Dagblaðið - 18.02.1980, Síða 33

Dagblaðið - 18.02.1980, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. MILUONIN OG ASA SOLVEIG 33 ■\ Fimmludaginn 3ja janúar var á 20. siðu Morgunblaðsins 3ja dálka mynd af Jónasi Krisljánssyni for- manni rithöfundasjóðs ríkisút- varpsins ásamt Ásu Sólveigu og Þor- geiri Þorgeirssyni, sem eru að taka á móti rithöfundastyrknum á gamlárs- dag. Í undirfyrirsögn fréttarinnar segir: „Jónas, Kristjánsson formaður sjóð- stjórnar afhenti þeim höfunda- styrkinn að viðstöddum forseta íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum.” Var þeim gefin sin milljónin hvoru. Ég verð að játa að ég hef ekki gert mikið af þvi að lesa bækur „nútima” höfunda, en gegnum ritdóma fengið á þeim heldur litið álit. En þar sem þarna var um að ræða álitlega fjár- upphæð (enda þótt verðgildi íslenzku krónunnar sé varla sjáanlegt í smásjá) hefði ég nokkra forvitni á að sjá með eigin augum fyrir hvað þessi verðlaun höfðu verið veitt. Móðurmálið Að sjálfsögðu taldi ég ekki hugsanlegt annað en þarna væru á ferð einhver framúrskarandi verk, sem fengu svona háa einkun. Þau hlutu að sýna fágaða móðurmáls- meðferð eða flytja einhvern athyglis- verðan bókmenntaboðskap. Ég fékk að láni hjá kunningja- fólki bókina „Tregí taumi” eftir Ásu Sólveigu. Já, blessað móðurmálið. Ekki vantar það verjendur. Ég var ekki búinn að lesa margar blaðsiður í bókinni er ég hnáut um hverja dönskuslettuna á fætur annarri. Hér eru nokkur sýnishorn: Blaðsíðu 7, 4ðu línu að ofan: —„Ég tek sjcns á öðrum sopa og er passlega búin að setja glasið aftur inní ofn.” Bls. 15 7. l.a.o.: ,, — öskubakkarnir tæmast og taka nýþvegnir aftur sitt pláss.” Bls. 16, 4. I.a.o.: „— og Ijós ryðliturinn passar við dökkt hárið Bls. 16, 8. I.a.n.: ,, — svo minna bæriáauða plássinu þarsem—” Bls. 18, 3. l.a.o.: ,,— og henni fannst allt svo flott sem hann segir.” (leturbreytingar mínar). Þetta er lauslega gripið upp af fyrstu 18 síðunum í þessari 148 siðna bók. Þá var fengin sönnun fyrir því að ekki gat það verið móðurmáls- meðferðin, sem höfundurinn fékk hin háu verðlaun fyrir. Boðskapurinn í ræðu sinni við afhendingu rithöfundastyrksins fjaliaði Jónas Kristjánsson um boðskapinn, sem bókmenntirnar flytja, og sagði meðal annars: „Allar bókmenntir hafa einhvern boðskap að flytja, eða að minnsta kosti eitthvert ætlunar- verk.” Svo segir í Morgunblaðs- greininni. Ég fór að leita að boðskapnum eða ætlunarverkinu i bók Ásu. Ég tek hér orðrétt eftirfarandi kafla úr bókinni. Á blaðsíðu 112 segir: „Heldur þú að ég hafi hvorki augu né eyru, heldurðu að ég lifi svo rækilega einangruð i bölv. eldhúsinu að ég viti ekki hvað það merkir að vera kona. Ég veit það nákvæmlega, það merkir pussan þín og pikan þín. Það fylgir okkur alla líð, hver einasta kvenvera hefur pjásu og hver strákhvolpur sannar karl- mennskulegt hugrekki sitt með þvi að æpa það á cftir okkur opinberlega á götunni. — Það er staðreynd, segi ég rólegri, það er staðreynd, að Ijót- ustu orð hverrar tungu er nöfnin á kynfærum kvenna. Það eru verstu skammaryrðin, það eru ógeðslegustu orðin, svo ógeðsleg að þau eru ekki læk'í orðabækur. í þessari staðreynd er fólginn allur sannleikurinn um virðingu karlmanna fyrir konum.” (leðurbr. mín). Þetta var milljón króna boðskap- urinn hennar Ásu Sólveigar. Jónas Guðmundsson rithöfundur segir í dagbl. Tíminn frá 6. jan. „Fastur viðburður er úthlutun Alþýðubandalagsins úr rithöfunda- sjóði rikisútvarpsins, en undanfarin ár hafa aðeins kommúnistar fengið verðlaun þaðan, þótt að nafninu til séu þetta peningar sem rithöfundar eiga, allir höfundar, án tillits til stjórnmálaskoðana.” Þarna fékk ég staðfestingu á boðskapnum i bók Ásu, enda þólt hann leyndi sér ekki við lestur bókarinnar. „Mehntaviðburður" Bækur kommúnistiskra rit- höfunda bera flestar þennan sama boðskap; það er að vega að hjóna- bandinu og heimilunum, sem eru hornsteinar hvers siðaðs þjóðfélags HVERGIMEIP'• EFNAÚRVA! GÓÐIR KLÆD- SKERAR Dœmi um verð: Ull og terylene Alullar kambgarn, margir litir Tweed-efni (ensk), margir litir „Hard twist”, margir litir Sérpöntuö efni (í ein föt) HERRAFÖT DORMEUII Tilbúin- Eftir máli. kr. 78.000.