Dagblaðið - 07.02.1980, Síða 2
2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980.
Frelsi (bjór), jafnrétti (smjörflíki), bræðralag (réttlæti):
BUA BRAUDAFRAMLEIDENDUR
VK> VDSKIPTAÞVINGANR?
Það vakti sérstaka ánægju mína,
að í þessu máli var boðberi réttlætis-
ins og jafnréttisins matvælaframleið-
andinn Davíð Sch. Thorsteinsson. Ég
starfa einnig að matvælaframleiðslu
og virðist því einsýnt að hagsmunir
okkar tveggja fari saman. Og ekki er
að efa að hugsað verður um að lands-
lýður njóti alls réttlætis. Mér finnst
með öðrum orðum rökrétt að álykta,
að D.Sch.Th. sé fús að beita sér fyrir
jafnrétti og réttlæti á þeim vígstöðv-
um, sem við matvælaframleiðendur.
berjumst á, eins og hann hefur beitt
sér fyrir „réttlæti” í bjórinnflutningi
landsmanna.
Það er risavaxið mál að fara ofán í
saumana á því, hvernig staðið er að
innflutningi á hráefni til þeirrar
framleiðslu, sem ég starfa við. Á ég
þar bæði við öflun hráefnis til brauða
og kökugerðar og innflutning hráefn-
is til smjörlíkisgerðar.
Til að almenningur og ráðamenn
átti sig á, hvað átt er við, er rétt að
upplýsa á þessu stigi, að á sama tíma
og innflutningur á kökum, kexi og
brauðum er frjáls til landsins er
brauðaframleiðendum meinað að
flytja inn ýmsar vörur sem til fram-
leiðslunnar þarf, en gert að kaupa
vöruna á íslandi, þóað hún fáist mun
ódýrari erlendis (t.d. egg og mjólkur-
duft).
Og þá vefst fyrir venjulegu fólki að
skilja jafnréttið og réttlætið i málum
smjörlíkisframleiðslunnar. Hvernig
er staðan varðandi innflutning og
framleiðslu smjörlíkis? Er innflutn-
ingur á fullunnu smjörlíki og hráefn-
um til smjörlikisgerðar frjáls? Getur
verið að framleiðendum og innflytj-
endum sé mismunað? Getur verið að
þeir verði jafnvel að búa við við-
skiptaþvinganir? Ef svo illa vildi nú
til að ekki væri allt í þessu máli eins
og best væri á kosið eygir maður
loksins von, að við höfum eignast
okkar Davíð, eins og ísraelsmenn
forðum, og muni sá berjast fyrir rétt-
lætinu.
Ég veit, að ég tala fyrir munn allra
starfsbræðra minna, íslenskra bak-
ara, er ég segi, að við fögnum því, að
okkur hefur bæst þessi ötuli og öflugi
liðsmaður í sveit þeirra er fortaks-
laust berjast fyrir réttlætinu og jafn-
rétti allra þegna í landinu. Þar er að
sjálfsögðu ekki undanskilin jöfn að-
staða til innflutnings hvers konar,
þ.m.t. innflutningur á fullunnu
smjörlíki og hráefnum til smjörlíkis-
gerðar.
Miðað við það sem á undan er
gengið og myndin af undirskrift bjór-
blaðsins sýndi er ekki að efa að rétt-
lætið mun enn sigra.
Með baráttukveðjum í nafni rétt-
lætisins.
Jón Víglundsson,
bakarameistari.
Miklar eru hugsjónir manna og
misjafnt er hvaðeina er menn gamna
sér við.
Nýlega birtu blöðin myndir af
„fjármálaráðherra” Sighvati Björg-
vinssyni og Davíð Sch. Thorsteins-
syni, forstjóra Smjörlíkis hf. Eru
mennirnir tveir harla kátir að siá,
enda afrekin eigi alllítil. Þegar
myndin er tekin hefur „ráðherra”
rétt lokið við að undirrita reglugerð
er leyfir innflutning áfengs öls og
réttir „ráðherra” D.S.Th. reglugerð-
ina til yfirlestrar. Samkvæmt þessari
reglugerð.getur nú hver sá sem kemur
frá útlöndum og fer um Keflavikur-
flugvöll borið áfengt öl í vissu magni
meðsér inn í landið.
