleiksmaður
Lögfræðingar eru áberandi stétt í
þjóðfélaginu og gegna mikilvægu
hlutverki i þvi að gæta laga og réttar.
Oft eru þessi störf vanþakklát og
óvinsæl en þau verður að vinna.
Langflestir þeirra, er til þessa starfa
veljast, eru vandaðir menn og gæta
þess vel að gera aðeins skyldu sína.
Þessir menn njóta yfirleitt virð-
ingar samborgara sinna og oft eru
laun þeirra skorin við nögl.
Margir telja að lögfræðimenntun
sé haldgóð undirstaða fyrir þátttöku i
stjórnmálum og víst er það að margir
stjórnmálamenn eru og hafa verið
lögfræðingar.
Hitt er svo annað mál að farsæld í
stjórnmálum er á engan hátt tengd
þessari menntun. Dómar núverandi
dómsmálaráðherra um lögfræðinga-
stéttina eru sleggjudómar og honum
ekki til sóma.
Hitt er svo annað mál að misjafn
sauður er i mörgu fé og verður komið
að þvi siðar.
Á þjóðveldistimanum voru lög-
fróðir menn í miklum metum, og er
Njáll á Bergþórshvoli þeirra fræg-
astur, en þá, eins og nú, var misjafn
sauður í mörgu fé og voru sumir
þessara manna illa þokkaðir eins og
til dæmis Mörður Valgarðsson.
Á síðari tímum voru svo settir lög-
fróðir menn, er iært höfðu í
dönskum skólum, til að gæta laga og
réttar og voru þeir nefndir lögmenn.
Að því kom svo að lögfróðir menn
urðu að afla sér réttinda til að flytja
mál fyrir dómi og voru þeir nefndir
málflytjendur eða málflutningsmenn.
Fínt skal það vera
Hér á landi eru dómstigin tvö,
undirréttur, eða héraðsréttur, og
Hæstiréttur.
Af einhverjum undarlegum
ástæðum tóku þeir er öðluðust rétt til
málflutnings fyrir undirrétti sér
nafnið lögmaður, héraðsdómslög-
maður. Hinir voru nefndir mál-
flutningsmenn sem er auðvitað alveg
rétt.
í Danmörku, sem flestar fyrir-
myndir í dómkerfinu hér eru sóttar
til, eru þessir menn nefndir mál-
flutningsmenn, sagförer.
Þegar islenzkir lögfræðingar, þ.e.
„praktiserandi” lögfræðingar sem
flestir hafa að aðalstarfi að rukka inn
skuldir, stofnuðu með sér stéttarfélag
var úr vöndu að ráða.
Þeir sem voru lægra settir höfðu
komið sér upp fínna nafni. Lögmenn
hétu þeir en hinir aðeins mál-
flutningsmenn. Þetta gekk auðvitað
ekki og félagið fékk nafnið
Lögmannafélag íslands.
Og auðvitað urðu hæstaréttarmál-
flutningsmennimir að heita hæsta-
réttarlögmenn.
Og til að undirstrika mikilvægi
þessa alls komu „lögmennimir” sér
upp sérstökum dómstól innan
félagsins. Samkvæmt „lögum” sem
þeir hafa sett ber að draga brotlegan
félagsmann fyrst fyrir þennan „dóm-
stó!” áður en hið almenna réttarkerfi
kemur til sögunnar, a.m.k. í vissum
tilvikum! Ef þessi „dómstóll” leysir
mál viðkomandi manns með
einhverjum hætti er ekki ætlazt til að
málið gangi lengra.
Löglærðir menn í landinu hafa
með sér a.m.k. 4 félög: dómarafélag,
dómarafulltrúafélag, lögfræðinga-
félag, en aðeins í því síðastnefnda,
Lögmannafélagi íslands, eru lög-
menn!
Alfa og omega
Fyrir nokkrum árum þótti titillinn
Höjesterætsagförer eitt fínasta og
virðulegasta starfsheitið í Danmörku.
Menn sem báru þennan titil voru
virtir í bak og fyrir og orð þeirra
þóttu gulls igildi. En skyndilega
spakk blaðran. í Ijós kom að meðal
þessara manna var stór hópur
skúrka, braskara, skattsvikara og
fjárplógsmanna. Þessir menn komu
óorði á alla stéttina svo að nú þykir
þetta starfsheiti heldur lítilla sæva.
