Dagblaðið - 18.02.1980, Page 15

Dagblaðið - 18.02.1980, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. 15 § íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Tíundi sigurleikur Víkings í 1. deild var hinn erfiðasti —Víkingur sigraði Fram 20-18 íLaugardalshöll eftir 10-10 í hálfleik Það var gífurleg spenna loka- mínúturnar í leik Fram og Víkings í 1. deild karla i Laugardalshöll á laugar- dag. Allt á suðupunkti og áhorfendur slaðnir upp til að hvetja leikmenn liða sinna sem mest þeir máttu. Fram hafði smáunnið upp fimm marka forskot Víkings, breytt stöðunni úr 19—14 fyrir Viking í 19—18. Hins vegar voru ekki nema 29 sekúndur eftir, þegar Hannes Leifsson skoraði 18. mark Fram, svo möguleikarnir til að ná stigi voru sáralitlir. Allt í einni hringiðu á leikvellinum — leikiö maður á mann og Vikingar einum faerri. Þeir héldu knettinum örugglega og sjö sekúndum fyrir leikslok var dæmt vitakast á Fram. Úr þvi skoraði Sigurður Gunnarsson og um leið gall flautan. Leikslok — einum mest spennandi leik íslandsmótsins lokið og vissulega fengu Víkingar meiri keppni í þessum leik en oflast áður á mótinu — eða í sínum tiunda sigurleik i röð i 1. deild. En það er ekki allt sagt með þessu um þá spennu, sem ríkti í höllinni. Meðan Fram var að minnka muninn niður í eitt mark gerði Kristján Sigmundsson, markvörður Víkings, sér lítið fyrir og varði tvö vítaköst, með miklum glæsibrag — og hafði reyndar varið eitt áður um miðjan siðari hálf- leikinn. Glæsileg markvarzla hans í leiknum átti stóran þátt í sigri Vikings. Hinu megin varði Sigurður Þórarins- son vítakast Páls Björgvinssonar, sem aftur náði knettinum. Kastaði á markið en Sigurður varði glæsilega á ný og var fagnað innilega. Markvarzlan hjá Fram var einnig góð í leiknum. Fram-liðið hefur vaxið mjög i leikj- um sinum að undanförnu — markvarzla stórlagast og keppnis- skapið nú allt annað og betra. Sennilega bezti leikur Fram í mótinu, þrátt fyrir tapið og þrátt fyrir þá staðreynd að helzti markaskorari liðsins lék ekki með, Atli Hilmarsson. Var á bekknum allan tímann, meiddur. Víkingar voru heldur daufir í fyrri hálf- leiknum — fengu þá hvað eftir annað lækifæri til að ná afgerandi forustu. Þá var það ekki gott að skora aðeins úr einu af þremur vítaköstum i leiknum. Jafnt í fyrri hálfleik Þorbergur Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking en Hannes Leifsson jafnaði. Þá skoraði Páll þrjú mörk í röð fyrir Víking — Erlendur fyrir Fram og staðan eftir 7 mín. 4—2 fyrir Víking. Fram tókst að jafna um miðjan hálfleik í 6—6 en áður hafði Sigurður Gunnarsson skotið hátl yfir Fram-markið úr vítakasti. Lék ekki að öðru leyti i fyrri hálfleik — kom inn á i æfingabuxum til að taka vítið. Dómararnir fljótir að skipa honum úr þeim. Ekki von á öðru en illa færi eins og staðið var að víta- kastinu. Víkingar sigu fljótt fram úr aftur. Komust í 10—7 eftir 23. min. en skoruðu ekki mark lokakafla hálf- leiksins — einmitt á þeim tíma, sem Árni Indriðason á auðum sjó á linunni eftir snjaila sendingu Sigurðar Gunnarssonar. Árni vippaði knettinum snyrtilega yfir Sigurð markvörð Þórarinsson. Birgir Jóhanns- son og Erlendur Daviðsson, Fram, fylgjast með og