Dagblaðið - 02.01.1980, Page 7

Dagblaðið - 02.01.1980, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1980. 7 150 þúsund taka þátt í stálidnaöarverkfallinu fyrsta allsherjarverkfallid í þeirri grein í 54 ár gæti staðið lengi Brezkur stáliðnaður stöðvast algjörlega í dag í fyrsta skipti á 54 árum. Leiðtogum hinna 150 þúsund stáliðjuverkamanna og forstjórum British Steel Corporation, sem er i eigu rikisins, bar saman um að verk- fallið geti dregizt mjög á langinn. Engar líkur eru taldar á skjótu sam- komulagi. Vitað er að stálbirgðir i Bretlandi eru miklar og stórnotendur eins og bifreiðaverksmiðjurnar hafa tilkynnt að halda megi áfram óbreyltri fram- leiðslu í allt aðeinum rnánuði. Að sögn aðalforstjóra stál- iðjuveranna brezku eru til tveggja lil þriggja mánaða birgðir af stáli en ýmsar sértegundir gætu þó gengið lil þurrðar eftir fjórar vikur. Forustumenn stáliðjuverkamanna boðuðu til verkfallsins fyrir áramót eflir að þeir höfðu hafnað tilboði um 6% launahækkun. Verðbólga i Bret- landi er nú 17% og engar sjálfvirkar verðbætur sem koma þar á laun. Stáliðnaðurinn brezki á mjög i vök að verjast vegna lílillar eftir- spurnar. Á það raunar við um þann iðnað hvar sem er i heiminum. Gefið hefur verið upp að tap brezks stál- iðnaðar nemi einni milljón sterlings- punda á dag. Vitað er að Britisch Steel hefur uppi áform um að fækka starfs- mönnum sínum um 52 þúsund manns í ár. Talsmaður samtaka stál- iðjuverkamanna sagði i gær að hann væri þess fullviss, að áhrifa verk- fallsins yrði farið að gæta mjög víða innan tveggja vikna. Járnbrautarstarfsmenn i Bretlandi hafa þegar lofað verkfallsmönnunt fullum stuðningi og búizt er við þvi að hafnarverkamenn muni brátt samþykkja að skipa ekki upp stáli frá öðrum löndum. Síðasta allsherjarverkfall i brezk- um stáliðnaði var i verkfallinu mikla árið 1926. Pisa: TURNINN HÆG- IR Á SÉR Skakki turninn i Pisa á Ílálíu er heldur að hægja á sér samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga. Að sögn Guiseppe Toniolo, sem sérhæft hefur sig í þessum margfræga turni, varð hallaaukningin á liðnu ári innan við tveir millimetrar. Til samanburðar má geta þess að hallinn árið 1973 jókst hvorki meira né minna en um 4,6 mm. Skakki turninn i Pisa hefur stöðugl verið að hallast meira og meira allt frá því að hafizt var handa við að reisa hann árið 1173. Hann er 55 metrar á hæð og undirstaða hans var aldrei nægilega traust. Hallinn á hæsta punkti hans er nú fimm melrar frá lóðréttu. Bermuda: Barízt og rænt í fótboltanum Allt fór í bál og brand á knatt- spyrnuvelli í Hamilton á Bermudaeyj- um í gær. Þar áttust við lið heima- manna og gestir þeirra frá Alabama í Bandaríkjunum. Voru gestirnir einu marki undir, þegar dæmd var víta- spyrna á annan bakvörð þeirra. Gengu þeir af leikvelli í mótmælaskyni. Trylllust þá áhorfendur og grýtlu flöskum og öðru lauslegu inn á leik- völlinn. Áttu leikmenn fótum fjör að launa. Nokkrir áhorfenda voru ekki ánægðir með að þurfa að greiða' fullan inngangseyri fyrir aðeins stundar- fjórðungsleik og réðust því að miða- söluskúrunum og rændu þar peningum að jafnvirði nærri einnar milljónar islenzkra króna. Fljótlega tókust sættir með leik- mönnum og var leiknum haldið áfram og lauk honum meðsigri gestanna frá Alabama. Iran: Bardagar milli Kúrda og byltingarvarða Að minnsta kosti tveir féllu og tíu