Að sjálfsögðu eru viðhorf manna
til áfengismála misjöfn og ekki til
umræðu hér. Hitt ættu allir að vera
sammála um, að þegnarnir eiga að
búa við sem jafnastan rétt og er það
fagnaðarefni, þegar unnt reynist að
draga úr eða jafna misrétti sem óvart
eða af ásettu ráði viðgengst í þjóð-
félaginu. Ekkert er því eðlilegra en
þetta sameiginlega átak þeirra —
„Samkvæmt þessari reglugerð getur nú hver sá sem kemur frá útlöndum og fer
um Keflavikurflugvöll borið áfengt öl i vissu magni með sér inn i landið.”
DB-mynd Höröur.
Frá Moskvu.
Hringið
í síma
27022
millikl. 13
og 15,
eða skrifið
Ég spyr: Eru verkefni „ráðherra”
svo yfirþyrmandi stór og alvarleg, að
hann þurfi að verða sér úti um smá-
mál, til þess að þjóðin fái að sjá
a.m.k. einhvern afrakstur starfsins?
Hvaðan eiga Rússar að
flytja inn kora
jafnaðarmannsins og „ráðherrans”
Sighvats og forstjóra Smjörlíkis hf„
Davíðs — kalli fram í hugann fjöl-
margar spurningar, bæði varðandi
jafnrétti hvers konar og afköst ráða-
manna, þar með talinna ráðherra,
sem eru, þegar betur er að gætt,
starfsmenn okkar, skattborgaranna.
„Ráðherra” varð frægur fyrir það
á sinum tíma að spyrja — spyrja í
þaula — og endurtók hann i þingsöl-
um: „Ég spyr” — Nu spyr ég þennan
starfsmann minn: Hvernig ákveður
þú forgang mála? Ég spyr: Hvort
skiptir þjóðina meiru máli, að ferða-
menn geti borið áfengan bjór inn í
landið eða hitt, að við fáum t.d. nýti-
ieg skattalög?
þegar búið er að koma á sameignarskipulagi á Vesturlöndum?
mannkynsins með hliðsjón af þeirri
staðreynd, að ríki sósialismans lifa á
korni frá heimi kapitalismans,
einkum hinum hötuðu Bandarikjum?
Og hver fæðir þær milljónir manns,
sem sósíalistar Þriðja heimsins hrekja
á haf út eða flæma úr landi með
öðrum hætti, er þeir gera að veru-
leika drauminn um „frelsi, jafnrétti
og bræðralag”? Reynslan þar og í
austantjaldsrikjunum sýnir, að
sósíalisminn er öruggt meðal til að
eyðileggja landbúnað. Þessi ríki
mundu öll líða skort, ef ekki kæmi til
korn- og matvælainnflutningur frá
Vesturiöndum, sem eru að kafna í
offramleiðslu landbúnaðarafurða.
Og hér kemur litil gestaþraut fyrir
Rúnar Sigurðsson, Jón Óskar skáld
og aðra draumlynda menn: Hvaðan
eiga Rússar að flytja inn korn, þegar
búið er að koma á sameignarskipu-
lagi á Vesturlöndum? Svar óskast.
HEWLETT hp PACKARD
HEWLETT-PACKARD-einkaumboö 6 íslandi
STÁLTÆKI
Bankastræti 8.
Sími 27510.
Guðmundur Bjarnason skrifar:
í kjallaragrein um bókina
„Kommúnistahreyfingin á íslandi”
eftir Þór Whitehead tekur Rúnar G.
Sigurðsson undir þá skoðun Jóns
Óskars skálds, að það verði „aldrei
ráðin bót á hungrinu í heiminum
meðan auðvaldið ræður ríkjum”.
Sósíalisminn einn geti fætt mannkyn-
ið.
Nú er mér spurn: Hvernig getur
sósíalisminn séð fyrir fæðuþörf
ll'
Í i