Erlend Hermannsson, Viking, ber I markvörðinn. DB-mynd Halla Jónsdóttir. þeir hafa verið sterkastir áður í leikjum sínum á mótinu. Hins vegar skoraði Erlendur Daviðsson, sem átli stórleik í f.h. með Fram, þrjú síðustu mörkin og staðan var þvi jöfn í leikhléinu 10—10. í síðari hálfleiknum lék Sigurður Gunnarsson í sóknarleiknum með Víking, þrátt fyrir meiðsli í ökkla, og það gjörbreytti sóknarleiknum framan af. Á tveimur fyrstu mín. átti Sigurður snjallar linusendingar á Þorberg og Árna, sem gáfu mörk. 12—10. Fram jafnaði á næstu tveimur mínútunum í 12—12 og komust svo i fyrsta skipti yfir á sjöundu mínútu, þegar Andrés Briddeskoraði. En þá kom vel í Ijós að sá sterki karakter, sem hefur ofl einkennt Víkings-liðið I vetur. Það leikur bezt, þegar mest á reynir — þegar liðið hefur misst forustu eða er að vinna upp for- skot mótherjanna. Varnarleikurinn var frábær og það, sem fór í gegn varði Kristján. Sóknarleiknum var breytt i 4—2 — tveir línumenn og í fjórtán mín. skoraði Fram ekki mark. Víking- ar hins vegar 6 og staðan breyttist i 18- 13. Sigur Víkings þá i höfn að flestra áliti. Sigurður skoraði þrjú af mörkum Víkings á þessum tíma og átti línusendingar. Árni skoraði tvívegis af linu — þá Erlendur. Loks, þegar rúmar 20 min. voru af hálfleiknum, skoraði Hannes 14 mark Fram. Þorbergur svaraði strax, 19—14. Þegar sjö mín. voru til leiksloka skoraði Andrés úr viti fyrir Fram — og Fram fékk strax á eftir annað víti. Andrés tók það en Kristján Sigmunds- son varði glæsilega. Víkingar fóru mjög rólega i sakirnar — hugsuðu mest um að halda fengnum hlut, og fengu meira að segja dæmdar á sig tafir. For- skotið var nokkuð öruggt en þegar 90 sekúndur voru til leiksloka skoraði Sigurbergur sautjánda mark Fram. Staðan 19—17 og rétt á eftir var Árna vikið af velli. Víkingar nú einum færri. Fram náði knettinum og fékk vítakast. Nú reyndi Erlendur en Kristján var í ham — varði — en Fram náði knettinum og Hannes skoraði. 19—18. Ekki nemá 29 sek. til leiksloka og það var ekki nægur tími fyrir Fram. Maður á mann — og síðari hluta hálfleiksins léku varnarmenn Fram mjög framar- lega. Tókst með þvi að trufla sóknar- leik Víkings. Mörk Fram skoruðu Erlendur 8/3, Hannes 6, Sigurbergur 2, Andrés 2/1. Mörk Víkings Páll 4, Þorbergur 4, ■Sigurður 4/1, Árni 3, Steinar 2, Erlendur2og Ólafur I. I -hsím. Guðríður skoraði 15 mörk — þegar íslandsmeistarar Fram sigruðu Grindavík Fram sigraði stúlkurnar frá Grinda- vik með yfirburðum i Laugardalshöll á Fram-Víkingur 18-20(10-10) tslandsmótið 1 1. deild karla í handknattleik, Fram-Víkingur 18—20 (10— 10) i Laugardalshöll 16. febrúar. Beztu leikmenn. Kristján Sigmundsson, Vikingi, 8, Erlendur Daviðsson, Fram, 8, Sigurður Gunnarsson, Víkingi, 8, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, 7, Árni Indriðason, Vikingi, 7. Fram. Sigurður Þórarinsson, Snæbjörn Arngrimsson, Björn Eiriksson, Birgir Jóhannsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Hannes Leifsson, Andrés Bridde, Átli Hilmarsson, Jón Ámi Rúnarsson, Jóhann Kristinsson, Egill Jóhannesson, Erlendur Daviðsson. Vikingur. Jens Einarsson, Kristján Sigmundsson, Páll Björgvinsson, Árni Indriðason, Steinar Birgisson, Ólafur