særðust i átökunum sem urðu á milli Kúrda og byltingarvarða trúrra Khomeiní í borginni Sanandaj í gær. Er sú borg í héruðum Kúrda. Samkvæml þvi sem fréttamenn höfðu eftir starfs- liði sjúkrahúss í borginni, stóð skothríð þar yfir í átta klukkustundir. Um hríð var hún svo hörðað sjúkrabif- reiðir gátu ekki nálgazt hina særðu. Flestir hinna særðu voru vegfar- endur, sem ekki tóku beinan þátt í bar- dögunum. Að sögn liðsforingja í liði byltingarvarðanna réðst lið skæruliða Kúrda á búðir hinna fyrrnefndu og skaut á þær með eldflaugum og hríð- skotabyssum. Einnig var hand- sprengjum beitt að sögn liðs- foringjans. Auk þess sagði hann að skotið hefði verið á verði á flugvellin- um við Sanandaj og einnig að byggingu þeirri þar sem útvarpsstöðin er. Júgóslavía: Leitaö olíu á haf i úti Um miðjan áratuginn, sem er ný- hafinn má ætla að Júgóslavar verði farnir að vinna oliu af hafsbotni. Þarna er bæði um að ræða olíu og jarðgas. Var tilkynnt um að auðug olíusvæði hefðu fundizt undan strönd landsins í lok desember síðastliðsins. Kemur þessi fundur sér mjög vel fyrir Júgóslava þar sem olíulindir þeirra á landi hafa dregizt saman um 10% á ári að vinnslugelu. Hingað til hafa þeir verið í hópi þeirra fáu Evrópuríkja, sem hafa getað séð sér fyrir olíu sjálftr. Ekki hefur innan- landsvinnsla Júgóslava dugað þeim nema sem nemur um það bil fjórðungi af olíuþörfínni. Nokkur hætta er talin á þvi, að olíuvinnslan í Miðjarðarhafinu úl af ströndum Júgóslavíu raski eitthvað ró ferðamanna á sólarströndum þar. Ferðamannaiðnaðurinn hefur um margra ára skeið verið Júgóslövum góð tekjulind en ljóst er að olíuvinnslan mun hafa vinninginn ef annað hvort verður að víkja. Jólasveinamyndir stóðu vió hlið varðmannanna við bandariska sendiráðið i Teheran um jólin. Munu það hafa verið erlendir blaðamenn, sem ætluðu að færa gislunum þennan jólaglaðning en ekki er vitað hvort myndimar komust nokkurn tima til þeirra. 50 farast í jarðskjálfta á Azoreyjum — f jögur hundruð særðir og hundruð húsa hrunin Tilkynnt hefur verið að rúmlega fimmtíu manns hafi farizt í miklum jarðskjálfta sem varð á Azoreyjum í gær. Mældist skjálftinn 7 slig á Richler kvarða. Auk þeirra sem lálizt hafa er vitað um I það minnsta fjögur hundruð sem hafa slasazt. Mest manntjón mun hafa orðið á eynni Ofterceira en hún er önnur mannflesta eyjan í Azoreyja- klasanum sem er á miðju Atlants- hafinu. Mest manntjón hefur orðið í borgunum Angra do Heroismo og Biscoitos. Fjarskiptasamband á eyjununt raskaðist mjög við jarðskjálftana og var því mjög erfitt um allar upplýsingar fyrsl eftir náttúruham- farirnar. Vitað er að hundruð íbúðarhúsa hafa hrunið og í fyrstu var skýrt frá því í portúgalska útvarpinu að flug- braut sem bandaríski flugherinn hefur til afnota þar væri ónothæf. Það var siðar dregið til baka. Tilkynnt hefur verið að nokkrar fornrar minjar haft orðið fyrir hnaski í skjálftanum. Skeylasendingar sem áhugamenn i Portúgal náðu í gær- kvöldi skýrðu svo frá að margir æltu um sárt að binda á Azoreyjum. Tilkynnt var að mikill skorlur væri á blóði til særðra, einnig vantaði tjöld til að koma nauðstöddum i eitthverl skjól. Azoreyjar eru i eigu Portúgala og samkvæmt fregnum í sjónvarpinu i Lissabon var Eanes forseti landsins á slöðugum fundum í gær til að skipuleggja hjálparstarf.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.