í tilefni af þessum hneykslismálum
í Danmörku ritaði norskur sálfræð-
ingur ritgerð þar sem hann reyndi að
skilgreina sálarlíf lögfræðinga.
Hann komst að þeirri niðurstöðu
að lögfræðingastéttin væri í rauninni
að upplagi rétt eins og annað fólk.
Hins vegar væri menntun hennar á
þann veg að hún fjallaði að miklum
hluta um fjármuni, lausa og fasta,
vörzlu þeirra og viðgang. Þegar þeir
svo hæfu störf yrðu peningar alfa og
omega í lífi þeirra. Þeita væri
skýringin á því hve margir þeirra
væru harðdrægir og óhlifnir í fjár-
málum.
Óáran — meiri
peningar
Eins og áður segir hafa margir
„lögmenn” það að aðalstarfi að
annast innheimtur og margir sýsla við
fasteignasölu. Aðrir ávaxta fé fyrir
sjálfa sig og aðra og svo eru enn aðrir
sem hafa málflutning að aðalstarfi.
Flestir eiga þessir menn það sam-
merkt að aukin óáran í þjóðfélaginu
eykur tekjur þeirra: missætti og
óhöpp sem valda málaferlum, hjóna-
skilnaðir í vaxandi mæli, aukin eftir-
spurn eftir peningum og síðast en
ekki sízt vaxandi greiðsluerfiðleikar
fólks sem m.a. má rekja til óðaverð-
bólgu og umsvifa fjáraflamanna.
Það er ömurlegt hlutskipti fyrir
„Iögmennina” i landinu að vaxandi
fjárhagsörðugleikar almennings skuli
auka tekjur þeirra í ríkum mæli; að
þeir skuli þiggja laun sín úr hendi
þeirra er verst eru staddir og verða að
sjá á eftir eignum sinum á uppboð
eða með öðrum hætti.
Það er ömurlegt til þess að hugsa
að það skuli vera, að vísu ekki lög-
menn heldur lögfræðingar, sem hafa
haft mest með efnahagsmál að gera i
landinu síðustu áratugi og að þeim
skuli hafa mistekizt svo hrapallega,
en það eru ekki þeir sem fieyta rjóm-
ann ofan af heldur fínu mennirnir i
stéttinni, „lögmennirnir”.
Kjallarinn
Páll Finnbogason
Sjálfdæmi
Auðvitað er Ijúft og skylt að geta
þess að þessir menn eiga auðvitað að
fá fyrir vinnu sína ogenginn ætlast til
annars. En taxtar þeirra cru þviira
eigin mál. Þeir þurfa ekki að scmja
við neinn eða bera þá undir neina
verðlagsnefnd. Þaðcr lika þcirra ntál
hvað þeir telja frant til skatts.
„Vinnuveitendur” þeirra eru að
verulegum hluta fólk sem ekki telur
fram til skatts launin þcirra, enda
tilgangslaust þvi að þau eru ekki frá-
dráttarbær til skatts.
Það óhugnanlegasta við þctta allt
saman er það að „lögmenn” verð-
leggja ekki vinnu sina með sama
hætti og aðrir þegnar þjóðfélagsins,
nema áð takmörkuðu leyti. Það er
auðvitað nákvæmlega sama vinna að
innheimta skuld hvort sem hún cr
50.000 eða ein milljón. En þóknunin
er margföld!
Jafnvel tannlæknar komast ekki
með tærnar þar sem „lögmenn” hafa
hælana í timakaupi. Þótt skrifa
mætti langt mál um störf ýmissa
„lögmanna” er þó rétt að gcta þess
að margir þeirra eru mjög sann-
gjarnir menn og margir góðir drengir
cru í þessum hópi.
Sjálfsagt hefðu flestir hinna orðið
það lika ef þeir hefðu ekki gleypt af
slíkri ákefð þann kínalifselixír sem
norski sálfræðingurinn gerði að
umtalsefni.
Páll Finnbogason
£ „Jafnvel tannlæknar komast ekki með
tærnar þar sem „lögmenn” hafa hælana i
tímakaupi.”
J V