Jónsson, Erlendur Hermannsson, Þor- bergur Aðalsteinsson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Guð- mundur Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson. Dómarar Árni Tómasson og Karl Jóhannsson, Fram fékk 7 vitaköst i leiknum. Nýtti fjögur — Kristján varði tvívegis frá Erlendi og einu sinni frá Andrési. Víkingur fékk 3 vltaköst. Nýtti eitt. Sig. Þórarinsson varði frá Páli og Sig. Gunnarsson skaut yfir. Tveimur leikmönnum Fram vikið af velli, Erlendi og Andrési. Þremur Vikingum, Steinari, Magnúsi og Árna. Áhorf- endur 400. laugardaginn, 31—9. Fram er því enn ósgrað í 1. deild kvenna og er með 18 stig eftir níu leiki. Grindavík hefur enn ekkert stig hlotið i deildinni í ár — enda engin furða, liðið er ákafiega slakt. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði hvorki meira né minna en. fimmtán mörk í þessum leik, þar af sex úr vítum. Er hún nú orðin önnur markahæst i 1. deild kvenna, hefur gert 76 mörk. Margrét Theódórsdóltir, Haukum er hæst — hefur alls skorað 80 mörk. Grindavíkurstúlkurnar byrjuðu vel — komust í 4—1. Þá voru átta mínútur búnar af fyrri hálfleik. Þá fyrst fóru Fram-stelpur að taka við sér og skoruðu hvert markið á fælur öðru. Skoruðu tólf mörk á móti engu marki Grindavíkur. Staðan í hálfleik var 13— 4 Fram í vil. Fram skoraöi átján mörk í seinni hálfleik á móti fimm mörkum Grinda- víkurliðsins. Þó svo að lið Grindavíkur hafi tapað svona stórt í þessum leik hefur það tekið miklum stakkaskiptum siðan það fékk til sín Þór Ottesen, sem kom þeim í 1. deild. Þær þurfa að bæta sig og gefa ekki eftir þó svo að þær fái á sig mörk. Þá er eins og þær gefist bara upp. Kannski yrðu þær svolítið léttari á sér ef þær mundu hætta að spila i æfingagöllum! Dómarar leikja ættu að laka strangar á að stelpurnar spili æfingabúningum liða sinna, eins og oft hefur borið á í vetur. Mörk Frani skoruðu þær Guðríður Guðjónsdóttir 15/6, Oddný Sigsteins- dóttir og Jóhanna Halldórsdótlir 4 hvor, Guðrún Sverrisdóttir 2, Helga Magnúsdóttir, Kristín Orradóttir og Steinunn Helgadóttir 1 hver. Mörk Grindavikur. Sjöfn Ágústs- dóttir 5, Kristólína 2, Svanhildur Kára- dóttir og Lóa Viðarsdóttir I hvor. Dóntarar leiksins voru þeir Hjálmur Sigurðsson glímukappi og Gunnar Steingrímsson. -IIJ Fram— Grindavík 31-9 (13-4) íslandsmótíð i handknattieik 1. deild kvenna, Fram-Grindavík 31— 9 (13—4) i Laugardalshöll, laugardaginn 16. febríiar. Beztu leikmenn (hœsta einkunn 10) Guðriður Guðjónsdóttír, Fram, 9, Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, 8, Jóhanna HalkJórsdóttir, Fram, 7, Jenný Grétudóttír, Fram, 6, Ama Steinsen, Fram, 6. Fram, Kolbrún Jóhannsdóttír, Guðriður Halldórsdóttír, Heiga Magnúsdóttir, Jenný Grétu- dóttir, Kristín Orradóttír, Ama Steinsen, Guðríður Guðjónsdóttír, Oddný Sigstoinsdóttir, Steinunn Helgadóttír, Guðrún Sverrisdóttír og Jóhanna Halldórsdóttír. Grindavik. Rut Óskarsdóttír, Runný Danielsdóttír, Berglind Demus, Krista Ólafsdóttir, Hildur Gunnarsdóttír, Agústa Gisladóttir, Sjöfn Agústsdóttír, Ingun Jónsdóttír, Hulda Guðjónsdóttír, Asrún Karisdóttír, Svanhildur Kéradóttír og Lóa Viöarsdóttir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.