- 88.000.- kr. 86.000,- 96.000.- kr. 84.000.- 94.000.- kr. 88.000.- 98.000.- 110- -160.000.- Zlltíma - KJÖRGARDI - LAUGA VEGI59 Kjallarinn ÞórðurHalldórsson Eftir að heimilinu og hjónabandinu er sundrað er eftirleik nrinn auðveldur, að koma á kommúnu- þjóðfélagi, senr lýtur lögmálum götunnar i einu og öllu. Einn liðurinn í þcssum áformum rauðsokka og kommúnista er að hræða konuna og ,gera lítið úr störfum hennar við sköpun fagurs heimilislífs og góðra uppeldisáhrifa, ná henni frá heimilunum út i hinar ýmsu starfs- greinar þjóðfélagsins, i þeim tilgangi að upp alist lyklabörn, sem konia heim úr skótanum að lokuðum dyrum heimilanna. Eftir að hala slafrað i sig eitthvað matarkyns úr is- skápnum liggur leiðin út á götuna, sem er besti skólinn til að skapa stjórnlausan skcmmdarverka- og glæpalýð. Kommúnismi nærist hvergi þar .sem ekki er hægl að skapa þessa jupplausnaraðstöðu. Ég hef oft haldið því Iram að höfuðkrafa kommúnista við myndun svokallaðrar vinstri stjórna sé að fá i sinn hlul menntamálin, enda alltaf fengið þau. Þeir eru ekki i neinum vafa um hvað það gildir. Bókmenntir á borð við ,,Treg i taumi” er afraksturinn. Það er svo aftur annað nál og cfni til ihugunar að kommúnistar skuli komast upp með þá ósvifni að bjóða æðstu mönnum þjóðarinnar, forscta landsins og menntamálaráðherra i þessu tilfelli, til að vera viðstaddir hina „virðulegu athöfn.” Doktors- vörn og móttaka crlendra heiðurs- gesta á að hverfa i skuggann fyrir svona sögulegum mennlavirthurði. Tða er það kannski hugsun framámanna að heiðra svona athafnir með þvi hugarfari að „heiðra skaltu skákinn svo hann skaði þigekki”? I daglegri umræðu við kommúnista og háin<omma er viðkvæðið hjá þcint að á íslandi sé ekki til kommúnismi. Þetta eru bara sósialistar og vinstri menn sem öllum vilji gotl gcra. Þctla hljómar vcl i eyrum. En hvað segja framámcnn kommúnista i dag unt innrás föðurlands komntúnismans inn i Afganistan? Hver unt annan þveran þegja þeir þunnu hljóði og þykjast ekkert hafa unt þá atburði að segja. Haldið þið svo að þessir ntenn séu skoðanalausir tindátar? Ekki er kyn' þótt kcraldiðleki. Þórrtur Halldórsson, l.uvemburg. ^ „Fastur viðburður er úthlutun Alþýðu- bandalagsins úr rithöfundasjóði ríkisút- varpsins... ” VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS AÐALFUNDUR 1980 fímmtudagur, 21. febrúar, kl. 11.00 Kristalssalur Hótel Loftleiða Dagskrá: 11.00-11.15 Mæting og móttaka fundargagna. 11.15- 11.45 Setningarræða formanns Verzlunarráðs ís- lands, Hjalta Geirs Kristjánssonar. 11.45- 12.15 Skýrsla um störf stjórnar V.í. og fjárreiður ráðsins. 12.15- 13.30 Hádegisverður í Víkingasal. Ávarp viðskiptaráðherra, Tómasar Árnasonar. Fyrirspurnir. 13.30- 15.00 Framfarír og framtíðin — Atvinnulífið á nýjum áratug — 1. Tækninýjungar á komandi áratug og áhrif þeirra á atvinnulífið: Guðmundur Einarsson, verk- fræðingur. 2. Efnahagsleg skilyrði framfara: Jónas H. Haralz bankastj. 3. Almennar umræður og ályktanir. 15.00-15.30 Störf, stefna og skipuiag Verziunarráðs ísiands 1980—1990 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 1980. 2. Viðfangsefni 1980—1990, Ragnar S. Halldórsson. Jóhann J. Ólafsson. 3. Laga- og skipulagsbreytingar. 15.30- 15.44 Kaffí. 15.45- 16.00 Kosningar: 1. Kosning formanns V.í. 2. Úrslit stjórnarkjörs. 3. Kosin 7 manna kjörnefnd. 4. Kosnir 2 endurskoðendur. 16.00-16.30 Önnur mál. 16.30 Fundarslit. Fundarstjóri: Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri. Kosningu til stjórnar ráðsins lýkur kl. 17.00 miðvikudaginn 20. febrúar. Atkvæðum skal skila til kjörstjórnar á skrifstofu ráðsins fyrir þann tima. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku I sima 11555 vegna fjölda þátttakenda.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.